Trump hermir eftir íslenskum útrásarvíkingum

  Í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í október 2008 var rætt við ýmsa sem fóru með aðal hlutverk í þeim hildarleik.  Það var eðlilegt.  Hitt var ekki eins eðlilegt:  Þeir áttu það sameiginlegt að sjúga upp í nefið í tíma og ótíma.  Stundum gripu þeir um nefið um leið.  

  Menn mér kunnugri í eiturlyfjafræðum segja þetta vera einkenni þeirra sem "sniffa" kókaín.  Ástæðan er sú að eftir "sniffið" þá verða einhver korn eftir í nefgöngunum.  Síðan hrökkva þau til og rúlla fram nefið.  Þá eru ósjálfráð viðbrögð að sjúga upp í nefið.  

  Nú hafa glöggir rekið eyrun í það að ljúflingurinn Dóni Trump,  forsetaframbjóðandi í Bandaríkjum Norður-Ameríku, hermir eftir íslensku bankaræningjunum.  Í kappræðum sýgur hann um 100 sinnum upp í nefið.  Sjálfur þvertekur hann fyrir að vera kókaínfíkill heldur fái hann alltaf gallaðan hljóðnema.  

  


mbl.is Trump saug 93 sinnum upp í nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu.

https://www.youtube.com/watch?v=vqYJRc0TJkQ

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 10:27

2 Smámynd: Jens Guð

Elín, takk fyrir þessa vel gerðu klippu laughing

Jens Guð, 12.10.2016 kl. 16:38

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sem betur fer hef ég ekki verið með nefið oní þessu!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.10.2016 kl. 21:39

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, heppinn!

Jens Guð, 13.10.2016 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.