Fćrsluflokkur: Menning og listir

Íslendingar fćra Fćreyingum listaverk ađ gjöf

  Í vikunni var listaverkiđ "Tveir vitar" afhjúpađ viđ hátíđlega athöfn í höfuđborg Fćreyja,  Ţórshöfn.  Annika Olsen, borgarstjóri, og Högni Hoydal, ţingmađur á fćreyska lögţinginu og danska ţinginu, fluttu ávörp og Hafnar-lúđrasveitin lék viđ hvurn sinn fingur.  

  "Tveir vitar" er gjöf Vestfirđinga til Fćreyinga;  ţakklćtisvottur fyrir höfđinglegar peningagjafir fćreyskra systra okkar og brćđra til endurreisnar Flateyrar og Súđavíkur í kjölfar mannskćđra snjóflóđa 1995.

  Bćjarstjóri Ísafjarđar,  Gísli Halldór Halldórsson, afhenti listaverkiđ formlega.

  Ţađ er virkilega fagurt og glćsilegt, samsett úr blágrýti og stáli.  Höfundurinn er myndlistamađurinn Jón Sigurpálsson.  Hann er einnig kunnur sem bassaleikari djasshljómsveitarinnar Diabolus in Musica.

  Á klöppuđum uppreistum steini fyrir framan "Tvo vita" stendur:

TVEIR VITAR

"Ţökk sé fćreysku ţjóđinni fyrir samhug og vinarţel í kjölfar snjóflóđanna í Súđavík og á Flareyri 1995.  Frá vinum ykkar á Vestfjörđum." 

  Fćreyingum ţykir afskaplega vćnt um ţessa táknrćnu ţakkargjöf.  

Tveir vitar 


Átta ára krúttbomba

  Stelpa er nefnd Anastasia Petrik.  Hún er fćdd og uppalin í Úkraínu (eđa Úkraníu, eins og Skagfirđingar kalla landiđ - ef miđađ er viđ leiđtogann, Gunnar Braga Sveinsson).  Hún á afmćli á morgun,  4. maí.  Ţá fagnar hún fćđingardeginum í fimmtánda sinn.

  Í myndbandinu hér ađ ofan er hún nýorđin átta ára ađ keppa í söngvarakeppni barna (8 - 12 ára) í beinni útsendingu í úkraínska sjónvarpinu.  Hún geislar af leikgleđi og sjálfsöryggi.  Skemmtir sér vel.  Hún gerir ţetta gamla Bítlalag ađ sínu.  Hnikar lipurlega til áherslum í laglínu.  Ţarna kunni hún ekki ensku.  Textinn skolast ţví dálítiđ til.  En kemur ekki ađ sök nema síđur sé.  Úkraínskur almenningur kann ekki ensku.  

  Án ţess ađ ţekkja frammistöđu annarra keppenda kemur ekki á óvart ađ hún - yngst keppenda - bar sigur úr bítum.  Síđan hefur hún veriđ atvinnusöngkona og sungiđ inn á vinsćlar plötur.  Góđ söngkona.  Ţannig lagađ.  En um of "venjuleg" í dag.  Ţađ er ađ segja sker sig ekki frá 1000 öđrum atvinnusöngkonum á sömu línu.  Ósköp lítiđ spennandi.  Hér er ný klippa frá henni:

  

   


Bestu synir Belfast

  Frćgustu synir Belfast eru tónlistarmađurinn Van Morrison,  fótboltakall sem hét George Best og skip sem hét Titanic.  Í fyrra var Van ađlađur af Karli bretaprinsi,  sleginn til riddara fyrir ađ vera (eitt) helsta ađdráttarafl ferđamanna til Belfast.  Ćskuheimili hans er rćkilega merkt honum.  Ţađ er ekki til sýnis innandyra.  Íbúar ţess og nágrannar láta sér vel líka stöđugan straum ferđamanna ađ húsinu.  Ţykir gaman ađ svara spurningum ţeirra og ađstođa viđ ljósmyndatökur.  van-morrison-s-birthplace

  Einnig er bođiđ upp á 2ja tíma göngutúr um ćskuslóđir Vans.  Leiđin spannar hálfan fjórđa kílómetra.  Međ ţví ađ skanna međ snjallsíma uppgefna kóda á tilteknum stöđum má heyra Van syngja um áfangastađina.  

  Fyrir utan ađ bera Sir-titilinn er Van heiđursdoktor viđ Belfast háskólann - og reyndar líka heiđursdoktor viđ Ulster háskólann.

  Á ćskuárum mínum var George Best vinsćll boltakall.  Ég hef 0% áhuga á boltaleikjum.  Hann var hinsvegar fyrirferđamikill í slúđurfréttum ţess tíma.  Ađalega vegna drykkju ađ mig minnir, svo og hnittinna tilsvara.  Gamall og blankur sagđist hann hafa sóađ auđćfum sínum í áfengi og vćndiskonur.  Afgangurinn hafi fariđ í vitleysu.  George_Best_Belfast_City_Airport_signage

  Í Belfast heitir borgarflugvöllurinn George Best Belfast City Airport.  

  Frćgasta safniđ í Belfast er Titanic.  Einkennilegt í ađra röndina ađ Belfast-búar hćli sér af ţví ađ hafa smíđađ ţetta meingallađa skip sem sökk eins og steinn í jómfrúarferđinni.  Međ réttu ćttu ţeir ađ skammast sín fyrir hrákasmíđina.  Ekki síst eftir ađ gerđ var kvikmynd um ósköpin.  Hrćđilega ömurlega vćmin og drepleiđinleg mynd međ viđbjóđslegri músík.  

  Af ferđabćklingum ađ ráđa virđist Belfast ekki eiga neina frćga dóttir.  Ekki einu sinni tengdadóttir.        


Vísnasöngvar og ţungarokk

 

  Í vikunni var bandaríska vísnasöngkonan Joan Baez vígđ - viđ hátíđlega athöfn - inn í "Safn rokktónlistarleiđtoganna". Á ensku heitir safniđ "Hall of fame".  Oftast ranglega beinţýtt í íslenskum fjölmiđlum sem "Frćgđarhöll rokksins".

  Jóhanna frá Bćgisá (eins og Halldór Laxness kallađi hana) á glćsilegan feril.  Framan af sjöunda áratugnum titluđ drottning vísnasöngs (Queen of folk music).  Hćst skorađi hún ţó á vinsćldalistum á áttunda áratugnum.  

  Svo einkennilega vill til ađ hennar frćgasta lag,  "Diamonds and Rust",  er sívinsćlt ţungarokkslag.  Ekki ţó í flutningi hennar.  Ţađ er ţekktast í ţungarokksdeildinni í flutningi bresku hljómsveitarinnar Judas Priest.  Líka í flutningi Thunderstone, svo og gítarleikara Deep Purple, Ritchie Blackmore.  Já, og hljómleikaskrá Nazareth og ýmissa fleiri.

 

  Hér er orginalinn međ Joan Baez sjálfri.  Textinn fjallar um gamlan kćrasta hennar,  Bob Dylan.  

 

 


Sepultura-brćđur á leiđ til Íslands

  Útvarpsţátturinn Harmageddon á X977 skúbbađi all svakalega í ţessari andrá.  Stefán Magnússon,  Eistnaflugstjóri,  upplýsti ţar ađ Cavalera-brćđurnir úr Sepultura muni spila á hátíđinni í sumar.  

  Brćđurnir, Max og Igor, stofnuđu ţungarokkshljómsveitina Sepultura í Brazilíu 1984.  Max var söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur en Igor trommađi af krafti.  Áđur en langt um leiđ var hljómsveitin komin í fremstu víglínu ţrass-metals og harđkjarna á heimsvísu.  

  Eftir ađ hafa leitt Sepultura í 12 ár yfirgaf Max hljómsveitina - á hápunkti vinsćlda og frćgđar - og stofnađi annan risa,  hljómsveitina Soulfly. Einnig rak hann hljómsveitina Nailbomb um tíma ásamt Igori.

  Fyrir ellefu árum yfirgaf Igor Sepultura.  Ţađan í frá er enginn upprunaliđsmanna í hljómsveitinni.  Brćđurnir stofnuđu ţá hljómsveitina Cavalera Conspiracy sem nú er á leiđ til Íslands.

 


Vond plötuumslög - og góđ

ţungarokksumslag metallicaŢungarokksumslag Amon-Amarth-Deciever-of-the-Godsţungarokksumslag eric-the-redţungarokksumslag RATMŢungarokksumslag hammerfallţungarokksumslag Judas Priestţungarokksumslag saxon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hver músíkstíll hefur sína ímynd.  Hún birtist í útliti tónlistarfólksins:  Hárgreiđslu og klćđnađi.  Til dćmis ađ taka eru kántrý-söngvarar iđulega međ hatt á höfđi og klćddir gallabuxum, köflóttri vinnuskyrtu og jakka međ indíánakögri.  Á plötuumslögum sjást gjarnan hestar.

  Í pönkdeildinni eru ţađ leđurjakkar,  gaddaólar og hanakambur.

  Ţungarokkshljómsveitir búa jafnan ađ einkennismerki (lógói).  Stafirnir eru ţykkir međ kantađri útlínu.  Oft er hönnuđurinn ekki fagmađur.  Ţá hćttir honum til ađ ganga of langt;  ofteikna stafina ţannig ađ ţeir verđa illlćsilegir.  Ţađ er klúđur.

  Ţungarokksumslög skarta vísun í norrćna gođafrćđi, víkinga,  manninn međ ljáinn,  grafir,  eld og eldingar.  Ţau eru drungaleg međ dularfullum ćvintýrablć.  Stundum er ţađ óhugnađur.

  Hér fyrir ofan eru sýnishorn af vel heppnuđum ţungarokksumslögum.  Upplagt er ađ smella á ţau.  Ţá stćkka ţau og njóta sín betur.  Ţađ dugir ađ smella á eitt umslag og síđan fletta yfir á ţau hin.  Ég veit ekki af hverju eldingar skila sér ekki hér á Metallica-umslaginu.  Ţćr voru til stađar á fyrirmyndinni sem ég kóperađi.  Hćgt er ađ sjá umslagiđ međ eldingunum međ ţví ađ smella HÉR  

  Út af fyrir sig er skemmtilegra ađ skođa vond ţungarokksumslög.  Hér eru nokkur fyrir neđan:  

  Myndin á Blue Oyster Cult umslaginu er klaufalega ósannfćrandi unnin međ úđapenna (air brush).  Hann gefur alltof mjúka áferđ.  Nef og ađrir andlitsdrćttir eru eins og mótuđ úr bómull. 

  Svo er ţađ útfćrsla á "Risinn felldur".  Aumingjahrollur. 

  Teikningin á umslagi ţýsku hljómsveitarinnar Risk er meira í stíl viđ litríkt barnaćvintýri en ţungarokk.

  Dangerous Toys er eins og björt og skćrlit blómaskreyting fremur en ógnvekjandi öskrandi ţungarokk.  Fínleg leturgerđin bćtir ekki úr skák.

  Lógó Ezy Meat er barnalega langt frá "heavy mtal".  Líkist meira blóđmörskeppum en grjóthörđum metal.  Blóđdropar ná ekki ađ framkalla annađ en fliss međ titlinum "Ekki fyrir viđkvćma".  Ljótt og aulalegt.  Teikningin af manninum er gerđ međ of ljósu blýi.  Líkast til hefur ţađ gránađ meira ţegar myndin var filmuđ, lýst á prentplötu og ţađan prentuđ á pappír.  Ţađ er algengt ţegar um fölgrátt blý er ađ rćđa.    

  

Vond ţungarokksumslög BOCVond ţungarokksumslög - Risanum steyptVond ţungarokksumslög - ţýska RiskVond ţungarokksumslög Dangerous ToysVond ţungarokksumslög Ekki fyrir viđkvćma 

  

     

    


Heil! Heil! Chuck Berry!

 

  Hann var einn af frumherjum rokksins á sjötta áratugnum.  Hann átti drjúgan ţátt í hönnun rokksins.  Ekki síst hvađ varđar gítarleik og laglínur.  Allir sungu söngva hans:  Presley, Jerry Lee Lewis, Little Richard...

  Bítlahljómsveitir sjöunda áratugarins voru ekki síđur uppteknar af Chuck Berry.  Allar  spiluđu söngva hans:  Bítlarnir,  Byrds,  Rolling Stones,  Beach Boys...

  Söngvar hans áttu stađ í hipparokkinu.  Einnig ţungarokki áttunda áratugarins.  Líka í pönkbylgjunni og reggae-senunni.  Líka hjólabrettapönki ţessarar aldar.  Tónlist hans umvefur allt og fellur aldrei úr gildi.

  Ekki má gleyma ađ textar hans eru dágóđir.  Ţeir skerptu á unglingauppreisninni sem rokkiđ var í árdaga,  svo sem titillinn "Roll over Beethoven" undirstrikar. 

  John Lennon komst ţannig ađ orđi:  Ef rokkiđ fengi nýtt nafn ţá yrđi ţađ Chuck Berry.

  


mbl.is Stjörnurnar votta Berry virđingu sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ungur og efnilegur tónlistarmađur - sonur rokkstjörnu

  Fátt er skemmtilegra en ađ uppgötva nýtt, efnilegt og spennandi tónlistarfólk;  ungar upprennandi poppstjörnur.  2015 kom út hljómplatan "Void" međ ungum rappara.  Listamannsnafn hans er Andsetinn,  hressilega frumlegt nafn.  Raunverulegt nafn er Arnar Jóhann Ţórđarson.  Hann hefur veriđ ađ kynna ný lög á samfélagsmiđlinum Soundcloud.  

  2015 fór platan "Void" alveg framhjá mér.  Samt reyndi ég ađ hlusta á flestar plötur ţess árs. Međal annars vegna ţess ađ fjölmiđlar óska jafnan eftir mati mínu á bestu íslensku plötum ársins.  Áreiđanlega vissu ađrir álitsgjafar fjölmiđla ekki af plötunni heldur.  Ţetta er dálítiđ snúiđ.  Ţađ koma kannski út 500 plötur.  Viđ sem erum álitsgjafar í áramótauppgjöri heyrum varla helming af ţeim.

