Þú getur lengt æviskeiðið um fimm ár

  Skemmtileg tilviljun.  Ég var að passa yndislegu barnabörnin.  Í hamingjuvímunni á eftir rakst ég á grein í tímaritinu Evolution and Human Behaviour.  Í henni greinir frá yfirgripsmikilli rannsókn sem var unnin af fimm háskólum í Þýskalandi, Sviss og Ástralíu.  Úrtakið var 500 manns á aldrinum frá 70 og upp úr.  

  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddi í ljós að fólk sem passar barnabörn lifir að meðaltali fimm árum lengur en aðrir.  Talið er að boðefnið oxytocin hafi eitthvað með þetta að gera.  Það er kallað væntumþykju-hormónið.  Heilinn framleiðir aukaskammt af því þegar litið er eftir barnabörnunum.

  Eins er talið að pössunin þýði mikilvægi þess að gamalt fólk hafi eitthvað fyrir stafni.  Finni til ábyrgðar, geri áætlanir, skipuleggi sig og eigi glaðar stundir.

  Svona er einfalt og ánægjulegt að lengja lífið um fimm ár.  Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að virkja vistmenn elliheimila til barnagæslu.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú er ég mikið með mínum barnabörnum en er ekki orðinn 70 ára. Á þetta þá ekki við mig!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.7.2017 kl. 15:08

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Bannar Ríkistjórnin ekki að gamlir passi börn- er ekki betra að loka þa inni svo þeir  seu ekki of langlifir ! 

Erla Magna Alexandersdóttir, 9.7.2017 kl. 17:48

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þú varst klárlega ekki í úrtakinu.  Of ungur.  Aldursbilið 70 og eldri var valið vegna þess að afar fáir deyja undir þeim aldri.  Í okkar heimshluta ná flestir níræðisaldri.  Þar af fjölgar stöðugt Íslendingum sem ná 100 ára aldri.  Sennilega vegna þess að þeir hafa passað barnabörn.  

Jens Guð, 9.7.2017 kl. 20:19

4 Smámynd: Jens Guð

Erla Magnea,  vissulega er hagkvæmt fyrir líferyissjóðina - og ofurlaunaða starfsmenn þeirra - að lífaldur sé stuttur.  Nógu sársaukafullt er fyrir þá að gengi Haga (Bónus, Hagkaup) sé í frjálsu falli eftir innkomu sósíalíska Kaupfélags Garðahrepps (Costco).

  Ég veit ekki af hverju eitthvert íslenskt sveitarfélag gerir ekki tilraun með að nýta vistmenn elliheimilis í barnapössun. 

Jens Guð, 9.7.2017 kl. 20:27

5 identicon

Svo fallegt og satt sem þú skrifar þarna Jens. Hér á landi virðist hinsvegar ríkja sú stefna hjá opinberum stofnunum að níðast á öldruðum og pína eins og Tryggingastofnun gerir aftur og aftur með því að reikna bætur vitlaust út ( viljandi ? ) og senda öldruðum eftir á reikninga. Það kemur mér svo sem ekki á óvart að Tryggingstofnun hagi sér þannig gagnvart skjólstæðingum sínum, eftir samskipti mín fyrir skjólstæðing við ,, gáfumennin " hjá Tryggingastofnun. Alveg merkilegt annars hvernig fólk velst til starfa hjá opinberum stofnunum hér. Líklega mikið til fólk sem hvergi þrífst annars staðar en á ríkisspenanum. Svo er það starfsfólkið sem elur upp börnin okkar fyrstu árin, starfsfólk á leikskólum, sem sveitarfélögin sjá ekki nokkra ástæðu til að borga mannsæmandi laun.

Stefán (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 21:01

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán, er stafsfólk Tryggingarstofnunnar og annarra álíka stofnana ekki ráðið út á flokksskírteini umfram annað?  Veit þó ekki.  Held að það fólk sé ekki hátt launað.  Hinsvegar er umhugsunarvert að starfsfólki leikskóla sé borguð lægri laun en guttunum sem eru að fá 90 milljónir í Landsbankanum.   

Jens Guð, 9.7.2017 kl. 22:57

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég varð fránumin af stolti þegar gamlir sjómenn(skipstjórar)sögðu Magnúsi Þór(Útv.Sögu) frá ævistörfum sínum og annar yfir áttrætt var fengin til að sækja skip til Evrópu,þótt muni ekki hvert, sannar þetta hvað gamlir geta og er treyst til að gera.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2017 kl. 02:06

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mikið er gaman fyrir eldri borgara að sjá hann sé of ungur!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.7.2017 kl. 08:44

9 identicon

Sú var tíðin Jens, að Alþýðuflokksfólk áttu greiðari aðgang að ríkisjötu Tryggingasstofnunar, en ég held að í dag gildi flokksskírteini frekar inn í feitar stöður hjá bönkum, fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum, þar sem sjálftökufólk skammtar sér vel á kostnað almennings. Svo finnst mér að fjölmiðlar eigi að birta nöfn og myndir af fólkinu á bak við hið mjög svo umdeilda og taktlausa Kjararáð. Óskar Bergsson fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er þar varaformaður, en hann hrökklaðist háðslega úr starfi sínu sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík á sínum tíma. Vilhjálmur H Vilhjálmsson fyrrum mjög svo umdeildur borgarstjóri er þar líka í aðalstjórn. Jónas Þór Guðmundsson er formaður og Svanhildur Kaaber og Hulda Árnadóttir eru í aðalstjórn Kjararáðs. Þetta fólk fær vel greitt fyrir að pirra þjóðina og kann ekki að skammast sín fyrir.

Stefán (IP-tala skráð) 10.7.2017 kl. 12:33

10 Smámynd: Jens Guð

Helga,  svo sannarlega.  Ég heyrði þennan mjög svo góða og áhugaverða þátt Magnúsar Þórs.  

Jens Guð, 10.7.2017 kl. 17:22

11 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  við erum á svipuðum aldri.  Of ungir!

Jens Guð, 10.7.2017 kl. 17:24

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Banna öldruðum að gæta barnabarna sinna.

Ef aldraðir lifa 5 árum lengur, hvað heldur þú að það komi til með að kosta lífeyrissjóðina og almannatryggingarkerfið? Miljarða ofan á miljarða og þar af leiðandi er ekki hægt að halda uppi túrista hælisleitendum og ég tala nú ekki um gæluverkefni báknsins.

Nei, það þarf að finna eitthvað sem að styttir aldur aldraðara um 5 ár, svo að það sé hægt að auka greiðslur og fjölga túrista hælisleitenda og auðvitað er þá hægt að eyða meiru í gæluverkefni báknsins.

Kveðja frá Minniappolis

Jóhann Kristinsson, 10.7.2017 kl. 17:33

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  að því er ég best veit þá eru gæðingarnir í kjararáði skipaðir af Alþingi,  Hæstarétti og einhverjum ráðherrum.  Síðan úrskurðar kjararáð um laun þeirra sem gaukuðu að þeim bitlingnum.     

Jens Guð, 10.7.2017 kl. 17:34

14 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  lausnin er að leyfa eldri borgurum að vinna.  Nýverið var lögum breytt á þann veg að þeir megi aðeins vinna sér inn 25 þúsund kall á mánuði (í stað 100 þús).  Flestir sem ná 67 ára aldri hafa óskert vinnuþrek.  Þeir vilja vinna og búa til verðmæti.  Æstir í stækka hagkerfið yngri kynslóðum til góða þegar upp er staðið.  Það er gríðarlegur skortur á vinnandi höndum í byggingariðnaði.  Líka bráðvantar meiraprófs bílstjóra.  Pólverjar, Lettar, Litháar og Eistar eru fluttir hingað inn til að fylla upp í þessi störf.  Talan er 70% í þessum greinum.  Hagkvæmara væri fyrir þjóðfélagið að nýta íslenska eldri borgara í þessi störf. 

Jens Guð, 10.7.2017 kl. 18:48

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú eg vissi ekki að þú teldir fólk af EES löndum væru túrista hælisleitendur enda hef ég heyrt þig í þáttum á útvarpi Sögu gera greina mun á þeim sem koma í atvinnu frá EES löndum og þeim sem eru í fríu uppihaldi hjá ríki og bæ og koma frá löndum utan EES svæðisins. Þetta er Fólk sem gengur undir því að vera kallaðir túrista hælisleytendur, sem auðvitað er allt annað en kvóta flóttamenn.

En auðvitað á að leyfa öldruðum að vinna en ekki að skerða lífeyri þeirra krónu fyrir krónu. Það kemur lífeyrisjóðum ekkert við hvaða aðrar tekjur aldraða fólkið hefur eða ríkinu, engar skerðingar, en tekjuskattur verður á tekjum eins og venjulega.

Kveðja frá Seltjarnarnesi 

Jóhann Kristinsson, 11.7.2017 kl. 21:07

16 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  ekki átta ég mig á því hvernig þér tekst að lesa eitthvað um túristahælisleitendur út úr mínum orðum.  Pólverjar sem rútufyrirtæki flytja inn eru hreyfanlegt vinnuafl.  Fyrirtæki eins og Kynnisferðir og Strætó væru lömuð án þeirra.

 Sama á við um Letta og Litháa sem vinna í byggingariðnaði.  Þeir vinna fram á kvöld og um helgar vegna skorts á íslenskum iðnaðarmönnum.  Það má bæta stórmörkuðum við.  Það er hörgull á Íslendingum í afgreiðslustörf.  Costco í Garðabæ hefur orðið að manna þau störf með Englendingum.

  Kaupás (Nóatún) stóð sig vel á tímabili í að ráða eldri borgara í hlutastörf.  Þegar frítekjumark þeirra var lækkað úr 100 þúsund kalli niður í 25 þúsund kall þá hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu.   

Jens Guð, 12.7.2017 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband