Mjólkurþamb

  Fyrsta verk splunkunýrra, farsælla og ástsælla forsetahjóna,  Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid,  var að heimsækja Sólheima.  Þar er rekið vistheimili fyrir skemmtilegt fólk með allskonar þroskafrávik. Að óreyndu mátti ætla að með þessu væru forsetahjónin að votta vistmönnum virðingu sína.  Sem áreiðanlega var meiningin.  

  Þá bregður svo við að tvær þekktar fatlaðar konur fordæma heimsóknina.  Lýsa henni sem svo að vistmenn á Sólheimum séu gerðir að sýningargripum og blessun lögð yfir aðskilnað fatlaðra frá "heilbrigðum".  Sjónarmið út af fyrir sig.

  Í fréttum Stöðvar 2 var sagt frá heimsókninni.  Vistmaður var inntur eftir því hvernig honum lítist á nýju forsetahjónin. Svarið var þetta vel rímaða gullkorn: "Gott fólk sem drekkur mikla mjólk!"

  


mbl.is Breytingar á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband