Gefið embættismönnunum nafn og andlit

  Umfjöllun um þá sem eru að fara illa út úr samskiptum við banka,  fjármögnunarfyrirtæki,  ríki og borg einkennist af þvi að talað er um þessi fyrirbæri eins og andlitslaus embætti.  Fólk kvartar undan bönkum,  fjármögnunarfyrirtækjum,  Íbúðalánasjóði,  ríkisvaldi og embættum sveitarfélaga.  Það er eins og þessi fyrirbæri séu sjálfstæðar andlitslausar stofnanir.  Sú er hinsvegar ekki raunin.  Þarna eru einstaklingar að verki.  Jú,  vissulega fulltrúar sinna embætta.

  Gefum þessum fulltrúum nafn.  Látum þá standa fyrir sínum embættisverkum undir nafni.  Rétt eins og fórnarlömb embættisfærslna þeirra.  Ekki leyfa þeim að fela sig á bak við stofnunina sem þeir vinna hjá.  Þetta eru einstaklingar sem eiga að standa skil á sínum embættisfærslum.  Undir nafni.


mbl.is Ætla að stöðva útburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hvernig væri þá að byrja á bönkunum og þeim sem þar vinna!

Síðan að taka á stjórnsýslunni og þeim sem þar vinna !

Hvernig væri að skoða íbúðarlánasjóð ?

Það má líka taka lögfræðingana sem leika oft stór hlutverk !

Þeir eru ekki bara að vinna sína vinnu, þeir eru oft aðalgerendur í mörgum málum !

JR (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 22:55

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla að zamzinna þezzu undir nafni & kennitölu, enda væri annað dáldið zúrt réttlæti.

Steingrímur Helgason, 2.11.2010 kl. 23:06

3 Smámynd: Kári Friðriksson

Það er gott að fá myndir af þessu fólki.Auðveldara að refsa því fólki sem maður þekkir í sjón.Líka að vara sig á því.Hverjir ollu hruninu?Þeir sem stjórnuðu bönkunum.Myndir.Hverjir seldu bankana,hverjir bera ábyrgð á "frjálshyggunni" þar sem allt á að fara í "einkaframtakið".       Þar sem græðgi og eigingirni eiga að tryggja að allt verði "vel rekið" Sjálfstæðisflokkurinn!!! Hver er hugmyndamógúllinn? Hannes Hólmsteinn.Mynd: Davíð vinur hans var formaður flokksins sem ber ábyrgða á hruninu.Mynd. Þá er hægt að SPARKA Í RASSINN Á ÞEIM eða hreinlega BERJA þá í klessu.Einnig alla sem voru framarlega í þessu öllu.Myndir.  RAUÐ MÁLNING á hús er ekki nóg.Þeir sem missa ALLT sitt vegna þessa vilja blóð og barsmíðar....

Kári Friðriksson, 2.11.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Jens Guð

  JR,  hættum að tala um að Íbúðarlánasjóður,  bankarnir og allskonar andlitslaus fyrirbæri séu að beita fólk ofríki.  Látum embættismenn þessara stofnana standa fyrir gerðum sínum undir nafni.

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 23:17

5 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur:  Nafn,  kennitölu,  ljósmynd...

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 23:18

6 Smámynd: Jens Guð

  Kári,  byrjum á nöfnum embættismannanna.  Þeir geta ekkert skýlt sér á bak við hverjir ollu bankahruninu.  Það er annað dæmi. 

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 23:21

7 Smámynd: Kári Friðriksson

Ég fylgist oft með hvað þú hefur að segja.Haltu áfram að verða "varðhundur fólksins" ekki valdsins,takk og góða nótt. (Ég búinn að rífa kjaft út í óperuna,en það er annað mál.)Kári F.

Kári Friðriksson, 2.11.2010 kl. 23:37

8 identicon

Þið eruð allir snarruglaðir!

Hvað með íslenskan almenning sem mætti á miðnæturopnun í Kringlunni þann 30. september og sló þar öll sölumet? Athugið að daginn eftir, já DAGINN EFTIR, þann 1. október, hópaðist almenningur niður á Austurvöll og mótmælti bágum kjörum landsmanna!

Eigum við ekki bara að fá myndir af almenningi líka og berja bara alla í klessu?

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 23:43

9 Smámynd: Jens Guð

  Kári,  hvað varstu að rífa kjaft út í óperuna?

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 23:45

10 Smámynd: Jens Guð

  Atli,  var það sama fólkið sem tróðst á miðnæturopnu Kringlunnar og barði tunnur daginn eftir?  Þúsundir hafa grætt á bankahruninu.  Aðrar þúsundir hafa farið illa út úr bankahruninu.  Einhverjir í báðum hópum eru snarruglaðir.  Líka sumir sem standa utan við þessa hópa.  Af hverju viltu berja einhvern í klessu?  Hver er ávinningur þinn af því?

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 23:48

11 identicon

frábær færsla þetta er einmitt málið þeir skýla ser bakvið eh stofnanir...og má fólk ekki fara á eh miðnæturopnun (veit reyndar ekki hvað) þó það vilji réttlæti ef ég er að missa húsið mitt má ég ekki reyna að gleðjast með því að fara á listasýnuingu,bíó útsölur?? hvaða bull er nú þetta þetta er sama bullið eins og þegar var kennt þeim um hrunið sem keyptu flatskjái!!

sæunn (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 00:13

12 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  Björgúlfur gamli reyndi einmitt að gera alla þjóðina samseka um bankahrunið með því að vísa til þess að ALLIR  hafi tekið þátt í ruglinu með því að kaupa sér flatskjá.  Aðrir hentu þetta á lofti og hafa hamrað á því síðan. 

  Það vantar inn í myndina að það eru einfaldlega ekki seld öðru vísi sjónvörp síðustu ár en flatskjár.   

Jens Guð, 3.11.2010 kl. 09:53

13 identicon

Ég vil taka thad fram ad ég maeli ekki med ofbeldi.

En ef menn aetla sér ad berja einhvern eda einhverja í klessu thá vil ég bara benda mönnum á ad annadhvort gera thad almennilega....eda sleppa thví alveg.

Thegar menn byrja ad berja á mönnum verda their nefnilega ad hafa í huga ad afmannadur, fámennur og sligadur heilsugeirinn má ekki vid meiru álagi.  

Sem sagt..ganga alla leid eda sleppa thví.

  • Go to fullsize image
    View Image

Gjagg (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 18:32

14 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  takk fyrir að benda á að sligaður heilsugeirinn má ekki við meira álagi.

Jens Guð, 3.11.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband