Jenis av Rana skýtur sig í fótinn - II

  Í næstu bloggfærslu hér fyrir neðan geri ég grein fyrir því hvernig Jenis av Rana hefur tapað tiltrú almennings í Færeyjum á málflutningi hans.  Færeyingar almennt skammast sín fyrir öfgafullan málstað hans.  Það er mikilvægt að halda því til haga.  Gott dæmi um viðbrögðin er opið bréf guðfræðingsins Árna Zachariassen til Jóhönnu Sigurðardóttur.  Sjá:  http://www.arnizachariassen.com/ithinkibelieve/?p=1187

  Árni er virtur blaðamaður á dagblaðinu Dimmalætting (færeyska Mogganum).  Færeyska áfladrottningin Eivör hefur hingað til ekki verið yfirlýsingaglöð á opinberum vettvangi um pólitík eða trúarmál.  Nú er henni nóg boðið.  Hún hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu á fésbók sem útleggst:  "Ég set sjaldan hér inn yfirlýsingar en Jenis fær mig til að fyllast af skömm fyrir að vera Færeyingur!!!!!!":

Eg skrivi sjálvdan slíkar viðmerkingar inni her, men Jenis far meg at føla skomm yvir at vera føroyingur!!!!!!Eivør Pálsdóttir

 

 


mbl.is Danir blása Jenis-málið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðhorf mín til færeyinga breyttist við þetta. Ég hélt þeir væru að vitkast. Í mínum augum eru þeir frumstæðir fábjánar ef þeir ætla að líða svona steynsteypu og trúarofstæki. Þeir eru einhverjum öldum á eftir samtímanum. Já, ég meina það Jens. Þetta er ekkert nýtt þarna. Þetta eru hjátrúarfullir afdalamenn og fáfróðir heiglar. Þessi Jenis er einn af fjölmörgum trúarbragðatrúðum þarana.

Ég fer ekki til færeyja fyrr en þeir setjast á skólabekk og kippa sér hugarfarslega inn í 21. öldina.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2010 kl. 23:16

2 Smámynd: Hannes

En gaman að vita að þetta eru bara nokkur fífl sem eru með þetta þröngan hugsunarhátt í Fífleyjum.

Hannes, 7.9.2010 kl. 23:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hvarflar ekki að mér að hræsna fyrir þjóð, sem er eins og norræn saudi arabía hvað þessi mál varða. Amish, afdalahyski.  Vinsamlega hættið að senda peninga Færeyingar tila  að kaupa ykkur vini.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2010 kl. 23:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má svosem reikna með þoku í hausnum á þessu liði á þessum útskerjum við endaþarm heimsins. Það er viðvarandi þoka þar yfirleytt og löngu kominn inn í hausinn á þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2010 kl. 23:22

5 identicon

Jón Steinar, dragðu aðeins úr þessari heift og fáfræði gagnvart frændum okkar. Þetta er lítill öfgahópur þarna, 90% Færeyinga er vitiborið fólk.  Viðhorf mitt til þeirra breytist ekki neitt við þetta, þeir eiga sínar slæmu hliðar/fólk rétt eins og flestar þjóðir. Ég fór þangað í lok ágúst núna og mætti bara kurteisi og hlýju. Eina fólkið sem var leiðinlegt þarna voru Íslendingar á hótelinu sem ég gisti á sem praktíseruðu heimilisofbeldi kl. 6 um nótt með blóði, öskrum og hurðabroti. Ég held að það séu reyndar fleiri fávitar á Íslandi en í Færeyjum, bara annars konar fávitar, meira af t.d. gráðugum spilltum dónum og ofbeldismönnum í stað trúarnöttara. 

Ari (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 23:33

6 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  það er eiginlega með ólíkindum hvað Færeyingar almennt hafa kúvent hratt í afstöðu til samkynhneigðra.  Ég er gagnkynhneigður og hef aldrei látið kynhneigð skipta meira máli en húðlit eða augnlit.  Það var eiginlega eins og að ganga aftur í aldir að kynnast fordómum Færeyinga í garð homma fyrir 15 - 20 árum.  En almennigsálit í Færeyjum hefur breyst svakalega hratt síðustu 4 ár.  Jenis av Rana er eins og steingerfingur í dag.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er rétt hjá þér.  Fíflin í Færeyjum í dag eru svo fá að þau teljast blessunarlega til undantekninga.

Jens Guð, 7.9.2010 kl. 23:41

8 identicon

Ég hef oft komið til Færeyja og á vonandi eftir að koma þangað ótal sinnum í aftur, eingöngu vegna þess að ég hef ekkert vont um Færeyinga að segja. Ég hef vakið áhuga margra erlendra vina minna á að heimsækja þessa mögnuðu þjóð, og ég mun standa með mínu fólki, þrátt fyrir einstaka vitleysinga.

En það góða við okkur sem að trúum ekki á boðskap biblíunnar er að við getum fyrirgefið svona vitleysingum, af því einfaldlega, við vitum betur.

Silli Geirdal (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 23:49

9 Smámynd: Ómar Ingi

Það er nóg til af fíflum á Íslandi líka

Ómar Ingi, 7.9.2010 kl. 23:59

10 identicon

Krímer er ánægður með skrif Geirdallsins

Krímer (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 00:01

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér er ekki  eins leitt og ég læt Jen, en mér finnst allt í lagi að Færeyingar lesi þetta hér, (þeir sem kunna að lesa).  Þeir gætu altént farið að opna aðrar bækur en Grimmsævintýri biblúnnar. Þá myndu þeir líka komast að því að þetta er allt saman skáldskapur frá a-ö og búið að hafa þá að fíflum í aldir. Jesús var aldrei til og ekkert í þessari bók átti sér stað. Ég er að meina það. Það er faktum. Ef menn ætla að leiða það hjá sér og segja boðskapinn svo hreinan og finan, þá geta þeir lesið kjarnan í boðskapi leiðtogans í Lúk 14: 26  eða Matt 10: 34-36 svona sem dæmi. Þeim er uppálagt að hata alla og sjálfa sig mest og svo elska náungann á sama máta.

Þið hafið verið snuðaðir Færeyingar og ef þið ætlið að fara að vitna í það að syndlausir kasti fyrstur steininum og bla bla bla, þá er það viðbót, sem ekki er þekkt í neinu riti fyrr en á 10. öld.

Ergo: Þetta er trú haturs og fordæmingar, aðskilnaðar, mannamunar, stríða og deilna. Við þurfum ekki á slíku að halda. Innbyggð réttlætisvitund manna rí miklu hærra en svo. Það þarf bókstafstrú á ofstælkisboðskap til að vera svo illur.  Það verður líka að hóta eldi og brennisteini fram yfir gröf og dauða til að halda fólki við efnið.

Ég hvet Færeyinga til að brjótast úr viðjum þessa lamandi kredduhugarfars og fara að nota sina eigin skysemi.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2010 kl. 00:05

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæðan fyrir því að ég set Færeyinga undir sama hatt hér er sú að hér er á ferð þingmaður, kosinn af þeim til að vera málsvari þeirra. Nú skyldu þeir vanda sig betur í næstu kosningum. Þingmaðurinn, sem heldur þessa afsökunarræðu segist kristinn og ræðan er því hjákátleg og blinda hans söm og Janis. Hann segir að Sódómu og Gómorru (staðir sem aldrei hafa verið til)  hafi verið eytt af hinum "réttláta" Guði vegna skorts manna á gestrisni?  Vá! Hvað segir það mönnum?  Finnst þingmanninum það boðleg réttlæting?

Hann ætti svo að lesa kverið sitt betur því sódúm er eytt vegna saurlífis íbúanna í orði, en atburðurinn sem klikkt er út með er að Lot fær tvo myndarlega engla í heimsókn og herramenn í bænum vilja endilega lúlla hjá þeim og biðja hann að senda þá til sín. (hómósexualt) Lot hafnar því en býðður þeim unga dóttur sína í staðinn. (sem guði þótti göfugt mjög)´

Á þessu máli í afsökunnarræðu þingmannsins má sjá forstokkun og blindni þessa fólks. Hann segir ósatt og vísar til sögu sem er viðbjóðurinn einn máli sínu til staðfestingar.  Gersamlega heilaþveginn.

Ég er ekkert að verja homma og lespíur per se. Það þarf ekki og þeir einstaklingar ættu ekki að þurfa þess heldur. Það er þetta forastokkaða forneskju hugarfar og heimska sem ég gagnrýni. Að fólk skuli enn lifa í lygum og sjálfhverfu í skjóli þessa. Ef einhver er bigot og ignoramus, þá er það þessi þingmaður, sem þér finnst vera að standa sig svo rosalega vel.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2010 kl. 00:26

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Hann hlýtur að vera í fullum rétti að afakka þetta boð og gefið sína skýringu á því, það er eins og það sé verið að troða því inn í alla að þeir skulu allir hugsa eins þegar það kemur að trú eða samkynhneigð, hvaða helvítis bull er þetta og ég tali nú ekki um hræsni, fólk ætti að líta sér nær þegar kemur að því að drulla yfir skoðanir annara og fara í naflaskoðun með það, allir eru haldnir einhverjum fordómum, bara þora ekki að deila því með öðrum af ótta við að vera tekið af lífi án dóms og laga!

Sævar Einarsson, 8.9.2010 kl. 01:26

14 identicon

Þvílíkir MOLBÚAR sem þessir guðhræddu bjánar eru.

Leifur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 01:32

15 identicon

Jens, þú 'portalar' vel hérna eins og fyrri daginn.

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 02:10

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Leifur. Þetta er ekki soðun hans heldur skylda að hans mati. Samgróði hugmyndafræði haturs, þjáninga og ótta, sem kristnin í raun er.  Það er ekki að maðurinn hafi þessa "skoðun" heldur havaðan hann hefur hana og hvernig hann réttlætir hana. Það beinir spjótunum að þessari heimsýn og hugmyndafræði, sem rekur flein manna á milli í öllu.  Hann óttast það að fara til helvítis eða fá ekki V.I.P -ið handan grafar og dauða ef hann svíkur þessi "prinsipp" almættisins uppdiktaða. Ég hneykslast svo sem ekki á manninum. Heimurinn er fulur af allslags hálvitum og friðarspillum. Það er þessi heimsýn og hjátrú, sem veldur mér áhyggjum. Sérstaklega þegar fólk keppist við það að lofa þennan andskota og prísa.

Spurningin er: Er ekki komið gott af þessári trúarbragðafanatík? Er ekki kominn tími til að fólk leggi þessa forneskju að baki?

Það er súrrealískt að hjátrúafullir og fáfróðir hirðingjar frá bronzöld skuli enn diktera því hvernig við lítum heiminn og samferðamenn okkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2010 kl. 04:59

17 identicon

Jón Steinar það er þvæla að setja alla Færeyinga undir sama hatt, dónaskapur að tala um útsker við endaþarm heimsins, peningar hafa komið óumbeðnir frá þeim til okkar en ekki öfugt osfr.

Og ef einhverjir eiga að vanda sig betur í kosningum þá geta Íslendingar litið í eigin barm síustu áratugi.

valdimar (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 06:52

19 identicon

Hvað fékk þessi flokkur mikla kosningu í seinustu kosningum?

CrazyGuy (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 08:22

20 identicon

Ég var ekki hissa... búinn að heyra margt um hina rugluðu krissa í færeyjum...

doctore (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 08:49

21 identicon

Kynni mín af Færeyingum hafa skilið eftir sig hlýhug og virðingu.  Ég dvaldi í Klaksvík um stund 1978 og stundaði vinnu, síðan heimsótti ég Færeyjar fyrir um 5 - 6 árum og átti þar góð viðskipti.

Færeyingar eru gott fólk og frændur góðir, ég læt ekki öfgamann með viðhorf Talibana hafa áhrif á mig, það er enginn skortur á þessari tegund manna hér á okkar eyju.  Jenis af Rana er að spila pólitískar keilur með biblíuna í hendi, hann reyndi að lítilsvirða aðra manneskju til að upphefja sjálfan sig, en það eina sem hann fékk áorkað var að lítilsvirða sjálfan sig.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 10:55

22 identicon

ég held að Jón Steinar sé að reyna að komast útúr "SK'APNUM" góða þess vegna hafi hann allt á hornum sér gangi þér vel Jón

snorri (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 12:19

23 identicon

Þessi flokkur fékk um 5% síðast. Hvort það sé ekki annar kristilegur flokkur, minnir mig.

Ég var í Tórshavn um daginn og úti á götu í miðbænum var predikandi biblíuband. Fór í taugarnar á mér.

En, já færeyingar, indælis fólk. Efast um að velflestir séu á máli Ranans. Frekar mikill skortur á afþreyingu í Færeyjum( þó það hafi lagast) því gæti fólk leitað í kirkju..(?)

Bessi Egilsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 12:32

24 identicon

Við verðum að fyrirgefa þessum vesalings krissum... þeir eru jú sjálfir fórnarlömb biblíu...
Það sem við eigum að gera er að skjóta endalaust á kristni... kristni er jú eitt af bjánalegustu trúarbrögðum EVAR.

1 Guð skapaði heiminn á 6 dögum
2 Guð geggjaðist vegna þess að einfaldir sakleysingjar borðuðu epli
3 Guð drap allan heiminn í geggjunarkasti yfir því að hans EIGIN hönnun stóðst ekki væntingar hans
4 Guð læðist inn í herbergi hjá giftri táningsstúlku og nauðgar henni
5 Stúlkan verður ólétt af Jesú, sem er Guddi sjálfur
6 Sússi sýnir töfrabrögð fyrir framan lítinn hóp af fáfróðu ofsatrúarfólki
7 Sússi fremur þykjustu sjálfsmorð til að fyrirgefa okkur fyrir það að hans EIGIN hönnun borðaði epli
8 Sússi segir lærisveinum að hinkra í smá stund og þá komi hann aftur
9 2000 ár líða... ekkert bólar á Sússa.. sem ætlaði þó að koma aftur áður en lærisveinar myndu deyja..

Stutt yfirferð yfir púra heimsku

doctore (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 15:09

25 identicon

Jón Steinar, ég legg heldur ekki trúnað á það sem í Biblíunni stendur, né að Jesú hafi verið eingetinn sonur guðs. En ég geng ekki svo langt í trúleysisfanatíkinni að ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé allt bull. Mér finnst málatilbúnaður þinn og stóryrði eyðileggja málstað okkar sem höfnum trú á hvers kyns guði...

Sveinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 15:13

26 identicon

En þetta er allt bull Sveinn... bull er bull. Allt bull verður að taka sem bull, verður að kallast réttum nöfnum.

Hver sá sem virðir trúarbrögð, sá hinn sami vanvirðir manneskjur...

The end

doctore (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 15:40

27 identicon

Er ekki einfaldast að við látum trúmenn í friði með þeirra sannfæringu og við fáum að hafna guðum líka í friði? Með svona málflutningi förum við á sama planið og trúarofstækismennirnir...

Sveinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 15:50

28 identicon

Ég skora Haffa Haff á að skora á Jenis í hnefaleika

Gsss (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 16:14

29 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar (#3 og 4),  Jenis av Rana er ekki fulltrúi almennings í Færeyjum.  Miðflokkurinn hans er með 5% fylgi.

  Í skoðanakönnun hjá færeyska dagblaðinu Dimmalætting er spurt hvort leyfa eigi samkynhneigðum að ganga í hjónaband í Færeyjum.  Niðurstaðan er þessi:

 Já 74%

 Nei 22%

 Veit ekki 4% 

  
 
  
 
  

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 17:29

30 identicon

Góður og réttlátur er Drottinn, þess vegna vísar hann syndurum veginn. - Sálmarnir 25:8

doctore (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 18:02

31 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  ég tek undir þessa lýsingu þína.  Frá 1995 hef ég farið um 30 sinnum til Færeyja.  Og aðeins kynnst einstaklega elskulegu fólki þar.  Ég hef hampað því að ég sé í Ásatrúarfélaginu.  Það virðist aldrei hafa truflað neina Færeyinga.  Þvert á móti hafa ofur kristnir Færeyingar sýnt ásatrú áhuga og spurt margs.

  Eitt sinn kom upp sú staða að ég bjó hjá ofur kristinni fjölskyldu í nokkra daga þarna úti.  Áður en ég fór þangað var mér ráðlagt að drekka ekki áfengi heima hjá fólkinu.  Það væri afskaplega andvígt áfengi.  Ég var hinsvegar varla búinn að heilsa fólkinu fyrr en það sagðist hafa heyrt að mér þætti bjór góður.  Ég viðurkenndi það.  Þá dró fólkið upp bjór og hélt honum að mér allan tímann.  Það mátti aldrei minnka verulega í glasinu öðruvísi en opnuð væri ný bjórflaska.  Jafnframt var með stuttu millibili boðið upp á skot.

  Þetta yndislega fólk lét andúð á áfengum drykkjum víkja fyrir gestrisninni.   

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 18:22

32 Smámynd: Jens Guð

  Silli,  þetta er vel orðað hjá þér.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 18:23

33 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það vantar ekkert upp á það. 

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 18:24

34 identicon

Gsss, ég held að Haffi Haff myndi að taka Jenis í rassgatið ef hann myndi mæta honum í hringnum.:)

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 18:26

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jens, það er nú helmingi meira fylgi en Frjalslyndir hafa. No offence. Er það ekki áhyggjuefni ef á landsvísu séu talibanaígildi sem þessi svona sterk? Hvað segir það um menntunarstig t.d. Það ver margsannað að ofsatrúþrífst í menntunarleysi og þekkingarleysi. Já meira að segja eru ofurtrúaðir með talsvert lægri greindrvísitölu en meðaljóinn. Það eru ótal útektir til á því. Vilt þú t.d. fá enn meiri hálvita við völd en við þurfum að láta okkur lynda.

Sveinn: Þú segist trúlaus, en er greinilega eiðsvarinn í hina pólitísku rétttrúnaðarkirkju. Þú telur að respekt á báða bóga sé málið. Ég segi nei. Respekterar þú það? Ástæðan fyrir þessari trúarvitfirringu er einmitt þessi pólitíski réttrúnaður, sem hræsnar fyrir trúarbrögðum og heimtar alla umræðu í bómurl af ótta við að verða sjálfir fordæmdir fyrir fordæmingu. Það er vandlifað í þessum heimi karlinn minn.  Trúleysi er ekki hreyfing með ákveðinn málstað og markmið heldur, eins og þú greinilega heldur. Sennilega ertu fyrrverandi trúmaður, sem ert að reyna að byggja þér aðra kirkju. Þú tilheyrir þessari réttrúnaðarkirkju efasemdarmanna, sem einatt notar orð eins og (sceptic) movement, community, conversion og conviction.

Það er nóg af költum öðrum til fyrir þig, svo þið þurfið ekki að búa til ný.  Ég hef ekki tekið þetta á saumaklúbbastigið með hálvelgju á borð við þína. Hreinskiptni er mér í meira virði. Vinur er sá sem til vamms segir og allt að.  Það má vel vera að skítkast sé ekki góður umræðugrundvöllur, en ef þú telur einhvern grundvöll fyrir trúlausann að ræða trú hins trúaða, þá ertu alveg gersamlega að misskilja þetta.  Það er enginn grundvöllur þar fyrir. Þetta er bull. Ertu ekki að skilja það? Ertu ekki nógu heiðarlegur til að viðurkenna það, þegar þú augljóslega virðist vita það?  Er ekki nóg af lygi og hræsni, svo þú þurfir að bæta um betur í yfilýstu trúleysi?  Telur þú að þetta ofsatrúarlið geti landað einhverri málamiðlun með trúlausum? Ja hérna hér. Good luck.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2010 kl. 20:23

36 Smámynd: Jens Guð

  Krímir,  ég líka.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 20:30

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

´Pólitíska réttrúnaðarkirkjan leitast endalaust við að setja málfarslegan hljóðkút á alla umræðu, svo úr henni kemur aldrei nein niðurstaða af þeirri einföldu ástæðu að enginn er að segja meiningu sína í slíkri umræðu. Þetta hugleysi meinar mönnum að hafa skoðun og tjá hana og ekki síst að þora að vera á öndverðum meiði í opinni umræðu.

Ég tek stundum sterkt til orða og ákvað hér að taka svampin af hornunum í þeirri von um að Færeyingar læsu hvað mörgu fólki hér finnst í raun og veru. Samkynhneigð Jóhönnu er ekki issuið hér og reynt er að skauta framhjá því grundvallaratriði með að láta sem svo væri. Einfaldlega af því að fólk þorir ekki að vera heiðarlegt með skoðun sína á þessari trúarbragðavitfirringu. Ég gef ekki rassgat fyrir kynhneigð frúarinnar né hvílubrögð frekar en annarra. Hvað þá hálf-áttræðra kerlinga. Ég vil bara að menn átti sig á hvert er meinið í þessu öllu. Trúarbrögð og truarsannfæring, sem virðist eitthvað ósnertanlegt í augum sumra.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2010 kl. 20:41

38 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar (#11),  þeir eru nokkuð margir Færeyingarnir sem lesa bloggið mitt.  Færeyskir fjölmiðlar hafa stundum vitnað í bloggið mitt og einnig hafa færeyskir fjölmiðlamenn stundum hringt í mig til að spyrjast frekar fyrir um eitthvað sem ég hef sett á bloggið.  Eins er dálítið um að Færeyingar skrifi mér til að spyrja hvað einhver tiltekin orð á blogginu mínu þýði.  Eða kannski oftar að þeir vilja að ég staðfesti eða leiðrétti að þeir hafi skilið einhver orð á blogginu mínu rétt.  Einnig hefur komið fyrir að Færeyingar hafa blandað sér í umræðu í kommentakerfinu hjá mér.  Til að mynda þegar ég bloggaði um færeyska jólalagið með Geir Ólafs.

  Það er næsta víst að ennþá fleiri Færeyingar lesa þær bloggfærslur sem ég skrifa um færeysk málefni.  

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 20:46

39 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar (#12),  það er rétt hjá þér að rödd Jenis av Rana hefur vigt þó Miðflokkur hans sé aðeins með 5% fylgi.  Mig minnir að flokkurinn sé með 3 þingmenn af 32 sem skiptast alls á milli 6 flokka.  Það má alveg reikna með að fylgi við Miðflokkinn sé í raun meira en þessar tölur segja til um.  Afstaða til sjálfstæðis Færeyja er rosamikið hitamál.  Margir kjósa þess vegna annað hvort Sambandsflokkinn eða Þjóðveldisflokkinn út af því að afstaða til sjálfstæðisins brennur heitast á þeim.

  Auk þess að vera þingmaður og læknir er Jenis av Rana er  forstöðumaður trúarsafnaðar.  Fyrir 2 árum eða svo komst upp að Jenis hafði þaggað niður barnaníðsmál innan safnaðarins.  Það mál er enn til rannsóknar eða í einhverju dómsferli með hliðsjón af því að með þögguninni braut gegn Jenis upplýsingaskyldu.

  Jenis er talsmaður þess að samkynhneigð sé lamin úr hommum.  Þeim til bjargar frá því að brenna um eilífð í vítislogum.  Fyrir örfáum vikum var hann að leita fylgis við frumvarp þess efnis að 3ja ára gömul lagagrein verði afnumin.  Lagagreinin sem bannar ofsóknir á hendur hommum.  

  Það er ástæða til að vekja athygli á og undirstrika að það er gríðarlega mikill munur á ungum Færeyingum og eldri.  Unga fólkið er svo miklu miklu frjálslyndara í viðhorfum.  Það er himinn og haf sem skilur þar á milli.  Mér virðist sem viðhorf færeyskra unglinga sé gegnum gangandi svipað viðhorfum Íslendinga.  Að vísu er töluvert hærra hlutfall færeyskra unglinga mun áhugasamari um Jesú.  En þeim unglingum ofbýður afstaða Jenis til samkynhneigðra.      

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 21:07

40 Smámynd: Jens Guð

  Sævarinn,  það á ekki að umbera allar skoðanir alltaf.  Hvorki þegar Hitler eða Jenis av Rana eiga í hlut.  Það er sjálfsagt að mótmæla skoðunum sem byggja á því að fólki sé mismunað eftir kynþætti,  kynferði,  kynhneigð,  hárlit og hvort það sé rétthent eða örvhent.

  Jenis av Rana er holdgerfinur mannvonsku.  Hann hélt hlífðarskildi yfir barnaníðingi.  Hann berst fyrir því að samkynhneigð sé lamin úr hommum.  Hann berst fyrir því að lög verði afnumin sem banna barsmíðar á samkynhneigðum.  

  Verulegur hópur Færeyinga og flestir yngri Færeyingar skammast sín fyrir að vera Færeyingar vegna Jenis av Rana.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 21:21

41 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Penis á Rana

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.9.2010 kl. 21:49

42 Smámynd: Jens Guð

  Leifur,  allar þjóðir eiga sína talibana.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 22:12

43 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  takk fyrir það.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 22:12

44 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar (#16),  það er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 22:15

45 Smámynd: Jens Guð

  Valdimar,  Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 22:16

46 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur Örn,  nei,  hún er það ekki.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 22:17

47 Smámynd: Jens Guð

  CrazyGuy,  Miðflokkurinn fékk 5% og 3 þingmenn af 32 sem skiptust á milli 6 flokka.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 22:19

48 identicon

Jón Steinar, ég veit varla hvort eða hvernig á að svara svona rakalausum fullyrðingaflaumi sem dembt er yfir mann eins og úr fullri fötu af slori. Til að byrja með þá vil ég taka það fram að mér finnst hegðun þessa ranaþingmanns út úr öllu korti og get ekki borið virðingu fyrir slíku, því hann ber ekki virðingu fyrir lífsstíl þeirra sem ekki hlýða Þjóðsögum Gyðinga í hvívetna. Þar komum við einmitt að því sem þú hafnar... gagnkvæm virðing á milli þeirra sem eru á öndverðum meiði. Ég ber virðingu fyrir skoðunum þeirra sem bera virðingu fyrir skoðunum mínum. Vil ég frábiðja mér að vera bendlaður við einhvern pólitískan rétttrúnað.

Ég held að trúleysi (þ.e. höfnun á tilvist guða) geti einmitt verið málstaður, því af nógu er að taka að berjast á móti að pólitík sé rekin á trúarlegum nótum og að ríkisvald sé að vasast í rekstri trúfélags. En jú, ég er fyrrverandi trúmaður - ég fermdist, en fáeinum árum síðar tók gagnrýnin hugsun völdin.

Í lokin virðist aðalmunurinn á mér og þér aðallega liggja í virðingarleysi þínu fyrir skoðunum náungans.

Sveinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:34

49 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ég vil biðja þig um að setja ekki samasemmerki á milli Jenis av Rana og færeysku þjóðarinnar.  Ég dreg ekki fjöður yfir að mun hærra hlutfall Færeyinga en Íslendinga er á Krissa-línunni.  Sjálfur er ég í Ásatrúarfélaginu og hampa því í samskiptum við Færeyinga.  Það hefur aldrei varpað neinum skugga á samskiptin við Færeyinga.  Þeir eru vanir því að aðrir séu í öðru trúfélagi en þeir sjálfir.  Það truflar þá ekki neitt.  Sem dæmi þá er færeyska jesú-hljómsveitin Boys in a Band með trúlausan íslenskan umboðsmann.  Ég hef líka átt góð samskipti við Boys in a Band og fjölda færeyskra tónlistarmanna sem tilheyra ýmsum trúfélögum.  Meðal annars gyðingum,  Báhái-istum og allskonar jesú-liði.  Þetta er allt yndislegt fólk þó ég undanskilji Jenis av Rana.  Hann er mannvonsku talibani.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 23:21

50 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  ég gæti ekki verið meira sammála eða orðað það betur.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 23:22

51 Smámynd: Jens Guð

  Snorri,  Jón Steinar hefur margt til síns máls.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 23:27

52 Smámynd: Jens Guð

  Bessi,  það er rétt hjá þér að Miðflokkurinn fékk 5% í síðustu kosningum.  Og vissulega verður maður var við það í Færeyjum að Jesú er þar stærra dæmi en á Íslandi.  Á færeyskum heimilum sér maður myndir af Jesú jafnvel inni á klósetti og ekki síður innan um fjölskyldumyndir í stofunni.  Að vísu ekki ljósmyndir heldur teikningar. 

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 23:31

53 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#24),  það eru ágætir punktar í þessu hjá þér.

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 23:33

54 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn (#25),  það er hugsanlega flugufótur fyrir að 1% af mörg þúsund ára gömlum þjóðsögum frá Mið-Austurlöndum eigi við rök að styðjast. 

Jens Guð, 8.9.2010 kl. 23:36

55 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Akkúrat málið Sveinn. Ef þú telur þig í einhverri collektífri og skipulagðri krossferð gegn hindurvitnum, er það þá vænlegur útgangspunktur að bera respekt fyrir vitleysunni? Ég er bara ekki að ná hugsanaferli þínu. Ég hélt að efasemdarmenn væru efasemdarmenn af því að þeir væru rökvísir m.a.

Hvar helliég svo yfir þig slori? Ég er bara að segja nákvæmlega það sem þú hefur verið að hugsa í tengslum við þetta en hefur ekki uppburði né heiðarleika til að láta það heyrast. Ef þú heldur að hugtök eins og umburðarlyndi og virðing, séu algild og án takmarkanna, þá hefur þú aldeilis ekki hugsað þetta nógu langt. Með fullri virðingu fyrir þér annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2010 kl. 02:12

56 identicon

Mér dettur ekki í hug að dæma alla færeyinga.... þeir færeyingar og íslendingar sem styðja málflutning þessa biblíupumpara... það fólk er ekkert betra en það fólk hér á landi sem ofsótti fórnarlömb biskups...
Kristni og önnur trúarbrögð virka einmitt þannig að það slokknar á heila fólks, fólkið sér ekkert nema hinn upplogna lúxus í himnaríki... gerir hvaða vitleysu sem er til að verja útrásarjesúlingadelluna sína..
Jesú er ekki á krossinum.. allir kristnir eru á krossinum... nelgdir þar upp af kirkjum og kuflum

doctore (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:30

57 identicon

Jón Steinar, Kemur einhver staðar fram að ég sé í einhverri skipulagðri krossferð gegn hindurvitnum þótt ég telji þau ekki eiga að vera á vegum ríkisins né blandast pólitík??? Vinsamlega bentu mér á það og ég skal endurskoða minn málflutning. Það að leggja ekki trúnað á hindurvitni tel ég ekki það sama og berjast á móti þeim per se, en þú þarft að sjálfsögðu ekki að vera sammála mér í því frekar en öðru. Ég tel mig ekki þurfa að færa rök fyrir því af hverju ég legg ekki trúnað á hindurvitnin. Geri ég mér líka fulla grein að það eru að sjálfsögðu takmörk fyrir umburðarlyndi og virðingu.

Það að slíta mál mitt úr samhengi og koma með órökstuddar athugasemdir um heiðarleika minn finnst mér alveg mega jafna við að demba yfir mann slori.

Sveinn (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 20:22

58 identicon

Ekki ad ég sé ad mæla Jóhønnu bót í pólitík, þar erum vid á øndverdum meidi, hinsvegar ad rádast á hennar persónu og hennar kynhneigd finnst mér ná út yfir alla þjófabálka. Sjálfur hef ég átt því láni ad fagna ad búa í Færeyjum í 6 ár med minni yndislegu Færeysku konu, ( Klaksvík) og get bara sagt ad yndislegara fólk er vart hægt ad hugsa sér. Ad sjálfsøgdu er til øfgafólk þar sem og annarstadar. Nú er þad svo ad altaf þarf ad blanda trúmálum í allar umrædur, med eda á móti kristi eda med eda á móti biblíuni, vitandi ad allar helstu styrjaldir eru framdar í nafni trúar. Ég er ekki í nokkru trúfélagi en fyrir um þad bil 15 árum sídan hengdi ég þórshamarinn um háls mér og sama gerd konan fyrir um 5 árum sída, og var hún sannkristin fyrir, ástædan er ad vid fengum nóg. vid lifum yndislegu lífi hér í Danmørku í dag og getum leyft okkur ad kenna í brjósti yfir svona illa upplýstu fólki eins og Jenis og fleirum, ég meina vid hafa 2010 ekki satt. Annars erum vid virkilega glød fjølskyldan med þína pistla Jens, erum bædi hjónin komin vel yfir 50 ára aldurinn, og vildum gjarnan vita ef vid gætum fundid þinn þátt á netinu. kærar kvedjur

Arnfinnur Lena og fjølskylda

Hirtshals

Danmørk. 

Arnfinnur (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband