Styðjum Gurrí! Allir saman nú!

  Guðríður Haraldsdóttir heitir kona.  Búsett á Akranesi en tekur daglega strætó til Reykjavíkur.  Hún vinnur hjá Birtingi Hreins Loftssonar.  Stundum er hún ritstjóri Vikunnar.  Stundum er hún aðstoðar ritstjóri Vikunnar.  Hún hefur í áraraðir skemmt okkur bloggverjum með bráðskemmtilegum bloggfærslum.  Ég hef aldrei hitt hana persónulega en skilgreini hana sem vinkonu eftir langvarandi samskipti í bloggheimi og á Fésbók.  Þar fyrir utan er hún frænka Halldórs Högurðar.  Það telur.  Það telur drjúgt.
   
  Í fyrra var hún sem oftar ritstjóri Vikunnar.  Þar birtist viðtal við ömmu barnungrar stúlku.  Amman gerði athugasemdir við hlutskipti ömmustelpunnar.  Pabbi stelpunnar kærði ummæli ömmunnar.  Gurrí var dæmd fyrir þau ummæli,  sem ritstjóri Vikunnar.
  Heildarkostnaður Gurríar vegna þessa dóms er 2,3 milljónir.  Það getur hver sem er mátað við sinn vasapening að svona upphæð er ekki tekin úr sparibauk heimilisins.  Hún hefur því leitað á náðir viðskiptabanka síns í formi yfirdráttar.  Það kostar sitt þegar upp er staðið. 
 
  Yfirvöld hafa staðfest að ummæli ömmunar voru sannleika samkvæmt.  Barnið sem um ræðir hefur verið fjarlægt af heimili föðurins.  Hann sviptur forræði.  Barnið býr nú við gott atlæti hjá fósturforeldrum,  afa þess og ömmu.  Barnið er hamingjusamt í faðmi afa og ömmu.  Barátta ömmunnar fyrir velferð barnsins skilaði árangri.  Það skiptir mestu máli. 
 
  Það grátlega við dæmið er að uppistaðan af útgjöldum Gurríar vegna málsins rennur í vasa lögfræðinga sem komu að málinu.
  Gurrí berst í "bönkum" við að halda íbúð sem hún á skuldsetta á Akranesi.  Þess vegna ákalla ég ykkur að hlaupa undir bagga.  Styðjum Gurrí í verki.  Það skiptir ekki öllu máli hvort þið setjið inn á söfnunarreikning hennar 10 þúsund kall,  5000 kall,  1000 kall eða 500 kall.  Það sem vegur þyngst er að sem flestir leggi söfnunni lið.  Þúsund 500 kallar gera hálfa milljón.

Söfnunarreikningurinn er:  0186-05-00090
kt 120858-3199
  Vinsamlegast deilið þessu sem víðast.
.
70680_1532286871_3135221_n

mbl.is Félag Hannesar gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jens; æfinlega !

Man Guðríði jafnöldru mína; sem einhverja hina ötulustu, hér á Mbl. vefnum, unz Sunn- Mýlingurinn, Davíð Oddsson settist í ritstjóra stól að Hádegis móum, í óþökk okkar flestra; síðuhafanna, hér á vef.

Síðan; hefi ég litlar spurnir haft af Guðríði, því miður, en fúslega skal ég láta nokkrar krónur til hennar renna, þó lítt sé fjármuna, í mínum ranni, svo sem.

Samskipti; okkar Skipaskaga stúlku, voru alla tíð, með hinum mestu ágætum, og þykist ég vita, að ég sé fjarri því einn; allmargra, að sakna hressileika hennar, sem uppörvunar, hér áður fyrr.

Hvar; ég foragta Fésis bókar umhverfið, hafa leiðir skilið, við margt þess mæta fólks, sem þar iðkar skrif sín, fremur en á spjall (blog) miðlum, en þar ræður sérvizka mín ein vitaskuld, Jens minn.

Hafðu beztu þakkir; fyrir þitt frumkvæði, í þessu máli, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 00:07

2 Smámynd: Jens Guð

  Óskar minn,  bestu þakkir fyrir þessi orð.  Doddsson olli vissulega hruni sem nú kallast "svokallað hrun" eða vægt "bankafall".  Hjá mér fær hann þó plús í kladda fyrir að hafa í forystugrein í malgagni LÍÚ (rekið með rosalegum hallareksri en bakkað upp með fjárframlögum kvótagreifa) eftir afskriftir upp á 4 milljarða talið mitt blogg í flokk með örfáum marktækum bloggum.  Þar fyrir utan kann ég vel við lipurlegan menntaskólaskrifstíl hans.  Kaldhæðni (íróníu) og oft töluvert fyndinn.  Hann er húmoristi,  kallinn.

Jens Guð, 20.1.2012 kl. 00:20

3 identicon

Ég hélt að hún ynni hjá Birtíngi – útgáfufélagi.

En ég segi það sama og Jens, þekki hana ekki persónulega en hún var alltaf mitt uppáhald á Aðalstöðinni hér á dögunum og ég hef heyrt frá fólki sem þekkir hana að hún sé hreint frábær! Það er búið að koma henni í ósanngjarna stöðu og það er réttlætismál að veita henni aðstoð.

Gunnar Kr (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 01:52

4 identicon

Það hefði verið vitinu meira fyrir þetta þing að taka góðan vinnudag í að lagfæra þessi furðulegu lög um ærumeiðingar heldur enn að taka þennan algjörlega óþarfa snúning í Geirs og Landsdómsmáli. Heill dagur hjá kanski 70 manns fer þarna til ónýtis.  Þingmennirnir að væla hver upp í annan í stað þess að gera þjóðfélaginu gagn!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 07:54

5 identicon

Er ekki nær að amman og afinn sem áttu ummælin sem dæmt var fyrir og eru nú með forræði barnsins skammi sín og greiði þetta í stað almennings?

Ekki það að ég hef ekkert á móti söfnuninni sem slíkri en finnst hún fara fram á öfugum enda, þ.e.a.s. að það eigi að hafa samband eiganda ummælanna og bjóða henni að borga í stað almennings.

Nonni (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 10:58

6 identicon

Sammála þessari færslu og athugasemdunum hér.

Vinur minn sem er blaðamaður sýndi mér bréf sem stúlkan sem nú býr hjá ömmu sinni og afa erlendis, sendi á nokkra fjölmiðla eftir að dómur féll í þessu máli og fjallað var um dóminn.

Þar kom fram að allt það sem stóð í Vikunni var satt og stúlkan baðst afsökunar á því sem gert var fyrir hennar hönd. Þar kom einnig fram að það sem sagt var fyrir hæstarétti um að þetta mál hafi "tekið á hana" og að þetta hafi verið "slæmt fyrir hana því að hún væri á viðkvæmum aldri" og annað sem hefur án efa spilað stóran þátt í að dómurinn féll svona, var bara hreinlega ekki satt. Bara hrein ósannindi!

Og hún vildi engar miskabætur því að hún veit að amma hennar fór í þetta viðtal aðeins til að hjálpa henni og að amma hennar setti þetta ekki fram eða meinti þetta á neinn meiðandi hátt.

Samt sem áður þarf þáverandi ritstjóri vikunnar að borga stúlkunni miskabætur. Reyndar fær stúlkan ekkert hef ég heyrt, heldur fer þetta allt í lögfræðikostnað.

Mikið er ég feginn að hafa hætt við á siðustu stundu að fara í hagnýta fjölmiðlun í HÍ. Fyrst þetta eru þau skilyrði sem blaðamenn þurfa að vinna við hér á landi.

Sama er málið gegn blaðamanni DV á dögunum. Fréttamaður RÚV var sýknaður á dögunum sem er vissulega framför enda héldu rök lögmanns sækjanda engu vatni.

Ármann (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 12:17

7 identicon

Það eykur bjartsýni að lesa þennan pistil.

Eftir að vera nýbúin að lesa vægast sagt niðurdrepandi pistil hér á blogginu um það hvað mennskan í samfélögunum er komin í sorglega útrýmingarhættu.

Þetta er einmitt HRUNIÐ í raun og ver.Peningadæmið er líklega réttnefnt sem "HIÐ SVOKALLAÐA HRUN".Sem er bara toppurinn á ísjakanum.Hitt er miklu alvarlegra hvað samkennd og skilningur á samfélags gildum er að hverfa.

Mál Gurríar er að mínu mati miklu stærra mál en fljótt á litið virðist.Og er það þó alveg nógu slæmt út af fyrir sig.

Það sýnir okkur hvernig er í raun búið að múlbinda og þvinga fjölmiðla og hefta tjáningarfrelsi með lagaþvingunum.

Það er athyglisvert sem Nonni bendir á að sá sem viðhefur ummælin er ekki ábyrgur fyrir þeim í þessu samhengi.

Jens þú átt þakkir skildar fyrir að stíga fram og minna á að við verðum að standa með okkur sjálfum og hvert öðru.

Til hamingju með bóndadaginn :)

Sólrún (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 12:54

8 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  það má vera að útgáfufélagið heiti Birtingur.  Ég veit að Hreinn Loftsson fer þar með forræði.  Einhvers staðar var nefnilega vísað til yfirlýsingar frá honum þess efnis að fyrirtækið taki ekki þátt í að greiða sektir starfsfólks. 

  Ég verð að leiðrétta þetta með 365 og Birting.

Jens Guð, 20.1.2012 kl. 12:58

9 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  ég veit ekki hvort ástæða sé til að breyta lögum um ærumeiðingar.  Það er eiginlega nýtilkomið að dómarar fari með offorsi gegn blaðamönnum og skilji þá eftir gjaldþrota eða nánast gjaldþrota.

Jens Guð, 20.1.2012 kl. 13:06

10 identicon

Að því gefnu að ég hef ekki kynnt mér málið, dóminn eða dómsorð, finnst mér vægast sagt afar furðulegt ef það er staðreynd að manneskja sé dæmd fyrir ummæli annarra. Er ætlast til að blaðamenn ritskoði það sem viðmælendur þeirra segja? Hvaða rök eru fyrir því að hægt sé að dæma einhvern til greiðslu bóta fyrir það sem hann/hún segir ekki? Og af hverju beindist kæran/dómurinn ekki að þeim sem viðhafði ummælin?

Getur einhver útskýrt þetta í stuttu máli?

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 16:40

11 identicon

Bergur: Mér skilst að viðmælandinn hafi verið upprunalega kærður líka, en síðar sú kæra dregin til baka af einhverjum ástæðum. En málið áfram haldið gegn þáverandi ritstjóra.

Sérstakt mál. Hvort það sé einhver lögfræði taktík veit ég ekki en það er vissulega undarlegt að draga kæru um meiðandi ummæli til baka, af þeim sem viðhafði ummælin.

En ég er allavega búinn að leggja inn. Takk fyrir ábendinguna um þessa söfnun Jens.

Ármann (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 17:20

12 identicon

Bergu í stuttu máli þá eru þetta nýjasta útgáfan af fj0lmiðlalögum eitt af því ekki fáa sem mokað hefur verið inn á færiband Alþingis frá EU og var látið sigla þar í gegn svina í rólegheitum.

þAR ER FRÉTTAMAÐUR FJÖLMIÐILS GERÐUR ÁBYRGUR FYRIR ÞVÍ SEM VIÐMÆLANDI HANS SEGIR.

Ekki þægilegt í beinni útsendingu

og líklega vissara að velja ekki neina vafasama

gemlinga sem viðmælendur

Eg man ekki hvenær þessi lög komu inn en eftilvill er einhver sem gæti frætt okkur um það.

Mig minnir hálfpartinn að þessi lagabálkur hafi komið inn í einhverskonar sauðargæru þannig að hann væri ekki alveg beint kominn frá EU heldur gegnum einhvern millilið

Sólrún (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 17:53

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal leggja eitthvað inn, málið er að ég veit ekkert hvernig mín mál fara, og gæti þess vegna lent í ótal útlögðum kostnaði.  En hvað með það ég vil allavega sýna lit mér finnst þetta réttlætismál.   Takk fyrir að taka það upp, Gurrý er frábær kona, þekki hana í gegnum Úlfinn minn, en hún var ein aðalmanneskjan í Ævintýralandi fyrir unglinga þar sem hann dvaldi tvö sumur með mikilli ánægju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2012 kl. 20:40

14 Smámynd: Jens Guð

  Nonni,  ég er að nokkru leyti sammála þér.  Upphaflega var amman kærð fyrir ummælin en einhverra hluta vegna endaði dæmið sem skaðabótamál á hendur ritstjóra Vikunnar (sem tók þó ekki viðtalið ef ég man rétt).  Pabbinn sótti málið í nafni dóttur sinnar.  Ummælin voru sannleika samkvæmt en dómurum þótti samt ástæða til að sakfella ritstjórann.  Það dapurlega af mörgu dapurlega í þessu máli er að uppistaðan af útgjöldum ritstjórans vegna málaferlann eru útgjöld vegna málarekstursins.  Það eru lögmenn sem fitna af dæminu.   

Jens Guð, 20.1.2012 kl. 23:58

15 Smámynd: Jens Guð

  Ármann,  ég kvitta undir þína frásögn.

Jens Guð, 20.1.2012 kl. 23:59

16 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  takk fyrir kveðjuna vegna bóndadags.  Sömuleiðis tek ég undir túlkun þína á dæminu.

Jens Guð, 21.1.2012 kl. 00:01

17 identicon

Flott framtak Jens.

Víðir (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 20:16

18 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Gott framtak hjá þér.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 21.1.2012 kl. 21:20

19 Smámynd: Jens Guð

  Víðir,  takk fyrir það.

Jens Guð, 22.1.2012 kl. 00:51

20 Smámynd: Jens Guð

  Bergur,  Gurrí var dæmd eftir lögum sem voru í gildi en hefur nú verið breytt.  Skilst mér.  Það er ósanngjarnt að sá sem viðhefur ummæli sé ekki ábyrgur fyrir sínum ummælum heldur séu ummælin alfarið á ábyrgð ritstjóra þess miðils sem birtir ummælin.  

Jens Guð, 22.1.2012 kl. 00:57

21 Smámynd: Jens Guð

  Ármann,  takk fyrir að leggja söfnunni lið.

Jens Guð, 22.1.2012 kl. 00:57

22 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  ég er ekki klár á því hvernig lögin eru nákvæmlega.  Hinsvegar er blóðugt að ritstjórinn,  Gurrí í þessu tilfelli,  sitji uppi með útgjöld upp á þriðju milljón fyrir að rétt var sagt frá.  Og að þau útgjöld renni að uppistöðu til í vasa lögmanna.

Jens Guð, 22.1.2012 kl. 01:00

23 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það hafa allir skilning á því að fjárhagsstaða þín sé í óvissu.  Það er regin hneyksli hvernig framkoma yfirvalda í þinn garð eru. 

Jens Guð, 22.1.2012 kl. 01:03

24 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  takk fyrir það.

Jens Guð, 22.1.2012 kl. 01:04

25 Smámynd: Ragnheiður

Heyrðu Jens, ég stal færslunni frá þér í gær. Fékk svo móral yfir þjófnaðinum og kom til að játa afbrotið.

Takk fyrir færsluna, mér þótti virkilega vænt um hana. Gurrí er vinkona mín.

Ragnheiður , 23.1.2012 kl. 17:40

26 Smámynd: Jens Guð

  Ragnheiður,  um að gera að deila þessu sem víðast.  Það er algjörlega ómögulegt að láta Gurrí standa eina undir þessum útgjöldum.  Deildu þessu jafnframt inn á Fésbækur Fésbókarvina þinna.

Jens Guð, 23.1.2012 kl. 20:12

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 20:25

28 Smámynd: Ragnheiður

Takk og ég geri það :)

Ragnheiður , 24.1.2012 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband