Svindlađ á tollinum

  Fyrir hátt í fjórum áratugum flutti Íslendingur aftur heim til Íslands eftir langdvöl í Svíţjóđ.  Hann hafđi keypt ýmis heimilistćki, fatnađ,  sćngurföt og fleira í Svíţjóđ.  Hann var međ kvittanir fyrir öllu.  Ţćr stađfestu ađ um gamlar notađar vörur var ađ rćđa.  Búslóđ sem mađurinn sankađi ađ sér í áranna rás.  Ţar međ ţurfti hvorki ađ greiđa vörugjald né söluskatt af henni.

  Reyndar keypti hann sjónvarp rétt fyrir heimförina.  Bađ búđarmanninn um ađ dagsetja kvittunina nokkur ár aftur í tímann.  Sá tók ţví vel og sótti brúsa undir afgreiđsluborđiđ.  Opnađi svo pappakassann međ sjónvarpinu, úđađi ryki yfir sjónvarpiđ og sagđi: "Ţú segir tollinum ađ sjónvarpiđ hafi rykfalliđ uppi á háalofti hjá ţér eftir stutta notkun.  Ég er alltaf ađ gera svona fyrir Íslendinga á heimleiđ."

  Mađurinn vandi sig á sánaböđ í Svíţjóđardvölinni.  Sánaklefar á Íslandi kostuđu meira en tvöfalt á viđ samskonar klefa í Svíţjóđ.  Mađurinn fjárfesti í glćsilegasta sánaklefa sem hann fann í Svíţjóđ.  Skrúfađi bekkina lausa og notađi ţá fyrir vörubretti undir búslóđina sína.  Búslóđin smekkfyllti sánaklefann.  Ţar međ var hann orđinn gámur en ekki sánaklefi sem fengi á sig hátt vörugjald, söluskatt og allskonar.  Á núvirđi erum viđ ađ tala um gjöld upp á meira en hálfa milljón kr.  

  Ţegar gámurinn var tollafgreiddur ţurfti mađurinn ađ opna hann og sýna innihaldiđ.  Hann framvísađi kvittunum.  Tollverđir rótuđu dálítiđ í búslóđinni og sannreyndu ađ allt var eins og ţađ átti ađ vera.  Er ţeir gengu á braut bankađi einn utan í gáminn og sagđi:  "Assgoti eru sćnsku trégámarnir orđnir vandađir."  

  Eigandinn svarađi:  "Já,  ég er mjög ánćgđur međ hann.  Mér var sagt ađ búslóđ sé miklu betur varin í trégámi en járngámi ţegar siglt er um ólgusjó..  Ţar ađ auki get ég smíđađ sólpall eđa eitthvađ úr timbrinu.

------------------------------------------------------------------------

  Til gamans má geta ađ sánaklefi kallast bađstofa á fćreysku.

    


mbl.is Ein flottasta sánan í eigu Íslendings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband