Fćreyingar rúlla Dönum upp

 

  Á sama tíma og Íslendingar halda áfram ađ hasla sér völl í fćreysku viđskiptalífi velta danskir fjölmiđlar fyrir sér hvers vegna fćreysku tónlistarfólki gengur hlutfallslega vel á danska markađnum.  Fćreyingar eru rösklega 48 ţúsund,  eđa eins og lítiđ ţorp,  í danska sambandsríkinu sem telur hátt í 6 milljónir manna. 

  Fćreyska innrásin í Danmörku hófst í ársbyrjun 2002 er ţungarokkshljómsveitin Týr sigrađi í dönsku tónlistarkeppninni Melody Makers.  Týr náđi bćđi titlinum "Besta hljómsveitin" (valin af dómnefnd) og "Vinsćlasta hljómsveitin" (valin af almenningi).  Í kjölfariđ sló Týr í gegn hérlendis međ laginu  Ormurinn langi.  Ţađ er önnur saga.

  Sigur Týs í Melody Makers vakti mikla athygli og mikla umfjöllun í dönskum fjölmiđlum.  Augu Dana var beint ađ Fćreyjum.  Ţađ leiddi til ţess ađ fćreysku hljómsveitinni Clickhaze var bođiđ ađ spila á Hróarskeldu.  Ţar heillađi hún danska gagnrýnendur upp úr skónum.  Margir ţeirra sögđu hljómleika Clickhaze hafa veriđ toppinn á Hróarskeldu hátíđinni ţađ sumariđ.  Í Jyllands-Posten var frammistöđu Clickhaze lýst á ţann hátt ađ söngkona hljómsveitarinnar,  Eivör,  hefđi blásiđ Björk út í hafsauga.  Lesendur voru hvattir til ađ gleyma Björk.  Eivör vćri framtíđin.  Eivör mótmćlti ţessari söguskođun í öllum viđtölum ţar sem ţetta bar á góma. Sagđist vera ađdáandi Bjarkar og frábađ sér ađ taka ţátt í samanburđi á sönghćfileikum ţeirra.  Ţegar ég var kynnir á hljómleikum Clickhaze á Grand Rock 2002 og vitnađi til ţessara ummćla Jyllands-Posten hóf Eivör hljómleikana međ ţeim orđum ađ Björk sé frábćr og ummćli JP algjörlega út í hött. 

  Síđar heillađi Evör Dani sem sólósöngkona.  Hún hefur fengiđ margar útnefningar og nokkur verđlaun í dönsku tónlistarverđlaununum.  Einnig tók stórsveit danska ríkisútvarpsins upp á ţví ađ útsetja lög Eivarar og flytja í útvarpinu.  Ţađ starf ţróađist ţannig ađ síđar söng Eivör lögin međ hljómsveitinni inn á plötu.

  Teitur er annar fćreyskur tónlistarmađur sem nýtur vinsćlda og virđingar í Danmörku.  Hann hefur veriđ drjúgur viđ ađ fá tilnefningar og verđlaun í dönsku tónlistarverđlaununum. 

 

  Högni Lisberg er enn einn fćreyski tónlistarmađurinn sem hefur haslađ sér völl í Danmörku,  spilađ á Hróarskeldu og fleiri dönskum tónlistarhátíđum.

  Fyrir tveimur árum vakti pönkskotin fćreysk popprokksveit,  The Dreams,  athygli í dönsku "Músíktilraunum".  The Dreams hafnađi í 2.  sćti og sló hressilega í gegn.  Enginn man lengur eftir hljómsveitinni sem sigrađi en The Dreams hefur rađađ lögum í 1. sćti danska vinsćldalistans og sigrađ í ótal vinsćldakosningum.  The Dreams er ofur vinsćl í Danmörku. 

  Fyrir 2 árum eđa svo kom fćreyska söngkonan Guđrun Sölja,  sá og sigrađi í söngvarakeppninni "Stjarna kvöldsins" í danska sjónvarpinu.  Í fyrra endurtók fćreyska söngkonan Linda Andrews leikinn í danska X-factor.  Í ár er fćreyska söngkonan Anna Nygaard á fljúgandi siglingu í danska X-factor og virđist sigurstrangleg.

  Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ danskir fjölmiđlar spyrja sig hvernig á ţví standi ađ fćreyskir tónlistarmenn séu svona sigurstranglir hvar sem til ţeirra spyrst.  Danir vísa jafnframt til ţess ađ fćreyski söngvarinn Jógvan sigrađi í íslensku X-factor og sé kominn í lokaúrslit í forkeppni Júrivisjón á Íslandi. 

  Hér fyrir neđan er forsíđufrétt í danska Berlingske Tidene af ţví ađ fćreyska söngkonan Anna Nygaard meiddi sig á hökunni.  Hún missteig sig í stiga og féll viđ.

x-factor anna          


mbl.is Hilda hf. eignast í Fćreyjabanka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigur Týs í Melody Makers vakti mikla athygli og mikla umfjöllun í dönskum fjölmiđlum.

Geturđu gefiđ krćkju á ţetta og fleira frá dönum?

 Annars var Guđríđ Hansen rökkuđ niđur af Ćdol dómurunum (Bubba og co .....eđa var ţađ X-factor?) á sínum tíma ţegar hún tók ţátt í ţví hér. Nokkrum árum seinna var hún mikiđ ţekkt í Fćreyjum sem trúbadúra og vann titilinn besta söngkonan ţar http://planet.portal.fo/?lg=45598

Ari (IP-tala skráđ) 31.1.2010 kl. 16:39

2 identicon

Takk fyrir ţetta Jens. Yndislegur söngur hjá Eivör.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 31.1.2010 kl. 16:43

3 Smámynd: Jens Guđ

  Ari,  mér ţykir líklegt ađ eitthvađ megi finna um ţetta á heimasíđu Týs.  Ţegar Týr sigrađi í keppninni barst rás 2 frétt af úrslitunum ásamt upptöku frá sigurkvöldinu ţar sem Týr flutti  Orminn langa.  Sú var ástćđan fyrir ţví ađ Guđni Már Henningsson spilađi upptökuna í Popplandi á rás 2.  Lagiđ vakti svo mikla hrifningu hlustenda ađ símakerfi RÚV nánast sprakk.

  Kiddi kanína (Hljómalind) einhenti sér í ađ skipuleggja hljómleikaferđ međ Tý um Ísland.  Ég hjálpađi til.  Međal annars viđ "plöggiđ".  Viđ fengum í hendur úrklippur úr dönskum prentmiđlum.  Ég hef ekki haldiđ ţeim til haga.  Áreiđanlega er hćgt ađ "gúgla" eitthvađ af ţví upp - ţó netiđ hafi ekki - fyrir ţessum 8 árum - veriđ orđiđ ţađ öfluga alnet sem ţađ er í dag.

  Ţátttaka Guđríđar Hansen í íslenskri söngvakeppni hefur alveg fariđ framhjá mér.  Eins og margt fleira sem snýr ađ ţessum söngvakeppnum.  Hinsvegar veit ég ađ hún nýtur vinsćlda í Fćreyjum.  Takk fyrir hlekkinn.

Jens Guđ, 31.1.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ég vil bćta ţví viđ ađ Guđríđ Hansen hélt hljómleika á Kaffi Hressó í fyrravor (ađ mig minnir).  Ég komst ekki á ţá hljómleika vegna ţess ađ sama kvöld spilađi fćreyska hljómsveitin Spćlimeninir á Dubliners í Reykjavík.  Ţar var ég ađ hjálpa til.  Hinsvegar frétti ég ađ góđur rómur hafi veriđ gerđur ađ flutningi Guđríđar á Hressó.

Jens Guđ, 31.1.2010 kl. 17:00

5 Smámynd: Jens Guđ

  Haukur,  ţađ er eins og öll lög verđi yndisleg í flutningi Eivarar.

Jens Guđ, 31.1.2010 kl. 17:00

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég hef bara einu sinni fariđ til Fćreyja. Fćreyjar eru mitt land, ásamt reyndar USA.

En ég get vel hugsađ mér ađ búa í Fćreyjum á gamals aldri, snargeđveikur, útúrdópađur og blindfullur.

Siggi Lee Lewis, 31.1.2010 kl. 19:32

7 Smámynd: Jens Guđ

  Siggi Lee,  ţađ hefur stundum hvarflađ ađ mér ađ flytja til Fćreyja.  Og ekki fráleitt ađ ég láti verđa af ţví einn góđan veđurdag.  Ţađ er gaman ađ fá sér í glas í Fćreyjum.  Hinsvegar held ég ađ ţađ sé erfitt ađ vera dópisti ţar.  Fćreyingar hafa sagt mér ţađ.  Ţeir Fćreyingar sem sćkja í dóp flytja til Danmerkur eđa Íslands.

Jens Guđ, 31.1.2010 kl. 20:56

8 Smámynd: Jens Guđ

  Ásamt dönskum fjölmiđlamönnum getum viđ enn frekar velt fyrir okkur hvers vegna fćreyskir tónlistarmenn ná svona góđum árangri.  Ef viđ skođum sölutölur yfir plötusölu á Íslandi í liđinni viku er Eivör međ 4đu söluhćstu plötuna,  Live.  Jógvan er međ 5tu söluhćstu plötuna,  Vinalög.  Bloodgroup er međ 12. söluhćstu plötuna,  Dry Land

  Plata Eivarar hefur veriđ ofarlega á íslenska vinsćldalistanum í 10 vikur.  Plata Jógvans í 12 vikur.  Plata Bloodgroup í 7 vikur.  Ţar fyrir utan hefur lag Bloodgroup,  My Army,  veriđ ofarlega á íslenska vinsćldalistanum í 7 vikur.  Er nú í 9. sćti.

  Hér erum viđ bara ađ tala um vinsćldalista dagsins í dag.  Á síđustu árum höfum viđ veriđ međ margar ađrar fćreyskar plötur og lög ofarlega á vinsćldalistum.  2002 var  Ormurinn langi  vinsćlasta lagiđ á Íslandi.  Svo voru ţađ Brandur Enni,  Makrel,  pönksveitin 200,  Lena Andersen,  Högni Lisberg,  Teitur...

Jens Guđ, 31.1.2010 kl. 23:28

9 identicon

Ţú ţarft ađ heyra nýja lagiđ međ The Dreams, geđveikt. http://www.youtube.com/watch?v=dDnLICEx7h4&feature=related

Auđjón (IP-tala skráđ) 11.2.2010 kl. 01:00

10 Smámynd: Jens Guđ

  Auđjón,  ţeir eiga fína pönkspretti alltaf inn á milli.

Jens Guđ, 11.2.2010 kl. 13:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband