Einkennileg ţjónustulund hjá N1

Neinn

 

 

 

 

 

 

 

  Kunningjahjón mín áttu erindi í bensínsjoppuna Neinn í Lćkjargötu 46 í Hafnarfirđi.  Ţađ var í gćr.  Ţau ćtluđu ađ steikja sér egg, beikon og bandarískar pönnukökur međ sýrópi, smjöri og bláberjum.  Ţá kom í ljós ađ gaskútur eldavélarinnar var ekki á vetur setjandi.

  Hjónin renndu í Neinn.  Konan skottađist inn. Kom út ađ vörmu spori og sagđi afgreiđslumanninn neita ađ selja sér gas.  Ţađ vćri snjór úti.  Líka ţar sem gasiđ er geymt.

  Húsbóndinn tók tíđindunum illa.  Hann snarađist inn í bensínsjoppuna og endurtók erindiđ.  Hann fékk sama svar.  Ţá spurđi hann hvort ađ máliđ vćri ekki ađ moka snjóinn frá gaskútageymslunni.  "Nei, ţetta er töluverđur snjór," var svariđ. Hann spurđi:  "Er ekki nein skófla á bćnum?"  "Jú, í nćstu dyrum," viđurkenndi starfsmađur á plani fúslega.

  Viđskiptavinurinn gerđi sér lítiđ fyrir:  Sótti skóflu og mokađi frá geymslunni.  Ţađ tók 3 mínútur.  Snjórinn var mjúkur og léttur eins og fiđur.  Ţađ hefđi veriđ auđveldara ađ sópa honum í burt.

  Undir lok snjómokstursins kom starfsmađurinn út.  Hann sagđi:  "Ţađ ţarf ekki ađ moka meira.  Ég nć gaskútnum."  Sem reyndist rétt.  

  Útnefnir Neinn ekki fyrirmyndarstafsmann mánađarins?

  Hvernig er ţađ:  Var Neinn ekki ađ fá einhverja milljarđa afskrifađa vegna tapreksturs eđa eitthvađ svoleiđis?  Kannski vegna vafnings međ aflandskrónur í Dubai.  Eđa hvort ađ ţađ var bótasjóđur Sjóvá.  Eđa hvort ađ ţetta blandađist saman í vafning.

  Annađ tengt snjómokstri:  Bíllinn minn var í morgun innilokađur í 4ra metra snjóskafli sem náđi upp ađ gluggum.  Ég mokađi og mokađi í hálftíma.  Lengst af létt verk vegna ţess hvađ snjórinn var mjúkur og léttur.  Síđasta spölinn syrti í álinn.  Ţar var hár ruđningur frá snjóbíl.  Samanfrosinn pakki.  Bar ţá ađ ungan mann á snjóbíl.  Hann gerđi sér lítiđ fyrir;  tók krók inn á innkeyrsluna hjá mér og ruddi öllum snjó burt.  Sparađi mér ađ minnsta kosti hálftíma snjómoksturspuđ.  Hafi hann bestu ţökk fyrir.

             


mbl.is „Hún ćtlar ađ moka alla götuna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olíufélögin legga litlar áherslur á góđa útimenn. Ţeir ţurfa heldur ekki ađ leggja mikiđ á sig til ađ vinna fyrir laununum.

Stefán (IP-tala skráđ) 27.2.2017 kl. 21:44

2 identicon

Ţađ má ekki dćma alla eftir einum. Ég tek til varna fyrir kallana hjá N1 á Leirunni viđ Akureyri. Ţađ er mjög mikil traffík á ţeirri stöđ en kallarninr eru alltaf léttir í lund og sérlega ţjónustuliprir. Og ekki veit ég til ţess ađ ţeir séu hluthafar í fyrirtćkinu.

Skarfurinn.

Sigurđur Bjarklind (IP-tala skráđ) 28.2.2017 kl. 07:22

3 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  kannski eru góđir útimenn vandfundnir?

Jens Guđ, 1.3.2017 kl. 08:46

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur,  ég tek undir ţađ ađ ekki megi dćma alla eftir einum.  Ţess vegna tiltók ég hvar atvikiđ átti sér stađ:  Til ađ starfsmenn annarra stöđva vćru fríađir.  

Jens Guđ, 1.3.2017 kl. 08:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.