Aulagangur hrokafyllstu Íslendinga ríður ekki við einteyming

  Skammt er stórra högga á milli í keppni hrokafyllstu Íslendinga í ókurteysi, yfirgangssemi og frekju í garð Færeyinga.  Fyrst gekk fram Andri Þór,  forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson.  Með verulega ókurteisu,  frekjulegu og yfirgangssömu bréfi til Föroya Bjór hótaði hann öllu illu ef Föroya Bjór Gull yrði ekki umsvifalaust tekið af markaði.  Krafan var ósanngjörn,  heimskuleg og óraunhæf.  Frekjukast án innistæðu.

  Frekjuhundurinn gerði sig að athlægi.  Og ekki í fyrsta skipti.  Aulalegt frekjukast hans skilaði því að sala á Föroya Bjór Gull óx um 1200% á Íslandi í síðustu viku.  Á sama tíma sór fjöldi Íslendinga þess heit að kaupa engar vörur frá Ölgerðinni fyrr en hrokafulla frekjukast Andra Þórs rjátlaðist af honum.

  Næst gerist það að færeyskt skip,  Næraberg,  lendir í vandræðum. Bilun og nær með erfileikum að koma sér í íslenska höfn.  Þá tekur á móti ríkisrekinn embættismaður hjá Landhelgisgæslunni,  Ásgrímur Ásgrímsson.   Hann belgir sig út og neitar um alla aðstoð. Bannar skipsverjum landgöngu,  bannar afgreiðslu á eldsneyti, bannar liðsinni við viðgerð.  

  Embættismaðurinn útbelgdi ber titilinn framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar.  

  Þökk sé Óðni og Þór að hann fer ekki með alræðisvald.  Seint og síðar meir tókst stjórnvöldum að gera hann afturreka með rembinginn.   Næraberg fær þá aðstoð sem þarf.  Framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar grætur sig í svefn í kvöld.  Niðurlægður. 

 

   


mbl.is Vandar Íslendingum ekki kveðjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heiil og sæll Jens æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !

Satt - segir þú: auðsveipni og sannkölluð yfirvalda þrælslund sumra Íslendinga - ríður ekki við einteyming.

Skrifaði um atvikin: síðast fyrir stundu - sem og fyrr í dag.

Fjarri því - að mér sé runnin reiðin / fyrir hönd okkar góðu og gegnu nágranna - þar: austur í Eyjunum Jens minn !

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 22:56

2 identicon

Það hefur enginn bannað skipinu að koma til hafnar, þvert á móti, enda er það í höfn. Og ekki nóg með það að skipið hafi fengið að koma til hafnar á Íslandi vegna bilunar heldur flaug Landhelgisgæslan með varahluti til skipsins langt út í haf fyrir nokkrum dögum. Það er því undir beltisstað barið að halda því fram að Gæslan standi í vegi fyrir því að skipið fái þá aðstoð sem þörf er á.

Upphlaup fólks virðist vera vegna þess sem starfsmaður ráðuneytis lét eftir sér hafa um að makrílskip ríkja sem eru ekki í samstarfi um nýtingu makrílstofnsins hefðu ekki heimildir til að landa hér og fá þjónustu. Þetta ákvæði á ekki við umrætt skip þar sem það kemur hingað á þeim forsendum að það sé bilað.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 23:15

3 identicon

Hrokinn er hin hliðin á getuleysi.

Þegar maður fær ábyrgðarstar, í gegn um pólutík og ræður ekki við verkefnið vegna vankunnáttu þá verða viðbrögðin svona.

Þetta er stærsta vandamál íslenskra fyrirtækja - vanþekking starfsfólks, sem brýst út í hroka og þrjósku.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 23:28

4 identicon

Það er nú óþarfi að missa þvag yfir þessu máli. Þeir fengu varahluti frá landhelgisgæslunni úti á rúmsjó og hafa alveg látið vera að þakka fyrir það. Þeim var kunnugt um íslensk lög varðandi þeirra útgerð en silgdu samt til Íslands þó þeir hafi verið í grænlenskri landhelgi þegar bilunin varð. Lãnið hafa færeyjingar fengið endurgreitt með vöxtum og geta varlað kvartað yfir því. Ekki var tekið fram í lánasamningnum að færeyjingar væru hafnir yfir lög á Íslandi því ætti það ekki að koma þeim á óvart, enda veit ég ekki til þess að íslendingar hafi sett það sem skilyrði fyrir aðstoð sinni við þá í þeirra þrengingum að íslendingar yrðu hafnir yfir lög í Færeyjum.

Er það kannski orðið svo hjá sumum að færeyjingar sé herraþjóð á Íslandi sem þurfi ekki að lúta sömu lögum og heimamenn, þ.m.t. lögum um skrásett vörumerki. Þá er undirlægjuhátturinn kominn á nýtt og áður óþekkt stig.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 00:40

5 identicon

Sælir - á ný !

Guðmundur og Bjarni !

Hvað - sem þjóðerniskenndum hugleiðingum ykkar líður: er þorri Íslendinga að sanna sig í - að vera sannkölluð ÓÞJÓÐ ágætu drengir.

Sjáið öndverðuna - við framkomuna gagnvart Færeyingum / Múhameðska liðið er borið á Gullstólum hér á landi - og 2. hver maður SKRÍÐUR fyrir NATÓ/ESB samsteypunni t.d.

Finnst ykkur þetta heilbrigt - Guðmundur og Bjarni ?

Með sömu kveðjum sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 01:22

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nu vilja sumir færeyingar fara að endurskoða Hoyvíkursáttmálann og jafnframt varpa þeir fram þeirri spurningu hvort Færeyjar eigi í raun að hafa eitthvert sérstakt viðskiptasamband við Ísand á pappírunum því það reynist Færeyjum ekki vel því Ísland beiti oft tæknilegum orðhegilshætti til að koma í veg fyrir að Færeyjar geti nýtt sér Hoyvíkursáttmálann.

Þetta er merkilegt, að mínu mati. Bjarni Djurholm, þaulreyndur pólitíkus og fv. ráðherra, hefur skrifað Kaj Leo Lögmanni bréf þar sem hann rekur ýmsa framkomu elítunnar og framsjalla gagnvart færeyingum og varðandi framkvæmd á nefndum Hoyvíkursáttmála sem mikið var látið með á sinum tía:

,,Og nú frættist, at uppisjóvarskipið Næraberg, sum hevur verið í lógligum fiskiskapi í grønlendskum sjógvi, og sum hevur fingið maskinskaða, ikki sleppur í íslendska havn at bunkra, proviantera, leggja upp og skifta manning orsakað av, at íslendiskir myndugleikar meta okkara fiskiskap at vera ólógligan.

Nevndu dømir (onnur eru eisini) vísa, at fríhandilssáttmálin millum Føroyar og Ísland ikki hevur slóðað fyri øktum samhandli landanna millum, um ikki handilin í fyrsta lagi er til gagns fyri íslendingar."

http://www.nordlysid.fo/bjarni+spyr+logmann+um+tad+gagnar+foroyum+at+samstarva+vid+islendingar.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 09:01

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ósanngjarnt að skjóta sendiboðann. Landhelgisgæslan hefur aldrei túlkað reglugerðir að eigin geðþótta. Fyrirmælin koma alltaf að ofan. Úr því sem komið er dugir ekkert annað en opinber afsökunarbeiðni, til að bæta skaðann. En því miður er líklegra að ráðherrabjánarnir forherðist í vitleysunni frekar en hitt, rétt eins og Hanna Birna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2014 kl. 10:26

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Virðast vera mörg dæmi þar sem elítan hérna hefur komið í veg fyrir að færeyingar næðu rétti sínum á Íslandi þrátt fyrir svokallaðan Hoyvíkursáttmála sem mikið var látið með á sínum tíma.

Mistök færeyinga virðast vera að hafa trúað sjöllum og framsóknarmönnum og haldið að framsjallar stæðu við gerða samninga og töluð orð.

Sem vitað er þá á aldrei, aldrei nokkurn tíman, að treysta framsjöllum eða trúa þeim á nokkurn hátt.

http://portal.fo/vitja.php?vitja=http://lesarin.fo/vidvikjandi+handilsvidurskiftunum+vid+island.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 10:55

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Varðandi Nærabergið, að þá er það heilmikil saga. Skipinu var snúið við af framsjöllum! Halló. Skipi með maskínuskaða og neyð var snúið viÐ!

Burtu með ykkur færeyingar! Sögðu eir framsjallar. Burtu, burtu burtu! Við eigum allt hérna og ætlum að berja á innbyggjum í ró og næði. Sögðu framsóknarmenn og sjallabjálfar.

Að sjálfsögðu var færeyingum brugðið við að sjá ofsa-framferði elítunnar hérna.

Það er talað við skipstjórann í færeyskum fjölmiðlum þar sem hann lýsir þess:

,,ristian Dam, skipari á Nærabergi heldur lítið um viðferðina, skip og manning hava fingið av íslendingum. Hann skilir ikki, hvat býr undir"

http://kvf.fo/netvarp/sv/2014/08/30/140829dvskiparinnaraberg

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 11:02

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hér tala miklir viskumenn.!! MUHHHH HaHaHAAAAAAA!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.8.2014 kl. 12:05

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsjöllum og þjóðrembingum er að takast það að einangra færeyinga líka í burtu frá landinu.

Það mátti í raun alveg búast við þessu og eg hef margvarað við ofsa- og ofstopaframferði framsjalla og þjóðrembinga undanfarin misseri.

Framsjallar og þjóðrembingar ásamt forseta hafa gert útá útlendingaandúð.

Þá fylgir þetta.

Elítan og framsjallar skulu sitja einir að öllu hérna og berja á alþýðu manna með þjóðrembingssvipu.

Þetta kaus fólk yfir landið. Þetta styður meirihluti innbyggja hérna - og þá aðallega vegna heimsku, að því er virðist.

,,Hart í móti hørðum við Íslandi.

Hava tit nakrantíð hoyrt stórvegis um trupulleikar við at fáa íslendskar vørur inn á føroyska marknaðin? Hava tit nakrantíð hoyrt stórvegis um trupulleikar við at fáa íslendskar tænastur inn á føroyska marknaðin? Ella hava tit nakrantíð hoyrt stórvegis um trupulleikar at fáa íslendska arbeiðsmegi ella kapital inn á føroyska marknaðin? Allir føroyingar kunnu óivað uttan at blunka svara noktandi upp á omanfyristandandi spurningar. Heilt nógvar íslendskar vørur koma frítt á føroyska marknaðinum, uttan at nakar setur forðingar fyri tí. Íslendskar tænastur og arbeiðsmegi eru á føroyska marknaðinum í hópatali, eisini uttan at nakar setur forðingar fyri tí. Hví? Tí vit hava eina fríhandilsavtalu, kallað Hoyvíkssáttmálin, við Ísland, og vit føroyingar virða yvirornað henda sáttmála.

Men, vendi eg spurninginum við og spyrji, um tit nakrantíð hava hoyrt um trupulleikar hjá føroyskum vørum, tænastum, arbeiðsmegi ella kapitali á Íslendska marknaðinum, er svari óivað ja,ja,ja og aftur ja! Og soleiðis virða íslendingar somu handilsavtalu við Føroyar. Í Íslandi leggja tey, politikarar og embætisfólk, ferð eftir ferð forðingar fyri m.a. møguleikanum hjá føroyskum vørum á íslendska marknaðinum. Nógv kann nevnast. M.a. mjólkaúrdráttir, meir ella minni alt kjøt, og eisini eitt nú lodna."

http://www.nordlysid.fo/hart+i+moti+hordum+vid+islandi.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2014 kl. 12:28

12 Smámynd: Elle_

Það er örugglega satt hjá þeim sem segja að íslenskum stjórnvöldum sé um að kenna, ekki Landhelgisgæslunni.  Það er svipað og kenna Skattinum og Tollinum um lög yfirvalda.

Elle_, 30.8.2014 kl. 12:59

13 Smámynd: Jens Guð

Óskar Helgi, bestu þakkir fyrir stuðninginn við okkar vinsamlegu frændur.

Jens Guð, 30.8.2014 kl. 18:17

14 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur, Guömundur, hann Ásgrímur Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar hefur marglýst því yfir við fjölmiðla að hann hafi tilkynnt forráðamönnum Nærabergs að skipið fengi enga þjónustu hérna. Hvorki eldsneyti né vistir. Áhöfn væri jafnframt stranglega bannað að stíga á íslenska grund.

Jens Guð, 30.8.2014 kl. 18:29

15 Smámynd: Jens Guð

Valdimar, þetta er áreiðalega rétt hjá þér.

Jens Guð, 31.8.2014 kl. 16:51

16 Smámynd: Jens Guð

Bjarni, þú gleyjmir Hoyvíkursamningnum:

1. gr.

Markmið.

Markmiðið með þessum samningi er að mynda eitt efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja þar sem mismunun á grundvelli ríkisfangs, staðfestustaðar eða upprunastaðar vöru er bönnuð innan efnislegs gildissviðs þessa samnings.

3. gr.

Efnislegt gildissvið.

Ef annað er ekki tekið fram í samningnum tekur hann til:

a) vöruviðskipta;

b) þjónustuviðskipta;

c) frjálsrar farar fólks og búseturéttar;

d) fjármagnsflutninga og fjárfestinga;

e) staðfesturéttar;

f) samkeppni, ríkiseinkasölu, ríkisaðstoðar og opinberra innkaupa;

g) samvinnu á öðrum sviðum, eins og kveðið er á um í 7. gr.

Jens Guð, 31.8.2014 kl. 16:57

17 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki, ég vona að samningurinn fái að standa. En þegar íslenskir embættismenn fara ekki eftir honum vegna embættismannahroka þá eru viðbrögð Færeyinga skiljanleg.

Jens Guð, 31.8.2014 kl. 22:54

18 Smámynd: Jens Guð

Axel Jóhann, í þessu tilfelli talar sjávarmálaráðherrann gegn framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar.

Jens Guð, 31.8.2014 kl. 22:56

19 Smámynd: Jens Guð

Eyjólfur G, í hverja ertu að vísa?

Jens Guð, 31.8.2014 kl. 22:57

20 Smámynd: Jens Guð

Elle_, upphaflegu fyrirmælin komu frá framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ráðherrann segir þetta vera misskilning og Næraberg muni fá alla þá þjónustu sem þurfi. Samt gerist ekkert. Áhöfnin fær ekki að fara í land, né kaupa eldsneyti og vistir.

Jens Guð, 31.8.2014 kl. 23:00

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og þú trúir ráðherranum Jens?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2014 kl. 06:22

22 Smámynd: Jens Guð

Axel Jóhann, ég byrjaði að trúa ráðherranum. En síðan gerði hann ekkert í málinu dögum saman. Þá missti hann trúverðugleika.

Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband