Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hvernig litu rokkstjörnurnar út í dag?

  Í hvaða átt hefði tónlist Jimi Hendrix þróast ef hann væri á lífi í dag?  En Janis Joplin?  Eða Kurt Cobain?  Þessum spurningum hefur áhugafólk um tónlist spurt sig í áraraðir.  Það hefur borið hugmyndir sínar saman við hugmyndir annarra.  Þetta er vinsælt umræðuefni á spjallsíðum netsins.

  Önnur áhugaverð spurning:  Hvernig liti þetta fólk út ef það væri sprelllifandi í dag?  Tyrkneskur listamaður telur sig geta svarað því.  Til þess notar hann gervigreind.  Útkoman er eftirfarandi.  Þarna má þekkja John Lennon,  Janis Joplin,  Jimi Hendrixkurt,  Kurt Cobain,  Tupac,  Freddie Mercury og Elvis Presley.

Johnjanisjimi

                                                                                           

I-havefreddieelvis


Friðsömustu og öruggustu lönd til að heimsækja

  Íslendingar eru hræddir.  Þeir óttast að fara í miðbæ Reykjavíkur.  Óttinn við að verða stunginn með hnífum er yfirþyrmandi.  Stjórnvöld í löndum fjölmennustu túrista til Íslands vara þegna sína við að fara í miðbæ Reykjavíkur. 

  Hvað er til ráða?  Eitthvert þurfa ferðamenn að fara til að sletta úr klaufunum.  Hver eru hættulegustu lönd til að sækja heim?  Hver eru öruggustu?  

  Það þarf ekki vísindalega útreikninga til að vita að hættulegustu lönd er Afganistan,  Jemen og Sýrland.

  Institute for Economics and Peace hefur reiknað dæmið með vísindalegum aðferðum.  Niðurstaðan er sú að eftirfarandi séu öruggustu lönd heims að ferðast til.  

1  Ísland

2  Nýja-Sjáland

3  Írland

4  Danmörk

5  Austurríki

6  Portúgal

7  Slóvenía

8  Tékkland

9  Singapúr

10 Japan


Hættulegar skepnur

  Öll vitum við að margar skepnur eru manninum hættulegar.  Við vitum af allskonar eiturslöngum,  ljónum,  krókódílum,  hákörlum, ísbjörnum,  tígrisdýrum og svo framvegis.  Fleiri dýr eru varhugaverð þó við séum ekki sérlega meðvituð um það.  Einkum dýr sem eru í öðrum löndum en Íslandi. 

  -  Keilusnigill er umvafinn fagurri skel.  En kvikindið bítur og spúir eitri.  Það skemmir taugafrumur og getur valdið lömun.

  -  Tsetse flugan sýgur blóð úr dýrum og skilur eftir ssig efni sem veldur svefnsýki.  Veikindunum fylgir hiti,  liðverkir,  höfuðverkur og kláði.  Oft leiðir það til dauða.

  - Sporðdrekar forðast fólk.  Stundum koma upp aðstæður þar sem sporðdreki verður á vegi fólks.  Þá stingur hann og spúir eitri.  Versta eitrið gefur svokallaður "deathstalker".  Það veldur gríðarlegum sársauka en drepur ekki heilbrigða og hrausta fullorðna manneskju.  En það drepur börn og veikburða.

  - Eiturpílufroskurinn er baneitraður.  Snerting við hann er banvæn.

  - Portúgölsku Man O´War er iðulega ruglað saman við marglyttu.  Enda er útlitið svipað.  Stunga frá þeirri portúgölsku veldur háum hita og sjokki.

  - Í Víetnam drepa villisvín árlega fleiri manneskjur en önnur dýr.  Venjuleg alisvín eiga til að drepa líka.  Í gegnum tíðina haf margir svínabændur verið drepnir og étnir af svínunum sínum.

  -  Hættulegasta skepna jarðarinnar er mannskepnan.  Hún drepur fleira fólk og aðrar skepnur en nokkur önnur dýrategund.   

  goldenpoisonfrogsmall0x0snigilltsetse-flyxMjPs9YK4NbzAhK25AV7N8-320-80


Drykkfeldustu þjóðir heims

  Þjóðir heims eru misduglegar - eða duglausar - við að sötra áfenga drykki.  Þetta hefur verið reiknað út og raðað upp af netmiðli í Vín.  Vín er við hæfi í þessu tilfelli.

  Til að einfalda dæmið er reiknað út frá hreinu alkahóli á mann á ári.  Eins og listinn hér sýnir þá er sigurvegarinn 100 þúsund manna örþjóð í Austur-Afríku;  í eyjaklasa sem kallast Seychelles-eyjar.  Það merkilega er að þar eru það nánast einungis karlmenn sem drekka áfengi.

  Talan fyrir aftan sýnir lítrafjöldann.  Athygli vekur að asískar, amerískar og norrænar þjóðir eru ekki að standa sig. 

1 Seychelles-eyjar : 20.50

2 Úganda: 15.09 

3 Tékkland : 14.45 

4 Litháen: 13.22 

5 Lúxemborg: 12.94 

6 Þýskaland: 12.91 

7 Írland: 12.88 

8 Lettland: 12.77 

9 Spánn: 12.72 

10 Búlgaria: 12.65 

11 Frakkland: 12.33 

12 Burkina Faso: 12.03 

13 Portúgal: 12.03 

14 Austurríki: 11.96 

15 Slóvenia: 11.90       


Hvenær hlæja hundar?

  Hundar hafa brenglað tímaskyn.  Þeir kunna ekki á klukku.  Þeir eiga ekki einu sinni klukku.  Þegar hundur er skilinn eftir einn heima þá gerir hann sér ekki grein fyrir því hvað tímanum líður.  Hann áttar sig ekkert á því hvort heimilisfólkið er fjarverandi í fimm mínútur eða fimm klukkutíma.  Oft dottar hann þegar hann er einn.

  Hundar hafa kímnigáfu.  Þegar þeim þykir eitthvað verulega fyndið þá anda þeir eldsnöggt frá sér.  Það hljómar eins og þeir séu að snýta sér.  Húmor hunda er ekki upp á marga fiska.  Hundur hlær að ýmsu sem er ekki sérlega fyndið.  Sömuleiðis er hægt að segja hundi bráðfyndinn brandara án þess að hann sýni viðbrögð.  Setur bara upp hundshaus og horfir sljór á mann.  "Pönslínan" fer fyrir ofan garð og neðan.  Engu að síður er góð skemmtun að vita þetta og kannast við þegar hundur hlær.  Eitt sinn missteig ég mig heima fyrir framan símborð og féll við.  Þá hló heimilishundurinn tvisvar. 

  Þegar hundur horfir neikvæður á mann þá leitar skott hans til vinstri.  Þegar hann er jákvæður leitar það til hægri.


Furðufluga

  Ég var að stússa í borðtölvunni minni.  Skyndilega flaug pínulítil fluga á milli mín og skjásins.  Ég hélt að hún færi strax.  Það gerðist ekki.  Hún flögraði fyrir framan mig í augnhæð.  Það var eins og hún væri að kanna hvort hún hefði séð mig áður.  Þetta truflaði mig.  Ég sló hana utanundir.  Hún hentist eitthvað í burtu.

  Nokkrum sekúndum síðar var hún aftur komin á milli mín og skjásins.  Ég endurtók leikinn með sama árangri.  Hún lét sér ekki segjast.  Í þriðja skipti var hún komin fyrir framan mig. Ég gómaði hana með því að smella saman lófum og henti henni vankaðri út á stétt.

  Háttalag hennar veldur mér umhugsun.  Helst grunar mig að henni hafi þótt þetta skemmtilegt.  Í hennar huga hafi við,  ég og hún,  verið að leika okkur.

 


Raunverulegt skrímsli

  Víða um heim er að finna fræg vatnaskrímsli.  Reyndar er erfitt að finna þau.  Ennþá erfiðara er að ná af þeim trúverðugum ljósmyndum eða myndböndum.  Sama hvort um er að ræða Lagarfljótsorminn eða Loch Ness skrímslið í Skotlandi.  Svo er það Kleppsskrímslið í Rogalandi í Noregi.  Í aldir hafa sögusagnir varað fólk við því að busla í Kleppsvatninu.  Þar búi langur og þykkur ormur með hringlaga munn alsettan oddhvössum tönnum. 

  Margir afskrifa sögurnar sem óáreiðanlegar þjóðsögur.  En ekki lengur.  Á dögunum voru tvær ungar vinkonur á rölti um Boresströndina.  Þær voru að viðra hund.  Hann fann skrímslið dautt;  meterslangan hryggleysingja,  5 punda.  Samkvæmt prófessor í sjávarlíffræði er þetta sníkjudýr.  Það sýgur sig fast á önnur dýr,  sýgur úr þeim blóð og hold.  Óhugnanlegt skrímsli.  Eins gott að hundurinn var ekki að busla í vatninu.

  Ef smellt er á myndina sést kvikindið betur.  

suga  


Félagsfærni Bítlanna

  Félagsfærni er hæfileiki til að eiga samskipti við aðra.  Það er lærð hegðun.  Börn herma eftir öðrum.  Félagslynt fólk á öllum aldri speglar annað fólk.  Góðir vinir og vinkonur tileinka sér ósjálfrátt talsmáta hvers annars,  hegðun, ýmsa takta, húmor,  smekk á fatnaði, músík og allskonar.  

  Á upphafsárum Bítlanna voru þeir snyrtilega klipptir;  stutt í hliðum og hnakka en dálítill lubbi að ofan greiddur upp.  Svo fóru þeir að spila í Þýskalandi.  Þar eignaðist bassaleikarinn,  Stu Sutcliffe,  kærustu.  Hún fékk hann til að greiða hárið fram á enni.  Hinir Bítlarnir sprungu úr hlátri er þeir sáu útkomuna.  Þeir vöndust hárgreiðslunni.  Innan skamms tóku þeir,  einn af öðrum,  upp sömu greiðslu.  Nema trommarinn,  Pete Best.  Hann hefur alla tíð skort félags- og trommuhæfileika.  Öfugt við arftakann,  Ringo.

  Þegar fram liðu stundir leyfðu Bítlarnir hártoppnum að síkka meira.  Að því kom að hárið óx yfir eyru og síkkaði í hnakka.  Svo tóku þeir - tímabundið - upp á því að safna yfirvaraskeggi.  Þegar það fékk að fjúka söfnuðu þeir börtum.  Um leið síkkaði hárið niður á herðar.  

  Áður en ferli hljómsveitarinnar lauk voru allir komnir með alskegg.  Hártíska Bítlanna var aldrei samantekin ráð.  Þeir bara spegluðu hvern annan.  Á mörgum öðrum sviðum einnig.                 

 

Bítlarnir 1960Bítlarnir greiða topp niðurBítlarnir með síðari toppBítlarnir með hár yfir eyruBítlarnir með yfirvaraskeggBítlarnir með bartaBítlarnir með skegg

 

 Bítlarnir Abbey Road

 


Íslenskt hugvit vekur heimsathygli

  Í Danmörku er starfrækt ein fullkomnasta og afkastamesta vinyl-plötupressa heims, RPM Records.  Þar er meðal annars boðið upp á hágæða grafíska hönnun og tónlistarmyndbönd fyrir youtube.  Eigandinn er grafískur hönnuður að mennt og lærður kvikmyndagerðarmaður.  Hann kemur úr Svarfaðardal og heitir Guðmundur Örn Ísfeld. 

  Afurðir RPM Records hafa margar hverjar ratað í heimspressuna.  Núna síðast segir bandaríska tímaritið Rolling Stone frá nýjustu plötu kanadísku poppstjörnunnar Weeknd,  margfalds Grammy-verðlaunahafa auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.   

 

Rolling-Stone-logo

The Weeknd’s Newest Record Could Destroy Your Turntable — Or Your Extremities

“Out of Time” available as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

In a collaboration that could cost the Weeknd’s fans their fingers (and over $1,000), the singer has teamed with art collective MSCHF to release his latest single “Out of Time” as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

The limited-to-25-copy pressing of the Vinyl Blade — up for blind auction now at the MSCHF site until April 8, with a low bid of $1,000 — allegedly works on both turntables and table saws, although MSCHF doesn’t recommend the latter.

“Attempting to use Vinyl Blade on a saw could result in serious injury or death,” the packaging states, while the Weeknd similarly warns, “Do not operate while heartbroken.”

“Vinyl Blade includes a turntable adaptor. Please note that the Vinyl Blade has sharp edges, is a non-standard diameter, and is significantly heavier than a standard vinyl record,” MSCHF added of the unique record. “All of these factors may affect playback on some turntables. Handle with care and only play at 33 RPM. Vinyl Blade’s grooves are copper-clad steel, which may wear your stylus down faster than a normal record.”


Logið um dýr

  Mannskepnan er eina lífveran í heiminum sem lýgur.  Lýgur og lýgur.  Lýgur upp á aðrar manneskjur.  Lýgur um aðrar manneskjur.  Lýgur öllu steini léttara.  Þar á meðal um dýr.  Sumar lygar eru svo útbreiddar og rótgrónar að í huga margra eru þær sannleikur.  Dæmi:

 - Gullfiskar eru sagðir vera nánast minnislausir.  Þeir muni aðeins í 3 sek.  Þeir syndi fram og aftur um fiskabúr og telji sig alltaf sjá nýtt og framandi umhverfi.  Hið rétta er að minni gullfiska spannar margar vikur.

 - Hákarlar eru sagðir sökkva til botns ef þeir eru ekki á stöðugri hreyfingu.  Þetta á við um fæsta hákarla.  Örfáar tegundir þurfa hreyfingu til að ná súrefni. 

 - Kvikmyndir hafa sýnt hákarla sem banvæna mönnum.  Allt að því árlega berast fréttir af hákarli sem hefur bitið manneskju.  Þetta ratar í8 fréttir vegna þess hvað það er fátítt.  Af 350 tegundum hákarla eru 75% ófærir um að drepa manneskju.  Þeir eru það smáir.  Ennfremur komast fæstir hákarlar í kynni við fólk.  Hákarlar hafa ekki lyst á mannakjöti.  Í þau skipti sem þeir bíta í manneskju er það vegna þess að þeir halda að um sel sé að ræða.  Selir eru þeirra uppáhaldsfæða.  Líkur á að vera lostinn af eldingu er miklu meiri en að verða fyrir árás hákarls. 

 - Mörgum er illa við að hrísgrjónum sé hent yfir nýbökuð brúðhjón.  Þau eru sögð vera étin af fuglum sem drepast í kjölfarið.  Þetta er lygi.  Hrísgrjón eru fuglunum hættulaus.  

 - Rakt hundstrýni á að votta heilbrigði en þurrt boða óheilbrigði.  Rakt eða þurrt trýni hefur ekkert með heilbrigði að gera.  Ef hinsvegar rennur úr því er næsta víst að eitthvað er að. 

 - Í nautaati ögrar nautabaninn dýrinu með rauðri dulu.  Nautið bregst við.  En það hefur ekkert með lit að gera.  Naut bregst á sama hátt við dulu í hvaða lit sem er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband