Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Slegist í Húnaveri

  Um og upp úr miđri síđustu öld var landlćgur rígur á milli nćstu byggđarlaga.  Hann birtist međal annars í ţví ađ í lok dansleikja tókust menn á.  Ólsarar slógust viđ Grundfirđinga,  Reyđfirđingar slógust viđ Eskifirđinga,  Skagfirđingar slógust viđ Húnvetninga og svo framvegis.  Ţetta voru ekki hrottaleg átök.  Lítiđ var um alvarleg beinbrot eđa blóđ.  Liggjandi mađur fékk aldrei spark í höfuđiđ.  Ţetta var meira tusk.  Í mesta lagi međ smávćgilegu hnjaski.  

  Skagfirđingur einn lét sig sjaldan vanta í tuskiđ.  Hann var jafnan drjúgur međ sig.  Mundi framgöngu sína hetjulegri en ađrir.  Eitt sinn tuskađist hann viđ Húnvetning fyrir aftan Húnaver.  Sá felldi hann í jörđina og hélt honum niđri.  Sama hvađ okkar mađur ólmađist ţá var hann í skrúfstykki.  Hann kallađi á félaga sína:  "Strákar, rífiđ mannhelvítiđ af mér áđur en ég reiđist!" 

tusk

 

 


Rökföst

    Í gćr rćddi ég viđ unga stúlku um jólin. 

  - Hvađ verđur í matinn hjá ykkur á ađfangadag?  spurđi ég.

  - Ţađ er alltaf tvíréttađ;  lamb og svín,  svarađi hún.

  - En á jóladag?

  - Ég veit ţađ ekki.  Enda er ţađ ekkert merkilegur dagur!

  - Jú, jóladagurinn er eiginlega skilgreindur sem ađal jóladagurinn.

  - Í útlöndum,  já.  Á Íslandi er ađfangadagur ađal jóladagurinn.  Ţá bjóđum viđ hvert öđru gleđileg jól; ţá er mesta veislan og viđ opnum jólapakkana,  lesum á jólakort og leikum okkur.

  - Ţađ er rétt hjá ţér ađ ţetta er misvísandi.  En orđiđ ađfangadagur ţýđir ađ ţetta sé dagurinn fyrir jóladag; ađdragandi jóla.

  - Hvers vegna heldur ţú ađ í súkkulađijóladagatalinu sé síđasti dagurinn 24. des?  25. des er ekki einu sinni í dagatalinu.

  Ég var mát!


mbl.is „Jólunum er aflýst“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

4 milljónir flettinga

  Á dögunum brá svo viđ ađ flettingar á ţessari bloggsíđu minni fóru yfir fjórar milljónir.  Ţađ er gaman.  Flettingar eru jafnan 10 - 15% fleiri en innlit.  Innlit eru sennilega einhversstađar á rólinu 3,5 milljón.  

  Velgengni bloggsíđunnar kitlar hégómagirnd.  Samt er ég ekki í vinsćldakeppni.  Til ađ vera í toppsćti ţarf ađ hengja bloggfćrslur viđ fréttir á mbl.is og blogga rúmlega daglega.  Ég geri hvorugt.  Ég blogga ađeins ţrisvar eđa fjórum sinnum í mánuđi. Ţađ dugir mér fyrir útrás blađamannsbakteríu frá ţví ađ ég til áratuga skrifađi um popptónlist fyrir allt upp í 12 tímarit ţegar mest gekk á.  

  Ţađ er skemmtun ađ velta vöngum yfir ýmsu í tónlist.  Ekki síst ţegar ţađ kveikir umrćđu.  Jafnframt er ljúft ađ blogga um ţađ sem vinir mínir eru ađ bardúsa í tónlist,  bókmenntum,  kvikmyndum eđa öđru áhugaverđu.

  Fyrir nokkrum árum - ţegar barnabörn mín stálpuđust og lćrđu ađ lesa - tók ég ákvörđun um ađ láta af neikvćđum skrifum um menn og málefni.  Núna skrifa ég einungis vel um alla.  Sumir eiga erfitt međ ađ međtaka ţađ.  Ekki svo mjög á blogginu.  Ţađ er frekar á Facebook.  Ţar vilja sumir fara í leđjuslag viđ mig. Sem var gaman áđur en ég hćtti neikvćđni.  Nú er runnin upp stund jákvćđninnar.  Og meira ađ segja stutt í sólrisuhátíđina jól.   


Litli trommuleikarinn

  Fá hljóđfćri veita spilaranum jafn mikla eđa meiri útrás en hefđbundiđ trommusett.  Hann hamast á settinu međ öllum útlimum.  Hitaeiningabrennslan er eins og mesti hamagangur á líkamsrćktarstöđvum.  Trommuleikarinn ţarf ađ vera taktfastur,  nćmur á nákvćmar tímasetningar og samhćfa sig öđrum hljóđfćraleikurum.  Einkum bassaleikaranum.  Trommuleikur er góđur bakgrunnur fyrir annan hljóđfćraleik eđa söng.  Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hófu sinn feril sem trommuleikarar.  Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum:

Ragnar Bjarnason

Skapti Ólafsson

Óđinn Valdimarsson

Gunnar Ţórđarson

Laddi (Ţórhallur Sigurđsson)

Rúnar Ţór Pétursson

Hilmar Örn Hilmarsson

Geir Ólafs

Friđrik Ómar

Ólafur Arnalds

Bjartmar Guđlaugsson

Jónas Sigurđsson

Smári Tarfur

Krummi Björgvinsson

Friđrik Dór 


Ţetta vissir ţú ekki um Paul McCartney

   Paul McCartney fagnađi áttrćđisafmćli um helgina. Ýmissa hluta vegna vita fleiri flest um John Lennon. Fćrri vita flest um félaga hans, Paul McCartney. Ástćđan er margţćtt. Til ađ mynda sú ađ Lennon var myrtur í blóma lífsins 1980. Eftir ţađ hafa veriđ gefnar út margar ćvisögur um hann. Einnig hafa veriđ gerđar um hann nokkrar kvikmyndir. Ţar fyrir utan var John kjaftfor, yfirlýsingaglađur, afar orđheppinn, árásagjarn, opinskár og uppátćkjasamur međ afbrigđum. Hann var jafnframt stofnandi og forsprakki Bítlanna framan af.

  Paul McCartney hinsvegar er afskaplega diplómatískur, hógvćr og kurteis. Prúđur og ljúfur drengur. Hann varđ í raun hljómsveitarstjóri Bítlanna síđustu árin - eftir ađ Lennon hvarf á vit gífurlegrar eiturlyfjaneyslu og varđ ađ samlokunni John & Yoko.

  Paul var og er ofvirkur (og vinnualki). Margir hafa lýst ţví hvađ Paul keđjureykti - og reykir áreiđanlega ennţá - sígarettur af miklum ákafa. Hann nánast borđar ţćr.

  Hér eru nokkrir punktar um Paul McCartney sem ţú vissir ekki um (nema ákafur ađdáandi):

  - 1960 var Paul handtekinn í Hamborg í Ţýskalandi fyrir íkveikju. Hann var settur í varđhald í marga klukkutíma og sparkađ úr landi. Hann var reyndar á leiđ úr landi hvort sem var. Ástćđa íkveikjunnar var ađ hann var einmitt ađ pakka niđur í ljóslausu herbergi fyrir heimferđ. Til ađ sjá í kringum sig kveikti hann af hvatvísi í smokkum og einhverju dóti. Ţađ fór ađeins úr böndunum.

  - Féll á inntökuprófi í drengjakór. Já, ţessi einn besti og frćgasti söngvari tónlistarsögunnar féll tvívegis á inntökuprófi í drengjakór. Til gamans: Keith Richards var í drengjakór.

  - Klúđrađi söng á fyrstu hljómleikum međ hljómsveitinni The Quarrymen (sem síđar breyttist í Bítlana). 1957 kom Paul fyrst fram opinberlega međ hljómsveitinni. Hann var svo svakalega taugatrekktur ađ í fyrsta laginu sem hann söng forsöng ţá brast röddin. Ekki bćtti úr skák ađ viđ ţađ klúđur fékk John hláturskast.

  - Paul var upphaflega trompetleikari. 14 ára byrjađi hann ađ spila á trompet. Fljótlega áttađi hann sig á ţví ađ ekki er hćgt ađ syngja og spila á trompet samtímis. Hann skipti ţess vegna yfir á gítar. Međ The Quarrymen og á upphafsárum Bítlanna var Paul gítarleikari. Ţegar bassaleikarinn Stu Sutcliffe hćtti í hljómsveitinni vildi Paul ađ George Harrison tćki viđ bassanum. Hann varđ ađ bíta í ţađ súra epli - ţegar á reyndi - ađ George var flinkari gítarleikari. Paul tók viđ bassagítarnum međ ólund. Í uppreisn gegn ţví hlutverki tók Paul upp á ţví ađ spila söngrćnan bassagang. Frekar en rígbinda sig viđ hefđbundinn bassagang leyfđi Paul sér ađ spila bassalínur sem hann heyrđi í hausnum á sér. Útkoman varđ byltingarkenndur og frábćr bassaleikur. Hann átti meira ađ segja til ađ syngja bassalínuna í stađ ţess ađ spila á bassagítar. Ţannig er ţađ í I Will. Enginn bassagítar. Paul syngur bassalínuna.

 


Logiđ um dýr

  Mannskepnan er eina lífveran í heiminum sem lýgur.  Lýgur og lýgur.  Lýgur upp á ađrar manneskjur.  Lýgur um ađrar manneskjur.  Lýgur öllu steini léttara.  Ţar á međal um dýr.  Sumar lygar eru svo útbreiddar og rótgrónar ađ í huga margra eru ţćr sannleikur.  Dćmi:

 - Gullfiskar eru sagđir vera nánast minnislausir.  Ţeir muni ađeins í 3 sek.  Ţeir syndi fram og aftur um fiskabúr og telji sig alltaf sjá nýtt og framandi umhverfi.  Hiđ rétta er ađ minni gullfiska spannar margar vikur.

 - Hákarlar eru sagđir sökkva til botns ef ţeir eru ekki á stöđugri hreyfingu.  Ţetta á viđ um fćsta hákarla.  Örfáar tegundir ţurfa hreyfingu til ađ ná súrefni. 

 - Kvikmyndir hafa sýnt hákarla sem banvćna mönnum.  Allt ađ ţví árlega berast fréttir af hákarli sem hefur bitiđ manneskju.  Ţetta ratar í8 fréttir vegna ţess hvađ ţađ er fátítt.  Af 350 tegundum hákarla eru 75% ófćrir um ađ drepa manneskju.  Ţeir eru ţađ smáir.  Ennfremur komast fćstir hákarlar í kynni viđ fólk.  Hákarlar hafa ekki lyst á mannakjöti.  Í ţau skipti sem ţeir bíta í manneskju er ţađ vegna ţess ađ ţeir halda ađ um sel sé ađ rćđa.  Selir eru ţeirra uppáhaldsfćđa.  Líkur á ađ vera lostinn af eldingu er miklu meiri en ađ verđa fyrir árás hákarls. 

 - Mörgum er illa viđ ađ hrísgrjónum sé hent yfir nýbökuđ brúđhjón.  Ţau eru sögđ vera étin af fuglum sem drepast í kjölfariđ.  Ţetta er lygi.  Hrísgrjón eru fuglunum hćttulaus.  

 - Rakt hundstrýni á ađ votta heilbrigđi en ţurrt bođa óheilbrigđi.  Rakt eđa ţurrt trýni hefur ekkert međ heilbrigđi ađ gera.  Ef hinsvegar rennur úr ţví er nćsta víst ađ eitthvađ er ađ. 

 - Í nautaati ögrar nautabaninn dýrinu međ rauđri dulu.  Nautiđ bregst viđ.  En ţađ hefur ekkert međ lit ađ gera.  Naut bregst á sama hátt viđ dulu í hvađa lit sem er.


Bráđskemmtileg svör barna

  Eftirfarandi svör barna viđ spurningum eru sögđ vera úr raunverulegum prófum.  Kannski er ţađ ekki sannleikanum samkvćmt.  Og ţó.  Börn koma oft á óvart međ skapandi hugsun.  Ţau sjá hlutina fyrir sér frá fleiri sjónarhornum en kassalaga hugsun fullorđna fólksins.

 - Hvar var sjálfstćđisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituđ?

 - Neđst á blađsíđunni

 - Hver er megin ástćđa fyrir hjónaskilnuđum?

 - Hjónaband

 - Hvađ getur ţú aldrei borđađ í morgunmat?

 - Hádegismat og kvöldmat

 - Hvađ hefur sömu lögun og hálft epli?

 - Hinn helmingurinn

 - Hvađ gerist ef ţú hendir rauđum steini í bláahaf?

 - Hann blotnar

 - Hvernig getur manneskja vakađ samfleytt í 8 daga?

 - Međ ţví ađ sofa á nóttunni

 - Hvernig er hćgt ađ lyfta fíl međ einni hendi?

 - Ţú finnur ekki fíl međ eina hönd

 


Ósćtti út af kjúklingavćngjum

  Ofbeldi tíđkast víđar en í bandarískum skemmtiţáttaseríum.  Stundum ţarf ekki mikiđ til.  Jafnvel ađ gripiđ sé til skotvopna ţegar fólki mislíkar eitthvađ.  Ţađ hefur meira ađ segja hent á okkar annars friđsćla Íslandi;  ţar sem flestir sýna flestum takmarkalausa ást og kćrleika. 

  Í Vínlandinu góđa,  nánar tiltekiđ í Utah-ríki,  vildi umhyggjusamur fađir gera vel viđ ţrítugan son sinn.   Á heimleiđ úr vinnu keypti hann handa honum vćnan skammt af kjúklingavćngjum.  Viđtökurnar voru ekki jafn fagnandi og pabbinn bjóst viđ.  Stráksa mislíkađi ađ kallinn hafđi ekki keypt uppáhaldsvćngina hans heldur einhverja ađra tegund.  Mönnum getur sárnađ af minna tilefni.  Hann stormađi inn á bađherbergi.  Ţar var ein af byssum heimilisins geymd.  Kauđi nýtti sér ţađ.  Hann tók byssuna og skaut á kallinn.  Sem betur fer var hann ekki góđ skytta í geđshrćringunni.  Kúlan fór yfir í nćsta hús og hafnađi ţar í uppţvottavél. 

  Kallinn stökk á strákinn og náđi ađ afvopna hann.  Áđur tókst drengnum ađ hleypa af tveimur skotum til viđbótar.  Bćđi geiguđu ađ mestu en náđu samt ađ sćra kallinn. 

  Einhver biđ verđur á ađ gaurinn fái fleiri kjúklingavćngi.  Hann er í fangelsi.  

vćngir

           

  .    


Hártískan

  Í dćgurlagaheimi er algengt ađ poppstjörnur veki athygli á sér međ sérstakri hárgreiđslu.  Í sumum tilfellum smitast ţetta út til almennings og verđur almenn tíska.  Stćrsta dćmiđ er ţegar Bítlarnir tóku upp á ţví ađ greiđa háriđ niđur á enni.  Einnig síđar ţegar ţeir leyfđu hárinu ađ vaxa niđur á herđar og skiptu í miđju.  Svo voru ţađ pönkararnir sem skörtuđu móhíkanakambi.  Ekki má gleyma "sítt ađ aftan" á 8-unni. 

  Í upphafi 20. aldar voru tískustraumar í hárgreiđslu.  Ađ minnsta kosti í Bandaríkjunum.  Sérlega virđist hafa veriđ vinsćlt ađ koma sér upp töluverđri hárhrúgu hćgra megin á kollinum. Eđa til beggja hliđa. Hér eru sýnishorn:

hár bhár chár dhár ehár fhár ghár hhár i 


Viđgerđarmađurinn Albert

  Hann er ţúsundţjalasmiđur.  Sama hvađ er bilađ;  hann lagar ţađ.  Engu skiptir hvort  heimilistćki bili,  húsgögn,  pípulagnir,  rafmagn, tölvur,  bílar eđa annađ.  Hann er snöggur ađ kippa hlutunum í lag.  Hann smíđar, steypir, flísaleggur,  grefur skurđi,  málar hvort sem er utan eđa innan húss.  

  Um tíma bjuggum viđ á sama gistiheimili.  Ţar ţurfti af og til ađ dytta ađ hinu og ţessu.  Ţá var viđgerđarmađurinn Albert í essinu sínu.  Á gistiheimilinu bjuggu einnig hjón frá Kambódíu.  Samkomulagiđ var gott.  Ásamt öđrum íbúum vorum viđ eins og eins stór fjölskylda.  Svo bar viđ ađ viđgerđarmađurinn Albert og ég sátum í herbergi kambódísku hjónanna.  Hjör á stórum fataskáp ţeirra hafđi gefiđ sig.  Hurđin dinglađi kengskökk.  Hjónin báru sig illa undan ţessu. 

  Viđbrögđ viđgerđarmannsins Alberts voru ađ sitja í sínum stól og líta í rólegheitum í kringum sig.  Hann kom auga á járntappa af gosflösku.  Teygđi sig eftir honum.  Um leiđ dró hann upp svissneskan hníf.  Eđa réttara sagt eftirlíkingu ađ svissneskum hníf.  Međ hnífnum hnođađist hann á tappanum án ţess ađ skođa hjörina. Ađ skömmum tíma liđnum teygđi hann sig í hana.  Eftir smástund var hurđin komin í lag.  Fataskápurinn var eins og nýr.  Viđgerđarmađurinn Albert stóđ ekki upp af stól á međan viđgerđarferliđ stóđ yfir.           

albert         


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.