Fćrsluflokkur: Trúmál

Spaugilegt

  Um miđjan sjöunda ártuginn fór bandaríska hljómsveitin The Byrds međ himinskautum á vinsćldalistum međ lagiđ "Turn, Turn, Turn".  Líftími lagsins er langur.  Ţađ lifir enn í dag góđu lífi.  Er sívinsćlt (klassík).  Fjöldi ţekktra tónlistarmanna hafa krákađ lagiđ.  Allt frá Mary Hopkins og The Seekers til Dolly Parton og Judy Collins.  Ađ auki hljómar lagiđ í mörgum sjónvarpsţáttum og kvikmyndum,  Til ađ mynda í "Forrest Gump".

  Flestir vita ađ texti lagsins er úr Biblíunni.  Samt ekki allir.  Á föstudaginn póstađi náungi laginu í músíkhópinn "Ţrumur í ţokunni" á Fésbók.  Svaný Sif skrifađi "komment".  Sagđist vera nýbúin ađ uppgötva ţetta međ textann.  Hún var ađ horfa á trúarlegt myndband.  Presturinn las upp textann úr Biblíunni.  Svaný skildi hvorki upp né niđur í ţví hvers vegna presturinn vćri ađ ţylja upp dćgurlagatexta međ The Byrds.      

 


Blessun

  Ég er alltaf kallađur Jens Guđ.  Ţess vegna er ég í símaskránni skráđur Jens Guđ - ađ frumkvćđi símaskráarinnar.  Eđa hvort ađ ţetta heitir 1819 eđa 1919 í dag?  Í morgun hringdi í mig barnung stúlka.  Kannski 5, 6 ára.  Hún sagđist heita Emilía og eiga heima í Keflavík.  Hún spurđi hvort ég vćri Jens Guđ.  Ég játađi ţví.  Hún spurđi hvort ég vćri til í ađ blessa hana.  Ég svarađi:  "Alveg sjálfsagt.  Strax eftir ţetta símtal skal ég blessa ţig."  Hún ţakkađi fyrir og ţar međ lauk símtalinu.  Ég stóđ viđ minn hluta samkomulagsins.  Sendi henni ađ auki í huganum sálm međ ţýsku pönkdrottningunni Nínu Hagen.  Hún er mér töluvert uppteknari af trúmálum. 

 


Plötuumsögn

 - Titill:  Sacred Blues

 - Flytjandi:  Tholly´s Sacred Blues Band

 - Einkunn: *****

  Hljómsveitin er betur ţekkt sem Blússveit Ţollýjar.  Á komandi hausti hefur hún starfađ í sextán ár.  Ţollý Rósmundsdóttir syngur af innlifun, ásamt ţví ađ semja lög og texta.  Hún hefur sterka, dökka en blćbrigđaríka söngrödd.  Hún sveiflast frá blíđum tónum upp í kröftugan öskurstíl.  Virkilega góđ söngkona.  

  Ađrir í hljómsveitinni eru gítarleikarinn Friđrik Karlsson (Mezzoforte), trymbillinn Fúsi Óttars (Bara-flokkurinn), bassaleikarinn Jonni Ricter (Árblik); og Sigurđur Ingimarsson spilar á ryţmagítar og syngur.  Allir fantagóđir í sínum hlutverkum.  Mest mćđir á Friđriki.  Hann fer á kostum.  Meiriháttar!  Međ sömu orđum má lýsa Sigurđi í ţví eina lagi sem hann syngur á plötunni.

  Hjörtur Howser skreytir eitt lag međ snyrtilegu Hammondorgelspili.  Blásaratríó skreytir tvö lög.  Ţađ er skipađ Jens Hanssyni, Ívari Guđmundssyni og Jóni Arnari Einarssyni.

  Gestahljóđfćraleikararnir skerpa á fjölbreytni plötunnar sem er ríkuleg.  Sjö af tólf lögum hennar eru frumsamin.  Fimm eftir Ţollý og sitthvort lagiđ eftir Friđrik og Sigurđ.  

  Erlendu lögin eru m.a. sótt í smiđju Howlin Wolf, Mahaliu Jackson og Peters Green.  Öll vel kunnar perlur.  Lag Peters er "Albatross",  best ţekkt í flutningi Fleetwood Mac.  Hérlendis kannast margir viđ ţađ af sólóplötu Tryggva Hubner,  "Betri ferđ".  Frumsömdu lögin gefa ađkomulögunum ekkert eftir.

  Textarnir eru trúarlegir.  Ţessi flotta plata fellur ţví undir flokkinn gospelblús.  Ég hef ekki áđur á ţessari öld gefiđ plötu einkunnina 5 stjörnur.

Ţolly' s Sacret Blues Band   

     


Kinnasleikir

  Lengi er von á einum.  Nú hefur Óli kinnasleikir bćst viđ í skrautlega flóru íslenskra jólasveina.  Störfum hlađin kynferđisbrotadeild ríkiskirkjunnar rannsakađi máliđ:  Komst hćgt og bítandi ađ niđurstöđu;  um ađ háttsemi jólasveinsins falli undir eitt af mörgum fjölskrúđugum kynferđislegum áreitum og ofbeldi kirkjunnar ţjóna.  Kinnasleikir vill frekar telja ţetta til almennra ţrifa.  Svona sé algengt.  Einkum međal katta. 

 

 


Hvađ finnst ţér?

  Glyvrar er 400 manna ţorp á Austurey í Fćreyjum.  Ţađ tilheyrir 4000 manna sveitarfélaginu Rúnavík.  Eins og almennt í Fćreyjum skipar kirkjan háan sess í tilveru íbúa Glyvrar.  Kirkjubyggingin er nćstum aldargömul.  Hún er slitin og ađ lotum komin.  Á níunda áratugnum var púkkađ upp á hana.  Ţađ dugđi ekki til.  Dagar hennar eru taldir. 

  Eftir ítarlega skođun er niđurstađan sú ađ hagkvćmasta lausn sé ađ byggja nýja kirkju frá grunni.  Búiđ er ađ hanna hana á teikniborđi og stutt í frekari framkvćmdir.  Verra er ađ ekki eru allir á eitt sáttir viđ arkitektúrinn.  Vćgt til orđa tekiđ.  Sumum er heitt í hamsi.  Lýsa honum sem ljótustu kirkjubyggingu i heimi,  hneisu og svívirđu.

  Öđrum ţykir ánćgjuleg reisn yfir ferskum arkitektúrnum.  Ţetta sé djörf og glćsileg hönnun.  Hún verđi stolt Glyvrar.  

  Hér eru myndir af gömlu hvítu kirkjunni og nýju svörtu.  Hvađ finnst ţér?

gamla kirkjanGlyvra-kirkja    


Fólk er fíklar

  Allir eru ađ fá sér.  Allir eru fíklar.  Munurinn liggur í ţví hver fíknin er.  Sumir eru nikótínfíklar.  Ađrir eru matarfíklar,  spilafíklar,  alkar,  athyglissjúkir,  ástarfíklar,  dansfífl eđa eitthvađ allt annađ.  

  Séra Óli sleikur er kattţrifinn sleikifíkill.  Hann má ekki sjá ósleikta konukinn án ţess ađ stökkva á hana og sleikja.  Vegna jafnađarhugsjónar er honum óstćtt á ađ sleikja ađeins ađra kinn.  Hann finnur sig knúinn til ađ sleikja báđar kinnar.  Líka eyru og háls ef tími gefst til.

  Samkvćmt úrskurđarhópi og úrskurđarnefnd fagađila og amatöra ríkiskirkjunnar er sleikiţörf embćttismannsins eđlilegt embćttisverk.  Óhreinar kinnar skulu sleiktar uns ţćr verđa hreinar.  Ţetta er eins og ađ skírast upp úr heilögu kranavatni.

  Fundiđ hefur veriđ ađ ţví ađ séra Óli sleikur ríghaldi konum föstum á međan hann sleikir á ţeim báđar kinnar, eyru og háls. Ţessu ber ađ sýna skilning.  Ef konurnar vćru ađ hlaupa út um allt á međan séra Óli sleikur sleikir á ţeim kinnar ţá er nćsta víst ađ sleikur myndi misfarast ađ hluta.  Jafnvel lenda aftan á hálsi eđa baki.  Ekki vill ríkiskirkjan ţađ.  Ţví síđur mćlir hún međ ţví af sama krafti og umskurđi.  

 


Bítillinn Paul McCartney tekur snúning á trúfélagi

  Í Bandaríkjum Norđur-Ameríku eru starfandi mörg trúfélög.  Eitt ţeirra heitir Westboro Baptist Church.  Ţađ er sannkristin hvítasunnukirkja sem innvígir safnađarmenn međ niđurdýfingarskírn.  Söfnuđurinn er kallađur WBC-fjölskyldan.

  Af ýmsum tilefnum safnast fjölskyldan saman á almannafćri međ stór spjöld á lofti.  Bođskapurinn einkennist af hatri á samkynhneigđum, múslimum,  kaţólikkum, gyđingum, hermönnum og ýmsu fleiru.

  Alltof margir veitast ađ fjölskyldunni ţegar hún stendur međ spjöldin sín.  Garga ađ henni ókvćđisorđ.  Ţađ herđir hana í trúnni.  Stađfestir í hennar huga ađ ţetta sé barátta viđ djöfulinn.  Eigi skal hopa fyrir ţeim skratta heldur bíta fastar í skjaldarendur og tvíeflast.

  Breski Bítillinn Paul McCartney var ađ spila í Kansas.  WBC-fjölskyldan tók á móti honum.  Hann tók ljósmynd af henni.  Síđan skipti hann út hatursfullum texta á spjöldunum fyrir titla á ţekktum Bítlalögum.  Afraksturinn birti hann á Instagram og Twitter.  Undir myndina skrifađi hann:  "Ţakka Westboro Baptist Church fyrir hlýjar móttökur!" 

  Ţetta hefur vakiđ mikla kátínu; slegiđ öll vopn úr höndum WBC-fjölskyldunnar.  Sýnt hana í spaugilegu ljósi - á góđlátlegan máta.  Hún á ekki svar viđ kćrleiksríkri kveđju frá Bítlinum.

WBC aWBC bpaul kastar kveđju á haturshóp


Horfđi á fótinn lengjast

  Ţessa dagana kryddar danskur kraftaverkapredikari tilveru Fćreyinga.  Hann heitir Hans Berntsen og fer eins og stormsveipur um eyjarnar međ fyrirbćnir og kraftaverk.  Fréttamađurinn Snorri Brend segir á Fésbók frá heimsókn sinni til predikarans á ţriđjudaginn.  Sá greindi ţegar í stađ ađ annar fóturinn vćri nokkrum cm styttri en hinn.  Ţađ kallađi á bćn og kraftaverk.  

  Svo bćnheitur var Hans ađ Snorri horfđi međ eigin augum á fótinn lengjast um 4 cm.  Síđan hefur hann sofiđ vćrar um nćtur en í langan tíma.  Áđur hafđi hann ekki hugmynd um ađ fćturnir vćru mislangir.  

.


Vandrćđaleg mistök

  Tilvera aldrađrar brasilískrar konu hefur alla tíđ snúist ađ miklu leyti um bćnahald.  Mörgum sinnum á dag leggst hún á bćn og brúkar talnaband.  Til ađ skerpa á mćtti bćnarinnar hefur hún notast viđ litla styttu af heilögum Anthony.  Hann er eitt af stćrstu númerum kaţólskra dýrlinga og mjög kröftugur.  Ađ ţví er mér skilst.  

  Konunni áskotnađist styttan fyrir nokkrum árum.  Eftir ađ styttan fékk lykilhlutverk í bćnahaldinu ţá var eins og ótal dyr opnuđust.  Konan varđ bćnheit.  Bćnir hennar hrifu sem aldrei fyrr.  Hún fór reyndar aldrei fram á mikiđ.  Var hvorki hégómleg í ákallinu né ósanngjörn.

  Nýveriđ uppgötvađi ömmustelpa hennar ađ styttan vćri ekki af heilögum Anthony heldur plastleikfang úr Hringadróttinssögu.  Hringadróttinssaga byggir á norrćnu gođafrćđinni.  Gandalf er Óđinn og fígúran sem gamla konan á kallast Elrond.   

  Ţrátt fyrir ţessa uppgötvun getur gamla konan ekki hugsađ sér ađ biđja án ţátttöku leikfangsins.  Reynslan af ţví er svo góđ.  

elrond


Náđargáfa ađ tala tungum

  Í kristni er vel ţekkt sú náđargáfa ađ tala tungum.  Heittrúađir og sannkristnir í góđu og nánu sambandi viđ almćttiđ tala ţá ósjálfrátt,  viđstöđulaust og án vandkvćđa tungumál sem ţeir kunna ekki. Um ţetta eru áhugaverđar frásagnir í Biblíunni.

  Víkur ţá sögu ađ Svavari Sigurđssyni.  Hann hefur í áratugi barist gegn fíkniefnadjöflinum.  Á síđustu öld var hann viđmćlandi Eiríks Jónssonar á Stöđ 2 og talađi tungum.  Ţađ var áhrifaríkt - ţó ađ hvorki hann né sjónvarpsáhorfendur skildu hvađ hann sagđi.

  Lögreglan í Reykjavík hefur sagt frá kynnum af karlmanni sem talađi tungum viđ ljósastaur í Grafarvogi.  Nćsta víst er ađ ţar var um mikilvćgan bođskap ađ rćđa.  Vegna tungumálavanţekkingar lögreglunnar fáum viđ aldrei ađ vita hver hann var.  

 

   


mbl.is „Talađi tungum“ í Grafarvogi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband