Eins og snýtt úr nösum foreldranna

  Sjaldan fellur eggið langt frá hænunni.  Afkvæmi eru samsett úr erfðaefnum foreldranna;  forrituðum genum.  Fyrir bragðið má oft þekkja afkvæmin af sauðsvip foreldranna.  Þó er allur háttur þar á.  Stundum eru sum afkvæmi lík mömmu sinni á tilteknu aldursskeiði en lík pabba sínum á öðru aldursskeiði.  Eða ömmu sinni eða afa.  

  Hér eru nokkur skemmtileg dæmi af þekktum bandarískum og enskum skemmtikröftum og börnum þeirra. Þeir eru:  Meryl Streep,  Tom Hanks,  John Lennon,  Goldie Hawn,  John Ritter,  Vanessa Paradis og Donald Sutherland.  

líkar mæðgur - meryl streeplíkir feðgar - Tom Hankslíkir feðgar - John Lennonlíkar mæðgur - Goldie Hawnlíkir feðgar - John Ritterlíkar mæðgur - Vanessa Paradislíkir feðgar - Donald Sutherland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að svindla; þú ert bara með gamlar og nýjar myndir af fólkinu.

Tobbi (IP-tala skráð) 10.5.2016 kl. 10:39

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mér finnst John Lennon líkari!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.5.2016 kl. 16:10

3 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  það mætti alveg halda það.  Einmitt þess vegna valdi ég myndir af afkvæmum sem eru Íslendingum að góðu kunn.  Til að mynda hafa Sean Lennon og Keifer Sutherland verið tíðir gestir á Íslandi.   

Jens Guð, 10.5.2016 kl. 20:29

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  hann er líkari. 

Jens Guð, 10.5.2016 kl. 20:30

5 Smámynd: Jens Guð

Image result for julian and john lennon comparison

Jens Guð, 10.5.2016 kl. 20:33

6 Smámynd: Jens Guð

Það má bæta Julian Lennon við.  

Jens Guð, 10.5.2016 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband