Nafn óskast

  Algengt er að verðandi foreldrar finni nafn á barn sitt löngu áður en það fæðist.  Þó hendir einstaka sinnum að ekkert heppilegt nafn finnist.  Barnið getur verið orðið töluvert stálpað áður en því er fundið nafn.  Núna hefur móðir í Færeyjum auglýst eftir aðstoð við að finna nafn á son sinn.  Skilyrðin eru þessi:

  - Verður að vera drengjanafn

  - Verður að hljóma eins á færeysku og dönsku

  - Má ekki vera á lista yfir 50 algengustu drengjanöfn í Færeyjum eða Danmörku

  - Stafafjöldi skal vera 3 - 6

  - Verður að hljóma vel við nafnið Arek án þess að byrja á A (Arek er nafn eldri bróður hans)

  Ef þið hafið góða uppástungu skal koma henni á framfæri í skilaboðakerfinu HÉR

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aksel eða Asger t.d. Nöfn sem hanga rétt neðan við topp 50 í Danmörku.

Stefán (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 14:13

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nafnið Anders Behring Breivik var að losna.wink

Jósef Smári Ásmundsson, 9.6.2017 kl. 17:34

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sms er mjög alþjóðlegt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 9.6.2017 kl. 18:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Melin eða Lokki, sem eru flott fjallanöfn í Færeyjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 19:48

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki með facebook, svo ég kem ekki tillögu þangað. Melin er hljómþýtt og mystiskt og er borið fram eins á öllum tungum. Alfærseyskt. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 19:51

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Marek, Merek, Malek, Melek, ( alls ekki Elkem )Marlek, Merlek.

(Er ekki á feisbókinni)

 Goóðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.6.2017 kl. 19:55

7 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Birgir/Birger; Úlrik, Hinrik, Bjarni, Magnús.

Sæmundur G. Halldórsson , 9.6.2017 kl. 20:35

8 identicon

Patrek

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 22:31

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú er ég með þetta: JENSEK.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.6.2017 kl. 09:31

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hún vill ekki að nafnið byrji á A.

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:27

11 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  úps!  Er ekki slegist um það?

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:29

12 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (#3),  snilld!

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:32

13 Smámynd: Jens Guð

Jón Steinar,  ég kem þessum tillögum til skila.

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:34

14 Smámynd: Jens Guð

Halldór Egill, takk fyrir skemmtilegar uppástungur.

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:48

15 Smámynd: Jens Guð

Sæmundur,  takk fyrir þetta.  Ég kem þessu öllu til skila.  

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:50

16 Smámynd: Jens Guð

Aðalsteinn, bestu þakkir.

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:53

17 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (#9),  þetta verður ekki toppað!

Jens Guð, 10.6.2017 kl. 13:54

18 identicon

Mark   -   Jesper

Stefán (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 10:36

19 identicon

Ekki flókið:

Aron, Baron, Caron, Daron og svo frv.

siggi (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 11:14

20 identicon

Hrærek.

Tobbi (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 20:30

21 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#18),  þetta eru góðar uppástungur.

Jens Guð, 12.6.2017 kl. 19:22

22 Smámynd: Jens Guð

Siggi,  gott mál.

Jens Guð, 12.6.2017 kl. 19:22

23 Smámynd: Jens Guð

Tobbi, nafnið hljómar vel.  Hvað ætli það þýði?  Varla hræ-rek.

Jens Guð, 12.6.2017 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.