Fćrsluflokkur: Fjölmiđlar

Bráđskemmtilegt "Laugardagskvöld međ Matta".

  Ég var ađ hlusta á skemmtilegan útvarpsţátt,  "Laugardagskvöld međ Matta",  á Rás 2.  Gestur ţáttarins var Logi Einarsson,  formađur Samfylkingarinnar og Skriđjökull.  Hann kynnti fyrir hlustendum uppáhaldslögi sín.  Ţar ratađi hver gullmolinn á fćtur öđrum.  Gaman var á ađ hlýđa.  Líka vegna ţess ađ fróđleiksmolar flutu međ. 

  Snemma í ţćttinum upplýsti Logi undanbragđalaust ađ hans uppáhald sé bítillinn Paul McCartney.  "Minn mađur," sagđi hann.  Ekki vissi hann af hverju.  Hinsvegar ţykir honum vćnt um ađ dóttir hans hefur erft ađdáun á Paul.  Svo spilađi Logi uppáhaldslag sitt međ Paul.  Ţađ var "Come Together",  opnulag plötunnar "Abbey Road".

  Er lagi lauk gerđi Matti athugasemd.  Hann sagđi:  "Ţetta er Lennon-legt lag en Paul á ţađ, eđa hvađ?"   Logi svarađi:  "Ég veit ţađ ekki.  Ég hef aldrei kafađ ţađ djúpt í ţetta."

  Hiđ rétta er ađ lagiđ er samiđ og sungiđ af John.  Höfundareinkenni Johns eru sterk.  Bćđi í söng og blúsađri laglinu.

  Í frekara spjalli um "Abbey Road" upplýsti Logi ađ John og Paul hafi átt óvenju fá lög á plötunni.  Hún vćri eiginlega plata George Harrisons.  Hann eigi ţessi fínu lög eins og "Here Comes the Sun" og "Strawberry Fields"

  Hiđ rétta er ađ Lennon-McCartney eiga 14 af 17 lögum plötunnar.  Ringo á 1 og George 2.  Vissulega eru lög George virkilega góđ og ađ mati mínu og Lennons bestu lög plötunnar.  Logi nefndi réttilega "Here Comes the Sun" en hitt lag George á plötunni er "Something".  Ekki "Strawberry Fields".  Ţađ er Lennon-lag sem kom einungis út á smáskífu en löngu síđar á geisladiski međ "Sgt. Peppers...".  

  Tekiđ skal fram ađ međ ţessum pósti er ég ekki ađ reyna ađ gera lítiđ úr stjórnmálamanninum Loga Einarssyni.  Stjórnmálamenn ţurfa ekki ađ vera međ sögu Bítlanna á hreinu.  Sú hljómsveit starfađi stutt.  Plötuupptökur hennar spönnuđu ađeins 6 ár,  1963-1969.  Ţeim mun merkilegra og skemmtilegra er ađ fólk sé ađ hlusta á Bítlana 2019.  Hvađ varđ um allar hinar hljómsveitirnar sem tröllriđu markađnum á sama tíma og Bítlarnir: Love,  Iron Butterfly,  Crazy World of Arthur Brown,  Soft Machine,  Them,  Strawbs...?

      


Bítlalögin sem unga fólkiđ hlustar á

  Síđasta platan sem Bítlarnir hljóđrituđu var "Abbey Road".  Hún kom út undir lok september 1969.   Ţess vegna er hún hálfrar aldar gömul.  Meiriháttar plata.  Hún hefur elst vel.  Hún gćti hafa komiđ út í ár án ţess ađ hljóma gamaldags.  

  Svo merkilegt sem ţađ er ţá hlustar ungt fólk í dag á Bítlana.  Bćđi börn og unglingar.  Í minni fjölskyldu og í mínum vinahópi eru Bítlarnir í hávegum hjá fjölda barna og unglinga.  Lokaritgerđ frćnku minnar í útskrift úr framhaldsskóla var um Bítlana.  Mjög góđ ritgerđ.  Fyrir nokkrum árum hitti ég 14 ára dóttur vinafólks mín.  Hún var svo fróđ um Bítlana ađ ég hafđi ekki rođ viđ henni um smáatriđi tengd Bítlatónlist.  Tel ég mig ţó vera nokkuđ fróđan um Bítlana.   

  Spilanir á músíkveitunni Spotify stađfesta ađ ţetta sama má segja um börn og unglinga út um allan heim.  

  Ţessi Bítlalög eru mest spiluđ af börnum og unglingum upp ađ 18 ára aldri.

1.  Here Comes The Sun

2.  Let It Be

3.  Hey Jude

4.  Come together

5.  Twist And Shout

Ţessi lög eru mest spiluđ af aldurshópnum 18 - 24 ára:

1.  I Want To Hold Your Hand

2.  Here Comes The Sun

3.  Come Together

4.  Penny Lane

5.  You Never Give Me Your Money 

   


Áhrifamáttur nafnsins

  Flestum ţykir vćnt um nafn sitt.  Ţađ er stór hluti af persónuleikanum.  Sérstaklega ef ţađ hefur tilvísun í Biblíuna, norrćna gođafrćđi, Íslendingasögurnar eđa nána ćttingja.  Ég varđ rígmontinn ţegar afastrákur minn fékk nafniđ Ýmir Jens.

  Ţekkt sölutrix er ađ nefna nafn viđskiptavinarins.  Sölumađurinn öđlast aukna viđskiptavild í hvert sinn er hann nefnir nafn viđskiptavinarins.

  Góđur vinur minn endursegir ćtíđ samtöl sín viđ hina og ţessa.  Hann bćtir alltaf nafni sínu viđ frásögnina.  Lćtur eins og allir viđmćlendur hans ávarpi hann međ orđunum " Óttar minn, ..." (ekki rétt nafn).  Sem engir gera. 

  Annar vinur minn talar alltaf um sig í 3ju persónu.  Hann er góđur sögumađur.  Ţegar hann segir frá samtölum viđ ađra ţá nafngreinir hann sig.  Segir:  "Ţá sagđi Alfređ..."  (rangt nafn).

  Ég ţekki opinberan embćttismann.  Sá talar aldrei um sig öđruvísi en međ ţví ađ vísa í titil sinn:  "Forstöđumađurinn mćlti međ..." (rangur titill). 

  Ţetta hefur eitthvađ ađ gera viđ minnimáttarkennd; ţörf til ađ upphefja sig. 


Ljósmyndir Lindu hjálpuđu Paul

  "But I´m not the only one," söng John Lennon.  Ég er ekki einn um ađ hafa áhuga á Bítlunum.  Mest lesna grein á netsíđu breska dagblađsins The Guardian í dag er spjall viđ Paul McCartney.  Ţar tjáir hann sig um ljósmyndir Lindu heitinnar eiginkonu sinnar.

  Í léttum dúr segist Paul hafa slátrađ farsćlum ljósmyndaferli hennar.  Áđur en ţau tóku saman var hún hátt skrifuđ í ljósmyndaheimi.  Hún hafđi međal annars unniđ til eftirsóttra verđlauna.  Fyrst kvenna átti hún forsíđumynd söluhćsta tónlistartímarits heims,  bandaríska Rolling Stone.  Myndin var af Eric Clapton.  Eftir ađ ţau Paul tóku saman breyttist ímynd hennar úr ţví ađ vera verđlaunaljósmyndari í ađ vera "kona Pauls".  lennon-mccartney 1

  Margar ljósmyndir Lindu hjálpa og heila Paul ađ gera upp viđ upplausn Bítlanna.  Sem var honum afar erfiđ.  Hann telur sig hafa fengiđ taugaáfall viđ ţann atburđ og aldrei náđ ađ vinna sig almennilega úr sorginni sem ţví fylgdi.  

  Paul ţykir vćnt um ljósmynd af ţeim John sem Linda smellti af um ţađ leyti er hljómsveitin sprakk í loft upp.  Ţó ađ allt hafi lent í illindum ţá nutu ţeir ţess ađ vinna saman ađ tónlist fram á síđasta dag.  Samband ţeirra hafi veriđ einstaklega sterkt og náiđ til lífstíđar,  segir Paul og bendir á ađ ţarna blasi viđ hamingjusamur John Lennon.

  Önnur ljósmynd sem Paul ţykir vćnt um segir hann vera dćmigerđa fyrir stemmningu og andrúmsloft sem einkenndi samskipti Bítlanna innbyrđis.  Ţar heilsast John og Paul í galsa međ handabandi.  George og Ringo skemmta sér konunglega yfir gríninu. 

Bítlarnir

 

 

 

   


Fölsk Fésbókarsíđa

  Fésbókarvinur minn,  Jeff Garland,  sendi mér póst.  Hann spurđi af hverju ég vćri međ tvćr Fésbókarsíđur međ samskonar uppsetningu.  Sömu ljósmyndir og sömu Fésbókarvinir.  Draugasíđan hafđi sent honum vinarbeiđni.  Mín orginal-síđa er međ 5000 vinum.  Draugasíđan var međ 108 vini.  Öllum sömu og orginal-síđan mín.  

  Ég fatta ekki húmorinn eđa hvađa tilgangi draugasíđan á ađ ţjóna.  Enda fattlaus.  Jeff hefur tilkynnt FB draugasíđuna.  Vonandi er hún úr sögunni.  Draugasíđan hefur blessunarlega ekki valdiđ neinu tjóni.  Ţannig lagađ.  En ginnt 108 FB vini mína til ađ svara vinarbeiđni.     


Merkustu plötur sjöunda áratugarins

  Hvergi í heiminum eru gefin út eins mörg rokkmúsíktímarit og í Bretlandi.  Bandarísku rokkmúsíktímaritin Rolling Stone og Spin seljast ađ vísu í hćrra upplagi.  En ţau bresku fylgja ţéttingsfast í kjölfariđ.  

  Ég var ađ glugga í eitt af ţessum bresku,  Classic Rock.  Sá ţar lista yfir merkustu plötur sjöunda áratugarins.  Ekki endilega bestu plötur heldur ţćr sem breyttu landslaginu.  Ađeins ein plata á hvern flytjanda.  

  Merkilegt en samt auđvelt ađ samţykkja ađ ţćr komu allar út 1967 - 1969. Umhugsunarverđara er hvar í röđinni á listanum ţćr eru.  Hann er svona:

1.  The Jimi Hendrix Experience:  Axis: Bold as Love

2.  Bítlarnir:  Hvíta albúmiđ

3.  The Rolling Stones:  Let it Bleed 

4.  Led Zeppelin:  Led Zeppelin II

5.  Free:  Tons of Sobs

6.  Jeff Beck:  Truth

7. Fleetwood Mac:  Then Play On

8.  David Bowie:  David Bowie

9.  Pink Floyd:  Ummagumma

10.  The Doors:  The Doors


Haugalygi um Fćreyjar

  Breska dagblađiđ The Guardian sló á dögunum upp frétt af ţví ađ Fćreyjar yrđu lokađar erlendum ferđamönnum síđustu helgina í apríl.  Ţetta er ekki alveg rétt.  Töluvert ýkt.  Hvorki leggst flug niđur né ađ hótel loki.  Hinsvegar verđa helstu ferđamannastađir lokađir túristum ţessa helgi.  Ástćđan er sú ađ tímabćrt er ađ taka ţá í gegn;  bćta merkingar,  laga gönguleiđir,  laga til eftir of mikinn átrođning og hreinsa eyjarnar af rusli,  svo sem plasti sem rekiđ hefur í land. 

  Fjöldi fjölmiđla endurbirti frétt The Guardian.  Ţar á međal Rúv og fjölmiđlar 365.  100 erlendum ferđamönnum er bođiđ ađ taka ţátt í tiltektarátakinu.  Ţeir fá frítt fćđi og húsnćđi en sjá sjálfir um ferđir til og frá eyjunum.  Ţegar hafa 3500 manns sótt um ţátttöku. 

  Í frétt The Guardian segir ađ 60 ţúsund erlendir ferđamenn heimsćki Fćreyjar árlega.  Bćđi íslensku fjölmiđlarnir og ţeir útlensku éta ţetta upp eftir The Guardian.  Fréttin er haugalygi.  Í fyrra, 2018,  sóttu 120.000 erlendir ferđamenn Fćreyjar.  Ţađ er ađ segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.      

  Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyţjóđ sem telur 51 ţúsund manns.  Mig grunar ađ The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferđaskipum.  Gleymst hafi ađ kanna hvađ margir heimsćkja Fćreyjar í flugi.  

  Íslensku fjölmiđlarnir hefđu gert rétt í ţví ađ hringja í mig til ađ fá réttar upplýsingar.  En klúđruđu ţví.  Fyrir bragđiđ birtu ţeir kolrangar upplýsingar.  

     


Frétta- og fróđleiksţyrstir Kanadabúar

  Í Toronto er gefiđ út alvörugefiđ dagblađ sem heitir Toronto Star.  Prentútgáfan selst í 319 ţúsund eintökum ađ međaltali.  Á laugardögum hoppar salan upp í 420 ţús.  Merkilega góđ sala í 6 milljón manna borg.  Ađ vísu reikna ég međ ađ sala blađsins nái út fyrir stađbundna borgina.  Ţannig er ţađ í Bandaríkjunum.  Dagblöđ eins og New York Times og Washington Post eru seld víđa um Bandaríkin.  Jafnvel utan Bandaríkjanna.  Til ađ mynda hefur veriđ hćgt ađ kaupa ţau í íslenskum ritfangaverslunum.

  Íbúar Bandaríkjanna eru 326 milljónir.  3ja fjölmennasta ţjóđ heims.  Til samanburđar er Kanada smáţjóđ.  Íbúar 37 milljónir.  Ţeim mun athyglisverđara er ađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ,  USA Today, selst "ađeins" í 957 ţúsund eintökum.  

  Annađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ,  New York Times,  selst í 572 ţúsund eintökum ađra daga en sunnudaga.  Ţá er salan 1,088 millj. 

  Söluhćsta dagblađ Kanada heitir The Globe and Mail.  Salan á ţví er 337 ţúsund eintök ađ međaltali.  Ţar af er laugardagsblađiđ í 355 eintökum.  Rösklega fimmtungur kanadísku ţjóđarinnar talar frönsku ađ móđurmáli.  Munar mestu um ađ í 8 milljón manna kanadíska fylkinu Quebec er franska ráđandi.  Dagblöđ međ frönskum texta seljast eins og heitar lummur.  Le Journal de Montreol selst í 233 ţúsund eintökum ađ međaltali.  Á laugardögum er salan 242 ţús. 

  Eflaust segja sölutölur á kanadískum og bandarískum dagblöđum heilmikiđ um ţjóđirnar.  Rétt er ţó ađ undirstrika ađ hér er lagt út af prentmiđlum.  Öll dagblöđin eru einnig á netinu.  Ţar eru ţau seld í áskrift.  Einnig fá netsíđur ţeirra heimsóknir frá öđrum.  Útreikningar eru snúnir.  Talađ er um ţumalputtareglu:  Fyrir vestan haf megi margfalda heimsóknir á netsíđur daglađa međ 2,5 á prentađ upplag til ađ fá út heildarneyslu dagblađsins.. 

  Ţetta er samt flóknara.  Viđ getum boriđ saman visir.is og mbl.is.  Ţessar síđur fá álíka mörg innlit.  Munurinn er sá ađ ýmist efni á mbl.is er ađeins ađgengilegt áskrifendum.  Ţar fyrir utan er mikill munur á útbreiđslu prentmiđlanna.  Fréttablađiđ nćr til meira en tvöfalt fleiri en Morgunblađiđ.

   Pappírsbrot kanadísku dagblađanna er ţannig ađ ţau eru álíka breiđ og íslensk dagblöđ.  En um ţriđjungi hćrri.  Efnisval er ađgreint í lausum "kálfum".  Ţađ er ţćgilegt.  Ţá er hćgt ađ byrja á ţví ađ henda kálfunum "Sport" og "Business".   

 


Gleđilegt nýtt ár!

  Ég var í útlandinu.  Eins og jafnan áđur ţá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum.  Ađ ţessu sinni hélt ég upp á hátíđ ljóss og friđar í Toronto í Kanada.  Toronto er alvöru stórborg,  sú fjórđa fjölmennasta í Norđur-Ameríku.  Telur 6 milljónir íbúa.  Nokkuđ vćnn hópur.  Íbúar Kanada eru 37 milljónir.

  Toronto er friđsamasta og öruggasta borg í Ameríku.  Sem er merkilegt vegna ţess ađ hún liggur upp viđ New York.  Ţar kalla menn ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ glćpatíđni.

  Ţetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada.  Ég hafđi ekki gert mér grein fyrir ţví hvađ bresk áhrif eru mikil ţarna.  Munar ţar einhverju um ađ ćđsti ţjóđhöfđingi Kanada er breska drottningin.  Mynd af henni "prýđir" 20 dollara seđilinn.  Fleiri Breta má finna á öđrum dollaraseđlum.  

  26 desember er stór dagur í Bretlandi.  Hann heitir "Boxing Day".  Ţá ganga Bretar af göflunum.  Breskar verslanir losa sig viđ afgangslager;  kýla niđur verđ til ađ geta byrjađ međ hreint borđ á nýju ári.  Viđskiptavinir slást um girnilegustu kaup.  Ţađan dregur dagurinn nafn sitt.  

  Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day".  Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi.  Í og međ vegna ţess ađ fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week".  Lagerhreinsunin varir til og međ 1. janúar.

 Margir veitingastađir bjóđa upp á enskan morgunverđ.  Ţađ er svo sem ekki bundiđ viđ Kanada.  Hérlendis og víđa erlendis má finna veitingastađi sem bjóđa upp á enskan morgunverđ.  En ţađ er bresk stemmning ađ snćđa í Kanada enskan morgunverđ og fletta í leiđinni dagblađinu Toronto Sun.  Ţađ er ómerkilegt dagblađ sem tekur miđ af ennţá ómerkilegra dagblađi,  breska The Sun.  Ţetta eru óvönduđ falsfrétta slúđurblöđ.  Kanadíska Sun reynir pínulítiđ ađ fela stćlinguna á breska Sun.  Breska Sun er ţekkt fyrir "blađsíđu 3".  Ţar er ljósmynd og kynning á léttklćddum stelpum.  Oft bara á G-streng einum fata.  Í Toronto Sun er léttklćdda stelpan kynnt í öftustu opnu.     

  Meira og mjög áhugavert varđandi kanadísk dagblöđ í bloggi helgarinnar.    


Hvers vegna ţessi feluleikur?

  Á níunda áratugnum vann ég á auglýsingastofu.  Einn daginn kom Ingvar Helgason á stofuna.  Hann rak samnefnda bílasölu.  Hann sagđist vera ađ gera eitthvađ vitlaust.  Hann vćri búinn ađ kaupa fjölda heilsíđuauglýsinga í dagblöđunum um tiltekinn bíl án viđbragđa.  

  Ţegar ég skođađi auglýsingarnar blasti vandamáliđ viđ.  Í ţeim var bíllinn lofsunginn í bak og fyrir.  Hinsvegar vantađi í auglýsingarnar hver vćri ađ auglýsa;  hver vćri ađ selja bílinn.  Lesandinn gat ekki sýnt nein viđbrögđ.

  Ég á fleiri sögur af fyrirtćkjum sem auglýsa hitt og ţetta án upplýsinga um ţađ hver er ađ auglýsa og hvar hćgt er ađ kaupa auglýstu vöruna.  

  Í vikunni birtist í Fréttablađinu heilsíđuauglýsing undir fyrirsögninni "Combo-tilbođ".  Ţar voru myndir af mat og drykk,  brauđmeti og allskonar á tilbođsverđi.  Ţađ er ađ segja lćkkuđu verđi - ađ ţví er má skiljast.

  Undir auglýsinguna er kvittađ "netgíró Kvikk".  Ekkert heimilisfang.  Engin vísbending um hvort um er ađ rćđa sjoppu á Reyđarfirđi eđa í Keflavík,  Stokkseyri eđa Hofsósi.

Ég sló inn netgíró.is. Fyrirbćriđ reyndist vera einhverskonar peningaplottsdćmi.  Lánar pening,  gefur út greiđslukort og hengir fólk eđa eitthvađ.

  Ég sló inn "kvikk.is".  Ţar reyndist vera bifreiđaverkstćđi.  Eftir stendur ađ ég hef ekki hugmynd um hver er ađ selja pylsu og gos á 549 kall.  Ţangađ til ég kemst ađ ţví kaupi ég pylsu og gos í Ikea á 245 kall.  Spara 304 krónur í leiđinni.    

pylsa og gos

    


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband