Frétt vikunnar

  Nýverið tók hver stórmarkaðurinn á fætur öðrum upp á því að hækka verð á innkaupapokum úr 15 krónum í 20.  Í Morgunblaðinu var þetta afgreitt sem stórfrétt.  Enda um verulega mikla verðhækkun að ræða í % talið.  Það er góð fréttamennska að "fókusera" frá hinu almenna yfir á tiltekið dæmi.  Vond fréttamennska er þegar sagt er frá því að 13 íssalar í Reykjavík hafi orðið uppvísir af því að selja óhreinan (gerlamengaðan) ís án þess að fram komi neitt um það hvaða íssalar eru sekir og hverjir saklausir..

  Í Morgunblaðinu var fréttin af verðhækkun á innkaupapokum "fókuseruð" á þá staðreynd að í Bónus var verðið hækkað úr 15 kr.  í 20 á meðan innkaupapokinn kostaði ennþá 15 kr. í Krónunni.  Þessu var slegið upp í fyrirsögn og endurtekið í sjálfri fréttinni.  Eigandi Krónunnar,  Kaupás,  er aðal auglýsandinn í Morgunblaðinu.  Það er skemmtileg tilviljun. 
  Af þessu spannst mikil og fróðleg umræða.  Í umræðunni upplýstist að eigandi Bónus, 10-11 og Hagkaups er með innkaupapoka framleidda í útlöndum.  Kaupás er hinsvegar með rammíslenska og þjóðlega innkaupapoka í Krónunni,  11-11,  Nóatúni og Kjarvali.
.
  Það var dagaspursmál hvenær Kaupás myndi hækka verð á sínum innkaupapokum úr 15 kr. í 20.  Nú hefur það gerst.  Þetta er stórfrétt vikunnar.  Alveg eins og þegar verðið á innkaupapokum Bónus hækkaði í verði. 
  Frétt um verðhækkun hjá Kaupási á meira erindi til lesenda Morgunblaðsins en sama verðhækkun hjá matvöruverslun sem auglýsir lítið sem ekkert í Morgunblaðinu.  Samt hef ég ekki fundið fréttina um þetta í Morgunblaðinu.  Það er allt í lagi.  Ég tek bara að mér að slá upp fréttinni í staðinn.  Og tel það ekki eftir mér.
.
.plastpokiplastpoki
bag1
.

mbl.is Fjármálakreppa yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Þetta þykja mér fréttir Jens! ´Mér leikur forvitni á að vita hvort þú haldir að þetta verði tilefni til einhverskonar stríðs? Heldurðu kannski að það sé verið að fremja landráð þarna?Hvort heldurðu að það sé helv.... kommadruslunnar eða Íhaldsarðræningjarnir að verki? Þessu verður að velta upp!

Rannveig H, 15.1.2010 kl. 16:28

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er spurning hvort að við setjum ekki forsetann í málið.

Sigurjón Þórðarson, 15.1.2010 kl. 19:26

3 Smámynd: Jens Guð

  Rannveig,  það er eitthvað þarna í gangi.  Ég átta mig bara ekki hvað það er.

Jens Guð, 15.1.2010 kl. 22:28

4 Smámynd: Hannes

þó að 20kr sé ekki mikið þá er þetta ótrúlega fljótt að safnast saman þegar þetta er reiknað á mánaðar eða ársgrundvelli.

Hannes, 15.1.2010 kl. 22:29

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurjón,  ég væri búinn að því ef hann væri ekki upptekinn við að týna Dorrit úti í Indlandi þessa dagana.

Jens Guð, 15.1.2010 kl. 22:29

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er líka mikil hækkun á einu bretti,  33,3333...%.  En hugsanlega hefur framleiðslukostnaður pokanna hækkað svona.  Er ekki um 10% verðbólga og erlendir gjaldmiðlar hækka hver í kapp við annan? 

Jens Guð, 15.1.2010 kl. 22:36

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Reyndar er þetta bráðgottt dæmi til viðmiðunar í mörgu efni.

1 poki á dag= 150 kr. á mán. Og x 12 = 1800 kr.á ári.

2 pokar á dag = 3600 kr á ári. Það lekur í lóðið!

Hvað þarf svo marga vöruflokka með sömu hækkun til að jafna vextina á IceSave samningnum?

Árni Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 22:47

8 Smámynd: Rannveig H

Mér finnst ábyrgð Össurar vera mikil í málum Dorritar þó hann vilji ekki vera töskuberi forseta þá hefði hann getað orðið pokaberi Dorritar, þegar vitað er að forsetaritari er heldur þungur á sér til að skottast á eftir frúnni. Plastpokar eru ódýrir í Indlandi svo það tók tíman sinn að fylla þá alla.

Rannveig H, 15.1.2010 kl. 22:49

9 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  þetta er fljótt að vinda upp á sig.

Jens Guð, 15.1.2010 kl. 23:23

10 Smámynd: Jens Guð

  Rannveig,  þetta er hárrétt hjá þér.  Það er í raun Össuri að kenna að Dorrit er að týnast þarna á Indlandi.

Jens Guð, 15.1.2010 kl. 23:29

11 identicon

Reyndar er þetta comment flott. Ég er búsett í Asíu og þar er búið að leggja hálfgert bann við ´bónuspokum´. Þegar ég fer út að versla þá tek ég með mér innkaupapokana mína. Borga ekkert fyrir plastpokana, enda engin þörf á.

Mætti alveg fara að benda fólki hér á að hætta að nota/kaupa plastið og bara nota margnota poka sem kosta lítð og spara fé. Má svo alveg spá í hvert peningar fara í svokallaða pokasjóði?

lara (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:44

12 Smámynd: Jens Guð

  Lara,  ég er sammála þér.  Það er fáránlegt að sjá hvað Íslendingar bruðla rosalega með plastpoka í stað þess að brúka margnota poka. 

Jens Guð, 16.1.2010 kl. 01:36

13 Smámynd: Hannes

Það marg borgar sig að kaupa margnotapoka. Það er hægt að kaupa fína ruslapoka sem kosta 4kr stykkið. Það tekur ekki nema 2-3vikur að borga sig fyrir einstakling að kaupa margnota taupkoka.

Hannes, 16.1.2010 kl. 01:41

14 identicon

33% haekkun og Dabbinn heldur kjafti? 

  

Thad er rétt Hannes....bara bull og vitleysa ad kaupa thessa poka á 20 kall.

Ég set vörurnar í innkaupavagninn og set svo vörurnar í hjólatöskur sem ég hef í skottinu á bílnum.  Eda tek med mér hjólatöskurnar og legg í innkaupavagninn thegar ég er á hjólinu.

Gjagg (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 02:16

15 identicon

Ég varð mér útum innkaupanet og kaupi ekki poka.Kaupin á netinu borguðu sig fljótt.Ég versla ekki í Bónus eða krónunni.Nettó og Fjarðarkaup eru mínar búðir.Ekki ódýrara en betra.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:48

16 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er rétt hjá þér.  Það er í undarlegt hvað sjaldgæft er að sjá viðskiptavini matvöruverslana vera með margnota poka.  Eins og það er lítið mál.  Hinsvegar er algengt að sjá fólk með margnota poka í nágrannalöndunum. 

Jens Guð, 16.1.2010 kl. 14:46

17 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  flott hjá þér.  Líka að þú skulir nota reiðhjól.  Það mættu fleiri gera.  Þar er einnig um mikinn fjárhagslegan sparnað að ræða í samanburði við endalausan snattakstur á bíl.

Jens Guð, 16.1.2010 kl. 14:49

18 Smámynd: Jens Guð

  Birna Dís,  forsendur þess að lágvöruverslanir á borð við Bónus og Krónuna þrífist er að þær fái aðhald og samkeppni frá Nettó og Fjarðarkaupum.  Þess vegna er gott að fólk versli í þeim búðum.  Líka vegna þess að þær eru ekki í eigu óreiðumanna.

Jens Guð, 16.1.2010 kl. 14:55

19 identicon

Birna Dís:

"Ég er líka að fara að segja mig frá allri pólitík.Hætti að vera í flokk enda rekst ég illa er ekki svo mikið hópdýr"

Gott hjá thér Birna Dís.  Alltaf mjög ánaegjulegt thegar einhver haettir í Sjálfstaedisflokknum.  Leidinlegt ad vita til thess ad flestir sem kjósa thennan spillta flokk sérhagsmuna eru óafvitandi ad kjósa gegn sínum hagsmunum.

Gjagg (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:57

20 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  hvar fannstu að Birna Dís væri búin að stimpla sig úr Sjálfstæðisflokknum?

Jens Guð, 16.1.2010 kl. 23:28

21 identicon

Birna Dís skrifar á MBL blogginu:  Ég hef áhuga á mörgu. Ég er sjálfstæðiskona

Seinna skrifar hún: "Ég er líka að fara að segja mig frá allri pólitík.Hætti að vera í flokk enda rekst ég illa er ekki svo mikið hópdýr"

Virkilega ánaegjulegt.

Gjagg (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 06:53

22 Smámynd: Hannes

Gjagg. Margnonta pokinn sem ég nota tekur álíka mikið og 2 plast innkaupapokar og kostar ekki nema 199kr. fyrir mig er sparnaðurinn yfir 3000kr á ári.

Hannes, 17.1.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband