Fćrsluflokkur: Utanríkismál/alţjóđamál

Haugalygi um Fćreyjar

  Breska dagblađiđ The Guardian sló á dögunum upp frétt af ţví ađ Fćreyjar yrđu lokađar erlendum ferđamönnum síđustu helgina í apríl.  Ţetta er ekki alveg rétt.  Töluvert ýkt.  Hvorki leggst flug niđur né ađ hótel loki.  Hinsvegar verđa helstu ferđamannastađir lokađir túristum ţessa helgi.  Ástćđan er sú ađ tímabćrt er ađ taka ţá í gegn;  bćta merkingar,  laga gönguleiđir,  laga til eftir of mikinn átrođning og hreinsa eyjarnar af rusli,  svo sem plasti sem rekiđ hefur í land. 

  Fjöldi fjölmiđla endurbirti frétt The Guardian.  Ţar á međal Rúv og fjölmiđlar 365.  100 erlendum ferđamönnum er bođiđ ađ taka ţátt í tiltektarátakinu.  Ţeir fá frítt fćđi og húsnćđi en sjá sjálfir um ferđir til og frá eyjunum.  Ţegar hafa 3500 manns sótt um ţátttöku. 

  Í frétt The Guardian segir ađ 60 ţúsund erlendir ferđamenn heimsćki Fćreyjar árlega.  Bćđi íslensku fjölmiđlarnir og ţeir útlensku éta ţetta upp eftir The Guardian.  Fréttin er haugalygi.  Í fyrra, 2018,  sóttu 120.000 erlendir ferđamenn Fćreyjar.  Ţađ er ađ segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.      

  Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyţjóđ sem telur 51 ţúsund manns.  Mig grunar ađ The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferđaskipum.  Gleymst hafi ađ kanna hvađ margir heimsćkja Fćreyjar í flugi.  

  Íslensku fjölmiđlarnir hefđu gert rétt í ţví ađ hringja í mig til ađ fá réttar upplýsingar.  En klúđruđu ţví.  Fyrir bragđiđ birtu ţeir kolrangar upplýsingar.  

     


Gleđilegt nýtt ár!

  Ég var í útlandinu.  Eins og jafnan áđur ţá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum.  Ađ ţessu sinni hélt ég upp á hátíđ ljóss og friđar í Toronto í Kanada.  Toronto er alvöru stórborg,  sú fjórđa fjölmennasta í Norđur-Ameríku.  Telur 6 milljónir íbúa.  Nokkuđ vćnn hópur.  Íbúar Kanada eru 37 milljónir.

  Toronto er friđsamasta og öruggasta borg í Ameríku.  Sem er merkilegt vegna ţess ađ hún liggur upp viđ New York.  Ţar kalla menn ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ glćpatíđni.

  Ţetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada.  Ég hafđi ekki gert mér grein fyrir ţví hvađ bresk áhrif eru mikil ţarna.  Munar ţar einhverju um ađ ćđsti ţjóđhöfđingi Kanada er breska drottningin.  Mynd af henni "prýđir" 20 dollara seđilinn.  Fleiri Breta má finna á öđrum dollaraseđlum.  

  26 desember er stór dagur í Bretlandi.  Hann heitir "Boxing Day".  Ţá ganga Bretar af göflunum.  Breskar verslanir losa sig viđ afgangslager;  kýla niđur verđ til ađ geta byrjađ međ hreint borđ á nýju ári.  Viđskiptavinir slást um girnilegustu kaup.  Ţađan dregur dagurinn nafn sitt.  

  Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day".  Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi.  Í og međ vegna ţess ađ fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week".  Lagerhreinsunin varir til og međ 1. janúar.

 Margir veitingastađir bjóđa upp á enskan morgunverđ.  Ţađ er svo sem ekki bundiđ viđ Kanada.  Hérlendis og víđa erlendis má finna veitingastađi sem bjóđa upp á enskan morgunverđ.  En ţađ er bresk stemmning ađ snćđa í Kanada enskan morgunverđ og fletta í leiđinni dagblađinu Toronto Sun.  Ţađ er ómerkilegt dagblađ sem tekur miđ af ennţá ómerkilegra dagblađi,  breska The Sun.  Ţetta eru óvönduđ falsfrétta slúđurblöđ.  Kanadíska Sun reynir pínulítiđ ađ fela stćlinguna á breska Sun.  Breska Sun er ţekkt fyrir "blađsíđu 3".  Ţar er ljósmynd og kynning á léttklćddum stelpum.  Oft bara á G-streng einum fata.  Í Toronto Sun er léttklćdda stelpan kynnt í öftustu opnu.     

  Meira og mjög áhugavert varđandi kanadísk dagblöđ í bloggi helgarinnar.    


Fćreyska velferđarríkiđ blómstrar

  Fćreyjar eru mesta velferđarríki heims.  Fćreyingar mćlast hamingjusamasta ţjóđ heims.  Atvinnuţátttaka kvenna er hvergi meiri í Evrópu,  82%.  Ţar af flestar í hlutastarfi. Ţćr vilja vera fjárhagslega sjálfsstćđar.  Til samanburđar er atvinnuţátttaka Dana,  karla og kvenna,  75%.   

  Fćreyskar konur eru ţćr frjósömustu í Evrópu.  Fćreysk kona eignast 2,5 börn.  Íslensk kona eignast 1,7 barn.

  Til áratuga voru Fćreyingar um 48 ţúsund.  Í ársbyrjun urđu ţeir 50 ţúsund.  Á Ólavsvöku 29. júlí urđu ţeir 51 ţúsund.  Ćtla má ađ í eđa um nćstu áramót verđi ţeir 52 ţúsund.

  Aldrei áđur hafa jafn fáir Fćreyingar flutt frá Fćreyjum og nú.  Aldrei áđur hafa jafn margir brottfluttir Fćreyingar flutt aftur til Fćreyja.  Ástćđan er sú ađ hvergi er betra ađ búa. 

  Framan af öldinni heimsóttu 40 - 80 ţúsund erlendir ferđamenn Fćreyjar á ári.  2015 og 2016 brá svo viđ ađ sitthvort sumariđ stóđu 500 Sea Shepherd-liđar misheppnađa vakt í Fćreyjum.  Reyndu - án árangurs - ađ afstýra hvalveiđum.  Ţess í stađ auglýstu ţeir í ógáti Fćreyjar sem ćvintýralega fagrar eyjar og óvenju gott og kćrleiksríkt samfélag.  

  Áróđur SS-liđa gegn fćreyskum hvalveiđum snérist í andhverfu.  Fćreyjar urđu spennandi.  Í fyrra komu 160.000 ferđamenn til Fćreyja. Miđađ viđ bókanir nćstu ára má ćtla ađ erlendir ferđamenn í Fćreyjum verđi 200 ţúsund 1920.   

  Vandamáliđ er ađ gistirými í Fćreyjum svarar ekki eftirspurn.  Í Fćreyjum er ekki til neitt sem heitir eignaskattur.  Ţess vegna er algengt ađ Fćreyingar eigi 2 - 3 hús til ađ lána vinum og vandamönnum í heimsókn.  38,9% gistinátta í fyrra voru í Airb&b.  Í skođanakönnun Gallup upplýstu gestir ađ ekki hafi veriđ um ađra gistimöguleika ađ rćđa.  Allt uppbókađ.


Grćnlendingum fćkkar

  Íslendingum fjölgar sem aldrei fyrr.  Veitir ekki af.  Einhverjir ţurfa ađ standa undir klaufalegum fjárfestingum lífeyrissjóđa.  Líka ofurlaunum stjórnarmanna lífeyrissjóđa og fyrirtćkja sem ţeir fjárfesta í.  Tröllvaxinn ferđamannaiđnađur kallar á vinnandi hendur.  Rótgrónir Íslendingar vilja ekki vinna í fiski, viđ ţrif eđa viđ ummönnun.  Ţá koma útlendingar til góđa sem gerast íslenskir ríkisborgarar.

  Á síđasta áratug - 2007-2017 - fjölgađi Íslendingum svo um munar.  Ekki vegna frjósemi heldur vegna innflytjenda.  2007 voru Íslendingar 307 ţús.  Í dag erum viđ nálćgt 350 ţús.     

  Fćreyingar eru frjósamastir norrćnna ţjóđa.  Ţeir eru iđnir viđ kolann.  Enda fegurstir og kynţokkafyllstir.  2007 voru ţeir 48 ţús.  Í dag eru ţeir yfir 50 ţús.

  Norđmönnum fjölgađi um 12,3%.  Ţökk sé innflytjendum.  Međal annars Íslendingum í ţúsundatali.  Flestir međ meirapróf.  Íbúar Noregs, Finnlands og Danmörku eru hver um sig vel á sjöttu milljón.  Svíar eru 10 milljónir.  Samanlagt erum viđ norrćnu ţjóđirnar um 30 milljónir.  Fjölgar árlega.

  Verra er ađ Grćnlendingum fćkkar.  Undanfarin ár hafa ţeir ýmist stađiđ í stađ eđa fćkkađ.  2007 voru ţeir nćstum 57 ţúsund.  Í fyrra voru ţeir innan viđ 56 ţúsund.  Ekki gott.  Á móti vegur ađ íslenskt fyrirtćki hefur tryggt sér rétt til gullgrafar á Grćnlandi.  

 

    

 


Ísland í ensku pressunni

 

  Á fyrri hluta níunda áratugarins vissi almenningur í heiminum ekkert um Ísland.  Erlendir ferđamenn voru sjaldgćf sjón á Íslandi.  50-60 ţúsund á ári og sáust bara yfir hásumriđ.

  Svo slógu Sykurmolarnir og Björk í gegn.

  Á ţessu ári verđa erlendir ferđamenn á Íslandi hátt í 3 milljónir.  Ísland er í tísku.  Íslenskar poppstjörnur hljóma í útvarpstćkjum um allan heim.  Íslenskar kvikmyndir njóta vinsćlda á heimsmakađi.  Íslenskar bćkur mokseljast í útlöndum.

  Ég skrapp til Manchester á Englandi um jólin.  Fyrsta götublađiđ sem ég keypti var Daily Express.  Ţar gargađi á mig blađagrein sem spannađi vel á ađra blađsíđu.  Fyrirsögnin var:  "Iceland is totally chilled" (Ísland er alsvalt).  Greinin var skreytt ljósmyndum af Gođafossi í klakaböndum, norđurljósum,  Akureyri og Hótel KEA.  

  Greinarhöfundur segir frá heimsókn sinni til Akueyrar og nágrennis - yfir sig hamingjusamur međ ćvintýralega upplifun.  Greinin er á viđ milljóna króna auglýsingu.

  Nćst varđ mér á ađ glugga í fríblađiđ Loud and Quiet.  Ţađ er hliđstćđa viđ íslenska tímaritiđ Grapevine.  Ţar glennti sig grein um Iceland Airwaves. Hrósi hlađiđ á íslensk tónlistarnöfn:  Ţar á međal Ólaf Arnalds, Reykjavíkurdćtur, Ham, Kríu, Aron Can, Godchilla og Rökkva. 

  Í stórmarkađi heyrđi ég lag međ Gus Gus.  Í útvarpinu hljómađi um hálftímalöng dagskrá međ John Grant.  Ég heyrđi ekki upphaf dagskrárinnar en ţađ sem ég heyrđi var án kynningar.  

  Á heimleiđ frá Manchester gluggađi ég í bćkling EasyJets í sćtisvasa.  Ţar var grein undir fyrirsögnini "Icelanders break balls, not bread".  Hún sagđi frá Ţorra og íslenskum ţorramat.  Á öđrum stađ í bćklingnum er nćstum ţví heilsíđugrein undir fyrirsögninni "4 places for free yoga in Reykjavik".

go_afoss.jpg


Verđa Grćnlendingar sviptir sjálfrćđi?

  Stađan innan danska sambandsríkisins er misjöfn eftir löndum.  Fćreyingar eru á fullu viđ ađ skerpa á sjálfrćđi sínu.  Ţeir eru ađ semja nýja stjórnarskrá sem fjarlćgir ţá frá ţeirri dönsku.  Á sama tíma er rćtt um ađ svipta Grćnlendinga sjálfrćđi.  Umrćđan er brött, hávćr og eibhliđa.  Danski Flokkur fólksins talar fyrir ţessu sjónarmiđi.  

  Talsmađur flokksins segir viđ altinget.dk í morgun ađ Danir verđi ađ taka viđ stjórn á Grćnlandi á ný.  Reynslan sýni ađ Grćnlendingar ráđi ekki viđ verkefniđ.  Danir beri ábyrgđ á ástandinu og verđi ađ grípa í taumana.  Í gćr skrifađi fyrrverandi rektor grćnlenska Lćrđa-háskóla grein á sömu nótum.

  Ekki nóg međ ţađ.  Í grein í danska dagblađinu Politiken heldur sagnfrćđingurinn Thorkild Kjćrgaard sömu skođun á lofti.

  Mig grunar ađ ţessi áhugi Dana á ađ taka á ný viđ öllum stjórnartaumum á Grćnlandi tengist verđmćtum málmum sem hafa veriđ ađ finnast ţar ađ undanförnu.

 

wmftcs     

  


Fćreyingar stórgrćđa á vopnasölubanni Íslendinga til Rússa

  Ţađ tók Íslendinga heilt ár ađ ögra og mana Rússa til ađ sýna viđbrögđ viđ vopnasölubanni sem Gunnar Bragi Sveinsson, ţáverandi utanríkisráđherra,  setti á Rússa.  Seinbúin viđbrögđ Rússa fólust í ţví ađ hćtta innflutningi á íslenskum vörum.  Fram til ţess voru Rússar í hópi stćrstu kaupenda á íslenskum sjávarafurđum og lambakjöti.

  Um leiđ og Rússar hćttu ađ kaupa makríl af Íslendingum hćkkađi verđ á fćreyskum makríl um 20%.  Allar götur síđar hafa Fćreyingar malađ gull á mjög bratt vaxandi sölu á sjávarafurđum til Rússa.

  Í ár borga Rússar Fćreyingum 37,4 milljarđa ísl. kr. í beinhörđum gjaldeyri.  Ţetta er 11,3 milljarđa aukning frá síđasta ári.  Munar heldur betur um ţennan gjaldeyri fyrir 50 ţúsund manna samfélag.

  Kaup Rússa nema 27% af útflutningi Fćreyinga.  Ţeir eru lang stćrsti viđskiptavinurinn.  Í humátt á eftir eru Bretar og Kanar.  Ţeir kaupa hvorir fyrir tćpa 15 milljarđa.  Ţar á eftir koma Danir, Ţjóđverjar og Kínverjar. 

  Salan til Rússa er á laxi, makríl og síld.  Hinar ţjóđirnar kaupa fyrst og fremst lax.  Nema Bretar.  Ţeir kaupa nánast einungis ţorsk og ýsu.  

makríllmakríll grillađurmakríll pönnusteiktur


Rekinn og bannađur til lífstíđar

  Um tíma leit út fyrir ađ heimurinn vćri ađ skreppa saman.  Ađ landamćri vćru ađ opnast eđa jafnvel hverfa.  Ađ jarđarbúar vćru ađ fćrast í átt ađ ţví ađ verđa ein stór fjölskylda.  Járntjaldiđ hvarf.  Berlínarmúrinn hvarf.  Landamćrastöđvar hurfu eins og dögg fyrir sólu.  Tollmúrar hurfu.  Líka vörugjöld.  Talađ var um frjálst flćđi fólks.  Frjálst flćđi vinnuafls.  Frjálst fćđi.  Frjálsan markađ.

  Ţetta gat ekki gengiđ svona til lengdar.  Allt ađ fara í rugl.  Tvö skref áfram og eitt afturábak.  Fasískir taktar njóta nú vinsćlda víđa um heim.  Til ađ mynda í Tyrklandi.  Ţökk sé ljúfmenninu Erdogan.  

  Fćreyskur prestur hefur búiđ og starfađ í Tyrklandi í fjögur ár.  Kirkjan hans hefur vinsamleg samskipti viđ Kúrda og og sýrlenska flóttamenn.  Hugsanlega er ţađ ástćđan fyrir ţví ađ tyrkneska lögreglan sótti hann til yfirheyrslu.  Hann var yfirheyrđur í marga klukkutíma.  Forvitnir lögreglumenn vildu vita nöfn ţeirra sem hann hefur hitt í Tyrklandi,  hverja hann ţekkir og umgengst.  Eins og gengur.  Í spjallinu kom reyndar fram ađ ţeir vissu ţetta allt saman.  Ţá langađi ađeins ađ heyra hann sjálfan segja frá ţví.  

  Ađ spjalli loknu var honum gerđ grein fyrir ţví ađ hann vćri rekinn.  Rekinn frá Tyrklandi.  Ekki nóg međ ţađ.  Hann er gerđur brottrćkur til lífstíđar.  Hann má aldrei aftur koma ţangađ.  Honum var umsvifalaust varpađ upp í nćstu flugvél.  Hún flaug međ hann til Danmerkur.  Ţađ var hálf kjánalegt.  Hann á ekki heima í Danmörku.  Hann ţurfti sjálfur ađ koma sér á heimaslóđir í Fćreyjum.  Nánar tiltekiđ í Hvannasund.       

sílas    


mbl.is Vísađ úr landi eftir 22 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslensk gćlunöfn útlendra heimilisvina

 

  Íslendingar hafa löngum íslenskađ nöfn útlendinga.  Ekki allra útlendinga.  Alls ekki.  Eiginlega bara ţeirra útlendinga sem okkur líkar virkilega vel viđ.  Ţeirra sem viđ lítum á sem einskonar heimilisvini.  Dćmi um ţađ eru Prince Charles sem viđ köllum Kalla Bretaprins.  Annađ dćmi er Juan Carlos sem var lengst af kallađur Jóhann Karl Spánarkonungur.  

  Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen er iđulega kallađur Brúsi frćndi.  Í Bandaríkjunum er hann kallađur the Boss.  Kántrý-boltinn Johnny Cash er Jón Reiđufé.  Breska hljómsveitin the Beatles er Bítlarnir.  The Rolling Stones eru Rollingarnir.  John Lennon er Hinn eini sanni Jón.  Kántrý-söngonan Emmylou Harris er Emma frćnka.

  Bandaríski kvikmyndleikarinn John Wayne var ýmist kallađur Jón Vćni eđa Jón Vein.  Leikkonan Catherine Zeta Jones er kölluđ Kata Sćta-Jóns.  

  Nú höfum viđ eignast nýjan heimilisvin.  Hann er sá ljúfi og litríki forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, Donald Trump.  Beinast liggur viđ ađ kalla gleđigjafann - á vinarlegum nótum - Dóna Trump.  Ekki Dóna Prump.              

donald  

            


mbl.is Einangrađur og finnst ađ sér ţrengt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gáfađasti forsetinn

  Heimsbyggđin hefur á undanförnum mánuđum kynnst mćta vel ljúfmenninu Dóna Trump.  Hann er eins og vinalegur og velkominn heimilisvinur.  Mćtir daglega í heimsókn í öllum fréttatímum,  hvort heldur sem er í útvarpsfréttum eđa á sjónvarpsskjá inni í stofu eđa á forsíđum dagblađa sem og á samfélagsmiđlum,  til ađ mynda á Fésbók, Twitter og bloggi.  

  Ţađ er gaman ađ fylgjast međ ţessum litríka náunga.  Litríka í bókstaflegri merkingu.  Nú er hann orđinn fyrsti appelsínuguli forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Jafnframt sá gáfađasti í ţví embćtti.  Hann er bráđgáfađur.  Yfirburđargáfađur.  Hann hefur sjálfur sagt ţađ.  Margoft.


mbl.is Íslendingar gćtu veriđ í vanda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband