Jólapakkinn í ár

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í fyrra kom út mögnuđ ljóđabók,  Árleysi alda,  eftir Bjarka Karlsson.  Svo brá viđ ađ hún seldist og seldist og seldist ítrekađ upp.  Ég veit ekki hvađ oft ţurfti ađ endurprenta hana til ađ svara eftirspurn.  Ađ mig minnir sjö sinnum.  Í hvert sinn sem ný eftirprentun kom í búđir var togast á um hvert eintak.  

  Fáum kom á óvart ţegar bókin hlaut Bókmenntaverđlaun Tómasar Guđmundssonar.  Annađ kom ekki til greina.

  Nú bćtir Bjarki Karlsson um betur.  Heldur betur.  Út er kominn veglegur,  óvenju glćsilegur pakki;  Árleysi árs og alda.  Hann er allt í senn:  Fagurlega myndskreytt ljóđabók,  hljómplata og hljóđbók.

  Pakkinn er á stćrđ viđ myndbandsspólu (VHS vídeó). Fyrirferđarmest er 127 blađsíđna ljóđabókin (ásamt upplýsingum um tónlistina).  Hljómplatan inniheldur 21 sönglag.  Meiriháttar flott safnplata.  Hún hefst á óvenju fallegum og áhrifamiklum flutningi víkingarokkaranna í Skálmöld og Stúlknakórs Reykjavíkur á kvćđinu Helreiđ afa.  Ég var dolfallinn af hrifningu er ég heyrđi ţađ fyrst og elska ađ endurspila lagiđ aftur og aftur.  Skálmöld blastar öllum sínum bestu sérkennum af list og Stúlknakórinn bćtir um betur.  Setur Skálmaldarrokkiđ í nýtt hlutverk.  Útkoman er stórkostleg.

  Nćsta lag er blús; túlkun blússveitarinnar Vina Dóra á kvćđinu Eitthvađ suđrá bći.  

  Til ađ gera langa upptalningu á flytjendum stutta stikkla ég á stóru:  Megas,  Erpur,  séra Davíđ Ţór Jónsson,  Ásgerđur Júníusdóttir,  Jón "góđi" Ólafsson,  Guđmundur Andri Thorsson,  Steindór Andersen og margir ađrir.  Fjölbreytni er óvenju mikil.  Samt rennur platan lipurlega og eđlilega í gegn sem heilsteypt verk.  Einskonar tónlistarstjóri plötunnar er alsherjargođi Ásatrúarfélagsins, Hilmar Örn Hilmarsson.  Allt sem hann kemur nálćgt í tónlist er gćđastimpill af hćstu gráđu.  Hann afgreiddi á sínum tíma bestu plötur Bubba,  Megasar og fleiri.  Og hlaut verđskuldađ evrópsku kvikmyndaverđlaunin Felix fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar.

  Ljóđabókinni er lyft á hćrri stall međ faglegum og skemmtilegum teikningum Matthildar Margrétar Árnadóttur.  Lipur teiknistíllinn kallast á viđ myndskreytingar Halldórs Péturssonar í Skólaljóđunum (sem viđ um sextugt munum eftir).  Ţađ er góđ skemmtun ađ skođa líflegar og hugmyndaríkar teikningar Matthildar Margrétar. Ţćr eru virkilega flottar.   

 Ţegar allt er samantekiđ er pakkinn Árleysi árs og alda óvenju innihaldsríkur og glćsilegur:  Frábćr kvćđi,  frábćr og fjölbreytt tónlist,  frábćrar myndskreytingar og frábćr gjafapakkning.  Ţetta er jólagjöfin í ár.

Árleysi árs og alda 6Árleysi árs og alda 6.jpg  HÖH og ErpurÁrleysi árs og alda 6.jpg  MegasÁrleysi árs og alda BK

 Árleysi árs og alda mćđgur                   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Gaman ađ ţessu, ég á áritađa ljóđabókina frá Bjarka, síđan hann kom og var á ljóđakvöldi á Flateyri í fyrra.  Hef veriđ ađ lesa ţessi mögnuđu ljóđ og dáđst ađ snilli hans í orđum.  Hlakka til ađ skođa ţennan pakka líka.  Takk fyrir ađ benda á hann. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 23.11.2014 kl. 08:15

2 Smámynd: Jens Guđ

  Ásthildur Cesil,  gaman ađ heyra.

Jens Guđ, 23.11.2014 kl. 13:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband