Sćnska Nóbelsakademían áttar sig ekki á Bob Dylan

  Bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan hefur aldrei veriđ fyrirsjáanlegt.  Hann kom fram á sjónbarsviđiđ á fyrri hluta sjöunda áratugarins.  Hann var til ađ byrja međ Woody Guthrie jukebox.  Síđan sjálfur öflugt söngvaskáld í hans anda.  Söngtextarnir óvenju ljóđrćnir.  Ţá mátti túlka sem ţjóđfélagsgagnrýni.  Einkum í samhengi viđ ađra sem hann var í slagtogi viđ í ţjóđlagasenunni í New York.  

  Umfram marga í henni var og er Dylan mjög góđur lagahöfundur.  Framan af ferli urđu lög hans ofurvinsćl í flutningi annarra:  The Byrds,  Peter, Paul & Mary,  Manfred Mann,  Sonny & Cher, Joan Baez og margra annarra sem ég man ekki eftir í augnablikinu.   

  Dylan varđ kóngur bandarísku ţjóđlagasenunnar.  Kćrasta hans,  Joan Baez var drottningin.  1965 slátrađi Dylan ţeim titli sínum.  Hann mćtti á stćrstu árlega ţjóđlagahátíđina međ rokksveit. Hávćra međ rafmagnshljóđfćrum.  Allt varđ brjálađ. Dylan var púađur niđur.

  Sagan segir ađ ţetta hafi komiđ honum í opna skjöldu.  Hann kom inn á markađinn fyrir daga Bítlaćđisins.  Hann heillađist af bresku Bítlunum og ekki síđur af bandarísku Bítlunum,  The Byrds.  Hann samdi fyrsta smáskífulag The Byrds,  "Mr.  Tambourine Man".  Honum ţótti rökrétt skref ađ rokkast.

  Ţegar hippabylgjan skall á var Dylan ekki ađ öllu leyti samstíga.  Og ţó.  Samt.  Ekki í hávćrri gagnrýni á hernađ Bandaríkjanna í Víetnam.  En í músík og jákvćđri afstöu til vímuefna.  

  Gamlir samherjar kvörtuđu sáran undan ţví ađ Dylan tćki ekki ţátt í andófi gegn Víetnamstríđinu.  Síđar upplýsti Dylan ađ hann hafi tekiđ međvitađa ákvörđun um ađ verđa ekki sá hippaleiđtogi sem kallađ var eftir. Hann vildi ekki vera leiđtogi.  Hann vildi bara vera tónlistarmađur.  Söngvahöfundur án leiđtogahlutverks.

  Foreldrar Dylans eru gyđingar. Biblíutilvitnanir urđu snemma áberandi í textum hans. Á áttunda áratugnum snérist hann til kristni. Varđ mjög upptekinn af ţví.  Afgreiddi ţrjár plötur sem bođberi kristni.  Síđar rjátlađist sá ákafi af honum.

  Dylan heldur stöđugt áfram ađ koma á óvart.  Söngrödd hans hefur alltaf veriđ fagurfrćđilega vond.  Á síđustu árum hefur skrćkt hćsi bćst viđ mikla nefmćlgi og sérkennilegar áherslur.  Hann var á sínum tíma fyrsti frćgi söngvari sem söng illa.  Ađ auki lélegur gítarleikari og falskur munnhörpublásari.  En bara flott.  

  Fyrir nokkrum árum kom Dylan á óvart međ jólaplötu.  Söng (töluvert illa) ţekkt gömul jólalög.  Nćst kom hann á óvart međ plötu sem inniheldur gamla Frank Sinatra slagara. 

  Dylan hefur sjaldnast gefiđ upp afstöđu til forseta- og alţingiskosninga í Bandaríkjunum.  Undantekningu gerđi hann međ stuđningi viđ forsetaframbođ Husseins Obama. 

  Nú hefur Dylan veriđ heiđrađur međ bókmenntaverđlaunum Nóbels.  Ţetta eru frćgustu og hćst skrifuđu bókmenntaverđlaun heims.  Svo bregđur viđ ađ Dylan hefur ekki sýnt nein viđbrögđ.  Hann á ekki snjallsíma og er ekkert á samfélagsmiđlum á netinu.  Einu viđbrögđ - sem óvíst er hvernig á ađ túlka - er ađ fréttatilkynning um verđlaunin birtust á heimasíđu Dylans en var fjarlćgđ skömmu síđar.    

  Til gamans má geta ađ ţegar Dylan spilađi í fyrra skipti á Íslandi ţá reykti hann yfir sig af hassi á Hótel Nordica áđur.  Stal reiđhjóli sem hann mćtti á í Laugardalshöll (nánast nćsta hús). Var illa skakkur og skrćkur í fyrstu lögum.       

    


mbl.is Sakar Dylan um hroka og dónaskap
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er flott hjá ţeim Sćnsku...og ţessi snillingur Bob Dylan hefur breytt ljóđa og textagerđ í Bandaríkunum...sem er ţetta afrek sem hann fćr verđlaunin fyrir. Ég sendi honum einmitt hamingjuóskir á Útvarpi Sögu á fimmtudaginn var og söng fyrir hann brot úr laginu...Mr.  Tambourine Man".  Ég held ađ hann hafi veriđ ađ hlusta,

Guđmundur Óli (IP-tala skráđ) 22.10.2016 kl. 20:55

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir fínan pistil. Ţađ eru reyndar opinberar Facebook og Twitter síđur fyrir Dylan, ţótt mér ţyki mjóg ósennilegt ađ hann nenni ađ stússast í ţví sjálfur. Ţađ sem er heillandi viđ hann er ađ ţó hann fari sínar egin leiđir hefur hann alltaf "taken care of business." 

Wilhelm Emilsson, 23.10.2016 kl. 06:56

3 identicon

Dylan er frábćr kassagítarleikari mjög góđur plokkari frábćr munnhörpuleikari spilađi inn á plötu fyrir Hary bella 1963 sćmilegur rafgítarleikari og međ frábćra söngrödd framanf ferlinum og stórkostlegur túlkandi bara svo viđ höldum ţví til haga.:-)

Bubbi (IP-tala skráđ) 23.10.2016 kl. 14:54

4 Smámynd: Jens Guđ

Guđmundurt Óli,  gott hjá ţér.  

Jens Guđ, 23.10.2016 kl. 17:41

5 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm,  ég hafđi ekki rćnu á ađ skođa síđurnar hans áđur en ég bloggađi.  Át bara hrátt upp eftir öllum músíknetmiđlunum sem ég er áskrifandi ađ.  Nú skođađi ég dćmiđ betur.  Á Fésbók eru margar síđur á hans nafni.  Ein ţeirra er vottuđ af stjórnendum Fésbókar sem síđa er hann stofnađi sjálfur.  Eflaust er samt einhver umbođsskrifstofa hans sem skráir ţar inn hljómleikabókanir og ţess háttar.  https://www.facebook.com/bobdylan/?fref=ts    

Jens Guđ, 23.10.2016 kl. 17:53

6 Smámynd: Jens Guđ

Bubbi,  ég er búinn ađ skrá hann í Idol.  

Jens Guđ, 23.10.2016 kl. 17:53

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svariđ, Jens.

Fínt ađ fá innleg frá Bubba um Dylan.

Wilhelm Emilsson, 24.10.2016 kl. 01:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband