Í fangelsi fyrir að spila kántrý-músík

  "Allt nema kántrý og þungarokk."  Þetta er algengt svar við spurningunni: "Á hvernig tónlist hlustar þú?"  Þegar harðar er gengið á viðmælandann kemur jafnan í ljós að hann hlustar ekki heldur á djass,  indverska raga-músík né óperur.  

  Þeir eru til sem hlusta á kántrý.  Reyndar hlusta flestir á einhver kántrý-afbrigði.  Það er frekar þannig að sumir hafa óþol gagnvart sykursætasta Nashville kántrý-poppi.  Annars er allur háttur á.

  Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hlusta á kántrý.  Kántrý-unnandi í Skotandi var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.  Sökin var ekki meiri en sú að hann olli nágrönnum langvarandi ónæði með því að blasta kántrýi á hæsta styrk í tíma og ótíma.  Einkum fengu diskar með Dolly Parton að rúlla undir geisla.  Það fyllti mælinn.

  Kántrý-boltanum til refsiþyngingar var metið að hann barðist um á hæl og hnakka gegn handtöku.  Í atinu veittist hann með ofbeldi að einum lögreglumanni.

 Dómari féllst ekki á að meta honum til refsilækkunar skerta heyrn.  Þegar þannig stendur á brúka menn heyrnartól.  Kántrý-gaurinn gerði það ekki.  Hann taldi brýnna að breiða út kántrý-fagnaðarerindið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er Ósvinna að draga frú Parton svona niður í svaðið.

Engan mann skyldi fangelsa fyrir að spila kántrí, allt öðru máli gegnir með rapp.

Enda virðist sjónarhorn rappara iðulega vera úr þeim ranni!

En vissulega er slíkt til í kántríinu líka. 

https://www.youtube.com/watch?v=uvGvmsLQaHA

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 12:46

2 identicon

Stóra Óið í Ósvinna var Óvart!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 12:47

3 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  ég ætla að margt ágætt megi finna í rappi - ef vel er að gáð.   

Jens Guð, 11.2.2016 kl. 20:00

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hefði betur haldið sig við Creedence!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2016 kl. 08:47

5 identicon

Ég tek nú Dolly Parton fram yfir allt heimsins rapp, en þykist vita að meistari David Bowie hefði verið ósammála mér varðandi það. 

Stefán (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 08:49

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I BG,  við erum að tala saman. Ég á allar plötur CCR og allar sólóplötur Fogertys.

Jens Guð, 12.2.2016 kl. 19:26

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán, vissulega var Bowie einn af þeim sem sagðist hlusta sér til gamans á flest annað en country.  

Jens Guð, 12.2.2016 kl. 19:27

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo átti Tom Fogerty líka "sína spretti".

Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2016 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband