Af hverju er svona erfitt að telja fólk?

mótmælaspjaldÓli nazi 

  Það er skrítið hvað sjónarvottar á sama stað telja sig vera stadda í mis fjölmennum hópi.  Þannig munar töluverðu á tölum sem gefnar hafa verið upp á fjölmenni á Austurvelli í morgun.  Það hafa sést og heyrst tölur frá 1700 manns og upp í 12 þúsund.  Þar á milli hafa verið nefndar tölurnar 2000, 3000 og 8000. 

  Af hverju er svona erfitt kasta tölu á hópinn?  Það er mikill munur á 2000 og 8000 manns.  Ein skýringin á misháum tölum getur verið sú að margir í hópnum hreyfa sig á meðan verið er að telja.  Það er auðveldara að telja fólk ef fólk væri til í að standa kyrrt á meðan verið er að telja.  Önnur skýring getur verið sú að sumir sjá huldufólk án þess að greina það frá mannfólki.  Þriðja skýringin getur verið sú að sumir eru litblindir; sjá ekki suma liti.  Það fólk sér kannski ekki fólk í gráum eða svörtum fötum.  Og hlustar ekki á Í svörtum fötum.


mbl.is Eggjum kastað í þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens, þetta er rétt hjá.  Ég var að hlusta á útvarpið í morgun þegar þetta byrjaði allt saman , þá sagði útvarpsmaðurinn hafa það eftir lögreglu að um 1000 manns væri á svæðinu !

Næst heyri ég það í fréttum að 2000 til 3000 manns séu að mótmæla !  Þar er sagt frá því að verið sé að sýna í sjónvarpi frá þessu.  Í sjónvarpinu er sagt að 3000 til 5000 manns séu á svæðinu !

Allt haft eftir lögreglu !

Er löggan bara að telja í launaumslaginu ?

JR (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 19:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

´það voru svona margir :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2011 kl. 20:21

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega hafa bara verið 300 manns á Austurvelli, en svo órólegir að jafnvel áreiðanlegustu teljararnir hafi tífaldað höfðatöluna...

Kolbrún Hilmars, 1.10.2011 kl. 20:52

4 Smámynd: Jens Guð

  JR,  ég flakkaði einmitt á milli útvarpsstöðva og fletti upp á netmiðlum.  Það var hvergi gefin upp sama talan.  Sama var með þá sem skrifuðu á fésbók og blogguðu.  Allstaðar sitt hver talan.  Og munaði miklu.

Jens Guð, 1.10.2011 kl. 21:18

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  þarna er þetta komið.  Takk fyrir það.

Jens Guð, 1.10.2011 kl. 21:19

6 Smámynd: Jens Guð

  Kolbrún,  það er einn möguleikinn.

Jens Guð, 1.10.2011 kl. 21:20

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég get sagt ykkur nákvæmlega hversu þéttskipað var á Austurvelli í dag. Þegar mest var stóð þar maður við mann, öxl í öxl.

Þið megið svo draga ykkar eigin ályktanir um tölur út frá því.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 05:20

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  og hvaða tala kemur út úr því?  2000?  3000?

Jens Guð, 2.10.2011 kl. 13:30

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2011 kl. 13:31

10 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  einmitt

Jens Guð, 2.10.2011 kl. 13:51

11 identicon

Getur verið að sumir hverjir sem hafa verið settir í að telja hafi verið dvergvaxnir og þess vegna einungis náð að telja þá sem voru í 10 metra radíus?

Jóhann Kristjánson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 20:46

12 identicon

Vel má vera að menn hafi staðið öxl í öxl.  En þrátt fyrir það þakti hópurinn ekki nema hluta Austurvallar og var norðurparturinn nánast auður; fólkið stóð allt á suðurhlutanum og upp að vestan.  Þetta mátti glöggt sjá á fréttamyndum í sjónvarpinu en það birti mynd tekna ofan af Hótel Borg.  Hins vegar er auðvitað að sá sem er inni í skóginum sér hann ekki fyrir trjánum.  Talan 2000 er trúverðug.

Tobbi (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:54

13 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann,  það er einn möguleikinn.  Þú hefðir séð vel yfir hópinn.

Jens Guð, 2.10.2011 kl. 22:48

14 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  af fréttamyndum að dæma þykir mér talan geta verið á bilinu 2000 - 3000.

Jens Guð, 2.10.2011 kl. 22:52

15 identicon

Ástæðan er mjög einföld og augljós. Heilaþvottur. Fjölmiðlalög þessa mæta manns sem stýrir þessari síðu hefðu getað bjargað þjóðinni frá hrunina, en þeim var hafnað. Lítil elíta á því nær alla fjölmiðlana. Og sá sem á þennan er ekki hlutlaus heldur. Sá sem lætur hvarfla að sér að Ingvi Hrafn á ÍNN eða Ísraelsvinurinn frægi á Omega séu eitthvað hlutdrægari í stjórnmálaskýringum sínum en RÚV (málpípa ríkisstjórnarinnar), visir.is (Baugur) og allir hinir billjón Baugsmiðlarnir hér og fleiri, hann er bæði mjög treggáfaður, leiðitamur og trúgjarn. Allir glöggskyggnir menn vita að hér er mikill og agressívur heilaþvottur í gangi og stórhluti þjóðarinnar er undir áhrifum hans og dansar sem heilalausar strengjabrúður, og það var sá dans sem gerði hrunið mögulegt. (Og man enginn eftir manninum sem var rekinn af stöð 2 fyrir að ætla að dirfast að gera þátt sem sagði sannleikan um bankana fyrir hrun?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!)

WAKE UP ZOMBIES! (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 10:41

16 identicon

Vil samt taka fram að forseti vor hefur meira en bætt fyrir að láta ákveðna aðila plata sig á sínum tíma, sem plötuðu vel flesta, og nánast enginn lét ekki gabbast. Hann er þjóðhetja og ólíkt nær öllum öðrum okkar ráðamönnum sem gert hafa mistök þá hefur hann bætt sín upp margfallt! Við yrðum skuldaþrælar í anda Haítí ef hans nyti ekki við. Þeir hefðu fundið leið til að láta bankana aldrei borga, en almenningi blæða, eins og alltaf er gert um allan heim, ef við hefðum ekki sagt NEI!...og þeir neyðst til að finna önnur ráð. Það er sannleikurinn. Konan hans er líka gersemi og hún var að meina það sem hún gerði þegar hún klifraði yfir girðinguna yfir til okkar. Ólafur gerði í raun svipaðan hlut þegar hann stóð með okkur gegn Icesave, sem meirihlutinn í ríkisstjórn var með í að reyna að heilaþvo okkur að taka á okkur ásamt fjölmiðlunum sem við vitum hverjir stjórna. Það voru landráð og ekkert annað, en sér til málsbóta þá hefur hún Jóhanna það að hún er bæði illa menntuð (og ég segi það ekki af menntahroka, heldur er ég að tala um illa lesin, illa að sér og óupplýst, en ekki að agnúast út í hún hafi ekki lokið einhverjum prófum sem bæta hvort sem er ekki slíkt upp) og svo er hún bara illa gefin, sem gerir engan að verri manni, og þjáist af persónuleikaröskunum sem gera hana einstaklega leiðitama og gera það að verkum hún lætur mjög auðveldlega að stjórn og það er auðvelt að fá hana með skjalli og hóli til að gera hvað sem maður vill. Þannig manneskja er ekkert endilega vond, en hún á aldrei að vera forsætisráðherra.

WAKE UP ZOMBIES! (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 10:48

17 identicon

Ekki missa móðinn elsku þjóð. Guð MUN blessa Ísland!
Það er ekki öllu lokið!

WAKE UP ZOMBIES! (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 10:49

18 Smámynd: Jens Guð

  Wake Up Zombies!,  ég man ekki eftir þessum fréttamanni sem var rekinn af Stöð 2 fyrir að gera þátt um bankana fyrir hrun.  En það er ekkert að marka með mig.  Pólitískt minni minn nær stutt aftur.

Jens Guð, 3.10.2011 kl. 11:24

19 identicon

WUZ er væntanlega að tala um endalok Kompáss!

Karl J. (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 13:43

20 Smámynd: Jens Guð

  Karl,  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 12.10.2011 kl. 22:35

21 identicon

Til að telja mannfjölda skiptir maður svæðinu sem fólkið er á í mörg jafnstór hólf. Síðan finnur maður meðalfjöldann í hólfunum, svo margfaldar maður meðalfjölda hólfanna með fjölda hólfa.

Óli (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 21:04

22 Smámynd: Jens Guð

  Óli,  takk fyrir þennan fróðleiksmola.  Þetta er klárlega aðferðin.

Jens Guð, 15.10.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.