Fésbókin er ólíkindatól - kemur skemmtilega á óvart

  Herskari hakkara er í fullri vinnu hjá Fésbók.  Hún gengur út á ađ ţróa bókina stöđugt lengra í ţá átt ađ notandinn verđi fíkill.  Verđi háđur henni.  Verđi eins og uppvakningur sem gerir sér ekki grein fyrir ósjálfráđri hegđun sinni.

  Ţetta er gert međ allskonar "fítusum", hljóđum, lit, leikjum og ýmsum fleiri möguleikum,  svo sem "lćk-takka" og tilfinningatáknum.  Međ ţessu er hrćrt í efnabođum heilans.  Ástćđa er til ađ vera á varđbergi.  Vera međvitađur um ţetta og verjast.  Til ađ mynda međ ţví ađ stýra ţví sjálfur hvađ löngum tíma er eytt í bókina á dag eđa á viku.  Láta hana ekki teyma sig á asnaeyrum fram og til baka allan sólarhringinn.  

  Ţess eru mörg dćmi ađ fólk vakni upp á nóttunni til ađ kíkja á Fésbók.  Einnig ađ ţađ fresti ţví ađ fara í háttinn.  Svo og ađ matast sé fyrir framan skjáinn.

  Fésbókin hefur skemmtilegar hliđar.  Margar.  Hún getur til ađ mynda komiđ glettilega á óvart.  Flestir hafa einhver hundruđ Fb-vina og upp í 5000 (hámark).  Notandinn fćr ekki ađ sjá innlegg ţeirra í réttri tímaröđ.  Ţess í stađ eru ţau skömmtuđ eftir kúnstarinnar reglum.  Ţćr ráđast međal annars af ţví hjá hverjum ţú hefur "lćkađ" oftast og skrifađ flestar athugasemdir hjá.  Bókin safnar stöđugt upplýsingum um ţig.  Greinir og kortleggur.  

  Póstarnir sem bókin sýnir manni fyrst falla hlutfallslega betur og betur ađ ţínum smekk.  Áhugamálum, viđhorfum til stjórnmála og allskonar.  Sýnilegasti Fb-vinahópurinn ţróast í fjölmennan já-hóp.

  Vegna ţess ađ manni eru ekki sýnd innlegg í réttri tímaröđ getur útkoman orđiđ skondin og ruglingsleg.  Oftast kíki ég á Fb á morgnana fyrir vinnu og aftur ađ kvöldi eftir vinnu.  Á morgnana blasa iđulega viđ kveđjur međ ósk um góđa nótt og ljúfar drauma.  Á kvöldin blasa viđ kveđjur ţar sem bođiđ er góđan og blessađan dag.  Síđasta mánudag birtist mér innlegg međ textanum:  "Jibbý!  ţađ er kominn föstudagur!"  

  Ég sá ađ ţessari hressilegu upphrópun var póstađ á föstudeginum.  Fb sá hinsvegar ekki ástćđu til ađ skila henni til mín fyrr en eftir helgi.  


mbl.is Fyrrverandi lykilstarfsmađur hjólar í Facebook
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.