Jenis av Rana skýtur sig í fótinn

rasmus.jpg  Á síðustu 4 árum hefur orðið gríðarleg viðhorfsbreyting í Færeyjum gagnvart samkynhneigðum.  Vendipunkturinn var þegar gítarleikari rokksveitarinnar Makrel,  Rasmus Rasmussen,  varð fyrir fólskulegum barsmíðum nokkurra manna á skemmtistað.  Ástæða barsmíðanna var sú ein að Rasmus er samkynhneigður og hafði ekki flúið land,  öfugt við aðra samkynhneigða Færeyinga.  Daginn eftir sætti Rasmus hótunum um frekari barsmíðar.  Þegar fjölskylda Rasmusar óskaði eftir lögregluvernd kom í ljós að færeysk lög heimiluðu ofsóknir gegn samkynhneigðum.

  Þetta vakti undrun og hneykslan víða um heim.  Ekki síst á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.  Rannveig Guðmundsdóttir,  þáverandi þingkona,  tók málið upp á vettvangi Norðurlandaráðs.  Geir Haarde,  þá forsætisráðherra,  Guðrún Ögmundsdóttir,  þá þingkona,  ég og ýmsir fleiri létu frá sér heyra í færeyskum fjölmiðlum.  

  Þetta var hörmulegur atburður.  En nokkru skipti að Rasmus var vinsæll og virtur rokkari.  Hafði spilað með flestum helstu rokksveitum Færeyja.  Jafnframt stýrði hann eina alvöru rokkþættinum í færeysku útvarpi,  Rokkstovunni.  Færeyski tónlistarheimurinn snérist - eins og hann lagði sig - á sveif með Rasmusi.  Ég endurtek:  Eins og hann lagði sig.  Einnig yngri kynslóðin að uppistöðu til.  Ef einhver "no name" hommi hefði verið laminn er næsta víst að almenningsálitið í Færeyjum hefði ekki sýnt fórnarlambinu og málstaðnum sama stuðning. 

  Leikar fóru þannig að lögum í Færeyjum var breytt.  Nú er óheimilt að ofsækja samkynhneigða.  Jenis av Rana var fremstur í flokki þeirra sem börðust gegn nýju lögunum.  Hann taldi áríðandi að hommar væru lamdir þangað til þeir myndu afhommast.  Annars brenni þeir í vítislogum til eilífðar.  Það er víst alveg hrikalegt helvíti.  Jenis flaggaði í hálfa stöng ásamt trúfélögum sínum þegar nýju lögin voru samþykkt.   Nú í haust hefur Jenis reynt að vinna fylgi frumvarpi þess efnis að nýju lögin verði afnumin.  Nýjustu útspil hans hafa algjörlega komið í veg fyrir að þetta frumvarp hans eigi upp á pallborðið.  Hann er búinn að girða rækilega í veg fyrir það. Hann er búinn að skjóta sig í fótinn.

  Annað:  Síðast þegar ég vissi var Rasmus kominn með kærasta í Færeyjum og sestur að á fámennri norð-austur eyju.

elton_john_photo.jpg  Enn annað:  Í sumar hélt Elton John hljómleika í Færeyjum.  Jenis brást við hart.  Sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að Elton John væri samkynhneigður útsendari Satans.  Ummælin vöktu meiri athygli í Danmörku en Færeyjum.  Elton John nýtur hlutfallslega hvergi meiri vinsælda en í Færeyjum.  Næstum 6 þúsund manns mættu á hljómleika Eltons í Færeyjum.  Það jafngildir því að 40 þúsund manns myndu borga sig inn á hljómleika á Íslandi.  Það hefur aldrei gerst.  Metið hérlendis er þegar 18 þúsund mættu á hljómleika hjá Metallica.  Númer 2 eru 12 þúsund sem borguðu sig inn á hljómleika Rammstein. 

  Hræðsla Jenis av Rana við Elton John og kenningin um að hann sé útsendari Satans varð aðhlátursefni í Færeyjum.  Ef Jenis hefði fordæmt á sama hátt einhverja minna vinsæla poppstjörnu hefðu kannski fleiri samsinnt bullinu í honum.

  Framkoma Jenis av Rana í garð forsætisráðherra Íslands hefur vakið hörð viðbrögð í Færeyjum.  Hver þungavigtarmanneskjan á fætur annarri hefur stigið fram og fordæmt Jenis av Rana.  Þar á meðal æðstu ráðamenn Færeyja.  Færeyingar bera mikinn og einlægan hlýhug til Íslendinga og finnst Jenis av Rana sýna íslensku þjóðinni skammarlegan dónaskap. Ef Jenis hefði sýnt fulltrúa annarrar þjóðar sömu viðbrögð er alveg klárt að samlandar hans hefðu ekki brugðist eins harkalega við.

  Jenis av Rana er í frekar lokuðum trúarsöfnuði.  Ekki alls fyrir löngu komst upp að Jenis hafði beitt sér í þöggun á barnaníði innan safnaðarins.  Einhverjir í söfnuðinum standa þétt við bakið á Jenis.  Almenningur er hinsvegar hættur að taka mark á honum.  Og jafnvel farinn að fyrirlíta hann og skoðanir hans. Og skammast sín fyrir kallinn.  Sem þeir þurfa ekki að gera.  Alls ekki.  Færeyingar eru frábærir.  Eitt og eitt skemmt epli breytir engu um það.  Við Íslendingar getum alveg greint Jenis av Rana frá færeysku þjóðinni.  En auðvitað erum við þakklát færeysku þjóðinni fyrir að láta okkur vita að Jenis sé ekki talsmaður hennar.

  Myndin hér fyrir neðan er af Rasmusi og borgarstjóra Reykjavíkur,  Jóni Gnarr.

rasmus og jón gnarr


mbl.is Gegn vilja Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kallinn er nú soldið sorglega fyndinn

Ómar Ingi, 7.9.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Hannes

Ég gæti vel hugsað mér að kjósa þetta fífl enda er hann trúr sinni sannfæringu sem er ekki hægt að segja um neinn stjórnmálaflokk hér á landi í dag.

Hannes, 7.9.2010 kl. 19:40

3 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég geri þá ráð fyrir Hannes að þú myndir kjósa flokk múslima sem vildu koma á Sharia lögum á Íslandi, ef þeir bara væru samkvæmir sjálfum sér?

Egill Óskarsson, 7.9.2010 kl. 19:43

4 Smámynd: Hannes

Egill miðað við það sem er í boði í dag þá myndi ég íhuga það alvarlega.

Hannes, 7.9.2010 kl. 19:49

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það er rétt.  Hann er grátbroslegur í aðra röndina.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 19:57

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  Hitler var trúr sannfæringu sinni.  Það voru mistök að kjósa hann.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 19:59

7 Smámynd: Jens Guð

  Egill,  góður punktur.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 20:00

8 Smámynd: Hannes

Þjóðverjar geta þakkað Hitler það að Autobhan er til í dag enda voru þeir stofnaðir af því að hann sá að samgöngur voru nauðsýnlegar fyrir þýskaland. Hann lét gott af sér leiða áður en hann setti alla evrópu í stríðsrekstur.

Hannes, 7.9.2010 kl. 20:19

9 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  6 milljónir gyðinga og ýmsir fleiri geta líka þakkað Hitler fyrir Volkswagen.  Ódýran alþýðubíl. 

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 20:55

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#4),  þú klikkar ekki

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 21:18

11 Smámynd: Hannes

Jens. Ég er viss um að gyðingarnir þakki honum ekki fyrir Volkswagen en ég er viss um að margir Palestínu menn þakki honum fyrir að hafa stofnsett Aushwitch. 

Hannes, 7.9.2010 kl. 22:16

12 identicon

Er þessi Miðflokkur Jens av Rana ekki framsóknarflokkur Færeyja?!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 22:28

13 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  eru gyðingar ekkert fyrir Volkswagen?  Ég ek keikur um á Volkswagen sendibíl.  Ég hef aldrei á mínum næstu sextíu árum kynnst annarri eins druslu.  Hef átt áður 10 eða 15 bíla.  

  Ég er ekkert viss um að Palestínumenn hafi dálæti á Aushwitch.  Þeir Palestínumenn sem ég hef kynnst eru ekkert ósáttir við gyðinga sem slíka þó þeim líki illa við hryðjuverkaríkið Ísrael og allt sem það stendur fyrir.  Það á líka við um marga gyðinga.  Þeim ofbýður nasismi zíónista.  

  Nú hefur verið sannað með DNA að Hitler var gyðingur.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 22:35

14 Smámynd: Jens Guð

  Svavar,  ég er ekki alveg klár á því.  Kannski er það rétt hjá þér.  Mér hefur virst Miðflokkurinn aðallega flagga sér sem kristilegum miðflokki,  sívitnandi í Biblíuna. 

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 22:39

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Jens: óskylt færslunni þinni. Veit að þú ert músikpælari..Tékkaðu á þessum link:

http://www.watchthisletme.com/watch-776449-Legends-of-the-Canyon-Classic-Artists

hilmar jónsson, 7.9.2010 kl. 22:56

16 Smámynd: Jens Guð

 Hilmar,  það kemur bara upp einhver bunki af myndböndum.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 23:14

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Myndbandið heitir: legends of the Canyon.....Ferð í search ef það kemur ekki fram í linknum.. Datt í hug að þú hefðir gaman af þessu..kv.

hilmar jónsson, 7.9.2010 kl. 23:20

18 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  það koma bara upp mörg myndbönd.  Ég er alveg villtur í þessu dæmi.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 23:47

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Jens: Á síðunni á að vera lítill gluggi með search.. Ef þú slærð inn titlinum, ættirðu að fá upp linka þar sem hægt er að horfa á þetta online..

hilmar jónsson, 7.9.2010 kl. 23:56

20 identicon

Er ekki  óedlilegt ad vera sífellt ad hampa samkynhneigd?  Thad baetir ekki lídan samkynhneigdra. Theim lídur ekki vel og thad er partur af daeminu skiljid thid thad ekki. Vanlídan theirra kemur ekki út af afstödu heimsins heldur miklum efasemdum um identitet sem koma ad innan.

Bragi (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 06:51

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Getur verið að færeyingar séu margir hverjir svona 30 ár á eftir íslendingum í hugarfari. Þessi raunarsaga minnir dálítið á hvernig Hörður Torfason lenti í mönnum hérlendis fyrir 1980. Annars verð ég að viðurkenna að svona afturhaldssemi fer í taugarnar á mér. Hún minnir mig óþægilega mikið á íslensku kirkjuna og þá kreddu sem ríkir þar. Ég þekki ekki mikið af Færeyingum en ef meinið er að þeir séu svona íhaldssamir þá finnst mér Íslendingar almennt miklu skárri.

Brynjar Jóhannsson, 8.9.2010 kl. 07:27

22 Smámynd: ThoR-E

Þetta á ekki að sjást árið 2010

Fordómar gagnvart samkynhneigðum eða svörtu fólki eru mjög svipaðir.

Hvað ætli fólk myndi segja ef þessi sérstaki þingmaður í Færeyjum hefði neitað að sitja til borðs með Jóhönnu afþví að karlkyns eiginmaður hennar hefði verið dökkur á hörund.

Þetta er jafn fáránlegt.

Maðurinn varð sjálfum sér og sínum flokki til skammar.

ThoR-E, 8.9.2010 kl. 12:49

23 Smámynd: ThoR-E

karlkyns maki, átti þarna að standa.

kv.

ThoR-E, 8.9.2010 kl. 12:49

24 identicon

Ég er alveg sammála Jenis varðandi að Elton John sé útsendari satans, en það tengist kynhneigð minna heldur en óhljóðin sem að hann semur

Gsss (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband