Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Sökudólgurinn gripinn glóđvolgur

  Í árdaga tölvunnar var sett upp tölvustofa í Háskóla Íslands.  Tölvurnar voru frumstćđar og kostuđu skildinginn.  Fljótlega kom upp sú stađa ađ lyklaborđin biluđu.  Ţetta var eins og smitandi sýki.  Takkar hćttu ađ virka eđa skiluđu annarri niđurstöđu en ţeim var ćtlađ.  Ţetta var ekki eđlilegt.  Grunur kviknađi um ađ skipulögđ skemmdarverk vćru unnin á tölvunum.  Eftirlitsmyndavélum var komiđ fyrir í stofunni svo lítiđ bar á.  Ţćr fundu sökudólginn.  Hann reyndist vera rćstingakona;  afskaplega samviskusöm og vandvirk međ langan og farsćlan feril. 

  Á hverju kvöldi skóladags ţreif hún tölvustofuna hátt og lágt.  Međal annars úđađi hún yfir tölvurnar sótthreinsandi sápuúđa sem hún ţurrkađi jafnharđan af.  Hún úđađi einnig vökvanum yfir lyklaborđin.  Vandamáliđ er ađ enn í dag - nálćgt 4 áratugum síđar - eru lyklaborđ afskaplega viđkvćm fyrir vökva.  Ég votta ţađ.

tölva ţvegin

 

 


5 tíma svefn er ekki nćgur

  Sumt fólk á ţađ til á góđri stundu ađ hreykja sér af ţví ađ ţađ ţurfi ekki nema fimm tíma nćtursvefn.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ af New York háskóla í lćknisfrćđi.  Dr. Rebecca Robbins leiddi rannsóknina.  Niđurstađan er sú ađ hugmyndin um ađ fimm tíma svefn sé ekki ađeins bull heldur skađleg.   

  Ţetta stuttur nćtursvefn eykur mjög líkur á fjölda lífshćttulegra heilsubresta,  svo sem hjartaáfalli, heilablóđfalli og almennt ótímabćrum dauđa.  Fólki er ráđlagt frá ţví ađ horfa á sjónvarp fyrir háttatíma.  Jafnframt er upplýst ađ neysla áfengra drykkja undir svefn rýri svefngćđi.  Frá ţessu segir í The Journal Sleep Health en ekki hinu:  Ađ heppilegast sé ađ stunda morgundrykkju samviskusamlega.  

  Rannsóknin byggir á yfir 8000 gögnum.   

 

 


Gáfnafar Íslendinga slagar í asískar ţjóđir

  Flestir vita ađ Asíubúar eru gáfađastir allra jarđarbúa.  Ţar af skora íbúar Hong Kong og Singapore hćst.  Fast á hćla ţeirra koma íbúar Suđur-Kóreu,  Japans, Kína og Tćvans.  Til ađ allrar sanngirni sé gćtt skal tekiđ fram ađ ekki hefur tekist ađ mćla gáfnafar íbúa Norđur-Kóreu.  Ađ sögn ţarlendra fjölmiđla búa stjórnendur ríkisins ađ yfirnáttúrulegu gáfnafari.  Og yfirnáttúrulegum hćfileikum á flestum sviđum,  ef út í ţađ er fariđ.   Hafa meira ađ segja sent mannađ geimfar til sólarinnar.

  Fćrri vita ađ Ítalir, Íslendingar og Svisslendingar koma ţétt upp ađ Asíubúum í gáfnafari.  Ótrúleg stađreynd ef hliđsjón er höfđ af útsendingum frá Alţingi.  Máliđ er ađ ađrar ţjóđir eru vitlausari. 

  HÉR má sjá listann.  Hann er ekki fullkominn,  eins og ađ ofan greinir varđandi Norđur-Kóreu.  Líka vantar Fćreyinga á listann.  Ţeir eru flokkađir međ Dönum.  Eiga áreiđanlega sinn ţátt í ţví ađ Danir ná 9. sćtinu. 


Górillur "pósa"

  Flestir reyna ađ koma ţokkalega fyrir ţegar ţeir verđa ţess varir ađ ljósmyndavél er beint ađ ţeim.  Ekki síst ţegar teknar eru svokallađar sjálfur.  Ţetta er greinilegt ţegar kíkt er á sjálfurnar sem flćđa yfir fésbókina. 

  Svona hegđun er ekki einskorđuđ viđ mannfólkiđ.  Ţetta á líka viđ um górillurnar í ţjóđgarđinum í Kongó.  Ţćr hafa áttađ sig á fyrirbćrinu ljósmynd.  Ţćr "pósa";  stilla sér upp bísperrtar og eins virđulegar og mannlegar og ţeim er unnt.

  Á međfylgjandi mynd er önnur górillan eins og hún sé međ hönd í vasa.  Afar frábrugđiđ eđlilegri handstöđu apans.  Hin hallar sér fram til ađ passa upp á ađ vera örugglega međ á mynd.  Undir öđrum kringumstćđum gengur gorillan á fjórum fótum.

apamyndapamnd 1 

 


Leyndarmálin afhjúpuđ

  Hver hefur ekki velt ţví fyrir sér hvernig sólin liti út ef hún vćri blá?  Eđa hvernig útsýniđ vćri ef Júpíter vćri jafn nálćgt jörđinni og tungliđ?  Mér er ljúft og skylt ađ svipta hulunni af leyndarmálunum.  Ekki ađeins međ orđum heldur öllu heldur međ ljósmyndum.

  Sólin er á vinstri myndinni.

blá sóljúpíter 


Hvađa Bítill var gáfađastur?

 

  Augljósa svariđ er John Lennon.  Eđa hvađ?  Svo skemmtilega vill til ađ allir Bítlarnir tóku greindarpróf (IQ) á unglingsárum í skólanum sínum.  Einhverra hluta vegna ber heimildum ekki saman um skor Lennons.  Flestar herma ađ hans IQ hafi mćlst 165.  Ađrar heimilidir gefa upp 140.  Enn ađrar 150.  Ég hallast ađ hćrri tölunum.  Í skóla velti John fyrir sér hvort ađ hann vćri ofviti eđa klikkađur.  Hann undrađist hvađ hann átti létt međ ađ máta kennara í tilsvörum.  Á sama tíma upplifđi hann ýmislegt sérkennilegt.  Til ađ mynda sá hann nöfn og orđ í lit.  Engir ađrir sem hann ţekkti gerđu ţađ.  Ađ auki samdi hann smásögur sem voru svo "sýrđar" ađ hann varđ ringlađur.

  Paul McCartney mćldist međ 137 IQ.  George Harrison 117 IQ.  Ringo er sagđur hafa veriđ skammt undan Harrison.  Međagreind er 100 IQ.  Allir Bítlarnir voru ţví yfir međalgreind.  Ţađ ţarf ekki ađ koma á óvart.  Yfirburđir Bítlanna á tónlistarsviđi stađfesta ţađ ásamt mörgu öđru. Kannski gáfađasta rokkhljómsveit sögunnar.  Ofurgreind er skilgreind sem !Q 140 og ţar yfir. 

  Engum blöđum er um ađ fletta ađ John Lennon var bráđgáfađur.  Leiftrandi góđur húmoristi í tilsvörum,  bráđskemmtilegur og fyndinn smásagnahöfundur og einn af bestu ljóđskáldum rokksins.  

  Gáfur eru eitt.  Annađ ađ nýta ţćr á besta hátt.  John Lennon stríddi viđ ótal vandamál sem hann kunni ekki ađ vinna úr.  Ţau fylgdu honum alla ćvi.  Hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum.  Hann kynntist ţeim ekki fyrr en á fullorđinsárum.  Hann ólst upp hjá frćnku sinni.  Hann kallađi hana aldrei mömmu.  Hann kallađi hana Mimi frćnku.  Hún var ströng,  kuldaleg, stíf og afar snobbuđ millistéttarfrú.  Hann var henni erfiđur; reif kjaft og var óhlýđinn.  Hún skammađi hann fyrir ađ umgangast lágstéttarguttana Paul og George.  Til gamans má geta ađ pabbi Pauls varađi hann viđ ađ umgangast John.  Ţađ myndi ađeins leiđa til vandrćđa.  John var alrćmdur í Liverpool fyrir ađ vera kjaftfor og árásargjarn uppvöđsluseggur.  Paul segir ađ allir unglingar í Liverpool hafi vitađ af honum.  Hann var svo fyrirferđamikill.  Paul fannst John vera ađaltöffari Liverpool. 

  John drakk áfengi og reykti frá barnsaldri.  Hann var alki en hellti sér út í gríđarmikla eiturlyfjaneyslu sem leysti drykkjuna af hólmi um nokkurra ára skeiđ.

  Samskipti hans viđ Mimi frćnku á uppvaxtarárum voru án hlýju og fađmlaga.  Hann reyndist henni vel á fullorđinsárum.  Gaf henni risastórt hús - ađ hennar sögn alltof stóra höll - í Liverpool og hringdi í hana aldrei sjaldnar en vikulega.  Oft tvisvar eđa ţrisvar í viku.

  Samskipti Johns viđ eiginmann Mimi frćnku voru betri.  Sá var léttur og hress.  Hann gaf John munnhörpu.  Hann náđi góđum tökum á henni.  Ţegar upptökustjórinn George Martin tók ákvörđun um ađ gera plötusamning viđ Bítlana ţá var ţađ munnhörpuleikurinn sem heillađi hann umfram annađ.  Fóstrinn dó er John var 12 ára.  Ţar međ missti hann sinn besta vin fram til ţessa. 

  John Lennon sríddi viđ skapofsaköst.  Hann fór á bari til ađ slást.  Hann lamdi skólafélaga sína,  hann lamdi spilafélaga sína í hljómsveitinni sem varđ Bítlarnir.  Hann lamdi Paul.  Hann lamdi Cyntheu fyrri konu sína.  Í viđtali viđ tímaritiđ Playboy sagđist hann sjá eftir ţví ađ hafa ekki lamiđ George Harrison ţegar sá tók ólundarkast eftir ađ Yoko át súkkulađikex hans.   

  John burđađist međ áfallastreituröskun.  Á fyrstu sólóplötu hans er upphafslagiđ,  "Mother",  sársaukafullur reiđisöngur í garđ foreldra sinna fyrir ađ hafa yfirgefiđ hann.  Reyndar kynntist hann mömmu sínni óvćnt um fermingaraldur.  Hún hafđi allan tímann búiđ í nćstu götu án ţess ađ hann hefđi hugmynd um ţađ.  Gáfurnar og tónlistarhćfileika erfđi hann frá henni.  Hún spilađi á banjó og píanó.  Hún gaf honum gítar og kenndi honum ađ spila banjó-hljóma.  En hún var geggjađur bóhem.  Svo ók fullur lögregluţjónn yfir hana og drap hana.  Einmitt ţegar John var nýbyrjađur ađ njóta ţess ađ kynnast mömmu sinni.  Pabba sinn hitti hann ađeins einu sinni.  Ţađ var eftir ađ Bítlarnir slógu í gegn.  Ţá bankađi kallinn upp hjá honum og sníkti pening.  John gaf honum pening en bađ starfsfólk Bítlanna um ađ hleypa honum aldrei aftur aftur til síns.

  Sólóferill Johns hófst glćsilega.  En svo datt hann í ţađ.  Var fullur og dómgreindarlaus í nokkur ár á fyrri hluta áttunda atatugarins.  Hann kallađi tímabiliđ "týndu helgina".  Allt var í rugli hjá honum.  Eiginkonan,  Yoko,  henti honum út.  Seint og síđar meir sćttust ţau og John dró sig út úr tónlistarheimi og sviđsljósi.

  1980 mćtti hann aftur til leiks.  Samdi ennţá góđ lög og texta.  En var orđinn léttpoppari.  Sagđist hafa í fríinu hćtt ađ hlusta á framsćkna músík.  Ţess í stađ hlustađi hann á léttpopp í útvarpinu.  Svo var hann myrtur.

  Félagsfćrni Johns var broguđ.  Hann hafđi áráttu fyrir ţví ađ ganga fram af fólki og móđga ţađ.  Var iđulega ruddi. Í fyrsta sinn sem Eric Clapton kynnti Lennon fyrir kćrustu sinn ţá gekk hann svo fram af henni međ klámfengnum ruddaskap ađ eftir ţađ var Clapton stöđugt á varđbergi í samskiptum viđ Lennon.

  Ađ sumu leyti hefur Paul unniđ betur úr sínum gáfum.  Hann er "diplómat".  Ađ vísu pirrađi sjórnsemi hans George og Ringo undir lok Bítlaferils.  Er umbođsmađur Bítlanna,  Brian Epstein,  dó gerđist Paul eiginlegur hljómsveitarstjóri ţeirra.  Hann og George og Ringo litu ţó alltaf á Bítlana sem hljómsveit Johns.  En hann var meira og minna hálfur eđa allur út úr heimi í eiturlyfjaneyslu.  Paul er ofvirkur; hefur skipulagshćfileika ţó ađ hann hafi ekki gćtt nćrgćtni viđ Ringo og George er hér var komiđ sögu. 

  Meistaraverkiđ "Sgt. Peppers.." var hugmynd Pauls.  Líka "Hvíta albúmiđ" og "Abbey Road". 

  Einkalíf Pauls hefur veriđ farsćlt.  Undan er skiliđ ađ hann lét gullgrafarann Heather Mills plata sig.  Gegn mótmćlum barna hans. 

   Paul er 77 ára og er ennţá ađ afgreiđa öskursöngsrokk eins og enginn sé morgundagurinn.  Hljómleikar hans eru rómađir sem meiriháttar.  Hann spilađi betur úr sínum spilum en John.     

 


Tilviljun?

  Listafrćđikennarinn minn í Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum var Björn Th. Björnsson.  Hann var afskaplega skemmtilegur.  Hann hafđi sérstćđar kenningar um hitt og ţetta og fylgdi ţeim eftir af rökfestu.  Ein var sú ađ ekki vćri til neitt sem heiti tilviljun.  Einhverjir mölduđu í móinn og tefldu fram sögur af meintum tilviljunum.  Björn fór yfir dćmiđ liđ fyrir liđ.  Ćtíđ tókst honum ađ greina fyrirbćriđ ţannig ađ í raun hefđi frekar veriđ tilviljun ađ ţetta hefđi ekki gerst.

  Mér varđ hugsađ til Björns er ég var í Munchen um páskana.  Ţá sat ég á gistiheimilinu á spjalli viđ tvo ađra gesti; unga dömu frá Indlandi og ungan mann frá Afganistan.  Hann er búsettur í Eistlandi.  Ţau höfđu aldrei áđur hitts.

  Fljótlega kom í ljós ađ bćđi voru á leiđ til Írlands međ haustinu.  Norđur-Írlands eđa lýđveldisins?  Dublin.  Hvers vegna Dublin?  Til ađ fara í skóla ţar.  Hvađa skóla?  Ţau reyndust vera á leiđ í sama skóla.  Bćđi göptu af undrun áđur en ţau ákváđu ađ verđa Fésbókarvinir og halda hópinn.  Til ađ byrja međ myndu ţau ekki ţekkja neina ađra samnemendur skólans. 

   Tilviljun?  Björn Th.  hefđi fariđ létt međ ađ hrekja ţá kenningu.  Samt.  Af 7,5 milljörđum jarđarbúa eru tveir unglingar - sem ekki ţekktust - frá sitthvoru landinu á leiđ til Dublin í haust.  Ţeir voru samtímis á litlu gistiheimili í Munchen í Ţýskalandi í örfáa daga.  Ţeir tóku tal saman.  Ég giska á ađ hvorugur hafi lent á spjalli viđ fleiri en kannski 10 ađra gesti gistiheimilisins.

        


Fćreyskar kjötbollur

  Allir ţekkja sćnskar kjötbollur.  Flestir sem sćkja veitingastađ Ikea hafa fengiđ sér kjötbollurnar ţar.  Sumir oft.  Einkum sćkja börn og unglingar í ţćr.  Reyndar eru ţćr upphaflega komnar frá Grikklandi.  Sú stađreynd er faliđ leyndarmál.

  Margir ţekkja líka danskar kjötbollur.  Einkum eftir ađ Kjarnafćđi hóf framleiđslu á ţeim.

  Frá ţví ađ íslenskir kjötsalar komust upp á lag međ ađ selja kjötfars hefur nafn íslensku kjötbollunnar fćrst yfir í ađ heita hakkbollur.  Mig grunar ađ kjötfars sé séríslensk uppfinning.  Fyrir hálfri öld eđa svo rak kunningi minn hverfisbúđ međ kjötborđi.  Besti bisnessinn var ađ selja kjötfars.  Uppistöđuhráefniđ var hveiti en hann gat selt ţetta á verđi kj0thakks.  Stundum sat hann uppi međ kjötfars sem súrnađi.  Ţá skellti hann slurki af salti í ţađ og kallađi farsiđ saltkjötsfars.

  Uppistöđuhráefni dönsku kjötbollunnar er svínakjöt.  Svíarnir blanda saman svínakjötinu og nautakjöti.  Á síđustu árum eru Íslendingar farnir ađ fćra sig frá nautakjötshakki yfir í svínakjötshakk ţegar kemur ađ hakkbollu.

  Fćreyingar halda sig alfariđ viđ nautakjötshakkiđ.  Ţeir kalla sínar kjötbollur frikadellur eins og Danir.  Fćreysku frikadellurnar eru betri og frísklegri.

  Hráefni fyrir fjögurra manna máltíđ:

505 grömm nautahakk

2 laukar

2 hvítlauksrif

1 egg

1,7 dl mjólk

78 grömm hveiti (mćli frekar međ hafragrjónum)

1,5 teskeiđ salt

  Einfalt og gott.  Laukurinn og hvítlauksrifin eru söxuđ í smátt.  Öllu er hrćrt saman.  Kokkurinn setur á sig einnota plasthanska og mótar međ ađstođ matskeiđar litlar bollur.  Ţćr smjörsteikir hann uns ţćr eru orđnar fallega brúnar.  Galdurinn er ađ bollurnar séu ekki stórar.  Séu á stćrđ viđ ţćr sćnsku.  Kannski samt pínulítiđ stćrri.

  Heppilegt međlćti er ofnsteikt rótargrćnmeti og kartöflur.  Líka heimalöguđ tómatsósa (ekki ketchup).  

4 smassađir tómatar

1 svissađur laukur

2 svissuđ hvítlauksrif

2 kjötteningar

3 saxađar basilikur

  Ţetta er látiđ malla í 16 mínútur

fćreyskar frikadellur   

 

 

 


Uppfinningar sem breyta lífi ţínu

  Japanir eru allra manna iđnastir viđ ađ finna upp gagnlega hluti.  Ţađ er eins og ţeir geri ekkert annađ allan daginn.  Hugmyndaflugiđ er ótakmarkađ.  Hér eru nokkur snjöll sýnishorn af vörum sem hafa ekki borist til Evrópu.  Bara tímaspursmál um daga fremur en ár. 

sólarorkukveikjari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sólarorkukveikjarinn sparar bensín og fé.  Margnota líftíđareign.  Fer vel í stóra vasa.

augndropatrekt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Augndropar eru til stöđugra vandrćđa.  Ţeir hitta ekki á augađ.  Lenda upp á enni eđa niđur á kinn.  Ţar fer dýr dropi til spillist.  Augndropatrektin leysir máliđ.  Snilldin felst í ţví ađ trektinni er haldiđ stöđugri međ ţví ađ vera föst viđ gleraugu.  Gleraugun tryggja ađ dropinn lendi á mitt augađ. 

bananabox

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Banani er hollastur ţegar hann er vel ţroskađur;  orđinn mjúkur og alsettur svörtum deplum.  Í ţví ástandi fer hann illa í vasa.  Klessist og atar vasann.  Bananaboxiđ er lausnin.  Ţađ er úr ţunnu og léttu plasti og varđveitir lögun ávaxtarins.  Algengt er ađ fólki međ mikiđ dót í öllum vösum rugli öllu saman;  man ekki stundinni lengur hvađ er hvađ.  Bananaboxiđ lítur út eins og banani.  Enginn ruglast á ţví.  

melónur sem staflast vel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Vatnsmelónur eru plássfrekar í verslunum og í flutningum.  Ţćr staflast illa;  kringlóttar og af öllum stćrđum.  Japanir hafa komist upp á lag međ ađ rćkta ţćr ferkantađar.  Ţćr eru rćktađar í kassa.  Ţannig eru ţćr jafnframt allar jafn stórar.  

vatnsmelóna 


Hvađ segir músíksmekkurinn um ţig?

  Margt mótar tónlistarsmekk.  Ţar á međal menningarheimurinn sem manneskjan elst upp í,   kunningjahópurinn og aldur.  Líkamsstarfsemin spilar stórt hlutverk.  Einkum hormón á borđ viđ testósteron og estrógen.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ í bak og fyrir.  Niđurstađan er ekki algild fyrir alla.  Margir lađast ađ mörgum ólíkum músíkstílum.  Grófa samspiliđ er ţannig:

  - Ef ţú lađast ađ meginstraums vinsćldalistapoppi (Rihanna, Justin Bieber...) er líklegt ađ ţú sért félagslynd manneskja, einlćg og ósköp venjuleg í flesta stađi.  Dugleg til vinnu og međ ágćtt sjálfsálit.  En dálítiđ eirđarlaus og lítiđ fyrir skapandi greinar. 

  - Rappheimurinn hefur ímynd ofbeldis og árásarhneigđar.  Engu ađ síđur leiđa rannsóknir í ljós ađ rappunnendur eru ekki ofbeldisfyllri eđa ruddalegri en annađ fólk.  Hinsvegar hafa ţeir mikiđ sjálfsálit og eru opinskáir. 

  - Kántrýboltar eru dugnađarforkar,  íhaldssamir,  félagslyndir og í góđu tilfinningalegu jafnvćgi. 

  - Ţungarokksunnendur eru blíđir,  friđsamir,  skapandi,  lokađir og međ frekar lítiđ sjálfsálit. 

  - Ţeir sem sćkja í nýskapandi og framsćkna tónlist (alternative, indie...) eru ađ sjálfsögđu leitandi og opnir fyrir nýsköpun,  klárir,  dálítiđ latir,  kuldalegir og međ lítiđ sjálfsálit.   

  -  Unnendur harđrar dansmúsíkur eru félagslyndir og áreiđanlegir.

  -  Unnendum klassískrar tónlistar líđur vel í eigin skinni og eru sáttir viđ heiminn,  íhaldssamir,  skapandi og međ gott sjálfsálit. 

  -  Djassgeggjarar,  blúsarar og sálarunnendur (soul) eiga ţađ sameiginlegt ađ vera íhaldssamir,  klárir,  mjög skapandi međ mikiđ sjálfstraust og sáttir viđ guđi og menn.

 

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband