Fćrsluflokkur: Ferđalög

Dularfulla bílhvarfiđ

  Ţjófnađur á bíl er sjaldgćfur í Fćreyjum.  Samt eru bílar ţar iđulega ólćstir.  Jafnvel međ lykilinn í svissinum.  Ţess vegna vakti mikla athygli núna um helgina ţegar fćreyska lögreglan auglýsti eftir stolnum bíl.  Ţann eina sinnar tegundar í eyjunum,  glćsilegan Suzuki S-Cross.  

  Lögreglan og almenningur hjálpuđust ađ viđ leit ađ bílnum.  Gerđ var dauđaleit ađ honum.  Hún bar árangur.  Bíllinn fannst seint og síđar meir.  Hann var á bílasölu sem hann hafđi veriđ á í meira en viku.  Samkvćmt yfirlýsingu frá lögreglunni leiddi rannsókn í ljós ađ bílnum hafđi aldrei veriđ stoliđ.  Um yfirsjón var ađ rćđa.  

stolni bíllinn


Hversu hćttulegir eru "skutlarar"?

 

 

  Á Fésbókinni eru svokallađir "skutlarar" međ nokkrar síđur.  Sú vinsćlasta er međ tugi ţúsunda félaga.  "Skutlarar" eru einskonar leigubílstjórar á svörtum markađi.  Ţeir eru ekki međ leigubílstjóraleyfi.  Ţeir eru hver sem er;  reiđubúnir ađ skutla fólki eins og leigubílar.  Gefa sig út fyrir ađ vera ódýrari en leigubílar (af ţví ađ ţeir borga engin opinber gjöld né fyrir félagaskráningu á leigubílastöđ).

  Leigubílstjórar fara ófögrum orđum um "skutlara".  Halda ţví fram ađ ţeir séu dópsalar.  Séu meira ađ segja dópađir undir stýri.  Séu ekki međ ökuleyfi.  Séu ţar međ ótryggđir.  Vísađ er á raunverulegt dćmi um slíkt.  Séu dćmdir kynferđisbrotamenn.  Hafi međ í för handrukkara sem innheimti í raun mun hćrri upphćđ en venjulegir leigubílar.  

  Ég veit ekkert um "skutlara" umfram ţessa umrćđu.  Ćtli ţeir séu svona hćttulegir?  

tanngómur í goggi fugls


8 ára á rúntinum međ geit

  Landslag Nýja-Sjálands ku vera fagurt á ađ líta og um margt líkt íslensku landslagi.  Sömuleiđis ţykir mörgum gaman ađ skođa fjölbreytt úrval villtra dýra.  Fleira getur boriđ fyrir augu á Nýja-Sjálandi.  

  Mađur nokkur ók í sakleysi sínu eftir ţjóđvegi í Whitianga.  Á vegi hans varđ Ford Falcon bifreiđ.  Eitthvađ var ekki eins og ţađ átti ađ vera.  Viđ nánari skođun greindi hann ađ barnungur drengur sat undir stýri.  Ţrír jafnaldrar voru farţegar ásamt geit.

  Mađurinn gaf krakkanum merki um ađ stöđva bílinn.  Báđir óku út í kant og stoppuđu.  Hann upplýsti drenginn um ađ ţetta vćri óásćttanlegt.  Hann hefđi ekki aldur til ađ aka bíl.  Ţá brölti út um afturdyr fullorđinn mađur,  úfinn og einkennilegur.  Hann sagđi ţetta vera í góđu lagi.  Strákurinn hefđi gott af ţví ađ ćfa sig í ađ keyra bíl.  Eftir 10 ár gćti hann fengiđ vinnu viđ ađ aka bíl.  Ţá vćri eins gott ađ hafa ćft sig.  

  Ekki fylgir sögunni frekari framvinda.  Líkast til hefur náđst samkomulag um ađ kallinn tćki viđ akstrinum.

new-zealand-car-3-new-zealand-car-2new-zealand-car-4   


Írsk kjötsúpa

  Á borđstofuvegg gistiheimilis sem ég dvaldi á í Belfast hékk innrömmuđ uppskrift ađ írskri kjötsúpu.  Eđa kannski er nćr ađ kalla hana kjötkássu (stew).  Uppskriftin er fyrir sex manns.  Hún er skemmtilega einföld og auđveld:

600 ml vatn

600 ml Guinness-bjór

8 saxađir laukar

8 saxađar gulrćtur

8 niđursneiddar kartöflur

1 kg lambakjöt

Salt, pipar, steinselja og olía

  Lambakjötiđ er skoriđ í litla bita.  Ţeir eru brúnađir í olíu á pönnu.  Ţessu nćst er ţeim sturtađ ofan í pott ásamt rótargrćnmetinu og vökvanum.  Mallađ undir loki á lágum hita í 8 klukkutíma.  Boriđ fram í djúpum diskum.  Kryddinu og steinselju er stráđ yfir.  

  Međ uppskriftinni fylgja ekki leiđbeiningar um međlćti.  Mér ţykir líklegt ađ upplagt sé ađ sötra nokkra Guinness-bjóra á međan súpan mallar.  Einnig ađ lokinni máltíđ.  Ţađ skerpir á írsku stemmningunni.  Líka lög á borđ viđ "Dirty Old Town".       

Irish-stew

   


Bestu synir Belfast

  Frćgustu synir Belfast eru tónlistarmađurinn Van Morrison,  fótboltakall sem hét George Best og skip sem hét Titanic.  Í fyrra var Van ađlađur af Karli bretaprinsi,  sleginn til riddara fyrir ađ vera (eitt) helsta ađdráttarafl ferđamanna til Belfast.  Ćskuheimili hans er rćkilega merkt honum.  Ţađ er ekki til sýnis innandyra.  Íbúar ţess og nágrannar láta sér vel líka stöđugan straum ferđamanna ađ húsinu.  Ţykir gaman ađ svara spurningum ţeirra og ađstođa viđ ljósmyndatökur.  van-morrison-s-birthplace

  Einnig er bođiđ upp á 2ja tíma göngutúr um ćskuslóđir Vans.  Leiđin spannar hálfan fjórđa kílómetra.  Međ ţví ađ skanna međ snjallsíma uppgefna kóda á tilteknum stöđum má heyra Van syngja um áfangastađina.  

  Fyrir utan ađ bera Sir-titilinn er Van heiđursdoktor viđ Belfast háskólann - og reyndar líka heiđursdoktor viđ Ulster háskólann.

  Á ćskuárum mínum var George Best vinsćll boltakall.  Ég hef 0% áhuga á boltaleikjum.  Hann var hinsvegar fyrirferđamikill í slúđurfréttum ţess tíma.  Ađalega vegna drykkju ađ mig minnir, svo og hnittinna tilsvara.  Gamall og blankur sagđist hann hafa sóađ auđćfum sínum í áfengi og vćndiskonur.  Afgangurinn hafi fariđ í vitleysu.  George_Best_Belfast_City_Airport_signage

  Í Belfast heitir borgarflugvöllurinn George Best Belfast City Airport.  

  Frćgasta safniđ í Belfast er Titanic.  Einkennilegt í ađra röndina ađ Belfast-búar hćli sér af ţví ađ hafa smíđađ ţetta meingallađa skip sem sökk eins og steinn í jómfrúarferđinni.  Međ réttu ćttu ţeir ađ skammast sín fyrir hrákasmíđina.  Ekki síst eftir ađ gerđ var kvikmynd um ósköpin.  Hrćđilega ömurlega vćmin og drepleiđinleg mynd međ viđbjóđslegri músík.  

  Af ferđabćklingum ađ ráđa virđist Belfast ekki eiga neina frćga dóttir.  Ekki einu sinni tengdadóttir.        


Böđlast í Belfast

  Ég viđrađi mig í Belfast á Norđur-Írlandi yfir frjósemishátíđ vorsins,  páskana (kenndir viđ frjósemisgyđjuna Easter - eđa Eoster samkvćmt eldri stafsetningu).  Ástćđan fyrir áfangastađnum er sú ađ fyrir tveimur árum skrapp ég til Dublin í írska lýđveldinu.  Ţar kunni ég afskaplega vel viđ mig.  Heimamenn eru mjög félagslyndir,  glađlegir og rćđnir.  Ţegar ég settist inn á pöbb leiđ aldrei á löngu ţar til einhverjir settust hjá manni til ađ spjalla.  Allir kátir og hressir.  

  Guinness-bjórinn á Írlandi er sćlgćti.  Hann er ekkert góđur á Íslandi.  Bragđgćđin ráđast af ţví ađ hann verđur ađ vera splunkunýr og ferskur af krana.  

  Í Dublin var mér sagt ađ Belfast vćri afar ólík Dublin.  Ţađ vćri eins og sitthvort landiđ.  Fólkiđ ólíkt.  Sitthvor gjaldeyrinn (evra í Dublin, enskt pund í Belfast).  Sitthvor trúarbrögđin (kaţólikkar ráđandi í Dublin,  mótmćlendatrúar í Belfast og níđast á kaţólska minnihlutanum).  

  Fyrir tveimur áratugum eđa svo var Belfast hćttusvćđi.  Ferđamenn hćttu sér ekki ţangađ.  Trúfélögin drápu um 100 manns á ári,  slösuđu ennţá fleiri og sprengdu í leiđinni upp allskonar mannvirki og bíla.  Breski herinn fór hamförum,  dómsmorđ voru framin á fćribandi.  Bítillinn Paul McCartney kom lítillega inn á ţetta í laginu "Give Ireland back to the Irish".

  Ég skemmti mér mun betur í Dublin en í Belfast.  Inn í samanburđinn spilar ađ veitingastađir og verslanir voru meira og minna í lás yfir hátíđisdagana í Belfast.  Og ţó ađ einstakur matvörumarkađur vćri opinn ţá mátti hann ekki afgreiđa bjór - ţó ađ bjórinn vćri ađ glenna sig um búđina.

  Ég skrapp á pöbba í Belfast.  Ólíkt í Dublin héldu kúnnar sig út af fyrir sig.  Blönduđu ekki geđi viđ ađkomumenn.  Ég nefndi ţetta viđ tvćr gestkomandi Dublínar-dömur á gistiheimilinu mínu í Belfast.  Ţćr könnuđust vel viđ ţennan mun.  Tiltóku ađ auki ađ Dublín-búum ţyki sérlega gaman ađ spjalla viđ Íslendinga.  Ólíkt öđru fólki svari ţeir ekki spurningum međ jái eđa nei heldur međ ţví ađ segja stuttar sögur.  Sennilega eru ţađ ýkjur. Og ţó?

      


Wow til fyrirmyndar í vandrćđalegri stöđu

  Í gćrmorgun bloggađi ég á ţessum vettvangi um ferđalag frá Brixton á Englandi til Íslands.  Ég dró ekkert undan.  Ţađ gekk á ýmsu.  Ferđ sem átti ađ taka rösklega tvo klukkutíma teygđist upp í nćstum ţví sautján klukkutíma pakka.  

  Flug međ Wow átti ađ hefjast klukkan 10.45 fyrir tveimur dögum.  Brottför frestađist ítrekađ.  Um hádegisbil var farţegum tilkynnt ađ ţetta gengi ekki lengur.  Ţađ vćri óásćttanlegt ađ bíđa og hanga stöđugt á flugvellinum í Brixton.  Farţegum var bođiđ í glćsilegt hádegisverđarhlađborđ á Brixton hóteli.  Ţađ var alvöru veisla.  Á hlađborđinu var tekiđ tillit til grćnmetisjórtrara (vegan), fólks međ glúten-óţol og örvhentra.

  Í eftirrétt voru allskonar ljúffengar ostatertur og súkkulađiterta.  Fátt gerđist fram ađ kvöldmat.  Ţá var röđin komin ađ öđru og ennţá flottara hlađborđi.  Síđan fékk hver einstaklingur inneignarmiđa upp á 11 sterlingspund (1500 ísl. kr.) í flugstöđinni í Brixton.

  Eflaust var ţetta allt samkvćmt baktryggingum Wow.  Allt til fyrirmyndar.  Flugmađur Wow í Brixton olli vandrćđunum. Ćttingjar hans tóku hann úr umferđ.  Kannski vegna ölvunar hans.  Kannski vegna ölvunar ţeirra.  Kannski vegna alvarlegra vandamáls.  Sjálfsagt ađ sýna ţví skilning og umburđarlyndi.

  Ađrir starfsmenn Wow stóđu sig međ prýđi í hvívetna.  Allan tímann spruttu ţeir óvćnt upp undan borđum og út úr ósýnilegum skápum.  Stóđu skyndilega viđ hliđina á manni og upplýstu um stöđu mála hverju sinni.  Ţeir kölluđu ekki yfir hópinn heldur fóru eins og jó-jó á milli allra 200 farţega.  Gengu samviskusamlega úr skugga um ađ hver og einn vćri vel upplýstur um gang mála.  Til viđbótar vorum viđ mötuđ á sms-skilabođum og tölvupósti.

  Dćmi um vinnubrögđin:  Ţegar rútur mćttu á flugvöllinn til ađ ferja okkur yfir á Bristol-hótel ţá höfđu nokkrir farţegar - miđaldra karlar - fćrt sig frá biđskýli og aftur inn á flugstöđina.  Erindi ţeirra var ađ kaupa sér bjórglas (eđa kaffibolla) til ađ stytta stundir.  Ég spurđi rútubílstjóra hvort ađ ég ćtti ekki ađ skottast inn til ţeirra og láta vita ađ rúturnar vćru komnar.  "Nei," var svariđ.  "Far ţú inn í rútu.  Viđ sjáum um alla hina.  Viđ förum ekki fyrr en allir hafa skilađ sér.  Í versta falli látum viđ kalla eftir vanskilagemsum í hátalarakerfi flugstöđvarinnar."  

  Mínútu síđar sá ég bílstjórann koma út úr flugstöđinni međ kallana sem laumuđust í drykkina.

  Ég gef starfsfólki Wow hćstu einkunn fyrir ađdáunarverđa frammistöđu í óvćntri og erfiđri stöđu.  Ég ferđast árlega mörgum sinnum međ flugvél bćđi innan lands og utan.  Ófyrirsjáanleg vandamál koma af og til upp.  Stundum međ óţćgindum og aukakostnađi.  Á móti vegur ađ frávikin krydda tilveruna,  brjóta upp hversdaginn.  Eru ćvintýri út af fyrir sig.  Viđbrögđ starfsfólks flugfélaganna skipta miklu - mjög miklu - um ţađ hvernig mađur metur atburđarrásina í lok dags.  Í framangreindu máli skiluđu jákvćđ, fagleg og, já, fullkomin viđbrögđ starfsfólks Wow alsáttum farţega - ţrátt fyrir nćstum ţví sólarhringslanga röskun á flugi.            

    


Flugmađurinn mćtti ekki í vinnuna

  Í gćrmorgun átti flugvél Wow ađ fljúga međ um 200 farţega frá Bristol á Englandi til Íslands.  Nánar tiltekiđ var flugtak áćtlađ klukkan 10.45.  Ţegar leiđ ađ brottför birtust á flugferđaskjánum upplýsingar um seinkun.  Um hádegisbil var brottför frestađ til klukkan 23.00.  Áfram var brottför frestađ.  Ađ lokum tók vélin á loft um sextán klukkutímum á eftir upphaflegum brottfarartíma.  Hún lenti í Keflavík laust fyrir klukkan 05.00 núna í morgun.

  Töluverđur hluti farţega átti bókađ tengiflug (framhaldsflug) í gćr.  Líkast til verđur einhver vandrćđagangur viđ ađ gera gott úr ţví.  Líka varđandi farţega sem ćtluđu ađ mćta sprćkir til vinnu eđa annarra erinda í gćrdag.

  Ástćđan fyrir ţessari svakalegu seinkun var sú ađ flugmađurinn mćtti ekki til vinnu sinnar.  Sama hvađ tautađi og raulađi.  Honum var ekki haggađ.  Ţađ voru einhver meiriháttar vandrćđi í fjölskyldu hans.  Ćttingjarnir hleyptu honum ekki úr húsi.  Nákvćmari skýringu á vandamálinu tókst mér ekki ađ draga upp úr flugfreyjunum.  Lagđi ég mig ţó fram um ţađ.  Ţarna er einhver fjölskylduharmleikur.

  Ţađ er ekki hvađ gutta sem er hleypt í flugstjórnarklefa á svona ţotu.  Niđurstađan varđ sú ađ sćkja ţurfti annan flugmann alla leiđ til Íslands.  

  Margir ţekkja til íslenskra flugmanna Wow.  Til ađ girđa fyrir óţarfar áhyggjur ţeirra er rétt og skylt ađ upplýsa ađ sá sem skilađi sér ekki í vinnuna er ekki Íslendingur.  Ţađ er enginn rasismi ađ nefna ţađ.  

   


mbl.is Flugmiđinn aldrei ódýrari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađgát skal höfđ

  Á morgun spillist fćrđ og skyggni.  Hlýindakafla síđastliđinna daga er ţar međ ađ baki.  Viđ tekur fljúgandi hálka, él, hvassviđri og allskonar.  Einkum á vestari hluta landsins.  Ţar međ töldu höfuđborgarsvćđinu.  Ţá er betra ađ leggja bílnum.  Eđa fara afar varlega í umferđinni.  Annars endar ökuferđin svona:

klaufaakstur aklaufaakstur bklaufaakstur cklaufaakstur dklaufaakstur e   


mbl.is Snjór og hálka taka viđ af hlýindum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hneyksli ársins

  Á dögunum fór allt á hliđina í Fćreyjum.  Samfélagsmiđlarnir loguđu:  Fésbók,  bloggsíđur og athugasemdakerfi netmiđla fylltust af fordćmingum og undrun á ósvífni sem á sér enga hliđstćđu í Fćreyjum.  Umfjöllun um hneyksliđ var forsíđufrétt, uppsláttur í eina dagblađi Fćreyja,  Sósíalnum.  Opnugrein gerđi hneykslinu skil í vandađri fréttaskýringu.

  Grandvar mađur sem má ekki vamm sitt vita,  Gunnar Hjelm,  lagđi í stćđi fyrir fatlađa.  Hann er ófatlađur.  Hann vinnur á sjúkraflutningabíl og hefur hreina sakaskrá.

  Hann brá sér í bíó. Ađ ţví loknu lagđi hann bíl í svartamyrkri og snjóföl í bílastćđi.  Hann varđ ţess ekki var ađ á malbikinu var stćđiđ merkt fötluđum.  Ljósmynd af bíl hans í stćđinu komst í umferđ á samfélagsmiđlum.  Ţetta var nýtt og óvćnt.  Annađ eins brot hefur aldrei áđur komiđ upp í Fćreyjum.  Viđbrögđin voru eftir ţví.  Svona gera Fćreyingar ekki.  Aldrei.  Og mega aldrei gera.

  Gunnari Hjelm var eđlilega illa brugđiđ. Fyrir ţađ fyrsta ađ uppgötva ađ stćđiđ vćri ćtlađ fötluđum.  Í öđru lagi vegna heiftarlegra viđbragđa almennings.  Hann var hrakyrtur,  borinn út,  hćddur og smánađur.  Hann er eđlilega miđur sín.  Sem og allir hans ćttingjar og vinir.  Skömmin nćr yfir stórfjölskylduna til fjórđa ćttliđar.

  Svona óskammfeilinn glćpur verđur ekki aftur framinn í Fćreyjum nćstu ár.  Svo mikiđ er víst.  

i_stae_i_fyrir_fatla_ailla lagt viđ gleraugnabúđ 

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband