Fćrsluflokkur: Bloggar

Viđbjóđslegir veitingastađir

  Til margra ára hef ég stundum horft á sjónvarpsţćtti enska matreiđslumannsins  Gordons Ramseys.  Hann heimsćkir bandaríska veitingastađi.  Smakkar mat ţeirra.  Aldrei bregst ađ hann lýsir mat ţeirra sem mesta viđbjóđi er hann hefur séđ og smakkađ.  Ţađ hlýtur ađ ţýđa ađ bandarísk matreiđsla hrörni stöđugt dag frá degi.  Annars gćtu ţessir matsölustađir ekki toppađ alla fyrri ógeđslegu matsölustađi ár eftir ár.

  Áhugavert er ađ hann afhjúpar ćtíđ í leiđinni rosalegan sóđaskap á matsölustöđunum.  Bandrtíska Heilbrigđiseftirlitiđ er ekki ađ standa sig. 

  Svo hundskammar hann alltaf óhćfan eiganda stađarins og kokkinn.  Er mjög ruddalegur og árásagjarn í orđum.  Keyrir ţá upp ađ vegg.  Oftast er tekist hart á í orđum.  Svo gefur hann ţeim góđ ráđ.  Viđkomandi knúsar hann í lok ţáttar og allt verđur gott. Ţetta er ljómandi skemmtilegt sjónvarpsefni.  Eitt ţađ besta er ađ nćgilegt er ađ horfa á tíunda hvern ţátt.  Hinir eru allir eins.


Gleđileg jól!

Heims um ból

halda menn jól;

heiđingjar, kristnir og Tjallar.

Uppi á stól

stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


Minningarorđ um Kristínu Guđmundsdóttur

  Í dag er til moldar borin ástkćr skólasystir,  Kristín Guđmundsdóttir í Grindavík.  Viđ vorum samferđa í Hérađsskólanum á Laugarvatni á fyrri hluta áttunda áratugarins.

  Allir strákarnir í skólanum nema einn voru skotnir í Stínu.  Ekki ađeins vegna ţess ađ hún var gullfalleg.  Líka vegna hennar geislandi persónuleika.  Hún var glađvćr,  jákvćđ, hlý og afskaplega skemmtileg.

  Nemendum á Laugarvatni var mismunađ gróflega eftir kynjum.  Drengjaheimavistir og stúlknaheimavistir.  Stranglega var bannađ ađ flakka ţar á milli.  Slík ósvífni kostađi brottrekstur úr skólanum.

  Stína bjó á heimavist sem hét Hlíđ.  Nauđsyn braut lög.  Reglur viku fyrir ljúfum eftirmiđdögum um helgar.  Fátt var skemmtilegra en ađ heimsćkja Stínu og vinkonur hennar síđdegis um helgar.  Bara ađ spjalla saman,  vel ađ merkja.  Ekkert annađ.   Ţađ var góđ skemmtun.  Ţarna varđ til sterk lífstíđarvinátta.

  Fyrir nokkrum árum tókum viđ skólasystkini frá Laugarvatni upp á ţví ađ hittast af og til.  Meiriháttar gaman.  Skugga bar á síđasta endurfund er Stína var fjarri vegna baráttu viđ krabbamein.  Hennar er nú sárt saknađ.  Ein skemmtilegasta og indćlasta manneskja sem ég hef kynnst.  Ég er ţakklátur fyrir frábćr kynni.

 

KristínLaugarvatn


Fćreyingar innleiđa ţorrablót

  Ţorrablót er gamall og góđur íslenskur siđur.  Ungt fólk fćr tćkifćri til ađ kynnast fjölbreyttum og bragđgóđum mat fyrri alda.  Ţađ uppgötvar ađ fleira er matur en Cocoapuffs,  Cheerios,  pizzur,  hamborgarar,  djúpsteiktir kjúklingabitar og franskar kartöflur.  Flestir  taka ástfóstri viđ ţorramat.  Ţannig berst ţorramatarhefđin frá kynslóđ til kynslóđar.

  Víđa um heim halda Íslendingafélög myndarleg ţorrablót.  Í einhverjum tilfellum hefur fámennur hópur Íslendinga í Fćreyjum haldiđ ţorrablót.  Nú bregđur svo viđ ađ Fćreyingar halda ţorrablót nćsta laugardag.  

  Skemmtistađurinn Sirkus í Ţórshöfn,  kráin Bjórkovin (á neđri hćđ Sirkuss) og Borg brugghús á Íslandi taka höndum saman og bjóđa Fćreyingum og Íslendingum á ţorrablót.  Allar veitingar ókeypis (ţorrablót á Íslandi mćttu taka upp ţann siđ).  Bođiđ er upp á hefđbundinn íslenskan ţorramat, bjórinn Surt, snafs og fćreyskt skerpukjöt.

  Gaman er ađ Fćreyingar taki ţorrablót upp á sína arma.  Hugsanlega spilar inn í ađ eigandi Sirkus og Bjórkovans,  Sunneva Háberg Eysturstein,  vann sem dyravörđur á íslenska skemmtistađnum Sirkus viđ Klapparstíg um aldarmótin.  Hér kynntist hún ţorrablótum.

ţorramatur 

    


Hátíđ ljóss og friđar

  Heims um ból halda menn jól;

heiđingjar, kristnir og Tjallar.

  Uppi í stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.

 


Jóla- og nýggjársheilsan

Eg ynskir tćr og tinum eini gleđilig og hugnalig jól og eitt vćlsignađ og eydnuberandiđ nýggjár,  viđ tökk fyri tađ brátt farna.


Karllćgt bloggsamfélag

  Ţegar ég byrjađi ađ blogga á Moggabloggi - sennilega um 2008 - voru kvenbloggarar áberandi í efstu sćtum yfir vinsćlustu blogg.  Ţetta voru Jenný Anna,  Jóna Á. Gísladóttir,  Áslaug Ósk,  Ragnhildur Sverrisdóttir,  Gurrí Haralds,  Helga Guđrún Eiríksdóttir,  Ásthildur Cesil,  Salvör Gissurardóttir,  Rannveig Höskuldsdóttir,  Halla Rut,  Heiđa B.,  Heiđa Ţórđar,  Birgitta Jónsdóttir,  Kolbrún Baldursdóttir,  Katrín Snćhólm,  Kristín Björg Ţorsteinsdóttir,  Vilborg Traustadóttir,  Hjóla-Hrönn, Sóley Tómasdóttir,  Anna Kristjánsdóttir og margar fleiri sem ég vona ađ móđgist ekki ţó ađ ég muni ekki eftir í augnablikinu.  

  Nokkru síđar hurfu ţessir frábćru kvenbloggarar nánast eins og dögg fyrir sólu af Moggablogginu á sama tíma.  Ţeir/ţćr fćrđu sig yfir á Fésbók eđa á ađrar bloggsíđur.  Eftir sátum viđ karlpungarnir á Moggablogginu.  Nú er svo komiđ ađ Moggabloggiđ er nánast einskorđađ viđ okkar einsleita karlaheim.  Ţađ er miđur.  Spurning vaknar um hvađ veldur kúvendingunni.  

  Rétt er ađ halda til haga ađ Ásthildur Cesil,  Kolbrún Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir og Hjóla-Hrönn eiga ţađ til ađ henda inn bloggfćrslu hér endrum og eins.  Ţćr fá jafnan góđar viđtökur.  ţađ er alltaf fagnađarefni.  Eftir stendur ađ í dag er Moggabloggiđ karlasamkunda. Öfugt viđ Fésbók,  twitter og alla ţá ađra samfélagsmiđla sem skarta sjónarmiđum beggja/allra kynja í ţokkalega jöfnum hlutföllum.         

moggablogg


Alger uppstokkun í bloggsamfélaginu

  Fyrir nokkrum árum var Moggabloggiđ allsráđandi í bloggi á Íslandi.  Ţađ var langbesta bloggumhverfiđ.  Bauđ upp á persónulegt umhverfi (margir kostir í bođi) og marga góđa möguleika.  Ţađ var hćgt ađ tengja bloggfćrslu viđ frétt á mbl.is.  Ţađ var hćgt ađ setja inn á plötuspilara uppáhaldslög.  Ţađ var hćgt ađ efna til skođanakannanna.  Ţađ var hćgt ađ velja letur, leturstćrđ,  lit á letri.  Ţađ var hćgt ađ pósta inn myndböndum.  Ţađ var hćgt ađ ráđa stćrđ ljósmynda.

  Bloggumhverfi Moggabloggsins var frábćrlega vel útfćrt á heimsmćlikvarđa.   Tugţúsundir hófu ađ blogga á Moggablogginu.  Vinsćlustu bloggarar fengu 5 - 10 ţúsund innlit á dag.  Ţeir sem nćstir komu fengu 2 - 5 ţúsund innlit á dag.  Dagblöđin:  Mogginn, Fréttablađiđ, Blađiđ og DV, birtu daglega einskonar "best of"  bloggfćrslur frá deginum áđur.  Ljósvakamiđlar voru sömuleiđis duglegir viđ ađ vitna i bloggfćrslur.  Til varđ frasinn "bloggheimar loga" ţegar mikiđ gekk á.

  Svo breyttist allt á einni nóttu.  Ţađ var ţegar Doddsson varđ ritstjóri Morgunblađsins.  Blogginu var sparkađ niđur í kjallara.  Í forystugrein í Mogganum lýsti Doddsson ţví yfir ađ bloggarar vćri ómarktćkur skríll.  Bara ég og örfáir ađrir vćru á hlustandi.  Allir ađrir bloggarar vćru fábjánar.

  Nánast allir vinsćlustu bloggarar Moggabloggsins fćrđu sig međ ţađ sama yfir á önnur bloggsvćđi.  10 ţúsund dagleg innlit á Moggabloggiđ hrundu niđur í 500.  

  Moggabloggshruniđ skaut styrkum stođum undir blogg á eyjunni, dv, pressunni og fleiri bloggsvćđum.  Bloggsvćđi 365 miđla,  bloggcentral og blogg.visir.is, blómstruđu.  Samt voru stöđug vandrćđi međ ţessi bloggsvćđi 365 miđla.  Ţar var allt í klessu.  Innlitsteljari virkađi nánast aldrei.  Ţađ var ekkert hćgt ađ stjórna leturstćrđ,  ljósmyndastćrđ né litum eđa öđru.  Ţađ var klúđur aldarinnar ađ 365 miđlar nýttu sér á engan hátt hrun Moggabloggsins.  Ţvert á móti ţá hefur vísisbloggiđ alla tíđ verđ hornreka og meira og minna hálf bćklađ fyrirbćri.

  Ţrátt fyrir allt var alla tíđ góđ traffík á bloggsvćđi 365.  Nú hefur ţeim veriđ lokađ.  365 miđlar hafa stimplađ sig út úr bloggheimum.  

  Spurningin er hvađa áhrif ţetta hefur á bloggheim.  Mér segir svo hugur ađ fćstir fćri sig yfir á Moggabloggiđ.  Flestir fćra sig vćntanlega yfir á Fésbók.  Ţađ er spurning međ DV bloggiđ og Eyjuna.  Ţau blogsvćđi standa ekki öllum opin.  Ađeins útvöldum er hleypt ađ.  

  Ţá er eftir "kommentakerfi" DV og visir.is. Ţangađ munu einhverjir fćra sig.  Eftir stendur ađ tveir af helstu bloggvettvöngum Íslands hafa skellt í lás, bloggcentral.is og blogg.visir.is.   Ţar er skarđ.


Varúđ! Úlfur í sauđagćru í bloggheimi

  Undanfarna daga hefur einhver fariđ mikinn undir nafninu Bjartmar Guđlaugsson í athugasemdakerfi hinna ýmsu bloggvettvanga.  Viđkomandi hefur međal annars vitnađ í ţekkt textabrot tónlistarmannsins Bjartmars Guđlaugssonar og segist ţá vera ađ vitna í sína eigin texta.  Máliđ er ađ tónlistarmađurinn Bjartmar Guđlaugsson hefur aldrei skrifađ athugasemd viđ bloggfćrslur. 

  Ţađ sem verra er:  Sá sem villir ţarna á sér heimildir og ţykist vera tónlistarmađurinn Bjartmar Guđlaugsson er ađ rífa kjaft í athugasemdakerfinu.  Hann fer í aulalegar ritdeilur viđ bloggfćrsluhöfunda og dregur ţannig upp vonda mynd af tónlistarmanninum.  

  Ţarna er um lögbrot ađ rćđa.  Ţađ verđur kćrt til lögreglu,  gerandinn leitađur upp,  dreginn fyrir dóm og hýddur.  


Bestu og verstu bloggarar landsins

larahanna

  Í helgarblađi DV er opnugrein um bestu og verstu bloggara landsins.  Úttektin leggur út af niđurstöđu 15 álitsgjafa.  Ég er ekki alveg viss en held ađ hver álitsgjafi nefni 3 bestu og 3 verstu bloggarana.  Mér til ómćldrar gleđi er ég á lista yfir bćđi bestu og verstu bloggara landsins.  Rökin fyrir ađ ég sé einn af verstu bloggurum eru ţau ađ ég sé: "Besserwisser sem telur sig vita allt best".

  Ţađ er gaman.  Besserwisser er sá sem er yfirmáta fjölfróđur.  Ţađ er ég hinsvegar ekki.  Ég er fáfróđur en geri mikiđ úr ţví litla sem ég veit.  Nákvćmari lýsing hefđi átt ađ vera:  "Gefur sig út fyrir ađ vera besserwisser..."  En samt.  Ţađ er skemmtilegt ađ vera (ranglega) skilgreindur besserwisser.

  Lára Hanna hefur yfirburđi sem besti bloggarinn.  Hún er vel ađ ţeim titli komin.  Ég er henni ekki alltaf sammála.  Ţađ skiptir ekki máli.   Blogg hennar er eins og fjölmiđill út af fyrir sig.  Hún leggur rosalega mikla vinnu í bloggiđ sitt.  Ég skil ekki hvernig hún nennir ađ hlađa inn á blogg sitt heimildum sem sumar spanna mörg ár aftur í tímann.  Ég kvitta glađur undir ađ Lára Hanna sé besti bloggari landsins.

  Verra ţykir mér ađ Stefán Friđrik Stefánsson sé útnefndur versti bloggarinn.  Sagđur hafa eyđilagt fréttabloggiđ og vera konung endurvinnslunnar.  Ég kann vel viđ blogg Stefáns.  Kíki oft inn á hans bloggsíđu.  Hann bćtir fróđleiksmolum viđ fréttir Moggans og liggur ekki á sínum skođunum.  Hann er íhald af gamla skólanum (Sjálfstćđisflokksmađur) en gagnrýninn á sitt fólk.  Opinskár og heiđarlegur og samkvćmur sjálfum sér. 

  Daglegur fjöldi innlita á bloggsíđu Stefáns vćri ekki sá sem raun ber vitni nema vegna ţess ađ fólk hefur áhuga á ţví sem ţar er í bođi.

  Samkvćmt niđurstöđu DV veitir Jón Valur Jensson Stefáni harđa samkeppni sem versti bloggarinn.  Jón Valur er sakađur um trúarhrćsni,  leiđindi og ýta undir hatur,  misklíđ og heiftúđskap.

  Egill Helgason er nćst besti bloggarinn.  

  Gaman vćri ađ hlera álit ykkar á bestu og verstu bloggurum.  En vinsamlegast sniđgangiđ mitt nafn í umrćđunni.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband