Fćreyska kántrý-veislan

  Fćreyska kántrý-veislan nćr hámarki í kvöld.  Hún hófst mánudaginn 21. apríl í Café Rosenberg.  Síđan hefur hún borist út um víđan völl.  Má ţar nefna Gamla Gaukinn og tónlistarhátíđina HEIMA í Hafnarfirđi.  Lokahnykkurinn er í Gúttó (Góđtemplarahúsinu) í Hafnarfirđi í kvöld.  Dagskráin hefst klukkan 20.00.  Fyrir fríđum og fjölmennum hópi fćreyskra kántrý-listamanna fara söngvararnir Hallur Joensen,  Evi og Kristina,  ásamt gítarleikaranum Bedda. 

  Hallur er vel kynntur innan og utan kántrý-senunnar á heimsmarkađi.  Hann hefur sungiđ inn á plötur međ stórstjörnum á borđ viđ Kris Kristofferson,  Bellamy Brothers,  Charley Pryde,  Vince Gill,  Bobby Bare o.fl.  Í Fćreyjum er Hallur jafnan titlađur Kántrý-kóngurinn.  Ţar hefur hann notiđ ýmiss heiđurs,  m.a. var hann verđlaunađur sem "besti karlsöngvarinn 2013" á Fćreysku tónlistarverđlaununum.   Eftir Hall liggja fjórar hljómplötur međ frumsömdu efni.  Hver annarri betri.

 

  Evi kom bratt inn á markađinn međ sinni einu plötu,  Wishing Well,  2011.  Lög hennar hafa skorađ hátt á kántrý-vinsćldalistum ţvers og kruss um Evrópu.  Ţar á međal náđ toppsćtinu á Írlandi,  í Hollandi og Svíţjóđ.  Hún hefur veriđ nefnd til allskonar tónlistarverđlauna og landađi verđlaunum sem "Besti alţjóđlegi kántrý-listamađurinn 2013" í Írsku tónlistarverđlaununum.  Bara svo fátt eitt sé nefnt. 

 

  Kristina Skoubo Bćrendsen er dóttir gođsagnar í fćreysku kántrýi,  Alex Bćrendsen.  Eftir hann hafa komiđ út á plötum hátt í hundrađ öflugir kántrý-söngvar.  Allt frá kántrý-jólasöngvum til kántrý-gospel.  Alex hitađi upp í Laugardalshöllinni fyrir Krist Kristofferson fyrr á ţessari öld.

  Kristina sendi frá sér plötu 2012 međ frumsömdu efni á fćreysku.  Plötunni hefur veriđ vel tekiđ; hróđur Kristinar borist víđa um heim og skilađ henni í hljómleikaferđir til annarra landa.  Ţar á međal til Ţýskalands og nú til Íslands.

 

  Íslendingar láta sitt ekki eftir liggja í fćreysku kántrý-veislunni.  Nýjasta íslenska kántrý-söngkonan,  Yohanna,  mćtir á svćđiđ og tekur lagiđ.  Hún á fortíđ í fćreyskri tónlist.  Söng m.a. inn á fćreyska plötu međ fćreysku barnastjörnunni Brandi Enni.

 

  Fćreysku kántrý-hetjunum og Yohönnu til stuđnings er hljómsveitin Götustrákarnir.  Hana skipa m.a. Beggi Morthens (Egó, GCD),  Tómas M. Tómasson (Stuđmenn,  Ţursaflokkurinn),  Eisteinn Eisteinsson og Ingimar Óskarsson.  Sérlegur heiđursgestur er Magnús Kjartansson.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband