Voru Bítlarnir írskir?

 

  Seint á níunda áratug síđustu aldar dvaldi ég í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Bítlarnir njóta mikilla vinsćlda ţar á bć.  Í sjónvarpinu var daglega í barnatíma sýnd teiknimyndasería um Bítlana.  Ég nennti ekki ađ fylgjast međ henni.  Lét barnunga syni mína um ţađ.  Merkilegra ţótti mér ađ horfa á heimildarmynd um Bítlana.  Af henni mátti ráđa ađ Bítlarnir vćru bandarísk hljómsveit.

  Töluverđu púđri var variđ í hljómsveit George Harrison gítarleikara Bítlanna,  Traveling Vilburys.  Međ honum í hljómsveitinni voru bandaríkjamennirnir Bob Dylan,  Tom Petty og Roy Orbison.  Bretinn Jeff Lynn slćddist međ.  Eiginkona Georges,  barnsmóđir og tengdamóđir íslenskrar dóttur Kára Stefánssonar,  Ólavía,  er fćdd mexíkósk en bjó í Bandaríkjunum.

  Af framsetningu mátti ráđa ađ Traveling Wilburys vćri bandarísk hljómsveit.  Sem er ekki alrangt.  

  George Harrison söng međ sínu nefi Vestmannaeyarlag.

 

  Umfjöllun um John Lennon snéri öll ađ búsetu hans í New York. Svo og ţarlendri eiginkonu hans,  Yoko Ono.  Hún var stjarna bandarísku Flux-nýlistasenunni.  

  Töluverđu púđri var eytt í bandaríska ljósmyndarann Lindu McCartney,  eiginkonu bassaleikara Bítlanna,  Paul McCartney.  Eiginkona trommarans,  Ringos,  Barbara Bach,  er líka bandarísk.

  Af heimildarmyndinni um Bítlanna var ekki hćgt ađ ráđa annađ en ađ Bítlarnir vćru bandarísk hljómsveit.  Engu var beinlínis logiđ.  Frásögninni var bara stillt upp ţannig.  Hátt hlutfall Kana stendur í ţeirri trú ađ Bítlanrir hafi veriđ bandarísk hljómsveit.

  Hiđ rétta er ađ Bítlarnir voru ensk hljómsveit.  Eđa hvađ?

  Söngvari írsku hljómsveitarinnar U2,  Bono,  heldur ţví fram ađ Bítlarnir hafi veriđ írsk hljómsveit,  hljómsveit írskra afkomenda í Bretlandi.

  Afi Johns Lennons,  John Jack Lennon,  var írskur.  Hann var giftur írskri konu.  Ţau fluttu til Englands.  Afi og amma Pauls McCartneys voru líka írsk.  Ćttarnafniđ McCartney er írskt.  

  Ef Bítlarnir hefđu veriđ bandarísk hljómsveit er nćsta víst ađ írskum rótum Johns og Pauls hefđi veriđ og vćri hampađ.  Afkomendur írskra innflytjenda til Bandaríkjanna rćkta uppruna sinn og veifa honum viđ öll tćkifćri.  

  Ţjóđverjar hafa löngum reynt ađ feđra Bítlana.  Í hafnarborginni Hamborg í Ţýskalandi er ţví víđa flaggađ ađ ţar hafi Bítlarnir slitiđ barnsskónum.  Ţjóđverjinn Klaus Woormann spilađi iđulega á bassa međ Bítlunum í Ţýskalandi.  Hann var jafnframt bassaleikari Johns Lennons eftir ađ hljómsveitin Bítlarnir snéri upp tám.  Ţýsk kćrasta hans,  Astrid,  varđ kćrasta bassaleikara Bítlanna,  Stus Sutcliffes.  Hún varđ hirđljósmyndari Bítlanna og hafđi gríđarmikil áhrif á hljómsveitina.  Innleiddi til ađ mynda hina frćgu Bítlahárgreiđslu (hár greitt niđur á enni og látiđ vaxa yfir eyru).

  Víđa í Hamborg í Ţýskalandi má ráđa af gögnum ađ Bítlarnir hafi veriđ svo gott sem ţýsk hljómsveit.

  Hiđ rétta er ađ Bítlarnir eru í dag nćstum ţví íslenskt fyrirbćri.  Hér er friđarsúla Johns Lennons í Viđey.  Hér er ekkja Johns Lennons,  Yoko Ono,  međ annan fótinn.  Ásamt syni ţeirra,  Sean Lennon.  Kári Stefánsson (Íslensk erfđagreining) er tengdafađir einkasonar George Harrisons og Ólavíu.  Ţau eru öll meira og minna á Íslandi.  Einkum í námunda viđ ţađ ţegar friđarsúlan er tendruđ.  Ţá mćtir Ringó líka.  Ćtíđ sprćkur og allir trođa upp međ Plastic Ono Band.

 

  Paul McCartney hefur einu sinni sótt Ísland heim.  Í kjölfar heimsókarinnar breytti hann texta Bítlalagsins "Why Don´t We Do It In The Road?" í "Why Don´t We Do It In The Fjörđ?"  

  Ţegar allt er vegiđ og metiđ eru Bítlarnir og Ísland samfléttaöri en írskar rćtur Johns og Pauls.      


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Megniđ af lögum Bubba eru ađ hluta úr öđrum lögum. Hann passar sig ţó á ţví ađ hafa nógu marga hljóma öđruvísi ţannig ađ erfitt er ađ lögsćkja hann.

Eitt sinn sagđi vinkona mín, sem er klassískt menntađur hljóđfćraleikari, ensk en búsett á Íslandi: "Nú veit ég hvađan Bubbi stelur lögunum sínum!". Hún hafđi ţá komist yfir eldgamlar plötur eftir sćnskan ţjóđlagatrúbator.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2015 kl. 23:15

2 identicon

Góđur Gunnar, svo vinnur gamli skallapopparinn hann Bubbi líka hjá arđrćningjum - Hvađ elskar sér líkt.  

Stefán (IP-tala skráđ) 4.8.2015 kl. 10:11

3 Smámynd: Jens Guđ

Gunnar,  gaman vćri ađ vita hver sá sćnski er.  

Jens Guđ, 4.8.2015 kl. 22:43

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  flestir rata á sinn bás.

Jens Guđ, 4.8.2015 kl. 22:44

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man ekki nafniđ, nokkuđ mörg ár síđam ég heyrđi hana segja ţetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.8.2015 kl. 00:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband