Leon Russell - persónuleg kynni

  Á fyrri hluta áttunda áratugarins lagđi ég stund á svokallađ gagnfrćđinám á Laugarvatni.  Einn af skólabrćđrum mínum var ákafur ađdáandi bandaríska tónlistarmannsins Leons Russells.  Viđ vorum (og erum enn) báđir međ tónlistarástríđu á háu stigi.  Ţess vegna urđum viđ góđir vinir til lífstíđar og herbergisfélagar.  

  Ég man ekki hvernig viđ afgreiddum tónlistarval herbergisins.  Báđir međ sterkar og öfgakenndar skođanir á músík. Okkar gćfa var ađ vera međ afar líkan tónlistarmekk.           

  Leon Russell var iđulega spilađur undir svefninn.

  Um miđjan áttunda áratuginn átti ég erindi til Amarillo í Texas.  Sex vikna heimsókn til tengdafólks.  Ţá hélt Leon Russell ţar hljómleika.  Útihljómleika. 

  Tengdapabbi ţekkti hljómleikahaldarann.  Bađ hann um ađ passa vel upp á okkur turtildúfurnar frá Íslandi.  Hann stađsetti okkur fyrir miđju fremst viđ sviđiđ.  Ţetta var mín fyrsta utanlandsferđ og allt mjög framandi.  Áhorfendur sátu á grasinu.  Margir höfđu teppi eđa púđa til ađ sitja á.  Ţétt var setiđ fyrir framan sviđiđ.  Margir - mjög margir - reyktu gras og létu vindlingana ganga til nćsta manns.  Ţetta var hippastemmning.

  Ţegar Leon Russell mćtti á sviđ ávarpađi hann áheyrendur.  Tilkynnti ađ á hljómleikana vćri mćttir ađdáendur alla leiđ frá Íslandi.  Í sama mund var ljóskösturum beint ađ okkur kćrustuparinu. Viđ stóđum upp og veifuđum undir áköfu lófaklappi áhorfenda.  Hann bauđ okkur velkomin.  

  Ţetta var skrítin og skemmtileg upplifun.  Góđ skemmtun fyrir tvítugan sveitastrák úr Skagafirđi ađ vera á hljómleikum hjá ćskugođi í Amarillo í Texas 1976.

  Áreiđanlega hefđi veriđ minnsta mál í heimi ađ heilsa upp á Leon fyrir eđa eftir hljómleikana. Ég hef hinsvegar hvorki ţá né síđar haft löngun til ađ hitta útlendar (eđa íslenskar) poppstjörnur til ţess eins ađ heilsa ţeim.  Ţađ er miklu skemmtilegra ađ hitta gamla vini. Ég átti aldrei orđastađ viđ Leon.  En hann afrekađi ţađ ađ kynna mig (samt ekki međ nafni, vel ađ merkja) fyrir ađdáendum sínum og bjóđa mig velkominn á hljómleika sína.  Ţađ var til fyrirmyndar á hans ferilsskrá.         

          

        


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband