Augað skaust út

  Fátt er leiðinlegra en að tapa eyra á djamminu í miðbæ Reykjavíkur. Nema ef vera skyldi að tapa báðum eyrum. Kunningi minn fór kátur og reifur á dansleik í Sigtúni við Suðurlandsbraut þegar þar var aðal fjörið á áttunda áratugnum. Hann er með gerviauga.  Slaðaðist sem barn á reiðhjóli og missti auga.

  Að dansleik loknum í Sigtúni brugðu ungir menn á leik og slógust.  Eins og gengur. Þetta voru venjulega kjánaleg áflog sem einkenndust af fálmkenndum kýlingum með hnefum.  Stundum hittu menn á að rota mótherja.  Oftar var þetta þó ómarkvisst hnoð blindfullra unglingsstráka sem höfðu ekki náð að "húkka" dömu.

  Eineygði kunninginn tók þátt í svona boxi eftir dansleik í Sigtúni.  Eftir að hafa skipts á nokkrum kýlingum sló andstæðingurinn bylmingshögg í gagnaugað.  Við það skaust gerviaugað úr tóftinni.  Kýlaranum brá svo mjög að hann sturlaðist; rak upp skaðræðisöskur og hljóp gargandi eins og fætur toguðu út í buskann.      

  Dagblaðið Vísir sló þessu upp í fyrirsögn:  "Auga slegið úr manni!"

  


mbl.is Eyra vantaði eftir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband