Fćrsluflokkur: Samgöngur

Ísland í ensku pressunni

 

  Á fyrri hluta níunda áratugarins vissi almenningur í heiminum ekkert um Ísland.  Erlendir ferđamenn voru sjaldgćf sjón á Íslandi.  50-60 ţúsund á ári og sáust bara yfir hásumriđ.

  Svo slógu Sykurmolarnir og Björk í gegn.

  Á ţessu ári verđa erlendir ferđamenn á Íslandi hátt í 3 milljónir.  Ísland er í tísku.  Íslenskar poppstjörnur hljóma í útvarpstćkjum um allan heim.  Íslenskar kvikmyndir njóta vinsćlda á heimsmakađi.  Íslenskar bćkur mokseljast í útlöndum.

  Ég skrapp til Manchester á Englandi um jólin.  Fyrsta götublađiđ sem ég keypti var Daily Express.  Ţar gargađi á mig blađagrein sem spannađi vel á ađra blađsíđu.  Fyrirsögnin var:  "Iceland is totally chilled" (Ísland er alsvalt).  Greinin var skreytt ljósmyndum af Gođafossi í klakaböndum, norđurljósum,  Akureyri og Hótel KEA.  

  Greinarhöfundur segir frá heimsókn sinni til Akueyrar og nágrennis - yfir sig hamingjusamur međ ćvintýralega upplifun.  Greinin er á viđ milljóna króna auglýsingu.

  Nćst varđ mér á ađ glugga í fríblađiđ Loud and Quiet.  Ţađ er hliđstćđa viđ íslenska tímaritiđ Grapevine.  Ţar glennti sig grein um Iceland Airwaves. Hrósi hlađiđ á íslensk tónlistarnöfn:  Ţar á međal Ólaf Arnalds, Reykjavíkurdćtur, Ham, Kríu, Aron Can, Godchilla og Rökkva. 

  Í stórmarkađi heyrđi ég lag međ Gus Gus.  Í útvarpinu hljómađi um hálftímalöng dagskrá međ John Grant.  Ég heyrđi ekki upphaf dagskrárinnar en ţađ sem ég heyrđi var án kynningar.  

  Á heimleiđ frá Manchester gluggađi ég í bćkling EasyJets í sćtisvasa.  Ţar var grein undir fyrirsögnini "Icelanders break balls, not bread".  Hún sagđi frá Ţorra og íslenskum ţorramat.  Á öđrum stađ í bćklingnum er nćstum ţví heilsíđugrein undir fyrirsögninni "4 places for free yoga in Reykjavik".

go_afoss.jpg


Flugbílar ađ detta inn á markađ

  Lengst af hafa bílar ţróast hćgt og breyst lítiđ í áranna rás.  Ţađ er ađ segja grunngerđin er alltaf sú sama.  Ţessa dagana er hinsvegar sitthvađ ađ gerast.  Sjálfvirkni eykst hröđum skrefum.  Í gćr var viđtal í útvarpinu viđ ökumann vörubíls.  Hann varđ fyrir ţví ađ bíll svínađi gróflega á honum á Sćbraut.  Skynjarar vörubílsins tóku samstundis viđ sér: Bíllinn snarhemlađi á punktinum, flautađi og blikkađi ljósum.  Forđuđu ţar međ árekstri.

  Sífellt heyrast fréttir af sjálfkeyrandi bílum.  Ţeir eru ađ hellast yfir markađinn.  Nú hefur leigubílafyrirtćkiđ Uber tilkynnt um komu flugbíla.  Fyrirtćkiđ hefur ţróađ uppskriftina í samvinnu viđ geimferđastofnunina Nasa.  Ţađ setur flugbílana í umferđ 2020.  Pćldu í ţví.  Eftir ađeins 3 ár.  Viđ lifum á spennandi tímum.

   


Hjálpast ađ

  Ég var á Akureyri um helgina.  Ţar er gott ađ vera.  Á leiđ minni suđur ók ég framhjá lögreglubíl.  Hann var stađsettur í útskoti.  Mig grunađi ađ ţar vćri veriđ ađ fylgjast međ aksturshrađa - fremur en ađ lögreglumennirnir vćru ađeins ađ hvíla sig í amstri dagsins.  Á móti mér kom bílastrolla á - ađ mér virtist - vafasömum hrađa.  Ég fann til ábyrgđar.  Taldi mér skylt ađ vara bílalestina viđ.  Ţađ gerđi ég međ ţví ađ blikka ljósum ótt og títt.  

  Skyndilega uppgötvađi ég ađ bíllinn sem fór fremstur var lögreglubíll.  Hafi ökumađur hans stefnt á hrađakstur er nćsta víst ađ ljósablikk mitt kom ađ góđum notum.  


Dularfulla bílhvarfiđ

  Ţjófnađur á bíl er sjaldgćfur í Fćreyjum.  Samt eru bílar ţar iđulega ólćstir.  Jafnvel međ lykilinn í svissinum.  Ţess vegna vakti mikla athygli núna um helgina ţegar fćreyska lögreglan auglýsti eftir stolnum bíl.  Ţann eina sinnar tegundar í eyjunum,  glćsilegan Suzuki S-Cross.  

  Lögreglan og almenningur hjálpuđust ađ viđ leit ađ bílnum.  Gerđ var dauđaleit ađ honum.  Hún bar árangur.  Bíllinn fannst seint og síđar meir.  Hann var á bílasölu sem hann hafđi veriđ á í meira en viku.  Samkvćmt yfirlýsingu frá lögreglunni leiddi rannsókn í ljós ađ bílnum hafđi aldrei veriđ stoliđ.  Um yfirsjón var ađ rćđa.  

stolni bíllinn


Hversu hćttulegir eru "skutlarar"?

 

 

  Á Fésbókinni eru svokallađir "skutlarar" međ nokkrar síđur.  Sú vinsćlasta er međ tugi ţúsunda félaga.  "Skutlarar" eru einskonar leigubílstjórar á svörtum markađi.  Ţeir eru ekki međ leigubílstjóraleyfi.  Ţeir eru hver sem er;  reiđubúnir ađ skutla fólki eins og leigubílar.  Gefa sig út fyrir ađ vera ódýrari en leigubílar (af ţví ađ ţeir borga engin opinber gjöld né fyrir félagaskráningu á leigubílastöđ).

  Leigubílstjórar fara ófögrum orđum um "skutlara".  Halda ţví fram ađ ţeir séu dópsalar.  Séu meira ađ segja dópađir undir stýri.  Séu ekki međ ökuleyfi.  Séu ţar međ ótryggđir.  Vísađ er á raunverulegt dćmi um slíkt.  Séu dćmdir kynferđisbrotamenn.  Hafi međ í för handrukkara sem innheimti í raun mun hćrri upphćđ en venjulegir leigubílar.  

  Ég veit ekkert um "skutlara" umfram ţessa umrćđu.  Ćtli ţeir séu svona hćttulegir?  

tanngómur í goggi fugls


8 ára á rúntinum međ geit

  Landslag Nýja-Sjálands ku vera fagurt á ađ líta og um margt líkt íslensku landslagi.  Sömuleiđis ţykir mörgum gaman ađ skođa fjölbreytt úrval villtra dýra.  Fleira getur boriđ fyrir augu á Nýja-Sjálandi.  

  Mađur nokkur ók í sakleysi sínu eftir ţjóđvegi í Whitianga.  Á vegi hans varđ Ford Falcon bifreiđ.  Eitthvađ var ekki eins og ţađ átti ađ vera.  Viđ nánari skođun greindi hann ađ barnungur drengur sat undir stýri.  Ţrír jafnaldrar voru farţegar ásamt geit.

  Mađurinn gaf krakkanum merki um ađ stöđva bílinn.  Báđir óku út í kant og stoppuđu.  Hann upplýsti drenginn um ađ ţetta vćri óásćttanlegt.  Hann hefđi ekki aldur til ađ aka bíl.  Ţá brölti út um afturdyr fullorđinn mađur,  úfinn og einkennilegur.  Hann sagđi ţetta vera í góđu lagi.  Strákurinn hefđi gott af ţví ađ ćfa sig í ađ keyra bíl.  Eftir 10 ár gćti hann fengiđ vinnu viđ ađ aka bíl.  Ţá vćri eins gott ađ hafa ćft sig.  

  Ekki fylgir sögunni frekari framvinda.  Líkast til hefur náđst samkomulag um ađ kallinn tćki viđ akstrinum.

new-zealand-car-3-new-zealand-car-2new-zealand-car-4   


Wow til fyrirmyndar í vandrćđalegri stöđu

  Í gćrmorgun bloggađi ég á ţessum vettvangi um ferđalag frá Brixton á Englandi til Íslands.  Ég dró ekkert undan.  Ţađ gekk á ýmsu.  Ferđ sem átti ađ taka rösklega tvo klukkutíma teygđist upp í nćstum ţví sautján klukkutíma pakka.  

  Flug međ Wow átti ađ hefjast klukkan 10.45 fyrir tveimur dögum.  Brottför frestađist ítrekađ.  Um hádegisbil var farţegum tilkynnt ađ ţetta gengi ekki lengur.  Ţađ vćri óásćttanlegt ađ bíđa og hanga stöđugt á flugvellinum í Brixton.  Farţegum var bođiđ í glćsilegt hádegisverđarhlađborđ á Brixton hóteli.  Ţađ var alvöru veisla.  Á hlađborđinu var tekiđ tillit til grćnmetisjórtrara (vegan), fólks međ glúten-óţol og örvhentra.

  Í eftirrétt voru allskonar ljúffengar ostatertur og súkkulađiterta.  Fátt gerđist fram ađ kvöldmat.  Ţá var röđin komin ađ öđru og ennţá flottara hlađborđi.  Síđan fékk hver einstaklingur inneignarmiđa upp á 11 sterlingspund (1500 ísl. kr.) í flugstöđinni í Brixton.

  Eflaust var ţetta allt samkvćmt baktryggingum Wow.  Allt til fyrirmyndar.  Flugmađur Wow í Brixton olli vandrćđunum. Ćttingjar hans tóku hann úr umferđ.  Kannski vegna ölvunar hans.  Kannski vegna ölvunar ţeirra.  Kannski vegna alvarlegra vandamáls.  Sjálfsagt ađ sýna ţví skilning og umburđarlyndi.

  Ađrir starfsmenn Wow stóđu sig međ prýđi í hvívetna.  Allan tímann spruttu ţeir óvćnt upp undan borđum og út úr ósýnilegum skápum.  Stóđu skyndilega viđ hliđina á manni og upplýstu um stöđu mála hverju sinni.  Ţeir kölluđu ekki yfir hópinn heldur fóru eins og jó-jó á milli allra 200 farţega.  Gengu samviskusamlega úr skugga um ađ hver og einn vćri vel upplýstur um gang mála.  Til viđbótar vorum viđ mötuđ á sms-skilabođum og tölvupósti.

  Dćmi um vinnubrögđin:  Ţegar rútur mćttu á flugvöllinn til ađ ferja okkur yfir á Bristol-hótel ţá höfđu nokkrir farţegar - miđaldra karlar - fćrt sig frá biđskýli og aftur inn á flugstöđina.  Erindi ţeirra var ađ kaupa sér bjórglas (eđa kaffibolla) til ađ stytta stundir.  Ég spurđi rútubílstjóra hvort ađ ég ćtti ekki ađ skottast inn til ţeirra og láta vita ađ rúturnar vćru komnar.  "Nei," var svariđ.  "Far ţú inn í rútu.  Viđ sjáum um alla hina.  Viđ förum ekki fyrr en allir hafa skilađ sér.  Í versta falli látum viđ kalla eftir vanskilagemsum í hátalarakerfi flugstöđvarinnar."  

  Mínútu síđar sá ég bílstjórann koma út úr flugstöđinni međ kallana sem laumuđust í drykkina.

  Ég gef starfsfólki Wow hćstu einkunn fyrir ađdáunarverđa frammistöđu í óvćntri og erfiđri stöđu.  Ég ferđast árlega mörgum sinnum međ flugvél bćđi innan lands og utan.  Ófyrirsjáanleg vandamál koma af og til upp.  Stundum međ óţćgindum og aukakostnađi.  Á móti vegur ađ frávikin krydda tilveruna,  brjóta upp hversdaginn.  Eru ćvintýri út af fyrir sig.  Viđbrögđ starfsfólks flugfélaganna skipta miklu - mjög miklu - um ţađ hvernig mađur metur atburđarrásina í lok dags.  Í framangreindu máli skiluđu jákvćđ, fagleg og, já, fullkomin viđbrögđ starfsfólks Wow alsáttum farţega - ţrátt fyrir nćstum ţví sólarhringslanga röskun á flugi.            

    


Ađgát skal höfđ

  Á morgun spillist fćrđ og skyggni.  Hlýindakafla síđastliđinna daga er ţar međ ađ baki.  Viđ tekur fljúgandi hálka, él, hvassviđri og allskonar.  Einkum á vestari hluta landsins.  Ţar međ töldu höfuđborgarsvćđinu.  Ţá er betra ađ leggja bílnum.  Eđa fara afar varlega í umferđinni.  Annars endar ökuferđin svona:

klaufaakstur aklaufaakstur bklaufaakstur cklaufaakstur dklaufaakstur e   


mbl.is Snjór og hálka taka viđ af hlýindum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hneyksli ársins

  Á dögunum fór allt á hliđina í Fćreyjum.  Samfélagsmiđlarnir loguđu:  Fésbók,  bloggsíđur og athugasemdakerfi netmiđla fylltust af fordćmingum og undrun á ósvífni sem á sér enga hliđstćđu í Fćreyjum.  Umfjöllun um hneyksliđ var forsíđufrétt, uppsláttur í eina dagblađi Fćreyja,  Sósíalnum.  Opnugrein gerđi hneykslinu skil í vandađri fréttaskýringu.

  Grandvar mađur sem má ekki vamm sitt vita,  Gunnar Hjelm,  lagđi í stćđi fyrir fatlađa.  Hann er ófatlađur.  Hann vinnur á sjúkraflutningabíl og hefur hreina sakaskrá.

  Hann brá sér í bíó. Ađ ţví loknu lagđi hann bíl í svartamyrkri og snjóföl í bílastćđi.  Hann varđ ţess ekki var ađ á malbikinu var stćđiđ merkt fötluđum.  Ljósmynd af bíl hans í stćđinu komst í umferđ á samfélagsmiđlum.  Ţetta var nýtt og óvćnt.  Annađ eins brot hefur aldrei áđur komiđ upp í Fćreyjum.  Viđbrögđin voru eftir ţví.  Svona gera Fćreyingar ekki.  Aldrei.  Og mega aldrei gera.

  Gunnari Hjelm var eđlilega illa brugđiđ. Fyrir ţađ fyrsta ađ uppgötva ađ stćđiđ vćri ćtlađ fötluđum.  Í öđru lagi vegna heiftarlegra viđbragđa almennings.  Hann var hrakyrtur,  borinn út,  hćddur og smánađur.  Hann er eđlilega miđur sín.  Sem og allir hans ćttingjar og vinir.  Skömmin nćr yfir stórfjölskylduna til fjórđa ćttliđar.

  Svona óskammfeilinn glćpur verđur ekki aftur framinn í Fćreyjum nćstu ár.  Svo mikiđ er víst.  

i_stae_i_fyrir_fatla_ailla lagt viđ gleraugnabúđ 

 


Alltaf reikna međ ţví ađ farangur skemmist og verđi viđskila

  Allir sem ferđast međ flugvél verđa ađ gera ráđ fyrir ţví ađ farangur fylgi ekki međ í för.  Hann getur átt ţađ til ađ ferđast til annarra áfangastađa.  Jafnvel rúntađ út um allan heim.  Farangur hegđar sér svo undarlega.  Ţetta er ekki eitthvađ sem gerist örsjaldan.  Ţetta gerist oft.  Ég hef tvívegis lent í ţessu.  Í bćđi skiptin innanlands.  Í annađ skiptiđ varđ farangurinn eftir í Reykjavík ţegar ég fór til Seyđisfjarđar ađ kenna skrautskrift.  Hann kom međ flugi til Egilsstađa daginn eftir.  Í millitíđinni varđ ég ađ kaupa námskeiđsvörur í bókabúđ í Fellabć og taka bíl á leigu til ađ sćkja farangurinn ţegar hann skilađi sér.  

  Ég sat uppi međ útgjöld vegna ţessa óbćtt.  Ekkert ađ ţví.  Ţađ kryddar tilveruna.  

  Í hitt skiptiđ fór ég til Akureyrar. Farangurinn kom međ nćstu flugvél á eftir einhverjum klukkutímum síđar.  Ţađ var bara gaman ađ bíđa í kaffiteríunni á Akureyrarflugvelli á međan.  Ţar voru nýbakađar pönnukökur á bođstólum.

  Eitt sinn heimsóttu mig hjón frá Svíţjóđ.  Farangurinn týndist.  Ég man ekki hvort ađ hann skilađi sér einhvertíma.  Ađ minnsta kosti ekki nćstu daga.  Hjónin neyddust til ađ fata sig upp á Íslandi.  Ţeim ofbauđ fataverđ á Íslandi.  Kannski fóru ţau í vitlausar búđir í Kringlunni.    

  Vegna ţess hversu svona óhöpp eru algeng er nauđsynlegt ađ taka međ í handfarangri helstu nauđsynjavörur.  

  Ennţá algengara er ađ farangur verđi fyrir hnjaski.  Ţađ er góđ skemmtun ađ fylgjast međ hleđsluguttum ferma og afferma.  

        


mbl.is Töskunum mokađ út fyrir flugtak
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband