Fćrsluflokkur: Útvarp

Bítlasynir taka höndum saman

  Ţađ hefur ýmsa kosti ađ eiga frćga og dáđa foreldra.  Ţví miđur hefur ţađ einnig ókosti.  Međal kosta er ađ börnin eiga greiđan ađgang ađ fjölmiđum.  Kastljósiđ er á ţeim.  Af ókostum má nefna ađ barniđ verđur alltaf boriđ saman viđ ţađ allra besta sem eftir foreldra liggur.  Ţetta hafa synir Bítlanna sannreynt.  

  Til samans hafa synirnir spilađ og sungiđ inn á um tvo tugi platna.  Ţćr standast ekki samanburđ viđ Bítlana.  Og ţó.  Sonur Ringos,  Zak,  er virkilega góđur trommari.  Hann hefur međal annars spilađ međ Oasis og Who.  

  Nú feta Sean Lennon og James McCartney nýja leiđ.  James hefur sent frá sér lag, "Primrose Hill", sem hann samdi og flytur međ Sean.  Lagiđ er Bítla-Lennon-legt.  Ţađ hefđi veriđ bođlegt sem B-hliđ á Bítlasmáskífu en varla ratađ inn á stóra Bítlaplötu.  Ţví síđur toppađ vinsćldalista.  

  


Galdrar Bítlanna

 

  Breska hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) átti skamman feril á sjöunda áratugnum.  Plötuferill hennar spannađi sex ár.  Á ţeim tíma sló hún hvert metiđ á fćtur öđru.  Svo rćkilega ađ um tíma átti hún samtímis sex vinsćlustu lög á bandaríska vinsćldalistanum.

  Hljómsveitin hafđi á ađ skipa tveimur bestu lagah0fundum sögunnar.  Áđur en yfir lauk var sá ţriđji kominn í hópinn.  Allir ágćtir textahöfundar.  Ţar af einn sá allra besti,  John Lennon.  Ţarna voru líka saman komnir tveir af bestu rokksöngvurum sögunnar.

  Bítlarnir voru leikmenn;  sjálflćrđir amatörar.  Ţeir kunnu ekki tónfrćđi né nótnalestur.  Samt stóđust ţeir samanburđ viđ hvađa hljómsveitir sem var. Eđa réttara sagt:  skákuđu öllum hljómsveitum.

  Ţó ađ enginn Bítill hafi lćrt á hljóđfćri ţá léku ţau í höndum ţeirra.  Allir spiluđu ţeir á gítar,  hljómborđ,  trommur og allskonar.  Einn spilađi listavel á munnhörpu.  Annar á indverskan sítar.  Ţannig mćtti áfram telja.  

  Upptökustjóri Bítlanna,  George Martin,  var sprenglćrđur í klassískri tónlist.  Af og til benti hann Bítlunum á ađ eitthvađ sem ţeir voru ađ gera stangađist á viđ tónfrćđina.  Jafnóđum varđ hann ađ bakka ţví ţađ sem Bítlarnir gerđu "rangt" hljómađi betur.  

  Einn af mörgum kostum Bítlanna var ađ ţeir ţekktu hvern annan svo vel ađ ţeir gátu gengiđ í hlutverk hvers annars.  Til ađ mynda ţegar John Lennon spilađi gítarsóló í laginu "Get Back" ţá fór hann í hlutverkaleik.  Ţóttist vera George Harrison.  Síđar sagđi George ađ hann hefđi spilađ sólóiđ alveg eins og John.  

  Hér fyrir ofan er síđasta lag sem Bítlarnir spiluđu saman,  "The End" á plötunni Abbey Road.  Í lokakafla lagsins taka John,  Paul og George gítarsóló.  Ţetta er óćfđur spuni.  Eitt rennsli og dćmiđ steinlá.  

  Fyrir neđan eru gítarsólóin ađgreind:  Paul til vinstri,  George til Hćgri,  John fyrir neđan. 


Bönnuđ lög

  Embćttismönnum međ vald ţykir fátt skemmtilegra en ađ banna eitthvađ.  Banniđ kitlar og embćttismađurinn fćr ađ ţreifa á valdi sínu.  Tilfallandi bönn eldast illa ađ öllu jöfnu.  Eitt af ţví sem útvarpsstjórnendur víđa um heim hafa skemmt sér viđ er ađ banna spilun á lögum og jafnvel heilum plötum. 

  Upp úr miđri síđustu öld urđu íslenskir útvarpsstjórnendur duglegir ađ banna lög.  Ţeir héldu ţví áfram alveg fram á miđjan níunda áratuginn.

  Međal - á annan tug - bannađra laga var fyrsta íslenska rokklagiđ,  "Vagg og velta" (illa ortur texti),  svo og "Allt á floti allsstađar" (klám) og "Ég er kokkur á kútter frá Sandi" (heimilisofbeldi).  Tvö lög á fyrstu plötu Trúbrots voru bönnuđ.  Annađ vegna ţess ađ illa ţótti fariđ međ lag eftir Wagner.  Hitt út af ţví ađ orđiđ kýr var rangt fallbeygt. Eins gott ađ Sálin söng ekki fyrr en löngu síđar:  "Haltu ekki ađ ţér hönd!".

 

  Fróđlegt er ađ rifja upp nokkur lög sem voru ýmist bönnuđ í Bretlandi eđa Bandaríkjunum:

  Mörg Bítlalög voru bönnuđ í Bretlandi.  Ţar á međal "Lucy In Sky With Diamonds" (LSD dóp),  "A Day In The Life" (hassreykingar), "Happiness Is A Warm Gun" (klám),  "I´m The Walrus" (klám),  "Back In The USSR" (Sovétáróđur) og "Come together" (Coca Cola auglýsing.  "Lola" međ The Kinks var bannađ af sömu ástćđu).    

 

  Eftir ađ Bítlarnir héldu í sólóferil var enn veriđ ađ banna lög ţeirra.  "Imagine" međ John Lennon (áróđur gegn hernađi) og "Give Ireland Back To The Irish" međ Paul McCartney (áróđur fyrir ađskilnađi Norđur-Írlands og Bretlandi).

  Lagiđ "Puff The Magic Dragon" međ Peter, Paul & Mary var bannađ samkvćmt skipun frá ţáverandi varaforseta Bandaríkjanna,  Spiro Agnew.  Hann sagđi ţetta vera dóplag.  Banniđ margfaldađi sölu á laginu.  Höfundarnir,  Peter og Paul,  hafa alltaf fullyrt ađ textinn hafi ekkert međ dóp ađ gera.  Hann lýsi bara uppvexti unglings.

  "My Generation" međ The Who var bannađ vegna ţess ađ söngvarinn leikur sér ađ ţví ađ stama.  Ţađ var skilgreint sem árás á fólk međ talgalla.  Ég stamađi mjög sem barn og geri töluvert af ţví enn.  Samt í mildari útgáfu međ aldrinum.  Ég afgreiđi stamiđ meira eins og hik í dag.   Mér ţykir gaman ađ stama og elska lög eins og "My Generation" og "You Ain´t See Nothing Yet".  

  Upphaflega kom stamiđ hjá söngvaranum,  Roger Daltey,  óviljandi til af ţví ađ hann kunni ekki textann almennilega.  Öđrum ţótti stamiđ setja skemmtilegan svip á flutninginn.

  Bandarísku ljúflingarnir í Blondie máttu sćta ţví ađ lagiđ "Atomic" var bannađ.  Ţótti vera gegn hernađi.  

 


Eru býflugur fiskar?

   Erlingur Ólafsson skordýrafrćđingur var í viđtali hjá Frey Eyjólfssyni á Rás 2. Umrćđuefniđ var ađ býflugurnar í Bandaríkjunum eru horfnar eins og dögg fyrir sólu. Ţegar býflugnabćndur hugđu ađ hunangsbyrgđum sínum gripu ţeir í tómt. Ţađ eru nánast engar býflugur lengur í Bandaríkjunum. Enginn veit ástćđuna.

  Freyr spurđi Erling hvort hiđ dularfulla hvarf býfluganna hafi ekki keđjuverkandi áhrif á lífkeđjuna. Hvort ađ býflugan hafi ekki gegnt lykilhlutverki í frjóvgun jurtaríkisins og svo framvegis. Erlingur svarađi: "Ţađ eru nú fleiri fiskar í sjónum en býflugan." Og rakti hvernig ađrar flugur og skordýr gera sama gagn.

 Samkvćmt ţessum orđum Erlings er vćnlegra fyrir býflugnabćndur ađ leita ađ býflugum í sjó fremur en á ţurru landi.


Hljómplötuumsögn

 - Titill:  Prine

 - Flytjendur:  Grasasnar

 - Einkunn: ****

  Prine er önnur plata borgfirsku hljómsveitarinnar Grasasna.  Sú fyrri heitir Til í tuskiđ.  Nýja platan heiđrar minningu bandaríska söngvarans og söngvaskáldsins John Prine (1946 - 2020).  Hann var og er virtur, vinsćll og margverđlaunađur.

  Öll lögin eru eftir Prine.  9 af 11 textum yrkir Steinar Berg á íslensku.  Hann er söngvari og kassagítarleikari hljómsveitarinnar.  Bjartmar Hannesson á einn texta (ţekktastur fyrir 17. júní lagiđ međ Upplyftingu).  Einn texti eftir Prine heldur sér á ensku.  Hann er Let´s talk dirty in Hawaian.  Ţetta er lokalag plötunnar.  Ţađ virkar dálítiđ eins og bónuslag.  Bćđi vegna enska textans og líka vegna ţess ađ flutningurinn er frábrugđinn öđrum lögum.  Hljómar í humátt eins og ađ vera hljóđritađur í partýi;  sem skilur eftir sig gott eftirbragđ ţegar hliđ B lýkur.  Reyndar er partý-gleđi í fleiri lögum - ţó ađ ţetta sé ađal partý-lagiđ.    

  Lög Prines eru einföld,  auđlćrđ,  fjölbreytt og grípandi.  Mjög grípandi.  Viđ fyrstu hlustun ţarf ađeins ađ heyra upphafstóna til ađ geta trallađ međ öllu laginu. 

  Tónlistin er kántrý,  kántrý-rokk og kántrýskotnir vísnasöngvar.  Útsetningum Prines er ekki fylgt af nákvćmni.  Stemmningin fćr ađ halda sér.  Ađ öđru leyti afgreiđa Grasasnar útfćrsluna međ sínu nefi.  Fyrir bragđiđ skilar sér einlćgni í flutningi og innlifun.

  Hljómsveitin er vel spilandi.  Auk Steinars Bergs eru í Grasösnum Sigurţór Kristjánsson (trommur, slagverk, bakraddir),  Sigurđur Bachmann (gítarar) og Halldór Hólm Kristjánsson (bassi, bakraddir). Ađ auki skerpa gestaleikarar á litbrigđum međ fiđlu, munnhörpu, píanói,  harmonikku og fleiru.  Allt í smekklegu og snotru hófi.  

  Söngur Steinars Bergs er međ ágćtum; röddin sterk og einkennandi fyrir hljóđheim Grasasna.   

  Textarnir gefa tónlistinni heilmikla vigt.  Í ţeim eru sagđar sögur.  Sumar af búsi og grasi.  Margar blúsađar í bland viđ gleđi af ýmsu tagi.  Í dýpri textum er fjallađ um siđblind illmenni og lífeyrissjóđi.  Í Fiskum og flautum segir:

  Alla ćfi lífeyri lagđi ég í sjóđ

og lét mig hlakka til ađ eiga elliárin góđ.

  Nú étur kerfiđ sparnađinn upp af miklum móđ.

  Ţeir kalla ţetta krónu á móti krónu. 

  Textarnir eru í frjálsu formi en međ endarími.  Umslagiđ - hannađ af Steinari Berg - er harla gott,  mikiđ um sig (tvöfalt) og veglegt međ prentuđum textum og skemmtilegum ljósmyndum.  Ţćr keyra upp stemmninguna á Land Rover. 

  Prine er hlý og notaleg plata.  Hún hljómar vel viđ fyrstu hlustun.  Líka eftir ađ hafa veriđ margspiluđ. 

Grasasnar

 

           


Brýnt ađ halda til haga um Guđna Má Henningsson

  Ég heyrđi fyrst af Guđna Má er ég kíkti í Plötubúđina á Laugavegi 20.  Ţar réđi Halldór Ingi heitinn Andrésson ríkjum.  Hann sagđi mér frá ţessum náunga sem hlustađi á músík allan daginn alla daga.  Hlustađi og stúderađi flytjendur allan sinn vökutíma.

  Halldóri Inga ţótti áríđandi ađ stútfullur fróđleiksbrunnur Guđna Más yrđi virkjađur í útvarpi.  Mig minnir ađ hann hafi fyrst komiđ honum í útvarpsstöđina Sólina.  Ţar blómstrađi hann međ öđruvísi lagaval en ađrir dagskrárgerđarmenn.  Heillandi lagaval.

  Síđar hreppti Rás 2 Guđna Má.  Ţađ var happafengur.   

  2002 tók Guđni Már upp á ţví ađ spila á Rás 2 fćreyskt lag,  "Ormurin langi" međ víkingametalsveitinni Tý. Ţá hafđi fćreysk tónlist ekki áđur veriđ spiluđ á Rás 2. Vinnufélagarnir stukku ekki á vagninn til ađ byrja međ.  Hann ţurfti ađ hafa fyrir ţví ađ koma "Ormurin langi" í fasta spilun á Rás 2.  Međ harđfylgni tókst honum ađ landa ţví.

  "Ormurin langi" varđ mest spilađa lag á Íslandi 2002.  Platan seldist í 4000 eintökum.  Kiddi kanína var snöggur til ađ venju.  Hann bókađi Tý í hljómleikaferđ um Ísland.  Í leiđinni bjó hann til fćreyska tónlistarveislu,  Fairwaves.  Ţar kynnti hann til sögunnar fjölda fćreyskra tónlistarmanna,  svo sem Eivöru,  Högna Lisberg,  hljómsveitina Clickhaze,  pönksveitina 200,  djasssveitina Yggdrasil međ Kristian Blak í fararbroddi,  Lenu Anderssen,  Hanus G. og Guđriđ Hansdóttir, svo ađeins örfá nöfn séu nefnd.  

  Án Guđna Más hefđu Íslendingar aldrei kynnst frábćrri tónlist ţessa fólks. 

  Til gamans vitna ég í frásögn Guđna Más í bók minni Gata, Austurey,  Fćreyjar,  Eivör og fćreysk tónlist:  "Eivör spilađi í beinni útsendingu hjá mér í Útvarpshúsinu í Ţórshöfn.  Hún var mögnuđ stelpan ţar.  Á milli laga spjallađi ég viđ hana og eitt sinn ţegar ég reyndi ađ vera mjög gáfulegur og klár ţá kleip hún mig í rassinn - í beinni útsendingu!"

guđni már

        


Bestu lagahöfundarnir

  Bandaríska söngvaskáldiđ Paul Simon er í hópi bestu lagahöfunda síđustu aldar.  Af ţekktum lögum hans má nefna Bridge over trouble water,  The sound of silence,  Mrs Robinson,  Mother and child reunion.  Lengi mćtti áfram telja.  Ţegar ţáverandi forseti Bandaríkjanna,  Richard M. Nixon,  heimsótti Mao formann í Kína ţá fćrđi hann honum plötuna Bridge over trouble water međ Paul Simon og Garfunkel,  sem hápunktinn í bandarískri tónlist.  

  Paul Simon hefur sterkar skođanir á lagasmíđum.  Ţessa telur hann vera bestu lagahöfundar liđinnar aldar:  Gershwin,  Berlin og Hank Williams.  Hann telur ađ Paul McCartney megi hugsanlega vera í hópnum.  Richard Rodgers og Lorenz Hart geta ţá veriđ međ líka.

  Í annađ sćti setur hann John Lennon,  Bob Dylan,  Bob Marley og Stephen Soundheim.  Hann telur ekki fráleitt ađ sjálfur megi hann vera međ í öđru sćtinu. 

 

 


Uppáhalds tónlistarstílar

Fyrir nokkru efndi ég á ţessum vettvangi - minni bloggsíđu - til skođanakönnunar um uppáhalds tónlistarstíla lesenda.  Ţetta er ekki skođanakönnun sem mćlir músíksmekk almennings - vel ađ merkja.  Einungis músíksmekk lesenda bloggsíđunnar.  Niđurstađan speglar ađ lesendur séu komnir af léttasta skeiđi eđa ţar í grennd.  Ţađ gerir könnunina áhugaverđari fyrir minn smekk.  Mér kemur ekkert viđ hvađa músík börn og unglingar ađhyllast. 

  Nú hafa 1000 atkvćđi skilađ sér í hús.  Stöđuna má sjá hér til vinstri á síđunni.  Niđurstađan kemur ađ mörgu leyti á óvart.  Og ţó.  Hún er ţessi:

1. Ţungarokk 16.1%

2. Djass 15.5%

3. Pönk/nýbylgja 15%

4.  Reggae (world music)  13,2%

5.  Ţjóđlagatónlist (órafmögnuđ)  10,8%

6.  Blús  7,6%

 

7  Rapp/hipp-hopp  6,2%

8  Skallapopp/píkupopp  6,1%

9  Sítt ađ aftan/80´s  5,8%

10  Kántrý  3,8%

  


Hártískan

  Tískan er harđur húsbóndi.  Ekki síst hártískan.  Oft veldur lítil ţúfa ţungu hlassi.  Eins og ţegar fjórir guttar í Liverpool tóku upp á ţví ađ greiđa háriđ fram á enni og láta ţađ vaxa yfir eyrun á fyrri hluta sjöunda áratugarins (6-unni).  Ţetta kallađist bítlahár.  Ţađ fór eins og eldur um sinu um heimsbyggđina.  Svo leyfđu ţeir hárinu ađ síkka.  Síđa háriđ varđ einkenni ungra manna.  Svo sítt ađ ţađ óx niđur á bak og var skipt í miđju. 

  Löngu síđar komu til sögunnar ađrar hártískur.  Svo sem pönkara hanakambur og ţar á eftir "sítt ađ aftan". 

  Margt af ţví sem um hríđ ţótti flottast í hártísku hefur elst mis vel.  Skođum nokkur dćmi:

hártískan 1hártískan 2hártískan 3hártískan 4 sítt ađ aftanhártískan 5 heysátahártískan 6 uppsett frá ennihártískan 8 - kústur      


Verđa einhverntíma til nýir Bítlar?

 

  Bresku Bítlarnir,  The Beatles,  komu eins og stormsveipur,  fellibylur og 10 stiga jarđskjálfti inn á markađinn á fyrri hluta sjöunda áratugarins (6-unni).  Ţeir breyttu öllu.  Ekki bara tónlistinni.  Líka hugsunarhćtti,  hártísku,  fatatísku...  Ţeir opnuđu bandaríkjamarkađ upp á gátt fyrir breskri tónlist.  Reyndar allan heimsmarkađinn.  Rúlluđu honum upp.  Slógu hvert metiđ á fćtur öđru.  Met sem mörg standa enn í dag.

  Um miđjan sjötta áratuginn var umbođsmađur ţeirra í blađaviđtali.  Hann fullyrti ađ Bítlarnir vćru svo öflugir ađ ungt fólk myndi hlusta á tónlist ţeirra áriđ 2000.  Hann hefđi alveg eins getađ nefnt áriđ 2021.  Hvergi sér fyrir enda á vinsćldum ţeirra og áhrifum.  

  Eitt sinn var John Lennon spurđur hvor hljómsveitin vćri betri,  The Rolling Stones eđa Bítlarnir.  Hann svarađi eitthvađ á ţessa leiđ:  The Rolling Stones eru tćknilega betri.  Ţeir eru fagmenn.  Viđ erum amatörar.  Enginn okkar hefur fariđ í tónlistarnám.  Viđ höfum bara fikrađ okkur áfram sjálfir.  Engu ađ síđur standast plötur okkar samanburđ viđ hvađa plötur sem er. 

  Enn í dag eru Bítlaplötur í efstu sćtum á listum yfir bestu plötur allra tíma.

  Fyrsta Bítlaplatan kom út 1963.  Síđasta platan sem ţeir hljóđrituđu kom út 1969.  Ferillinn spannađi ađeins 6 ár.  Sterk stađa ţeirra allar götur síđan er ţeim mun merkilegri.  Til ţessa hefur engin hljómsveit komist međ tćr ţar sem Bítlarnir hafa hćla.  Hverjar eru líkur á ađ fram komi hljómsveit sem jafnast á viđ Bítlana?  ENGAR!   

  Í Bítlunum hittust og sameinuđust tveir af bestu og frjóustu lagahöfundum sögunnar,  John Lennon og Paul McCartney.  John jafnframt einn albesti textahöfundurinn.  Paul á líka góđa spretti.  Ţeir tveir eru auk ţess í hópi bestu söngvara rokksins.  Sömuleiđis flottir hljóđfćraleikarar.  Sérstaklega bassaleikarinn Paul. 

  Til liđs viđ ţá komu frábćr trommuleikari,  Ringo Starr,  og ljómandi góđur og öruggur gítarleikari,  George Harrison.  Hann var fínn í ađ radda međ ţeim.  Ţegar leiđ á ferilinn varđ hann mjög góđur lagahöfundur.  Svo mjög ađ á síđustu plötunni,  Abbey Road,  taldi John - og margir fleiri - hann eiga bestu lögin.

  Ţetta allt skipti sköpum.  Ofan á bćttist rík löngun Bítlanna til ađ fara nýjar leiđir.  Tilraunagleđi ţeirra gekk mjög langt.  Umfram margar ađrar hljómsveitir réđu ţeir glćsilega vel viđ ţau dćmi. Ennfremur vó ţungt - afar ţungt - ađ mikill kćrleikur ríkti á milli ţeirra.  Ţeir voru áköfuđustu ađdáendur hvers annars.  Ţeir voru sálufélagar og háđir hver öđrum.  Ţađ hafđi mikiđ ađ gera međ erfiđa lífsreynslu;  ótímabćrt fráfall mćđra og allskonar.  Bítlarnir voru á unglingsaldri ţegar ţeir kynntust og ólu hvern annan upp út ferilinn.  Fyrri eiginkona Johns,  Cynthia,  sagđi ađ John og Paul hafi veriđ eins ástfangnir hvor af öđrum og tveir gagnkynhneigđir menn geta veriđ.   

  Margt fleira mćtti nefna sem tromp Bítlanna.  Til ađ mynda háa greindarvísitölu ţeirra allra, leiftrandi kímnigáfu og fjölhćfni.  Allir spiluđu ţeir á fjölda hljóđfćra.  Ţar af Paul á um 40 og ţeir hinir á um 20. Á Bítlaárunum var sólógítarleikarinn George Harrison ágćtur söngvari.  Trommarinn Ringo söng líka en söngrödd hans féll ekki ađ röddun hinna.  Rolling Stonsarinn Keith Richard hélt ţví fram í símtali viđ Paul ađ skiliđ hafi á milli hljómsveitanna ađ Bítlarnir skörtuđu 4 söngvurum en Stónsarar ađeins Mick Jagger.  Ágćtt komment.  En margt fleira ađgreindi ţessar hljómsveitir.             

bítlaćđi 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband