Heilaţvegin ţjóđ - hnípin í vanda

kim_jong_il_1

  Fyrir nokkrum árum dvaldi ég í góđu yfirlćti í Ósló,  höfuđborg Noregs.  Á sama hóteli ţar í borg var međal gesta ungur mađur frá Suđur-Kóreu.  Okkur varđ vel til vina.  Forvitnir um ţjóđir hvors annars spjölluđum viđ saman yfir bjór úti á gangstétt allt ađ ţví á hverju kvöldi.

  Hann spurđi margs um Ísland.  Ýmislegt sem ég upplýsti hann um vakti undrun.  Mér ţótti áhugaverđara sitthvađ sem hann sagđi mér af sínu lífi.

  Dvölin í Noregi var hans fyrsta alvöru frí til nokkurra ára.  Og fyrsta utanlandsferđ.  Hann var svo óheppinn ađ verkstjóri hans var vinnualki.  Naut ţess ađ vinna alla daga og oftar fram á kvöld en ekki.  Í S-Kóreu vinna undirmenn jafn lengi og yfirmenn.  Ţađ er svo algjör regla ađ hún er ekki rćdd.  

  Drengurinn hafđi gegnt herţjónustu.  Ađ mig minnir til tveggja ára.  Hún fólst í gćslu viđ landamćri Suđur- og Norđur-Kóreu.  Á milli ţessara ríkja er svćđi sem er skilgreint hlutlaust.  Ţađ er um 4 km breitt.  Sitthvoru megin sitja hermenn ríkjanna gráir fyrir járnum.  Iđulega má lítiđ út af bregđa til ađ skipt sé á skotum.   

  Kunninginn var svo heppinn ađ hermenn beggja ríkjanna á ţessu varđsvćđi höfđu vingast.  Ţeir léku sér saman í fótbolta,  tefldu og tóku í spil.  Fóru meira ađ segja saman í gönguferđ upp á hátt fjall.  Horfđu saman á sjónvarp og voru ágćtir vinir.  Skiptust á gjöfum og eitthvađ svoleiđis.  Forđuđust samt eins og heitan eld ađ rćđa pólitík.  

  Međal annars horfđu ţeir saman á beina útsendingu frá einhverri heimsmeistarakeppni í fótbolta.  Ţar kepptu S- og N-Kórea.  Leikar fóru ţannig ađ N-Kórea tapađi illilega.  Ţá brá svo viđ ađ n-kóresku hermennirnir fóru ađ gráta.  Ţeir hágrétu eins og kornabörn.  Ţeir ćtluđu ekki ađ trúa sínum eigin augum.  

  S-kóresku hermennirnir reyndu ađ hugga ţá.  Sögđu ađ ţetta vćri bara saklaus leikur.  Ţađ vćri eđli svona leiks ađ stundum vinnur annađ liđiđ.  En n-kóresku hermennirnir voru óhuggandi.  

  Ţá áttađi kunninginn sig á ţví hvađ n-kóresku vinirnir voru og eru svakalega heilaţvegnir.  Í ţeirra huga var óhugsandi ađ n-kóreskt landsliđ gćti tapađ leik.  

Kim Jong un

  Hárgreiđsla Kim Jong Un leiđtoga N-Kóreu kallast kústur.  Hann fann upp á henni sjálfur.  Nú nýtur hún gríđarmikilla vinsćlda ađdáenda N-Kóreu um allan heim.  

  Forveri hans og fađir,  Kim Jong Il, var ţekktari fyrir ađ ţamba allsnakinn koníak á hverju kvöldi.  Uns hann dó á miđjum aldri vegna vinnuálags.  Hann lagđi sig hart fram um ađ finna upp nýja og spennandi rétti.  Til ađ mynda hamborgara.  Heimshorna á milli drúpa jarđarbúar höfđi í lotningu og snćđa hamborgara - Kim Jong Il til heiđurs.  hamborgari


mbl.is Kveikja á hátölurum viđ landamćrin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góđur pistill, Jens Guđ.

Kveđja, Kristján Pétur.

Kristján P. Gudmundsson, 12.8.2015 kl. 06:26

2 identicon

Sannarlega drjúpa Norđurkóreumenn höfđi, ţađ lekur af ţeim hverjum á fćtur öđrum. Ađrir íbúar heimskringlunnar drúpa höfđi. Er ţađ rétt og skylt ţá ţeir gera sér grein fyrir andlegum yfirburđum og verslegum ţeirra afkomenda Kim Il Sungs.

Tobbi (IP-tala skráđ) 12.8.2015 kl. 12:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband