Göngugarpar gefa heldur betur í

  Íslendingar eru ofdekrađir og latir.  Ekki allir.  Samt flestir.  Menn rölta ekki lengur út í sjoppu heldur aka í bíl - hvort heldur sem leiđin er 50 eđa 100 metrar.  Menn leggja ólöglega viđ inngang líkamsrćktarstöđva fremur en ţurfa ađ ganga frá löglegu bílastćđi - ţó ađ munurinn sé ađeins örfáir metrar.

  Viđ Ikea í Garđabć er alltaf ţéttpakkađ í öll bílastćđi nćst versluninni.  Ekkert óeđlilegt viđ ţađ.  Nema í morgun.  Ţá var ţessu öfugt fariđ.  Bílastćđin fjćrst versluninni voru ţéttpökkuđ.  Einungis einn og einn bíll var á stangli nćst búđinni.

  Greinilega er eitthvađ gönguátak í gangi - án ţess ađ ég hafi orđiđ var viđ ţađ fyrr en nú.  Ekki nóg međ ţađ.  Ég horfđi á eftir fjöldanum - heilu fjölskyldunum - lengja göngutúrinn međ ţví ađ stökkva út úr bílnum og ganga fyrsta spölinn í áttina frá Ikea.  Allir stikuđu stórum.  Nánast hlupu viđ fót.  Ég bar kennsl á forsćtisráđherrann Bjarna Ben í hópnum.  

  Ég rölti í rólegheitum ađ Ikea.  Fram úr mér - međ stuttu millibili - skokkuđu tveir menn.  Ţeir tóku sitthvora Ikea-innkaupakerruna og brunuđu međ ţćr frá Ikea.  Mér dettur í hug ađ ţeir noti ţćr fyrir göngugrind.  Eđa hvort ađ ţeir vilji sýna ţeim verslunarlengjuna sem er gegnt Ikea.  Ţar má sjá Fiskó gćludýraverslun, Art2b gallerí, Bónus, Max raftćkjaverslun, Costco, Hyundai-umbođiđ og eitthvađ fleira.

  Ég tók ekki ţátt í gönguátakinu.  Fór ţess í stađ upp í veitingasölu Ikea og fékk mér ýsu í raspi.  Ţar var óvenju fámennt.  Nánast eins og í dauđs manns gröf.  Enda áttu göngugarparnir eftir ađ skila sér.  

ikea   

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband