Ölgerð á dauðalista sýndi Færeyingum fádæma hroka

  Það fer ekki öllum vel að fara með völd. Eitt ljótasta dæmi þess var framkoma forstjóra Ölgerðarinnar,  Andra Þórs Guðmundssonar,  í garð bestu og traustustu vina Íslendinga,  Færeyinga.  Fyrir nokkrum árum sendi hann færeyskum bjórframleiðanda,  Föroya Bjór, fádæma hrokafullt bréf. Krafðist þess með ruddalegum hótunum að Föroya Bjór hætti að merkja gullbjór sinn sem gullbjór. Þetta ósvífna erindi var svo yfirgengilegt að það þjónaði engum tilgangi öðrum en kitla stórmennskubrjálæði/minnimáttarkennd forstjóra fyrirtækis á dauðalista. Hann fann þörf til að sparka í minnimáttar og réðst á garðinn þar sem hann var lægstur.

  Viðbrögð Íslendinga við ógeðslegri og yfirgengilegri framkomu Ölgerðarinnar við færeyska vini voru til fyrirmyndar. Þeir skiptu snarlega innkaupum frá Gull-gutli Ölgerðarinnar yfir til bragðgóða Föroya Bjór Gullsins.  Svo rækilega að síðarnefndi bjórinn flaug upp sölulista vínbúðanna.  Áður fékkst hann aðeins í örfáum vínbúðum. Salan jókst um 1200%.  Nú er hann í öllum vínbúðum. Eða svo gott sem. Enda mun betri en Ölgerðarsullið. Margir hættir að kaupa allar aðrar vörur Ölgerðarinnar.  

  Það fráleita í hrokafullu frekjukasti forstjóra Ölgerðarinnar var að Föroya Gull hefur verið miklu lengur á markaði en Ölgerðar-gutlið.  Þar fyrir utan er Gull alþjóðleg lýsing á tilteknum bjórflokki.  Alveg eins og pilsner eða stout bjór.  Já,  eða "diet" á öðrum vörum.  Það var engin innistæða fyrir heimskulegri yfirgangskröfu Ölgerðarinnar.  Hún gerði ekki annað en opinbera illt innræti og hroka forstjórans.

  Höfum þetta í huga við helgarinnkaup á bjór og öðrum drykkjum. Ekki kaupa neitt frá Ölgerðinni.  Kaupið þess í stað hágæða Föroya Gull.  

  Ég tek fram að ég tengist ekki Föroya bjór á neinn hátt. Hinsvegar er brýnt að halda þessu til haga þegar Ölgerðin fer á markað.  Hugsanlegir væntanlegir kaupendur þurfa að vita þetta.  Fyrirtækið er í vondri stöðu með forstjóra sem kann ekki mannasiði.   

föroya bjór 

    


mbl.is Vissu af „dauðalistanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við í minni stórfjölskyldu kaupum íslenska bjórinn Gull og annað sem Ölgerðin hefur til sölu.- Mér finnst þetta lágkúruleg aðdróttun og líklegt að aðdragandinn sé lengri en sú sem byrjar á einu bréfi í þessum dúr.-Ef Færeyingar eru traustustu vinir okkar,Þá er líkegt að það sé gagnkvæmt.Við vorum Færeyingum hollir og góðir vinir er þeir lentu í eriðleikum og þeir nutu velvildar okkar varðandi veiðar innan 200,mílna,þótt langt sé síðan. Aftur á móti er ekki svo langt síðan að þeir voru með ESB ofl.að skammta okkur veiði úr Makrílstofninum. Með þessum öfga sleykjugangi með Færeyingum ertu bara að spilla milli okkar,ég er viss um að þeir sýna þér engar þakkir fyrir ágæti Jens Guð.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2016 kl. 01:43

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 " Ég tek fram að ég tengist ekki Föroya bjór á neinn hátt. " Þú hefur nú smakkað hannsmile. Íslendingar og færeyingar eru vinaþjóð. Vinir eru ekki alltaf sammála og deila stundum. 

Jósef Smári Ásmundsson, 11.3.2016 kl. 06:26

3 identicon

Þetta svokallaða Ölgerðar-Gull finnst mér bölvað sull.

Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 08:22

4 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  aðdragandinn var enginn.  Erindið kom Föroya bjór í opna skjöldu.  Ennþá meira kom á óvart hversu yfirgengilega hrokafullt og frekjulegt það var.  Það var engin ósk um viðræður eða neitt.  Aðeins ruddaleg skipun og hún undirstrikuð með hótunum.  

  Full ástæða var og er til að fordæma ósvífnina.  Í því felst enginn sleikjugangur með Færeyingum heldur hneykslun á ókurteisri árás stórs íslensks fyrirtækis á 330.000 manna markaði á lítið færeyskt fyrirtæki á 48 þúsund manna markaði.

  Það vekur mér furðu,  Helga,  að þú skulir verja slíka framkomu.  Og það með því að búa þér til ágiskaðar réttlætingar - sem vel að merkja eru blaður út í hött.   

Jens Guð, 11.3.2016 kl. 09:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Jósef Smári,  ég hef smakkað SS-pylsur.  Samt tengist ég ekki SS á neinn hátt.

  Eitt er að vera ósammála og deila. Annað að ráðast að öðrum með yfirgangi og fráleitri kröfu og (innistæðulausum) hótunum.  

Jens Guð, 11.3.2016 kl. 09:31

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég er sammála því.  

Jens Guð, 11.3.2016 kl. 09:31

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jens Guð,meðan bréfið er ekki sýnilegt leyfi ég mér að gjalda varhug við því.Eitt er að vera ósammála já, en ekki þessum ofsafengnum lýsingum þínum með fullyrðingu um að aðdragandinn hafi enginn verið,samt tengistu þeim ekkert.  Dæmi,hrokfullt,ruddalegar,ósvífið,yfirgengilegt,frekjukast,illt innræti,minnimáttarkennd,sparkar í minnimáttar....og svo "ekki kaupa neitt frá ölgerðinni"--Það verður erfitt þegar Ölgerðin bruggar einnig Tuborg,Carlsberg ofl. (Diet er lýsing en ekki heiti)

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2016 kl. 14:28

8 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  þetta mál vakti mikla athygli og undrun í Færeyjum.  Þarlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um það.  Ég las færeysku dagblöðin dag hvern,  hlustaði á færeysku útvarpsstöðvarnar og færeyska sjónvarpið,  svo og fylgdist með færeyskum netsíðum og ræddi við færeyska vini mína.

  Málið var svo stórt í Færeyjum að fyrir örfáum vikum var það rifjað upp í máli og myndum í dagblaðinu Sósíalnum.

  Nokkrum árum áður en dónalega bréfið barst frá Ölgerðinni falaðist Ölgerðin eftir kaupum á Föroya Bjór. Föroya Bjór er lítið fjölskyldufyrirtæki í Klakksvík.  Það er ekki til sölu.  Ölgerðin var upplýst um það á vingjarnlegum nótum.  Svo vingjarnlegum að boðist var til að liðsinna Ölgerðinni með dreifingu og sölu á þeirra vörum í Færeyjum.

  Því var ekki svarað.  Þess í stað reyndi Ölgerðin upp á eigin spýtur að koma sínum vörum á markað í Færeyjum.  Svo klaufalega og fálmkennt að Færeyingar vorkenndu klúðrurunum.  Jafnframt undruðust menn hjá Foröya Bjór að Ölgerðin hafi ekki þegið aðstoð.

  Svo bara kom umrætt bréf.  Þar stóð orðrétt:

  "Ef Föroya Bjór hættir ekki þegar í stað allri sölu og markaðssetningu á Íslandi - og öllum innflutningi til Íslands á færeyskum Gull-bjór,  þá hefur forstjórinn,  Andri Þór Guðmundsson, engin önnur úrræði en að leita réttar síns fyrir dómsstólum."

  Það er rétt hjá þér að Diet er lýsing,  rétt eins og Gull,  Lite,  Pilsner og Stout.

Jens Guð, 11.3.2016 kl. 17:39

9 Smámynd: Jens Guð

Til áréttingar má geta að hótun Ölgerðarinnar var svo dæmalaus og innistæðulaus að forstjórafígúran hafði ekki möguleika á leita aðstoðar dómsstóla. Það var ekki smuga.  Fígúran varð aðeins sjálfri sér og Ölgerðinni til skammar og aðhláturs.  

Jens Guð, 11.3.2016 kl. 20:07

10 identicon

Hef thetta bakvid eyrad naest thegar eg kem heim.

Sigurdur Hermannsson (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 21:29

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  gerðu það. 

Jens Guð, 12.3.2016 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.