Fćrsluflokkur: Tónlist

Íslendingar verđlaunađir í Ameríku

  Woody Guthrie (1912-1967) er stundum kallađur fađir bandarísku ţjóđlagatónlistarinnar (folk music).  Hann var trúbador,  flakkari, söngvari og söngvaskáld.  Hans hljóđfćri voru kassagítar og munnharpa.  Eftir hann liggja mörg hundruđ söngvar.  Mörg lög er gleymd.  Ađeins niđurskrifađir textar standa eftir.      

  Fjöldi rokkstjarna skilgreinir sig sem lćrisveina Woodys og hafa hljóđritađ lög hans.  Allt frá Bob Dylan og Bruce Springsteen til U2 og Wilco.  Hann söng um lítilmagnann og baráttu gegn fasisma.  Í seinni heimsstyrjöldinni barđist hann međ bandaríska hernum gegn Hitler,  Mussolini og ţeirra kónum.  Um ţađ orti hann ófáa söngva.  Á gítarinn var letrađ stórum stöfum "Ţetta tól drepur fasista".

  Í Oklahoma er myndarlegt Woody Guthrie safn.  Árlega heiđrar ţađ - verđlaunar - einhverja sem starfa í anda Woodys.  Á dögunum var Íslendingum og stöllum ţeirra í kvennapönksveitinni Pussy Riot afhentur verđlaunagripurinn 2023 sem er smćkkuđ eftirgerđ af gítar Woodys á stalli.  Pussy Riot einbeitir sér ađ afhjúpun á fasistatilburđum Putins.  Fyrir ţađ hafa stelpurnar veriđ fangelsađar í Rússlandi og sćtt harđneskjulegri ţrćlkun.

pussy-riot-woody-guthrie-award


Međ 19 skordýrategundir í hári og hársverđi

  Um nokkurt skeiđ hefur tíđindum af líki reggí-konungsins,  Bobs Marleys, veriđ póstađ fram og til baka á samfélagsmiđlum.  Ţar er fullyrt ađ viđ líkskođun hafi fundist í hári hans og hársverđi 19 tegundir af skordýrum.  Ađallega lús en einnig köngulóm og fleira.  Samtals töldust dýrin vera 70. 

  Litlu skiptir ţó ađ vísađ sé til ţess ađ um falsfrétt sé ađ rćđa.  Ekkert lát er á dreifingu fréttarinnar.  Ţannig er ţađ almennt međ falsfréttir.  Miklu meiri áhugi er á ţeim en leiđréttingum.

  Bob Marley dó 1981 eftir erfiđa baráttu viđ krabbamein í heila,  lungum og lifur.  Í krabbameinsmeđferđinni missti hann háriđ,  sína fögru og löngu "dredlokka".  Hann lést međ beran skalla.  Ţess vegna voru engin skordýr á honum.  Síst af öllu lús.  Ţar fyrir utan hafđi hann árum saman ţvegiđ hár og hársvörđ reglulega upp úr olíu.  Bćđi til ađ mýkja "dreddana" og til ađ verjast lús.  Hún lifir ekki í olíubornu hári.

  Til gamans má geta ađ Bob Marley var ekki ađeins frábćr tónlistarmađur.  Hann var líka góđmenni.  Ţegar hann samdi lagiđ "No Woman, No Cry" ţá vissi hann ađ ţađ myndi slá í gegn og lifa sígrćnt til frambúđar.  Hann skráđi fótalausan jamaískan kryppling,  Vincent Ford,  fyrir laginu.  Sá hafđi hvergi komiđ ađ gerđ ţess.  Uppátćkiđ var einungis til ţess ađ krypplingurinn fengi árlega ríflegar höfundargreiđslur.  Bob skráđi einnig konu sína,  Ritu Marley,  fyrir nokkrum lögum af sömu ástćđu.  

      

 


Poppstjörnur á góđum aldri

 

  18. febrúar komst japanska myndlista- og tónlistarkonan Yoko Ono á tírćđisaldur.  Ţá var kveikt á friđarsúlunni í Viđey til ađ samfagna međ henni.  43 ár eru síđan hún varđ ekkja Johns Lennons er hann var myrtur úti á götu í New York. Svona er lífiđ.

  Árlega höfum viđ ástćđu til ađ fagna hverju ári sem gćfan fćrir okkur.  Um leiđ gleđst ég yfir yfir hćkkandi aldri poppstjarna barns- og unglingsára minna.  

  Kántrý-útlaginn Willie Nelson kemst á tírđisaldur í apríl.  Ţessi eiga líka afmćli í ár (aldurinn innan sviga): 

  Tína Turner, Grace Slick (Jefferson Airplane) og Ian Hunter (Mott the Hoople) (84)

  Ringo Starr og Smokey Robinson (83)  

  Bob Dylan, Joan Baez, Eric Burdon (Animals), Paul Simon og Neil Diamond (82) 

  Paul McCartney,  Roger McGuinn (Byrds) og Brian Wilson (Beach Boys) (81)

  Mick Jagger,  Keith Richards, Roger Waters (Pink Floyd) og Steve Miller (80) 

  Rod Stewart,  Ray Davies (Kinks), Roger Daltrey (Who) og Carly Simoon (79)

  John Fogerty (Creedence Clearwater Revival),  Debbie Harry (Blondie),  Robert Wyatt,  Neil Young,  Pete Townshend (Who) og Eric Clapton (78)

  Patti Smith,  Linda Ronstadt, Donovan og Dolly Parton (77)

  Arlo Guthrie,  Elton John,  Carlos Santana,  Emmylou Harris,  Joe Walsh og Iggy Pop (76)

  Rober Plant  (Led Zeppelin),  Stevie Nicks (Fleedwood Mac) og Alice Cooper (75)

  Bruce Springsteen og Hugh Cornwell (Stranglers) (74)

  Peter Gabriel,  Stevie Wonder og Billy Joel (73)

 


Hvernig litu rokkstjörnurnar út í dag?

  Í hvađa átt hefđi tónlist Jimi Hendrix ţróast ef hann vćri á lífi í dag?  En Janis Joplin?  Eđa Kurt Cobain?  Ţessum spurningum hefur áhugafólk um tónlist spurt sig í árarađir.  Ţađ hefur boriđ hugmyndir sínar saman viđ hugmyndir annarra.  Ţetta er vinsćlt umrćđuefni á spjallsíđum netsins.

  Önnur áhugaverđ spurning:  Hvernig liti ţetta fólk út ef ţađ vćri sprelllifandi í dag?  Tyrkneskur listamađur telur sig geta svarađ ţví.  Til ţess notar hann gervigreind.  Útkoman er eftirfarandi.  Ţarna má ţekkja John Lennon,  Janis Joplin,  Jimi Hendrixkurt,  Kurt Cobain,  Tupac,  Freddie Mercury og Elvis Presley.

Johnjanisjimi

                                                                                           

I-havefreddieelvis


Hefur eignast lög sín eftir hálfrar aldar illindi og málaferli

  Forsagan er ţessi:  Á sjöunda áratugnum haslađi bandarískur drengur,  Tom Fogerty,  sér völl sem söngvari.  Til undirleiks fékk hann "instrúmental" tríó yngri bróđur síns,  Johns.  Samstarfiđ gekk svo vel ađ Tom og tríóiđ sameinuđust í nýrri hljómsveit sem hlaut nafniđ Creedence Clearwater Revival. 

  Framan af spilađi hún gamla blússlagara í bland viđ frumsamin lög brćđranna.  Í ljós kom ađ John var betri lagahöfundur en stóri bróđir, betri söngvari og gítarleikari.  Ađ auki var hann međ sterkar skođanir á útsetningum og stjórnsamur.  Frábćr söngvari og gítarleikari.  Frábćr lagahöfundur.  Spilađi líka á hljómborđ og saxafón.  

  Tom hrökklađist úr ţví ađ vera ađalkall í ađ vera "ađeins" rythma gítarleikari á kantinum.  Ekki leiđ á löngu uns hann hćtti í hljómsveitinni og hóf lítilfjörlegan sólóferil.  Á međan dćldi CCR út ofursmellum.  Ađ ţví kom ađ hryn-par (bassi, trommur) hennar bar sig aumlega undan ofurríki Johns og var međ ólund.

  Hann bauđ hryn-parinu ađ afgreiđa sín eigin lög á nćstu plötu CCR,  "Mardi Grass".  Ţađ varđ ţeim til háđungar.  

  Í framhaldinu vildi John hefja sólóferil.  En hann var samningsbundinn plötufyrirtćki sem liđsmađur CCR.  Hann reyndi allra leiđa til ađ rifta samningnum.  Án árangurs.  Hryn-pariđ og Tom stóđu ţétt viđ bak plötufyrirtćkisins.  Seint og síđar meir tókst John ađ öđlast frelsi međ ţví ađ framselja til plötufyrirtćkisins höfundarrétt vegna CCR katalógsins.  Ţar međ átti hann ekki lengur sín vinsćlustu lög.  Allar götur síđan hefur hann barist fyrir ţví ađ eignast lögin sín.  Á dögunum upplýsti hann ađ loksins vćri hann orđinn eigandi allra sinna laga eftir langar og strangar lagaflćkjur.     

          


Drottning sveitasöngvanna hellir sér í rokkiđ

  Dolly Parton er stćrsta nafn kántrý-kvenna.  Hún hefur sungiđ og samiđ fjölda sívinsćlla laga.  Nćgir ađ nefna "Jolene",  "9 to 5" og "I will always love you".  Síđast nefnda lagiđ er ţekktara í flutningi Whitney Houston.  Fyrir bragđiđ vita ekki allir ađ höfundurinn er Dolly.

  Á dögunum fagnađi hún 77 ára fćđingardegi.  Ađ ţví tilefni datt henni í hug ađ söđla óvćnt um og hella sér í rokkiđ.  Ekki seinna vćnna.  Hún ćtlar ađ vanda sig viđ umskiptin.  Gćta ţess ađ verđa ekki ađ athlćgi eins og Pat Boone.  Sá sćtabrauđskall reyndi um áriđ ađ endurheimta fyrri vinsćldir međ ţví ađ skella sér í ţungarokk.  Útkoman varđ hamfarapopp.

  Rokkplata Dollyar verđur ekkert ţungarokk.  Hún verđur léttara rokk í bland viđ kraftballöđur.  Ţetta verđa lög á borđ viđ "Satisfaction" (Rolling Stones),  "Purple Rain" (Prince),  "Stairway to heaven" (Led Zeppelin) og "Free Bird" (Lynyrd Skynyrd). 

  Dolly dreifir ábyrgđ yfir á gestasöngvara.  Ţeir eru:  Paul McCartney, John Fogerty (Creedence Clearwater Revival),  Steven Tyler (Aerosmith),  Pink,  Steve Perry (Journey),  Stevie Nicks (Fleetwood Mac), Cher og Brandi Carlili. 

  Vinnuheiti plötunnar er "Rock star". 

 


Lisa Marie Presley

 Fyrir nokkrum árum var ég á flandri austur í Englandi.  Ađ mig minnir í Brighton.  Á sama gistiheimili bar ađ tvo unga menn.  Gott ef ţeir voru ekki sćnskir.  ţeir voru ađ flakka ţvers og kruss um England.  Á einni sveitakrá blasti viđ ţeim kunnugleg bardama.  Ţeir tóku hana tali og komust ađ ţví ađ hún vćri Lisa Marie Presley,  dóttir Elvis Presley.

  Mér ţótti sagan ótrúverđug.  Í fyrsta lagi var Lisa Marie bandarísk.  Allar slúđursögur af henni fjölluđu um hana í Bandaríkjunum međ bandarísku fólki.

  Í öđru lagi var hún moldríkur erfingi föđur síns.  Hún var auđmađur sem ţurfti ekki ađ dýfa hendi í vatn.  Hvorki kalt né heitt. Hvers vegna ćtti hún ađ strita á kvöldin viđ ađ afgreiđa bjór á enskri krá?  Ţetta passađi ekki.

  Drengirnir bökkuđu ekki međ sína sögu.  Ţeir sýndu mér ljósmyndir af sér međ henni.  Ljósmyndir eru ekki pottţétt sönnunargagn.  Ég leitađi á náđir google.  Í ljós kom ađ dóttir rokkkóngsins var stödd á ţessari sveitakrá.  Ensk vinhjón hennar ráku krána.  Lisu Marie ţótti einfaldlega gaman ađ afgreiđa á barnum. 

  Svo féll hún frá,  núna 12. jan,  ađeins 54 ára.

-----------------------

  Allt annađ:  Í tilefni af Ţorra: 

 

     


Hvađ ef?

  Oft er fullyrt ađ Bítlarnir hafi veriđ réttir menn á réttum stađ á réttum tíma.  Ţađ skýri ofurvinsćldir ţeirra.  Velgengni sem á sér ekki hliđstćđu í tónlistarsögunni.  Enn í dag eru ţeir ráđandi stórveldi og fyrirmynd 60 árum eftir ađ ţeir slógu í gegn og 52 árum eftir ađ hljómsveitin snéri upp tánum. 

  Bítlarnir voru EKKI á réttum stađ ţegar ţeir hösluđu sér völl.  Ţeir voru stađsettir í Liverpool sem á ţeim tíma ţótti hallćrislegasta krummaskuđ.  Ţetta var hafnar- og iđnađarborg;  karlar sóttu pöbbinn á kvöldin, rifust, slógust og konur voru lamdar heimafyrir.  Enskuframburđur ţeirra var hlćgilegur.  Ţađ voru ekki forsendur fyrir ţví ađ Liverpool guttar ćttu möguleika á frćgđ og frama.  John Lennon sagđi ađ ţađ hafi veriđ risapólitík ţegar Bítlarnir ákváđu í árdaga ađ halda Liverpool-framburđinum. 

  Spurning um tímasetninguna.  Hún var Bítlunum í hag.  Ţađ var ládeyđa í rokkinu 1963.  Hinsvegar hefđu Bítlarnir sómt sér vel á hátindi rokksins 1955-1958,  innan um Presley, Chuck Berry,  Little Richard,  Jerry Lee Lewis,  Fats Domino og Buddy Holly.  

  Bítlarnir hefđu líka spjarađ sig vel 1965 eđa síđar međ Beach Boys og The Byrds.  

  Ţađ sem skipti ÖLLU máli var ađ Bítlarnir voru réttir menn.  Og rúmlega ţađ.  Ţeir hefđu komiđ, séđ og sigrađ hvar og hvenćr sem er.


Gullgrafarar

 

  Fólk sem á rosalega marga peninga á viđ vandamál ađ etja.  Fátćkt fólk er laust viđ ţađ vandamál.  Ţetta snýst um hvort makinn sé ástfanginn af viđkomandi eđa peningahrúgunni.  Líkurnar á ađ síđarnefnda dćmiđ eigi viđ eykst međ hverju árinu sem munar á aldri parsins.

  Ţegar bítillinn Paul McCartney tók saman viđ Heather Mills var hann 26 árum eldri.  Hún var á aldur viđ börn hans.  Ţau mótmćltu.  Töldu hana vera gullgrafara.  Hún myndi láta hann barna sig og skilja viđ hann.  Ţar međ vćri hún komin međ áskrift ađ ríflegu međlagi og vćnni sneiđ af fjármunum hans.  Ţetta gekk eftir.  Hún fékk 50 milljón dollara í vasann (x 144 kr.). 

  John Lennon og Yoko Ono er flóknara dćmi.  Hún var ekki á eftir peningum er hún tók upp á ţví ađ sitja um hann.  Hún var allt ađ ţví eltihrellir (stalker).  Hún kemur út auđmannafjölskyldu.  Hún var og er framúrstefnu myndlistamađur.  Góđ í ţví.  En var ekki frćg utan ţess fámenna hóps sem ađhylltist avant-garde.  John Lennon var farseđill hennar til heimsfrćgđar. 

  Yoko er ekki öll ţar sem hún er séđ.  Ţegar henni tókst ađ ná John frá ţáverandi eiginkonu hans og barnsmóđur hélt hún ţví fram ađ hún ţekkti lítiđ sem ekkert til Bítlanna.  Hún vćri bara í klassískri músík.  Eina manneskjan í New York sem vissi ekkert um Bítlana.  Hún var ekki fyrr tekin saman viđ John en hún fór ađ dćla frá sér ţokkalegum popplögum. 

  Dćmi um undirferli Yokoar:  Hálfblindur John keyrđi út í móa.  Yoko slasađist.  Hún var rúmföst og gat sig lítiđ hreyft.  Bítlarnir voru ađ hljóđrita Abbey Road plötuna.  John plantađi rúmi handa Yoko í hljóđveriđ.  Ţannig gat hann annast hana.  Svo gerđist ţađ ađ John, Paul og Ringo brugđu sér frá.  George Harrison var ađ dunda á annarri hćđ hljóđversins.  Ţar voru skjáir sem sýndu úr öryggismyndavélum í byggingunni.  Yoko fattađi ţađ ekki.  George sá hana tipla léttfćtta ţvert yfir hljóđversgólfiđ og stela frá honum súkkulađikexi. 

  Anna Nicoli Smith var bandarísk nektarfyrirsćta.  Mjög fögur.  26 ára giftist hún 89 ára gömlum auđmanni.  Hann dó.  Hún fór í mál viđ son hans.  Krafđist helming arfs.  Ţá dó hún.  Einnig sonur hennar sem var eiturlyfjafíkill.                

  Rachel Hunt var 21 árs sýningardama er hún giftist hálf fimmtugum breskum söngvara,  Rod Stewart.  Hann hélt ađ hann hefđi tryggt sig gegn gullgrafara.  Ţađ reyndist ekki virka.  Rachel náđi af honum 35 milljónum dollara. 

  Svo getur alveg veriđ ađ venjulegt blásnautt fólk verđi í alvöru ástfangiđ af vellauđugri manneskju.  Peningar skipti ţar engu máli.   

 

anna-nicole-smith-and-husband-j-howard-marshallRod Stewart   


Ný ljóđabók og hljómplata

 Ţađ hefur veriđ afskaplega ánćgjulegt ađ fylgjast međ Ólafi F. Magnússyni eftir ađ hann settist í helgan stein.  Reyndar líka áđur.  Hann var besti borgarstjóri Reykjavíkur.  Eftir ţađ tímabil tók viđ nýr - og kannski óvćntur - ferill. Frjó og farsćl sköpunargleđi fór á flug.  Hann yrkir kjarnyrt kvćđi á fćribandi,  semur viđkunnanleg söngrćn lög og vex stöđugt sem ágćtur söngvari.

  Nú er komin út hans ţriđja ljóđabók,  Ég vil bćta mitt land.  Eins og í fyrri bókum eru ţetta ćttjarđarljóđ,  heilrćđisvísur og allskonar.  Međal annars um margt nafngreint fólk.  Eitt kvćđiđ heitir Eivör Pálsdóttir:

Holdtekju listar međ háriđ síđa,

hátónagćđi međ fegurđ prýđa.

Sönglóan okkar fćreyska fríđa,

flögrar um eins og sumarblíđa.

  Bókinni fylgir 13 laga hljómdiskur.  Ţar af eru 9 áđur óútgefin lög.  Hin eru sýnishorn af fyrri ţremur diskum Ólafs.  

  Söngurinn er afgreiddur af Ólafi og Páli Rósinkrans,  svo og óperusöngvurunum Elmari Gilbertssyni,  Guđlaugu Dröfn Ólafsdóttur og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur.  Útsetningar og hljóđfćraleikur eru ađ mestu í höndum galdrakarlsins Vilhjálms Guđjónssonar.  Gunnar Ţórđarson kemur líka viđ sögu. 

      

ÓFM


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.