Samherjasvindlið

Eftir að ég tók virkan þátt í starfsemi Frjálslynda flokksins skipti ég um hest í miðri á;  kúplaði mig út úr pólitískri umræðu.  Hinsvegar brá svo við í gær að vinur minn bað mig um að snara fyrir sig yfir á íslensku yfirlýsingu frá Anfin Olsen,  nánum samstarfsmanni Samherja í Færeyjum.  Þetta á erindi í umræðuna:  Reyndar treysti ég ekki minni lélegu færeysku til að þýða allt rétt. Þú skalt ekki heldur treysta henni.  Ég á líka eftir að umorða þetta almennilega. Ég hef fengið flogakast af minna tilefni.

Hefst þá málsvörn Anfinns:

Ég hef ítrekað sagt frá eignarviðskiptum í félaginu Framherja en útlitið verður stöðugt svartara um þessi viðskipti. Ég og konan eigum 67% hlut í Sp/f Framherja sem er móðurfélag félagsins. Hin 33% eiga Sp/f Framinvest. Í þessu félagi á Samherji 73% og ég og konan 27%. Samanlagður eignarhlutur Samherja í félaginu Framherja er 24%. Ég er forstjórinn og hef fullan ákvörðunarrétt ásamt nefndum í móðurfélaginu og dótturfélögunum sem eru P/F Akraberg, P/F Eysturoy og P/F Regn.

Í sjónvarpsþættinum var vísað til skjala um 16 peningaflutninga til og frá Framherja og Framinvest frá 2010. Allir flutningarnir voru vegna kaupa og sölu á skipum. 2011 var færeyski makrílkvótinn hækkaður úr 85000 tonnum í 150000 tonn. Aðeins eitt uppsjávarfyrirtæki var þá í Færeyjum sem gat tekið á móti makríl til matvinnslu. Vegna makrílstríðsins gátum við ekki landað erlendis. Okkur var nauðugur einn kostur að útvega frystiskip sem gat veitt og verkað eins og móðurskip, svo mest verðmæti fengjust úr þessum stóra makrílkvóta.

Høgaberg

2011 og 2012 Í samstarfi við Samherja gátum við útvegað eitt slíkt skip með hraði. 2011 keyptum við trollarann Geysir frá Katla Seafood sem hafði bækistöðvar í Las Palmas í Kanaríeyjum. Það er dótturfyrirtæki Samherja. Við settum skilyrði fyrir því að Katla Seafood myndi kaupa skipið aftur á sömu upphæð að vertíð lokinni. Þetta var endurtekið 2012. Þá var það systurskipið Alina. Skipin voru formlega kaypt, því þau þurfti að skrásetja í Færeyjum til að geta farið á veiðar. Hluti af áhöfninni var útlendingar. Samið var um að laun þeirra væru gerð upp samkvæmt montøravtaluni (ég held að þetta orð standi fyrir að umreikna) í dönskum krónum. Þrír fjárflutningar voru gerðir samtals upp á 4,9 milljónir króna. Katla Seafót fór frammá að annar kostnaður við skipin báðar vertíðirnar yrði greiddur í dollurum og evrum, til að losna við kostnað vegna gjaldeyrisskipta. Flutningarnir voru gerðir upp í gegnum Framinvest vegna þess að það félag hafði gjaldeyrisreikning til að gjalda Katla Seafood. Framherji gerði svo upp við Framinvest sömu upphæð í dönskum krónum. Gerðir voru upp fjórir fjárflutningar upp á til samans 6,1 milljón dollara og 38,047 evrur.

Fríðborg

2010 samdi Samherji við útgerðarfyrirtækið sem átti rækjuskipið Friðborg um kaup á skipinu. Samherji fór með kaupin í gegnum Framinvest sem er dótturfélag í Færeyjum. Kaupandinn var Katla Seafood á Akureyri, dótturfyrirtæki Samherja. Kaupverðið var millifært í gegnum Framinvest. Þegar allt var upp gert reyndist kaupverðið vera lægra og var mismunurinn endurgreiddur til Katla Seafood á Akureyri.

Akraberg

Sex fjárflutningar voru vegna kaupa P/F Akraberg á trollara frá þýska félaginu DFFU - Deutsche Fischfang Union, dótturfyrirtækis Samherja. Skipinu var breytt til að geta heilfryst slægðan og afhausaðan fisk, uppsjávarfisk og rækjur. Breytingin varð dýrari en reiknað var með. Bankarnir sem höfðu samþykkt að fjármagna kaupin, Realurin og Arion banki, vildu sjá skipið áður en endanlegt lán yrði veitt. Þá þurfti að fá millifjármögnun frá Esja Seafood, dótturfyrirtæki Samherja á Kýpur. Það lán var afgreitt í febrúar 2014, uppá 2,6 milljón evrur. Það var endurgreitt í fernu lagi síðar 2014. Sjötti fjárflutningurinn vegna milligreiðslunnar var í maí 2015. Hann var vegna vaxta og endanlegs uppgjörs vegna lánsins. Þetta var í evrum og var afgreitt í gegnum Framherja sem nú hafði fengið gjaldeyrisreikning. Síðar var gert upp við P/F Akraberg.

  KVF (færeyska sjónvarpið) telur grunsamlegt að ég hafi í útvarpi sagt að kostnaðurinn væri 140-150 milljónir er Akraberg kom til Færeyja þegar hið rétta var að kostnaðurinn varð 160 milljónir. Kaupverðið á Akraberg var 111,8 milljónir. Breytingin kostaði 51,2 milljónir. Lögfræðikostnaður, skráning og fleira var 2,0 milljónir. Það komu upp vandamál með skipið, og útgreiðslur fóru til færeyskrar þjónustu vegna breytinga og umbóta. Þetta skýrir muninn á upphæðinni sem ég gaf upp og endanlegum kostnaði.

Faroe Origin

16. og síðasti fjárflutningurinn sem KVF vísar til er vegna Faroe Origin. Þegar hlutafélagið Faroe Origin var stofnað með því fororði að kaupa hlut af aktivunum frá búnum (ég,veit ekki hvað þetta þýðir. Kannski eitthvasð um þá sem verða virkir í búinu?) frá Faroe Sedafood þá kom Samherji með 25% hlutafjársins. Starfsemin gekk illa. 2015 var hlutafé fært niður í 0. Síðan var nýtt hlutafjárútboð og hlutur Samherja varð 3,5 milljónir. Þá upphæð lagði Framherji til. Það var endurgreitt með einni millifærslu frá Esja Seafood á Kýpur í desember 2015.

Það eru forréttindi að vera í samstarfi við sterkt útlent fyrirtæki. Við höfum starfað með Samherja síðan 1994. Innanhúss viðskipti Samherja eru okkur óviðkomandi. Það er þungt fyrir mig, fjölskyldu mína og okkur öll í Framherja að vera sakaður um þátttöku í ólöglegum og óvanalegum viðskiptum sem ég á enga aðild að.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki skritið að nuverandi sjavarutvegsraðherra Islands er svo ovinsæll að það er hreinlega sogulegt. 

Stefan (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 12:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV, 7.4.2021 (síðastliðinn miðvikudag):

"Í kvöldfréttum færeyska ríkisútvarpsins kemur fram að skattayfirvöld þar í landi séu með til skoðunar viðskipti færeysku útgerðarinnar Framherja, sem er að hluta í eigu Samherja, við félög á Kýpur, sem einnig eru í eigu Samherja. cool

Í heimildamynd, sem var sýnd í færeyska sjónvarpinu í gær, kemur framkvæmdastjóri Framherja af fjöllum þegar hann er spurður um þessi viðskipti.

Þetta er seinni hluti heimildamyndarinnar "Teir ómettiligu" eða "Þeir óseðjandi", sem fjallar um tengsl Samherjamálsins við Færeyjar.

Í fyrri hlutanum kom meðal annars fram að Samherji væri talinn hafa brotið bæði færeysk og namibísk lög með því að skrá íslenska sjómenn á færeysk fraktskip þegar þeir voru raunverulega við störf á fiskiskipum við strendur Namibíu. cool

Í seinni hlutanum, sem sýndur var í gær, er vísað í umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja á Kýpur.

Annfinn Olsen, framkvæmdastjóri færeyska útgerðarfélagsins Framherja, sem er í eigu Samherja og fjölskyldu hans sjálfs, virðist koma af fjöllum þegar fréttamaður Kringvarpsins ber undir hann viðskipti félagsins sem hann stýrir við félög á Kýpur, sem einnig eru í eigu Samherja.

"Erum við þar?!" spyr Anfinn Jan Lamhauge fréttamann. cool

Annfinn sagði að spyrja yrði Samherja út í þetta. Hann sagðist ekki hafa viljað spyrja sjálfur, því stundum væri betra að vita ekkert. cool

Í frétt Kringvarpsins segir að árum saman hafi því verið haldið fram að Framherja sé í raun stýrt af Samherja, sem þó á aðeins fjórðung í félaginu. cool

Í heimildamyndinni er einnig er rætt við Bjørn á Heygum sem hefur setið í stjórnum fjölda Samherjafélaga í Færeyjum, þar á meðal útgerðarinnar Framherja.

Heimildamyndina má sjá hér.

Umfjöllun Kringvarpsins um Samherjamálið: "Erum við þar?!"

Þorsteinn Briem, 11.4.2021 kl. 15:20

3 Smámynd: Jens Guð

Steini,  bestu þakkir fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 11.4.2021 kl. 15:49

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég tek undir það.

Jens Guð, 11.4.2021 kl. 16:38

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð músikin. Áttu ekki eitthvað með Aniku Höydal?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2021 kl. 22:58

6 Smámynd: Jens Guð

Heimir,  ég á hedlling með Aniku.  Til að mynda þetta:  

https://www.youtube.com/watch?v=_sFpwNI7OpM

Jens Guð, 12.4.2021 kl. 08:49

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Botna akkúrat ekkert í þessu enda eru svona löng blogg og flókin  ekki fyrir mig!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.4.2021 kl. 11:36

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þú ert ekki einn um það.  Sjálfur skil ég ekki upp né niður í þessu. 

Jens Guð, 12.4.2021 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.