  Andsetinn á fjölmennan og harđsnúinn ađdáendahóp.  Myndbönd hans hafa veriđ spiluđ hátt í 28 ţúsund sinnum á ţútúpunni.  Lögin hafa veriđ spiluđ 100 ţúsund sinnum á Soundcloud.  

  Ţegar ég kynnti mér nánar hver ţessi drengur vćri ţá kom í ljós ađ hann á ekki langt ađ sćkja tónlistarhćfileikana.  Fađir hans,  Ţórđur Bogason (Doddi Boga),  var áberandi í rokksenu níunda og tíunda áratugarins.  Einkum ţeirri sem var međ annan fótinn í söngrćnu ţungarokki.  Hann var söngvari hljómsveita á borđ viđ Foringjana, Rickshaw, Skytturnar,  Ţukl,  Ţrek,  Rokkhljómsveit Íslands,  DBD og Warning.  Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum.  Hann rak jafnframt vinsćla hljóđfćraverslun,  Ţrek,  á Grettisgötu.  Hún gekk síđar inn í Hljóđfćrahús Reykjavíkur.

  Ţórđur er ennţá ađ semja og syngja tónlist.  Á til ađ mynda besta jólalag síđustu ára,  "Biđin eftir ađfangadegi".  Ţađ hentar ekki ađ blasta ţví hér í mars.  En fyrir ţá sem átta sig ekki á um hvađa lag er ađ rćđa ţá er hćgt ađ hlusta á ţađ međ ţví ađ smella HÉR   

  Mig rámar í slagtog Dodda međ bandarísku hljómsveitinni Kiss.  Međ ađstođ "gúggls" fann ég ţessa ljósmynd af ţeim Paul Stanley.     

 Paul-Stanley-Thordur-Bogason

     

       


Umhugsunarverđ umrćđa

  Breska götublađinu Daily Mail barst bréf á dögunum.  Bréfritari var kona sem sagđi farir sínar ekki sléttar.  Hún hafđi gengist undir mjađmaskipti á sjúkrahúsi (hvar annarsstađar?).  Ţar deildi hún herbergi međ annarri konu.  Sú fór í uppskurđ.  Vandamáliđ var ađ hún talađi ekki ensku.  Mađur hennar ţurfti ađ ţýđa allt fyrir hana.

  Bréfritari spurđi manninn hvađ konan hafi lengi búiđ í Englandi.  Svariđ var:  Í 21 ár.  Bréfritari fékk áfall.  Lét ađ ţví liggja ađ ţetta vćri hneyksli sem ćtti ekki ađ líđa.

  Blađamađurinn tekur undir:  Ţegar flutt er til annars lands ćtti nýbúinn ađ lćra mál innfćddra.  Ţetta hafi Bretar hinsvegar aldrei gert.  Ţeir óđu á skítugum skóm yfir Indland og fjölda afrískra landa.  Ţađ hvarflađi aldrei ađ ţeim ađ lćra mál innfćddra.  Innfćddir urđu ađ lćra ensku til ađ eiga samskipti viđ ţá.  Mörg ţúsund Bretar eru búsettir á meginlandi Evrópu.  Ţar af flestir í Frakklandi og á Spáni.  Enginn ţeirra hefur lćrt frönsku eđa spćnsku.  Ţeir halda sig út af fyrir sig,  blandast ekki innfćddum og tala einungis ensku.  

  Í lokaorđum svarsins er hvatt til ţess ađ Bretar endurskođi tungumálakunnáttu sína fremur en kasta steinum úr glerhúsi. 

segđu til


Heimsfrćg hljómsveit spilar íslenskan slagara

  Í gćr bloggađi ég um konu sem spilar á trommur.  Hún er ađeins sjö ára brazilísk stelpuhnáta.  Konur fá iđulega ástríđu fyrir trommuleik á ţeim aldri.  Uppáhalds hljómsveit brazilísku telpunnar er bandaríska ţungarokkshljómsveitin System of a Down.  Ţađ er hiđ besta má.  System of a Down er flott hljómsveit.  Ein vinsćlasta og ferskasta rokkhljómsveit heims.  

  Víkur ţá sögu ađ sígildu íslensku dćgurlagi,  "Sá ég spóa".  Hér er ţađ í flutningi Savanna tríós.

       

  Ég skammast mín fyrir ađ hafa sem krakki slátrađ plötum föđur míns međ Savanna tríói.  Ég notađi ţćr fyrir flugdiska (frisbie).  Ţćr ţoldu ekki međferđina.

  Hlerum ţessu nćst lagiđ "Hypnotize" međ System of a Down.  Leggiđ viđ hlustir á mínútu 0.12.  

       


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband