Paul McCartney blandar sér í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum

  Einhverra hluta vegna er stuðningsmannahópur ljúfmennisins Dóna Trumps - forsetaframbjóðanda í Bandaríkjum Norður-Ameríku - fátækur af rokktónlistarmönnum.  Þeir voru - og eru kannski ennþá - mest áberandi í stuðningsmannaliði sósíalistans Bernie Sanders.  Svo margir að undrun sætir. Allt frá heilu hljómsveitunum á borð við Red Hot Chili Peppers til Njáls Unga.  Töluverða athygli hefur vakið að margir - svo gott sem allir - rokkarar í vinahópi Trumps þverskallast við að styðja forsetaframboð hans.  Þetta hefur ítrekað valdið vandræðagangi varðandi einkennislag á kosningafundum. Hann hefur þurft að skipta um baráttulög jafn oft og nærbuxur af þessum sökum.

  Breski bítillinn Paul McCartney hefur alltaf verið hinn mesti diplómat varðandi flest annað en músík.  Að vísu með undantekningu er hann sendi frá sér sönglag gagnrýnið á yfirráð Breta á Norður-Írlandi.  

  Nú hefur Páll á sinn diplómatíska hátt blandað sér í baráttuna um forseta Bandaríkja Norður-Ameríku.  Þær fara fram í nóvember.  Hann hefur birt af sér ljósmynd með forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton.  Við myndina skrifar hann "Hún er með mér".  Kosningaslagorð Hillary er "Ég er með henni". 

mccartney


mbl.is „Hvaða skoðanakannanir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Paul alltaf flottur en getur Bill Clinton sagt: Ég er með henni!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.8.2016 kl. 10:07

2 Smámynd: Jens Guð

Aðspurður svaraði hann:  "I did not have sexual relation with that woman,  miss Hillary Clinton."

Jens Guð, 20.8.2016 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband