Fćrsluflokkur: Músík

Íslendingar verđlaunađir í Ameríku

  Woody Guthrie (1912-1967) er stundum kallađur fađir bandarísku ţjóđlagatónlistarinnar (folk music).  Hann var trúbador,  flakkari, söngvari og söngvaskáld.  Hans hljóđfćri voru kassagítar og munnharpa.  Eftir hann liggja mörg hundruđ söngvar.  Mörg lög er gleymd.  Ađeins niđurskrifađir textar standa eftir.      

  Fjöldi rokkstjarna skilgreinir sig sem lćrisveina Woodys og hafa hljóđritađ lög hans.  Allt frá Bob Dylan og Bruce Springsteen til U2 og Wilco.  Hann söng um lítilmagnann og baráttu gegn fasisma.  Í seinni heimsstyrjöldinni barđist hann međ bandaríska hernum gegn Hitler,  Mussolini og ţeirra kónum.  Um ţađ orti hann ófáa söngva.  Á gítarinn var letrađ stórum stöfum "Ţetta tól drepur fasista".

  Í Oklahoma er myndarlegt Woody Guthrie safn.  Árlega heiđrar ţađ - verđlaunar - einhverja sem starfa í anda Woodys.  Á dögunum var Íslendingum og stöllum ţeirra í kvennapönksveitinni Pussy Riot afhentur verđlaunagripurinn 2023 sem er smćkkuđ eftirgerđ af gítar Woodys á stalli.  Pussy Riot einbeitir sér ađ afhjúpun á fasistatilburđum Putins.  Fyrir ţađ hafa stelpurnar veriđ fangelsađar í Rússlandi og sćtt harđneskjulegri ţrćlkun.

pussy-riot-woody-guthrie-award


Lisa Marie Presley

 Fyrir nokkrum árum var ég á flandri austur í Englandi.  Ađ mig minnir í Brighton.  Á sama gistiheimili bar ađ tvo unga menn.  Gott ef ţeir voru ekki sćnskir.  ţeir voru ađ flakka ţvers og kruss um England.  Á einni sveitakrá blasti viđ ţeim kunnugleg bardama.  Ţeir tóku hana tali og komust ađ ţví ađ hún vćri Lisa Marie Presley,  dóttir Elvis Presley.

  Mér ţótti sagan ótrúverđug.  Í fyrsta lagi var Lisa Marie bandarísk.  Allar slúđursögur af henni fjölluđu um hana í Bandaríkjunum međ bandarísku fólki.

  Í öđru lagi var hún moldríkur erfingi föđur síns.  Hún var auđmađur sem ţurfti ekki ađ dýfa hendi í vatn.  Hvorki kalt né heitt. Hvers vegna ćtti hún ađ strita á kvöldin viđ ađ afgreiđa bjór á enskri krá?  Ţetta passađi ekki.

  Drengirnir bökkuđu ekki međ sína sögu.  Ţeir sýndu mér ljósmyndir af sér međ henni.  Ljósmyndir eru ekki pottţétt sönnunargagn.  Ég leitađi á náđir google.  Í ljós kom ađ dóttir rokkkóngsins var stödd á ţessari sveitakrá.  Ensk vinhjón hennar ráku krána.  Lisu Marie ţótti einfaldlega gaman ađ afgreiđa á barnum. 

  Svo féll hún frá,  núna 12. jan,  ađeins 54 ára.

-----------------------

  Allt annađ:  Í tilefni af Ţorra: 

 

     


Hvađ ef?

  Oft er fullyrt ađ Bítlarnir hafi veriđ réttir menn á réttum stađ á réttum tíma.  Ţađ skýri ofurvinsćldir ţeirra.  Velgengni sem á sér ekki hliđstćđu í tónlistarsögunni.  Enn í dag eru ţeir ráđandi stórveldi og fyrirmynd 60 árum eftir ađ ţeir slógu í gegn og 52 árum eftir ađ hljómsveitin snéri upp tánum. 

  Bítlarnir voru EKKI á réttum stađ ţegar ţeir hösluđu sér völl.  Ţeir voru stađsettir í Liverpool sem á ţeim tíma ţótti hallćrislegasta krummaskuđ.  Ţetta var hafnar- og iđnađarborg;  karlar sóttu pöbbinn á kvöldin, rifust, slógust og konur voru lamdar heimafyrir.  Enskuframburđur ţeirra var hlćgilegur.  Ţađ voru ekki forsendur fyrir ţví ađ Liverpool guttar ćttu möguleika á frćgđ og frama.  John Lennon sagđi ađ ţađ hafi veriđ risapólitík ţegar Bítlarnir ákváđu í árdaga ađ halda Liverpool-framburđinum. 

  Spurning um tímasetninguna.  Hún var Bítlunum í hag.  Ţađ var ládeyđa í rokkinu 1963.  Hinsvegar hefđu Bítlarnir sómt sér vel á hátindi rokksins 1955-1958,  innan um Presley, Chuck Berry,  Little Richard,  Jerry Lee Lewis,  Fats Domino og Buddy Holly.  

  Bítlarnir hefđu líka spjarađ sig vel 1965 eđa síđar međ Beach Boys og The Byrds.  

  Ţađ sem skipti ÖLLU máli var ađ Bítlarnir voru réttir menn.  Og rúmlega ţađ.  Ţeir hefđu komiđ, séđ og sigrađ hvar og hvenćr sem er.


Rekinn og blómstrađi sem aldrei fyrr

  Rokksagan geymir mörg dćmi ţess ađ liđsmađur hljómsveitar hafi veriđ rekinn; í kjölfariđ fundiđ sína fjöl og skiniđ skćrar en hljómsveitin.  Nei,  ég er ekki ađ tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum.  Hans ferill varđ klúđur á klúđur ofan.

  Eitt frćgasta dćmiđ í íslenskri rokksögu er ţegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican.  Ţetta var um miđjan áttunda áratuginn.  Pelican var vinsćlasta hljómsveit landsins.  Pétur brá viđ snöggt;  hafđi samband viđ fjölmiđla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn.  Samtímis stofnađi Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit,  Paradís,  međ ungum hljóđfćraleikurum.  Ţađ var kýlt á spilirí út og suđur og hent í plötu.  Sá sem stýrđi fjölmiđlaumrćđunni var góđvinur okkar,  Smári Valgeirsson.  Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrćgt viđtal viđ Hörđ Torfason.  Smári spilađi á fjölmiđla eins og á fiđlu.  Ég kom smá ponsu viđ sögu;  teiknađi myndir af Pétri í auglýsingar, málađi nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvađ svoleiđis. 

  Pétur fékk samúđarbylgju.  Rosa öfluga samúđarbylgju.  Pelican var allt í einu runnin út á tíma.

  Af erlendum dćmum má nefna Jimi Hendrix.  Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers,  undirleikara Little Richard um miđjan sjöunda áratuginn.  Rikki var ofurstjarna áratug áđur en mátti á ţessum árum muna sinn fífil fegri.  Hendrix rakst illa í hljómsveit.  Hann var afar óstundvís og notađi vímuefni.  Rikki rak hann.  Ári síđar sló Hendrix í gegn međ "Hey Joe" og varđ í kjölfar stćrsta gítarhetja rokksögunnar.

  Í fljótu bragđi man ég líka eftir Lemmy.  Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Allt gekk vel.  Nema dópneysla Lemmy ţótti um of.  Hann var rekinn.  Stofnađi ţá tríóiđ Motörhead.  Spilađi ţar á gítar og hljómsveitin sló rćkilega í gegn.

  Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne.  Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath.  Seint og síđar meir gáfust ţeir upp og spörkuđu honum.  Međ dyggri ađstođ konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náđi ađ trompa Black Sabbath á mörgum sviđum.

  Hér fyrir neđan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frćnda ţess fyrrnefnda,  Woody Guthrie,  "Belle Star".   

     


Áhrifamestu plötuumslögin

  Plötuumslög gegna veigamiklu hlutverki.  Ţau móta ađ nokkru leyti viđhorf plötuhlustandans til tónlistarinnar og flytjandans.  Ţegar best lćtur renna umslag og tónlistin saman í eitt.  Gamlar rannsóknir leiddu í ljós ađ "rétt" umslag hefur áhrif á sölu plötunnar.  Til lengri tíma getur umslag orđiđ ţátttakandi í nýjum straumum og stefnum í tónlist.  

  American Express Essentials hefur tekiđ saman lista yfir áhrifamestu plötuumslögin.  Hér er ekki veriđ ađ tala um bestu eđa flottustu umslögin - ţó ađ ţađ geti alveg fariđ saman í einhverjum tilfelllum. Árlega koma á markađ margar milljónir plötuumslaga.  Ađeins 0,0000000% ţeirra verđa almenningi minnisstćđ.  

  Stiklum hér á stóru í rjóma niđurstöđu AEE:

 - Elvis Presley.  Fyrsta stóra plata hans og samnefnd honum.  Kom út 1956.  Stimplađi gítarinn inn sem tákn rokksins.  Á ţessum tímapunkti var ţađ brakandi ný og fersk blanda bandarískra músíkstíla á borđ viđ blús og rokkabilly.

 - The Clash:  London Calling.  3ja plata Clash sem var önnur tveggja framvarđasveita bresku pönkbyltingarinnar (hin var Sex Pistols).  Útgáfuáriđ er 1979 og pönkiđ búiđ ađ slíta barnsskónum.  Clash var ekki lengur "bara" pönk heldur eitthvađ miklu meira;  stórveldi sem sló í gegn í Ameríku umfram ađrar pönksveitir.  Umslagiđ kallast skemmtilega á viđ upphaf rokksins.  Ljósmyndin var ekki tekin fyrir umslagiđ.  Hún var eldri og fangađi augnablik ţar sem bassaleikarinn,  Paul Simonon,  fékk útrás fyrir pirring.  "London Calling" var af amerískum fjölmiđlum - međ Rolling Stone í fararbroddi - útnefnd besta plata níunda áratugarins.

  - Bítlarnir:  Revolver.  "Sgt. Peppers...",  "Hvíta albúmiđ", "Abbey Road" og "Revolver" togast á um áhrifamestu Bítla-umslögin.  "Revolver" kom út 1966 og var fyrst Bítlaplatna til ađ skarta "allt öđruvísi" umslagi:  teiknimynd af Bítlunum í bland viđ ljósmyndir.  Umslagiđ rammađi glćsilega inn ađ hljómsveitin var komin á kaf í nýstárlega tónlist á borđ viđ sýrurokk, indverskt raga og allskonar.  Höfundur ţess var góđvinur Bítlanna frá Hamborg,  bassaleikarinn og myndlistamađurinn Klaus Voorman. 

  - Velvet Underground & Nicole.  Platan samnefnd hljómsveitinni kom út 1967 undir forystu Lou Reeds.  Umslagiđ hannađi Andy Warhol.  Platan og sérkennilegt umslag ţóttu ómerkileg á sínum tíma.  En unnu ţeim mun betur á međ tímanum. 

 - The Rolling Stones:  Let it Bleed.  Önnur 2ja bestu platna Stones (hin er Beggars Banquet).  Kom út 1969.  Ţarna er stofnandi hljómsveitarinnar,  Brian Jones,  nćstum dottinn út úr henni og arftakinn,  Mick Taylor, ađ taka viđ.  Umslagiđ er af raunverulegri tertu og plötu.  Ţetta var löngu fyrir daga tćknibrellna á borđ viđ fótoshop. 

 - Patti Smith:  Horses.  AEE telur "Horses" vera bestu jómfrúarplötu sögunnar.  Útgáfuáriđ er 1975.  Umslagiđ rammar inn látlausa ímynd alvörugefna bandaríska pönk-ljóđskáldsins. 

 - Pink Floyd:  Wish You Were Here.  Valiđ stendur á milli ţessarar plötu frá 1975 og "Dark Side of the Moon".  Ljósmyndin á ţeirri fyrrnefndu hefur vinninginn.  Hún sýnir tvo jakkalakka takast í hendur.  Annar stendur í ljósum logum í alvörunni.  Hér er ekkert fótoshop.   

 - Sex Pistols:  Never Mind the Bollocks Heres the Sex Pistols.  Eina alvöru plata Sex Pistols.  Platan og hljómsveitin gerđu allt brjálađ í bresku músíksenunni 1977.  Umslagiđ er vel pönkađ en um leiđ er klassi yfir hönnunni og skćru litavalinu.  

 - Bruce Springsteen: Born in the USA.  1984 vísuđu umslagiđ og titillinn í ţverbandarísk blćbrigđi.  Undirstrikuđu ađ ţetta var hrátt verkalýđsrokk;  bandarískt verkalýđsrokk sem kallađi á ótal túlkanir.  Ţarna varđ Brúsi frćndi sú ofurstjarna sem hann er enn í dag.

 - Nirvana: Nevermind.   1991 innleiddi platan Seattle-gruggbylgjuna.  Forsprakkinn, Kurt Cobain,  fékk hugmyndina ađ umslaginu eftir ađ hafa séđ heimildarmynd um vatnsfćđingu.  Hugmyndin um agniđ,  peningaseđilinn,  var ekki djúphugsuđ en má skođast sem háđ á grćđgi.

 - Björk: Homogenic.  AEE segir ţetta vera bestu tekno-plötu allra tíma.  Titillinn endurspegli leit Íslendingsins ađ hinum eina rétta tóni plötunnar 1997. 

 - Sigur Rós: ().  Fyrir íslenska hljómsveit sem syngur ađallega á bullmáli en semur fallega og áleitna tónlist er umslagiđ óvenjulegt og vel viđ hćfi.  Svo segir AEE og áttar sig ekki á ađ söngur Sigur Rósar er ađallega á íslensku.  Reyndar á bullmáli á (). Platan kom út 2002.

presleyTheClashLondonCallingalbumcoverRevolver_(album_cover)VelvetLetitbleedRSPattiSmithHorsespinkfloyd-album-wish_you_were_hereNever_Mind_the_Bollocks,_Here's_the_Sex_PistolsBruceBorn1984nevermindbjörksigur rós


Uppáhalds tónlistarstílar

Fyrir nokkru efndi ég á ţessum vettvangi - minni bloggsíđu - til skođanakönnunar um uppáhalds tónlistarstíla lesenda.  Ţetta er ekki skođanakönnun sem mćlir músíksmekk almennings - vel ađ merkja.  Einungis músíksmekk lesenda bloggsíđunnar.  Niđurstađan speglar ađ lesendur séu komnir af léttasta skeiđi eđa ţar í grennd.  Ţađ gerir könnunina áhugaverđari fyrir minn smekk.  Mér kemur ekkert viđ hvađa músík börn og unglingar ađhyllast. 

  Nú hafa 1000 atkvćđi skilađ sér í hús.  Stöđuna má sjá hér til vinstri á síđunni.  Niđurstađan kemur ađ mörgu leyti á óvart.  Og ţó.  Hún er ţessi:

1. Ţungarokk 16.1%

2. Djass 15.5%

3. Pönk/nýbylgja 15%

4.  Reggae (world music)  13,2%

5.  Ţjóđlagatónlist (órafmögnuđ)  10,8%

6.  Blús  7,6%

 

7  Rapp/hipp-hopp  6,2%

8  Skallapopp/píkupopp  6,1%

9  Sítt ađ aftan/80´s  5,8%

10  Kántrý  3,8%

  


Söluhćstu lög og plötur í dag

  Sölutölur yfir vinsćl lög og plötur eru í dag dálítiđ flókiđ og margslungiđ dćmi.  Plötur í föstu formi (vinyl,  geisladisk,  kassettur...) hafa fariđ halloka fyrir streymisveitum á netinu.  Höfundaréttarskráning heldur utan um ţetta flókna dćmi.

  Ţetta eru söluhćstu tónlistarmenn fyrri helmings - fyrstu 6 mánuđi - ţessa árs:  

1.  Bítlarnir seldu um 1,1 milljón eintök af sinni afurđ.

2.  The Queen koma nćst međ 780 ţúsund eintök.  

3.  Imagine Dragons 600 ţúsund eintök.

4.  Fleetwood Mac 565 ţúsund eintök. 

5.  Metallica 550 ţúsund eintök.

  Óendanlegar yfirburđa vinsćldir Bítlanna eru ekki óvćntar.  Samt.  Bítlarnir sendu frá sér plötur ađeins um sex ára skeiđ á sjöunda áratugnum (6-unni).  Síđan er liđin meira en hálf öld. 


Vinsćlustu músíkhóparnir

  Á Facebook held ég úti fjölda músíkhópa;  hátt á ţriđja tug.  Flestir voru stofnađir um svipađ leyti.  Ţess vegna hefur veriđ áhugavert ađ fylgjast međ ţeim vaxa og ţróast mishratt.  Ţessir hópar einskorđast ekki viđ Ísland.  Ţađ er dálítiđ spennandi.  Ţeir sem skrá sig í hópana koma úr öllum heimshornum. 

  Margt sem póstađ er í hópana er áhugavert og kynnir mann fyrir ýmsum tónlistarmönnum.  Faldir fjársjóđir kynntir til leiks.  Stundum fylgja međ fjörlegar og fróđlegar umrćđur í athugasemdakerfinu.  Ég hef kynnst hellingi af skemmtilegri músík í ţessum hópum.  Einnig eignast vini;  tónlistarfólk frá flestum nágrannalöndum.  Sumir eru lítt ţekktir er ţeir stimpluđu sig inn en eru í dag stór nöfn.   

  Af listanum yfir fjölmennustu hópana mína mćtti ćtla ađ ég sé fyrst og fremst kántrý-bolti.  Svo er ekki.  Samt kann ég vel viđ margt kántrý.  Sérstaklega frá fyrri hluta síđustu aldar. Líka americana og roots kántrý, svo ekki sé minnst á cow-pönk.

  Einn hópurinn minn var kominn međ nćstum ţví 60 ţúsund félaga.  Ţá stálu vondir menn honum.  Ţeir virtust vera á Filippseyjum.  Ţeir hökkuđu sig inn í hópinn og yfirtóku hann.  Síđan breyttu ţeir nafni hans og eru eflaust ađ herja á liđsmenn hópsins međ gyllibođum um peningalán og eitthvađ svoleiđis.

  Ţetta eru vinsćlustu hóparnir.  Fyrir aftan er félagafjöldinn.

1.  The best country and western songs ever 19.904

2.  The best international country and western music 1559

3.  Country & western music 1069

4.  Alternative rock jukebox 941

5.  Fćreyskir tónar - Faroese music 832

6.  Blues, jazz 701

7.  Country music, folk, blues 632

8.  Best of Icelandic rock music, jazz, reggae, country   584

9.  Classic rock 544

10. The Byrds family 461

  Félagafjöldinn segir ekki alla söguna.  Í sumun fámennari hópum er ekki síđra líf og fjör.  Í fjölmennustu hópum vill brenna viđ ađ innlegg séu kaffćrđ helst til fljótt af nýrri póstum.

 

 


Vinsćlustu lögin

  Á Fasbók hef ég til nokkurra ára haldiđ úti grúppu sem heitir "Fćreyskir tónar - Faroese music".  Ţangađ inn pósta ég fćreyskri tónlist (myndböndum) - eins og titillinn bendir sterklega til.  Fylgjendur  síđunnar eru 831 og "lćkarar" 824.  Flestir Íslendingar.  Líka nokkrir útlendingar. 

  Forvitnilegt og áhugavert er ađ fylgjast međ ţví hvađa lög eru oftast spiluđ.  Ég veit ađ sama fólkiđ spilar iđulega aftur lög sem heilla.  

  Ţetta eru vinsćlustu lögin.  Innan sviga er hvađ ţau hafa oft veriđ spiluđ á síđunni:

1.  "Dreymurin" međ Alex heitnum Bćrendsen (449 sinnum).  Hann kom fram á hljómleikum í Laugardalshöll í byrjun ţessarar aldar.  Dóttir hans,  Kristína Bćrendsen, söng nokkrum sinnum hérlendis á hljómleikum.  Tók međal annars ţátt í söngvakeppni sjónvarpsins, júrivisjon.  Hún býr núna á Íslandi.

2.  "Hon syndrast" međ dómdagshljómsveitinni Hamferđ (doom metal) (326 sinnum).  Hamferđ hefur túrađ međ Skálmöld bćđi hérlendis og erlendis.

3.  "Tú er min spegil" međ Jórunni (219 sinnum).  Sjaldgćft er ađ sjá í fćreysku 2 n í röđ. 

 

4.  "Brotin" međ Eivöru (215 sinnum)

5.  "Langt burt frá öđrum löndum" međ Eivöru (209 sinnum)

6.  "Fćreyingur á Íslandi" međ Árna Tryggvasyni (184 sinnum).  Ţađ er ađeins ađ finna á Fasbók (ekki youtube):  https://www.facebook.com/plotuskapurinn.glymskrattinn/videos/140518442709494/

7.  "Aldan" međ Anniku Hoydal (175 sinnum)

8.  "Dansađu vindur" međ Eivöru (172 sinnum)

 

9-10.  "Ólavur Riddararós" međ Harkaliđinu (168 sinnum)

 

9-10.  "Vilt tú at Jesus skal koma tćr nćr" međ Manskór úr Rituvík (168 sinnum).  Lagiđ er ekki til á youtube.  Bara á Fasbók.  https://www.facebook.com/sjomansmissionin/videos/213463456262854/


Ljúf plata

  Undanfarna daga hefur platan Songbird rúllađ í spilaranum hjá mér.  Á henni syngur Helga Fanney.  Fađir hennar,  Tómas Malmberg,  spilar snyrtilega undir ýmist á píanó eđa kassagítar.  Hann er jafnframt höfundur gullfallegs lokalags plötunnar,  Ţú lífs míns ljós.  Textinn er eftir Ruth Reginalds Moore.  Hin 9 lögin eru kunnar og sívinsćlar ballöđur.  Allar nema ein engilsaxneskar.  Lagavaliđ hefur kosti og galla.  Kostirnir eru međal annars ţeir ađ lögin eru góđ.  Hlustandinn ţekkir lögin strax viđ fyrstu spilun og kann vćntanlega vel viđ ţau flest. 

  Gallinn er sá helstur ađ ţau hafa veriđ sungin af mörgum bestu poppsöngvurum heims.  Söngvarinn er í ţeirri stöđu ađ vera borinn saman viđ ţá.  Ţađ er ekki auđvelt hlutskipti.  Helga Fanney sleppur nokkuđ vel út úr samanburđinum.  Međal annars vegna ţess ađ söngur hennar er einlćgur, tilgerđarlaus og blćbrigđaríkur.  Söngröddin er hljómfögur og raddbeiting ágćt. 

  Flutningurinn er skemmtilega hrár,  hljóđritađur í einni töku.  Gaman hefđi veriđ ađ heyra íslenska texta sem til eru viđ sum lögin.  Til ađ mynda Imagine eftir John Lennon (Ađ hugsa sér kallast ţýđing Ţórarins Eldjárn),  Arms of an angel eftir Söru Mclachian  (Umvafin englum í ţýđingu Valgeirs Skagfjörđ) og Hallelujah eftir Leonard Cohen (íslenskur texti eftir Jóhönnu F. Karlsdóttur, líka eftir Ragnar Geir Brynjólfsson og eftir Val Gunnarsson,  svo og Stefán Gíslason).

  Af öđrum lögum er vert ađ nefna Make you feel my love eftir Bob Dylan og When I think of angels eftir KK. 

  Helga Fanney er ađeins 14 ára í sumum lögunum en hljómar ekki eins og barn.  Hún er eitthvađ eldri í öđrum lögum.  Ég giska á 16 - 17 ára.  Aldursmunurinn heyrist ekki.

  Songbird er notaleg plata.     

Helga Fanney 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband