Stórsigur kvenna

  Ég hef verið að skoða kosningaúrslit gærdagsins. Sú skoðun leiðir í ljós - þegar vel er að gáð - að staðan er glettilega góð og ánægjuleg fyrir konur.  Við getum talað um stórsigur kvenna.  Það er aldeilis jákvætt svo ekki sé fastar kveðið að orði.  Mér reiknast til að eftir sveitastjórnarkosningarnar í gær séu átta af þrettán borgarfulltrúum Þórshafnar,  höfuðborgar Færeyja, konur.  Þvílík bomba!  Ég segi og skrifa B-O-B-A!   

  Þær eru:  Annika Olsen (Fólkaflokkur),  Björghild Djurhuus, Helena Dam og Halla Samuelsen (Jafnaðarmannaflokkur),  Gunnvör Balle, Marin Katrina Frýdal og Túrid Horn (Þjóðveldi) og Bergun Kass (Framsókn).

  Mér segir svo hugur að Annika verði næsti borgarstjóri Þórshafnar. 

   


mbl.is Hverju breytir sigurinn á alþjóðavísu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og ekki má gleyma stórsigri færeyska jólabjórsins!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.11.2016 kl. 21:35

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  hann er meira að segja kominn ískaldur og ferskur á dælu á veitingastaðnum Græna herbergið:  https://www.facebook.com/bjor.fo/videos/1060579917374695/

Jens Guð, 10.11.2016 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband