Fćrsluflokkur: Lífstíll

Illmenni

  Varasamt er ađ lesa spádóma út úr dćgurlagatextum.  Einkum og sér í lagi spádóma um framtíđina.  Bandaríski fjöldamorđinginn Charles Manson féll í ţessa gryfju.  Hann las skilabođ út úr textum Bítlanna.  Reyndar er pínulítiđ ónákvćmt ađ kalla Manson fjöldamorđingja.  Hann drap enga.  Hinsvegar hvatti hann áhangendur sína til ađ myrđa tiltekna einstaklinga.

  Út úr Bítlalögunum "Blackbird" og "Helter Skelter" las kallinn spádóm um ađ blökkumenn vćru ađ taka yfir í Bandaríkjunum.  Ofsahrćđsla greip hann.  Viđbrögđin urđu ţau ađ grípa til forvarna.  Hrinda af stađ uppreisn gegn blökkumönnum.  Til ţess ţyrfti ađ drepa hvítt fólk og varpa sökinni á blökkumenn. 

  Áhangendur Mansons međtóku bođskap hans gagnrýnislaust.  Ţeir hófust ţegar handa.  Drápu fólk og skrifuđu - međ blóđi fórnarlambanna - rasísk skilabođ á veggi.  Skilabođ sem hljómuđu eins og skrifuđ af blökkumönnum.  Áđur en yfir lauk lágu 9 manns í valnum. 

  Samhliđa ţessu tók Manson-klíkan ađ safna vopnum og fela út í eyđimörk.  Stríđiđ var ađ skella á.

  Spádómarnir sem Manson fór eftir rćttust ekki.  Ţađ eina sem gerđist var ađ klíkunni var stungiđ í fangelsi.

  Hiđ rétta er ađ Paul var međ meiningar í "Blackbird";  hvatningarorđ til bandarísku mannréttindahreyfingarinnar sem stóiđ sem hćst ţarna á sjöunda áratugnum.

  Charles Manson var tónlistarmađur.  Ekkert merkilegur.  Ţó voru the Beach Boys búnir ađ taka upp á sína arma lag eftir hann og gefa út á plötu - áđur en upp um illan hug hans komst. 

 


mbl.is Charles Manson er látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nauđsynlegt ađ vita um hćnur

  -  Ef allar hćnur heims eru taldar saman ţá eru ţćr yfir 25 milljarđar.

  -  Ef öllum hćnum heims er skipt jafnt á međal manna ţá gerir ţađ 3,5 á hvern.

  -  Gainesville í Georgíu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku er alifuglahöfuđborg heims.  Ţar er bannađ međ lögum ađ nota hnífapör viđ át á djúpsteiktum kjúklingi.  Hann er og skal vera fingramatur.

  -  Hćna verpir ađ međaltali 255 eggjum á ári.

  -  Rannsókn leiddi í ljós ađ hćna getur léttilega ţekkt yfir 100 andlit.  

  -  Lagiđ "Fugladansinn" - einnig ţekkt sem "Hćnsnadansinn" - var samiđ af Swisslendingnum Weren Thomas um 1960.

  -  1980 náđi "Fugladansinn" vinsćldum í Hollandi.

  -  1981 var lagiđ einkennislag fyrir Októberfest í Oklahoma undir heitinu "Hćnsnadansinn".

 

 

 


Fésbókin er ólíkindatól - kemur skemmtilega á óvart

  Herskari hakkara er í fullri vinnu hjá Fésbók.  Hún gengur út á ađ ţróa bókina stöđugt lengra í ţá átt ađ notandinn verđi fíkill.  Verđi háđur henni.  Verđi eins og uppvakningur sem gerir sér ekki grein fyrir ósjálfráđri hegđun sinni.

  Ţetta er gert međ allskonar "fítusum", hljóđum, lit, leikjum og ýmsum fleiri möguleikum,  svo sem "lćk-takka" og tilfinningatáknum.  Međ ţessu er hrćrt í efnabođum heilans.  Ástćđa er til ađ vera á varđbergi.  Vera međvitađur um ţetta og verjast.  Til ađ mynda međ ţví ađ stýra ţví sjálfur hvađ löngum tíma er eytt í bókina á dag eđa á viku.  Láta hana ekki teyma sig á asnaeyrum fram og til baka allan sólarhringinn.  

  Ţess eru mörg dćmi ađ fólk vakni upp á nóttunni til ađ kíkja á Fésbók.  Einnig ađ ţađ fresti ţví ađ fara í háttinn.  Svo og ađ matast sé fyrir framan skjáinn.

  Fésbókin hefur skemmtilegar hliđar.  Margar.  Hún getur til ađ mynda komiđ glettilega á óvart.  Flestir hafa einhver hundruđ Fb-vina og upp í 5000 (hámark).  Notandinn fćr ekki ađ sjá innlegg ţeirra í réttri tímaröđ.  Ţess í stađ eru ţau skömmtuđ eftir kúnstarinnar reglum.  Ţćr ráđast međal annars af ţví hjá hverjum ţú hefur "lćkađ" oftast og skrifađ flestar athugasemdir hjá.  Bókin safnar stöđugt upplýsingum um ţig.  Greinir og kortleggur.  

  Póstarnir sem bókin sýnir manni fyrst falla hlutfallslega betur og betur ađ ţínum smekk.  Áhugamálum, viđhorfum til stjórnmála og allskonar.  Sýnilegasti Fb-vinahópurinn ţróast í fjölmennan já-hóp.

  Vegna ţess ađ manni eru ekki sýnd innlegg í réttri tímaröđ getur útkoman orđiđ skondin og ruglingsleg.  Oftast kíki ég á Fb á morgnana fyrir vinnu og aftur ađ kvöldi eftir vinnu.  Á morgnana blasa iđulega viđ kveđjur međ ósk um góđa nótt og ljúfar drauma.  Á kvöldin blasa viđ kveđjur ţar sem bođiđ er góđan og blessađan dag.  Síđasta mánudag birtist mér innlegg međ textanum:  "Jibbý!  ţađ er kominn föstudagur!"  

  Ég sá ađ ţessari hressilegu upphrópun var póstađ á föstudeginum.  Fb sá hinsvegar ekki ástćđu til ađ skila henni til mín fyrr en eftir helgi.  


mbl.is Fyrrverandi lykilstarfsmađur hjólar í Facebook
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Međ 639 nagla í maganum

  Matarćđi fólks er allavega.  Sumir eru matvandir.  Setja sér strangar reglur um ţađ hvađ má láta inn fyrir varirnar.  Sneiđa hjá kjöti.  Sneiđa hjá öllum dýraafurđum.  Sumir snćđa einungis hráfćđi sem hefur ekki veriđ hitađ yfir 40 gráđum.  Sumir sneiđa hjá sykri og hveiti.  Ađrir lifa á sćtindum og deyja.  Enn ađrir borđa allt sem á borđ er boriđ.  Jafnvel skordýr.

  Fáir borđa nagla.  Hvorki stálnagla né járngaura.  Nema 48 ára Indverji.  Honum var illt í maganum og fór til lćknis.  Viđ gegnumlýsingu sást fjöldi nagla í maga og ţörmum.  Er hann var skorinn upp međ hrađi reyndust naglarnir vera 639.  Flestir 5 - 6 cm langir.  

  Mađurinn hafđi veriđ blóđlítill.  Hann kannađist ráđiđ um ađ taka inn járn viđ ţví.  Naglar virtust hentugri en annađ járn.  Ţađ var auđvelt ađ kyngja ţeim međ vatni.  Til tilbreytingar át hann dálítiđ af járnauđugri mold af og til.  

  Ţetta virtist virka vel.  Ţangađ til ađ honum varđ illt í mallakútnum.

  Eigandi litlu byggingarvöruverslunarinnar í hverfinu óttast ađ kallinn hćtti ađ kaupa nagla af sér.  Ţađ var einmitt hann sem frćddi kauđa um nauđsyn ţess ađ taka inn járn viđ blóđleysi.

međ nagla í maganaglar

.


Óstundvísir eru í góđum málum

  Ţađ er eins og sumt fólk kunni ekki á klukku.  Ţađ mćtir alltaf of seint.  Stundvísum til ama.  Ţeir sem bölva óstundvísi mest og ákafast telja hana vera vondan löst.

  Nú hefur ţetta veriđ rannsakađ.  Niđurstađan er sú ađ óstundvísir séu farsćlli í lífinu og lifi lengur.  Ţeir eru bjartsýnni og afslappađri.  Eiga auđveldara međ ađ hugsa út fyrir boxiđ og sjá hlutina í stćrra samhengi.  Eru ćvintýragjarnari og eiga fleiri áhugamál.  5 mínútur til eđa frá skipta engu máli.  Ţeir ţurfa ekki langtímaplan til ađ bóka flug, hótelgistingu, rútu eđa lest.  Taka bara nćsta flug.  Ef ţađ er uppbókađ ţá hlýtur ađ vera laust sćti í ţarnćsta flugi.  Ekki máliđ.  Engin ástćđa til ađ "gúgla" veitingahús á vćntanlegum áfangastađ.  Ţví síđur ađ bóka borđ.  Eđlilegra er ađ skima ađeins í kringum sig kominn á stađinn.  Láta ókunnugt veitingahús koma sér á óvart.  Skyndibiti í nćstu sölulúgu kemur líka til greina.  Ţannig hlutir skipta litlu máli.  Peningar líka.  

  Önnur rannsókn hefur leitt í ljós ađ sölumenn sem skora hćst í bjartsýnimćlingu selja 88% meira en svartsýnir.  Samanburđur á A fólki (ákaft, óţolinmótt) og B fólki (afslappađ, skapandi hugsun, óstundvísi) sýnir ólíkt tímaskyn.  A fólk upplifir mínútu sem 58 sek.  B fólkiđ upplifir hana sem 77 sek.  A fólk er mun líklegra til ađ fá kransćđa- og hjartasjúkdóma.


Verđa Grćnlendingar sviptir sjálfrćđi?

  Stađan innan danska sambandsríkisins er misjöfn eftir löndum.  Fćreyingar eru á fullu viđ ađ skerpa á sjálfrćđi sínu.  Ţeir eru ađ semja nýja stjórnarskrá sem fjarlćgir ţá frá ţeirri dönsku.  Á sama tíma er rćtt um ađ svipta Grćnlendinga sjálfrćđi.  Umrćđan er brött, hávćr og eibhliđa.  Danski Flokkur fólksins talar fyrir ţessu sjónarmiđi.  

  Talsmađur flokksins segir viđ altinget.dk í morgun ađ Danir verđi ađ taka viđ stjórn á Grćnlandi á ný.  Reynslan sýni ađ Grćnlendingar ráđi ekki viđ verkefniđ.  Danir beri ábyrgđ á ástandinu og verđi ađ grípa í taumana.  Í gćr skrifađi fyrrverandi rektor grćnlenska Lćrđa-háskóla grein á sömu nótum.

  Ekki nóg međ ţađ.  Í grein í danska dagblađinu Politiken heldur sagnfrćđingurinn Thorkild Kjćrgaard sömu skođun á lofti.

  Mig grunar ađ ţessi áhugi Dana á ađ taka á ný viđ öllum stjórnartaumum á Grćnlandi tengist verđmćtum málmum sem hafa veriđ ađ finnast ţar ađ undanförnu.

 

wmftcs     

  


Grófasta lygin

  Ég laug ekki beinlínis heldur sagđi ekki allan sannleikann.  Eitthvađ á ţessa leiđ orđađi ţingmađur ţađ er hann reyndi ađ ljúga sig út úr áburđi um ađ hafa stoliđ ţakdúki, kantsteinum, fánum, kúlupenna og ýmsu öđru smálegu.  Í ađdraganda kosninga sćkir margur í ţetta fariđ.  Kannski ekki ađ stela kantsteinum heldur ađ segja ekki allan sannleikann.  Viđ erum vitni ađ ţví ítrekađ ţessa dagana.

  Grófasta lygin kemur úr annarri átt.  Nefnilega Kópavogi.  Í Hjallabrekku hefur löngum veriđ rekin matvöruverslun.  Í glugga verslunarinnar blasir viđ merkingin "10-11 alltaf opin".  Hiđ rétta er ađ búđin hefur veriđ harđlćst undanfarna daga.  Ţegar rýnt er inn um glugga - framhjá merkingunni "10-11 alltaf opin" - blasa viđ galtómar hillur.

 

   


Letingi? Ţađ er pabba ađ kenna

  Börn eru samsett úr erfđaefni foreldranna.  Sumir eiginleikar erfast frá móđurćtt.  Ađrir frá föđurlegg.  Ţar fyrir utan móta foreldrar börnin í uppeldinu.  Ţađ vegur jafnvel ţyngra en erfđirnar.  Börn apa sumt eftir móđur.  Annađ eftir föđur.  Ţetta hefur veriđ rannasakađ.  Netsíđan Red Bull TV greinir frá niđurstöđunni:

  Heiđarleika og hreinskilni lćra börn af móđur.  Líka óöryggi, áhyggjur, gleymsku og fatasmekk.  

  Leti og óţolinmćđi lćra ţau af föđur.  Einnig árćđi, vonda mannasiđi, reiđiköst og áhuga á íţróttum og bókmenntum.   


99 ára klippir 92ja ára

  Frá ţví snemma á síđustu öld hefur Fćreyingurinn Poul Olsen klippt háriđ á vini sínum,  Andrew Thomsen.  Ţeir bregđa ekki út af vananum ţrátt fyrir ađ Poul sé 99 ára.  Enda engin ástćđa til.  Ţrátt fyrir háan aldur hefur hann ekki (ennţá) klippt í eyra á vini sínum.  Hinsvegar fór ég eitt sinn sem oftar í klippingu hjá ungum hárskera.  Sá var viđ skál.  Kannski ţess vegna náđi hann á furđulegan hátt ađ blóđga annađ augnlokiđ á mér.

  Poul og Andrew eru tengdir fjölskylduböndum.  Poul er föđurbróđir eiginkonu Andrews.  Poul er ekki hárskeri heldur smiđur.  Jafnframt er hann höfundur hnífsins sem er notađur viđ ađ slátra marsvínum.  

  Eins gott ađ Poul sé hrekklaus.  Öfugt viđ mig sem ungan mann.  Ţá lét afi minn mig ćtíđ klippa sig.  Ég lét hann safna skotti í hnakka.  Hann vissi aldrei af ţví.  En skottiđ vakti undrun margra.

hárskeri  


Óhugnanlegar hryllingssögur

 

  Ég var ađ lesa bókina "Martröđ međ myglusvepp".  Rosaleg lesning.  Höfundur er Skagfirđingurinn Steinn Kárason umhverfisfrćđingur, rekstrarhagfrćđingur, garđyrkjufrćđingur, tónlistarmađur, rithöfundur og sitthvađ fleira.

  Fyrri hluti bókarinnar inniheldur átta reynslusögur fórnarlamba myglusvepps.  Ţćr eru svo átakanlegar og sláandi ađ lesandinn er í "sjokki".  Myglusveppurinn er lúmskur.  Hann veldur hćgt og bítandi miklum skađa á líkama og sál.  Jafnvel til frambúđar.  Hann slátrar fjárhag fórnarlambsins.  Ţađ ţarf ađ farga húsgögnum, fatnađi og öđru sem sveppagró hafa borist í.  

  Eđlilega er lengsta og ítarlegasta reynslusagan saga höfundar.  Hinar sögurnar eru styttri endurómar.  En stađfesta og bćta viđ lýsingu Steins á hryllingnum.

  Í seinni hluti bókarinnar er skađvaldurinn skilgreindur betur.  Góđ ráđ gefin ásamt margvíslegum fróđleik.  

  Ég hvet alla sem hafa minnsta grun um myglusvepp á heimilinu til ađ lesa bókina "Martröđ um myglusvepp".  Líka hvern sem er.  Ţetta er hryllingssögubók á pari viđ glćpasögur Arnalds Indriđasonar og Yrsu. Margt kemur á óvart og vekur til umhugsunar.  Til ađ mynda ađ rafsegulbylgjur ţráđlausra tćkja hafi eflt og stökkbreytt sveppnum.

martröđ um myglusvepp 

    

  


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband