Fćrsluflokkur: Mannréttindi

Örstutt glćpasaga um skelfilegt morđ

  Rúnar er fyrir hćstarétti.  Í hérađi var hann dćmdur í sextán ára fangelsi fyrir ađ myrđa Margréti,  međleigjanda sinn.  Hann hefur fúslega játađ ađ hafa ţrifiđ upp blóđ úr konunni.  Hinsvegar veit hann ekki hvers vegna blóđ hennar var út um allt eldhúsgólfiđ.  Hann tilkynnti ekki hvarf hennar.  Líkiđ hefur aldrei fundist.  Móđir hennar tilkynnti hvarfiđ eftir ađ hafa án árangurs reynt ađ ná á henni vikum saman.

  Rúnar hefur ekki leynt ţví ađ ţeim Margréti sinnađist oft.  Stundum kom til handalögmála.  Einkum ţegar vín var haft viđ hönd.  Vitni segja ađ hann hafi veriđ ástfanginn af henni.  Ástin var ekki endurgoldin.  Ţvert á móti hafi konan hrćđst skapofsaköst hans og hamslausa áfengisneyslu.     

  Rúnar man ekkert eftir kvöldinu sem Margrét hvarf.  Hann hafđi veriđ á fylleríi í nokkra daga.  Allt í "blakkáti".  Rámađi samt í ađ hafa ţrifiđ upp blóđ.  Einnig hníf í sinni eigu.  Mjög óljóst kannađist hans viđ hugsanleg áflog. 

  Öllum ađ óvörum mćtir Margrét í hćstarétt.  Hún óskar eftir ađ fá ađ ávarpa réttinn.  Hún segist hafa reynt sjálfsvíg kvöldiđ sem hún hvarf.  Skar sig á púls.  Ástćđan var ósćtti viđ nýjan kćrasta.  Á síđustu stundu hćtti hún viđ allt.  Batt fyrir púlsana og tók rútuna norđur til gamallar skólasystur sinnar.  Ţar hefur hún veriđ síđan.  Hún fylgdist međ fréttum af morđmálinu.  Henni ţótti gott ađ vita af Rúnari engjast fyrir dómstólum.  En hún getur ekki horft upp á hann sakfelldan fyrir hćstarétti. 

  Réttarhaldiđ er í uppnámi.  Dómarar eru reiđir.  En hún er ekki ákćrđ í málinu.  Bara Rúnar.  Fangelsisvist hans er lćkkuđ niđur í fjögur ár.  Honum til refsiţyngingar er ađ hann var ósamvinnuţýđur viđ rannsókn málsins.  Ţverskallađist viđ ađ vísa á líkiđ.  Var óstöđugur í yfirheyrslum og reyndi ađ fela sönnunargögn.  Međal annars međ ţví ađ ţrífa blóđ af hnífi og gólfi.  Yfirlýsing Margrétar um ađ hann sé saklaus af meintu morđi á henni er metiđ honum til refsilćkkunar. 

  Einn dómari skilar séráliti.  Hann telur sanngjarnt ađ stytta dóminn niđur í tvö ár.  Ástćđan sé sú ađ dagblađ birti á baksíđu ljósmynd af Rúnari.  Myndbirtingin hljóti ađ hafa valdiđ honum skelfingu og hugarangri.  Međ ţví hafi hann tekiđ út refsingu sem jafngildi einu ári í fangelsi.   

fangi    


Ţađ getur bjargađ lífi ykkar og limum ađ vita ţetta

  Viđ lifum á spennandi tímum.  Ţví miđur í neikvćđri merkingu.  Viđ vitum ekkert hvernig mál eru ađ ţróast.  Er Úkraínuher ađ rúlla rússneska hernum upp?  Eđa eru Rússar međ yfirhöndina?  Vopnaframleiđsla heimsbyggđarinnar er á flugi.  Vopnasala hefur sjaldan blómstrađ meir.  Eru klasasprengjur komnar í gagniđ?  Verđur kjarnorkuvopnum beitt?  Í hafinu umhverfis Ísland er ađ verđa krökkt af kafbátum.  

  Hvađ međ loftlagsvána?  Skógarelda?  hryđjuverk?  Flóđ?  Hnífaburđ ungmenna? 

  Hvar er öruggur stađur til ađ vera á?  Ég veit ţađ.  Hann er á Bíldshöfđa 6.  Ţar er bílasala.  Í auglýsingu frá henni segir:  "Brimborg,  öruggur stađur til ađ vera á".

 

her     


Klaufalegt mont

  Ég hef efasemdir um ađ fólk verđi gáfađra af hassreykingum.  Hvađ ţá ađ ţađ verđi miklu gáfađra af ţeim.  Kannski er ţađ einstaklingsbundiđ.  Sumir hasshausar virđast ekki burđast međ meiri gáfur en gerist og gengur. 

  Unglingspiltur í Bandaríkjunum tók upp á ţví ađ rćkta kannabis.  Fljótlega varđ hann stórtćkur.  Árangurinn steig honum til höfuđs.  Hann kom sér upp netsíđu.  Ţar hćldi hann sér af velgengninni.  Var međal annars duglegur viđ ađ sýna ljósmyndir af plöntunum.

  Lögreglan var ekki lengi ađ bruna heim til hans.  Hann var fćrđur fyrir dómara.

  - Hvernig í ósköpunum datt ţér í hug ađ auglýsa glćpinn á opinni netsíđu?  spurđi dómarinn.

  - Ég hélt ađ löggan hefđi annađ og ţarfara viđ tímann ađ gera en hanga á netinu,  svarađi kauđi og uppskar 4ra ára fangelsisvist.

hass   


Íslendingar verđlaunađir í Ameríku

  Woody Guthrie (1912-1967) er stundum kallađur fađir bandarísku ţjóđlagatónlistarinnar (folk music).  Hann var trúbador,  flakkari, söngvari og söngvaskáld.  Hans hljóđfćri voru kassagítar og munnharpa.  Eftir hann liggja mörg hundruđ söngvar.  Mörg lög er gleymd.  Ađeins niđurskrifađir textar standa eftir.      

  Fjöldi rokkstjarna skilgreinir sig sem lćrisveina Woodys og hafa hljóđritađ lög hans.  Allt frá Bob Dylan og Bruce Springsteen til U2 og Wilco.  Hann söng um lítilmagnann og baráttu gegn fasisma.  Í seinni heimsstyrjöldinni barđist hann međ bandaríska hernum gegn Hitler,  Mussolini og ţeirra kónum.  Um ţađ orti hann ófáa söngva.  Á gítarinn var letrađ stórum stöfum "Ţetta tól drepur fasista".

  Í Oklahoma er myndarlegt Woody Guthrie safn.  Árlega heiđrar ţađ - verđlaunar - einhverja sem starfa í anda Woodys.  Á dögunum var Íslendingum og stöllum ţeirra í kvennapönksveitinni Pussy Riot afhentur verđlaunagripurinn 2023 sem er smćkkuđ eftirgerđ af gítar Woodys á stalli.  Pussy Riot einbeitir sér ađ afhjúpun á fasistatilburđum Putins.  Fyrir ţađ hafa stelpurnar veriđ fangelsađar í Rússlandi og sćtt harđneskjulegri ţrćlkun.

pussy-riot-woody-guthrie-award


Hryllingur

  Ég mćli ekki međ dvöl í rússnesku fangelsi.  Ţađ er ekkert gaman ţar.  Fangaverđir og stjórnendur fangelsanna eru ekkert ađ dekra viđ fangana.  Ţađ geta úkraínskir stríđsfangar stađfest. 

  Á dögunum skiptust Rússar og Úkraínumenn á stríđsföngum.  215 úkraínskir fangar fengu frelsi og 55 rússneskir.  Hér eru ljósmyndir af einum úkraínskum.  Hann var tekinn til fanga í Maríupól ftrir nihhrun vikun,.  Ţannig leit hann ţá út.  Á hćgri myndinni sést hvernig fangelsisdvölin fór međ hann.  

Russ-Fangi


mbl.is Erna Ýr ekki allslaus í Úkraínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Elvis bannar lag međ sjálfum sér

  Tímarnir líđa og breytast.  Ósćmileg hegđun sem fékk ađ viđgangast óátalin fyrir örfáum árum er nú fordćmd.  Dónakallar sitja uppi međ skít og skömm.  Ţeirra tími er liđinn.  Hetjur dagsins eru stúlkurnar sem stíga fram - hver á fćtur annarri - og afhjúpa ţá.

  Kynţáttahatur er annađ dćmi á hrađri útleiđ.  Tónlistarfólk - sem og ađrir - er ć međvitađra um hvađ má og hvađ er ekki viđ hćfi.  

  Eitt af stóru nöfnunum í nýbylgjunni á seinni hluta áttunda áratugarins var Elvis Costello.  Hans vinsćlasta lag heitir Oliver´s Army.  Ţađ kom út 1979 á plötunni Armed Forces.  Ţar syngur hann um vandamál Norđur-Írlands.  Kaţólikkar og mótmćlendatrúar tókust á međ sprengjum, drápum og allskonar. 

  Í textanum segir:  "Only takes one itchy trigger / One more widow, one less white nigger."

  Á sínum tíma hljómađi ţetta saklaust.  Gćlunafn afa hans í breska hernum var White nigger.  Ţađ ţótti ekki niđrandi.  Í dag hljómar ţađ hrćđilega.  Ţess vegna hefur Elvis gefiđ útvarpsstöđvum fyrirmćli um ađ setja lagiđ umsvifalaust á bannlista.  Sjálfur hefur hann tekiđ ţetta sígrćna lag af tónleikaprógrammi sínu.  Hann ćtlar aldrei ađ spila ţađ aftur.

 

     

  


Kinnasleikir

  Lengi er von á einum.  Nú hefur Óli kinnasleikir bćst viđ í skrautlega flóru íslenskra jólasveina.  Störfum hlađin kynferđisbrotadeild ríkiskirkjunnar rannsakađi máliđ:  Komst hćgt og bítandi ađ niđurstöđu;  um ađ háttsemi jólasveinsins falli undir eitt af mörgum fjölskrúđugum kynferđislegum áreitum og ofbeldi kirkjunnar ţjóna.  Kinnasleikir vill frekar telja ţetta til almennra ţrifa.  Svona sé algengt.  Einkum međal katta. 

 

 


Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Lof mér ađ falla

 - Leikstjóri:  Baldvin Z

 - Helstu leikendur:  Elín Sif Halldórsdóttir,  Eyrún Björk Jakobsdóttir,  Ţorsteinn Bachmann,  Sólveig Arnarsdóttir... 

 - Handrit:  Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson

 - Einkunn:  *****

  15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu.  Magnea er góđur námsmađur; á gott líf og bjarta framtíđ.  Stella fiktar viđ eiturlyf.  Magnea lađast ađ henni og ćvintýralegum lífsstíl hennar.  Fyrr en varir eru ţćr orđnar djammfélagar og Magnea farin ađ fikta viđ eiturlyf.  

  Framan af er mikiđ fjör,  hvort heldur sem er á skemmtistöđum eđa í gleđskap í heimahúsum.  Fylgifiskurinn er skróp í skóla og fariđ á bakviđ foreldra.  Hćgt og bítandi harđnar ástandiđ og verđur ofbeldisfyllra.  Samviskan hverfur, svikin verđa grófari og ósvífnari.

  Myndin kemur ţessu ađdáunar vel til skila.  Hún er afar trúverđug.  Enda byggđ á sönnum atburđum.  Elín Sif og Eyrún Björk túlka Magneu og Stellu á sannfćrandi hátt.  Ótrúlegt ađ ţćr séu ekki menntađar í leiklist og ađ ţetta sé frumraun ţeirra á ţví sviđi.  Hugsanlega skilađi reynsluleysi ţeirra sér í raunverulegu sakleysislegu fasi í fyrri hluta myndarinnar.  

  Myndin flakkar til og frá í tíma.  Ég fattađi ţađ ekki strax.  Kannski vegna ţess ađ ég er vandrćđalega ómannglöggur.  Einnig ruglađi mig pínulítiđ í ríminu ađ Magnea og Stella skiptu ítrekađ um hárlit.  Ţetta kom ekki ađ sök eftir ađ ég áttađi mig á ţessu.  Frekar ađ ţetta hjálpađi viđ ađ stađsetja ţćr á tímalínu.

  Ađ mestu er sneitt framhjá sýnilegu ofbeldi.  Óhugnađurinn er meira gefinn í skyn eđa nefndur í samtölum.  Ţetta er mun áhrifaríkara en grafískar senur.

  Átakanlegt er ađ fylgjast međ varnar- og ráđaleysi foreldranna.

  Músík leikur töluvert hlutverk.  Hún er í höndum Ólafs Arnalds.  Hann kann fagiđ.

  "Lof mér ađ falla" er áhrifaríkasta mynd íslensku kvikmyndasögunnar.  Frábćr í alla stađi.  Skilur mikiđ eftir sig.  Besta forvarnarmynd sem hćgt er ađ sýna í grunnskólum. 

  "Vonarstrćti" hefur veriđ velt úr sessi.  Ţađ er ekki lengur besta íslenska kvikmyndin.     

  

lof mér ađ falla


Ljótur, ljótari...

  Á dögunum henti ţađ í Norđur-Karólínu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku ađ mađur nokkur lýsti öđrum sem afar ljótum.  Ummćlin bárust til viđkomandi.  Hann tók ţau nćrri sér.  Sameiginlegir kunningjar ţeirra hvöttu orđhákinn til ađ lćgja öldur međ ţví ađ biđjast afsökunar á ummćlunum.  Sá svarađi:  "Ef einhver ćtti ađ biđjast afsökunar ţá er ţađ sá ljóti fyrir ađ vera svona ljótur!"

ljótur


Áhrifaríkt sönglag um barnsmorđ

  Á sjötta áratugnum var 14 ára blökkudrengur laminn í klessu af tveimur fullorđnum hvítum karlmönnum.  Svo var hann skutu ţeir hann og drápu.  Ţetta gerđist í Mississippi.   Forsagan er sú ađ 21. árs kćrasta annars mannsins laug ţví ađ gamni sínu ađ strákurinn hefđi dađrađ viđ sig.

  Morđiđ hafđi enga eftirmála fyrir morđingjana.

  Kynţáttahatur hefur löngum veriđ landlćgt í Mississippi.  Eins og í Alabama.  Ţessi tvö ríki liggja saman.  Frá Alabama kemur ein ţekktasta og merkasta söngkona og söngvaskáld Bandaríkjanna,  Emmylou Harris.  Kynţáttafordómar hafa alltaf veriđ eitur í hennar beinum.

  2011 sendi hún frá sér plötuna "Hard Bargain".  Á henni er ađ finna áhrifaríkt sönglag,  "My name is Emmett Till".  Ţar syngur hún í orđastađ myrta barnsins.  Hún vill ekki ađ saga hans og nafn gleymist.  Hugsanlega á lagiđ einhvern ţátt í ţví ađ dómsmálaráđuneyti Bandaríkjanna hefur opnađ máliđ ađ nýju.  


mbl.is 63 ára morđmál enduropnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.