Aðförin að Ólafi F. Magnússyni

  Ólafur F. Magnússon hefur aldrei farið leynt með veikindi sín.  Hann hefur tjáð sig af hreinskilni um þau í fjölmiðlum og ekkert dregið undan.  Veikindi hans eru ekki stöðug.  Þau eru sveiflukennd.  Hann hefur náð heilsu og er alveg meðvitaður um ástandið.  Meðvitaðri en margur annar undir þessum kringumstæðum vegna þess að hann er læknir og hefur læknisfræðilega þekkingu á sjúkdómnum.

  Ég átti töluverð samskipti við Ólaf þegar hann var borgarstjóri og eftir það.  Hann var við góða heilsu á því tímabili.  Hann er vel gefinn,  léttur og skemmtilegur í umgengni,  með góðan tónlistarsmekk og hugsjónarmaður sem gefur engan afslátt á sínum hugsjónum.  Hann er baráttumaður fyrir þeim.  Hann er einlægur og fylginn sér í baráttu fyrir umhverfisvernd,  verndun eldri húsa og því að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýri.  

  Þessi lýsing á honum þýðir ekki að ég sé sammála honum um alla hluti.  En sammála honum um marga hluti,  svo sem flugvöllinn.  Mér þykir vænt um hlý orð hans og góð í garð  Ásatrúarfélagsins.  Ég er í Ásatrúarfélaginu.

  Að þessu sögðu vil ég fullyrða að lýsing Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur í tímaritinu Nýju lífi á heilsu Ólafs sé röng.  Ólafur F. Magnússon var ekki veikur á því tímabili sem þau fóru saman með stjórn Reykjavíkurborgar.  Alls ekki.  Hann var við góða heilsu.  Hann var góður borgarstjóri.  Agaður og fastur fyrir.  Hann leið ekki spillingu eða bruðl.  Sem dæmi get ég tiltekið að iðulega nota borgarfulltrúar hvert tækifæri sem gefst til utanlandsferða á kostnað borgarbúa.  Ólafur sat í borgarstjórn í áratugi og fór aðeins einu sinni til útlanda.  Það var til Færeyja í boði þarlendra stjórnvalda.        

  Það felast miklir fordómar í garð fólks með geðhvörf að heimfæra sjúkdóminn yfir á allt í þeirra tilveru,  líka þegar heilsa þess er í lagi og þú ert ósammála skoðunum þess.  Ólafur F.  Magnússon var heilbrigðastur allra sem sátu samtímis honum í borgarstjórn.  Hann var sá eini sem gat lagt fram heilbrigðisvottorð.  

olafur_f_1208757.jpg

  


mbl.is Misnotuðu veikindi Ólafs F.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ókey þú átt 400 vini en þarf ég að hlaða niður myndum af þeim öllum til þess að geta lesið bloggið þitt?

Einar (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 22:42

2 Smámynd: Jens Guð

  Einar,  ég veit ekki hvað þú átt við.  Ég á 5000 Fésbókarvini en hef ekki tekið saman hvað ég á marga skráða bloggvini.  Bloggið er svo opið að fæstir af þeim sem ég á samskipti við á blogginu eru skráðir bloggvinir. 

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 22:55

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vel mælt & kórrétt sagnfræði þarna hjá þér skrifuð félagi.

Steingrímur Helgason, 18.7.2013 kl. 23:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  bestu þakkir fyrir það. 

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 23:27

5 identicon

,,,...hugsjónarmaður sem gefur engan afslátt á sínum hugsjónum.  Hann er baráttumaður fyrir þeim.  Hann er einlægur og fylginn sér í baráttu fyrir umhverfisvernd, .."

Maðurinn sem þú ert að skrifa um, það sem þú skrifar um hann .

Óalfur F Magnússon var um tíma borgarstjóri Reykjavíkur, sem slíkur var hann með öll ráð til þess að beita sér í mestum umhverfisruslakistu Reykjavíkur, umhverfi Hvalfjarðar !  Faxalóahafnir erum með öll umráð við iðjuverin í Hvalfirði !  Ólafur F Magnússon , sem borgarstjóri , kaus að gera ekki neitt !

Hvaða umhverfisverndarmann ertu að tala um og hvaða baráttumann ertu að tala um  ?

Það er flott orðið ,,umhverfisverndari", en þú þarft að kunna að nota það og gera það !

Það á ekki bara að tala og skrifa, það þarf að gera hlutina  !!

JR (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 23:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm svo eru menn að hneykslast á bréfi sem Margrét Tryggvadóttir sendi óvart út.  Þetta viðtal er með þvílíkum ólíkindum að það hálfa væri nóg.  Og sennilega er Ólafur F. Magnússon eini maðurinn í allri stjórnsýslunni sem hefur skilað inn bréfi sem inniheldur heilbrigðisvottorð honum til handa.  Þetta er farsi, og þessi kona hefur gert rækilega í brækurnar og upp á bak.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2013 kl. 00:06

7 identicon

þetta er frændi minn. Óli er góður maður og gegnheill og vill öllum vel. Að tala um hann með þessum hætti er viðbjóðslegt og lýsir vel innræti þessar konu.

það getur hent alla að lenda í þunglyndi og depurð og þurfa hjálp. Enn það gerir viðkomandi ekki óhæfan sem borgarstjóra.

Eini galli óla er heiðarleiki hanns og það hvað hann treystir fólki vel. Ég þekki sjúklinga sem hafa verið hjá honum og einn sagðist mundi næstum fórna lífi sýnu fyrir þennan góða lækni og góða mann. þorbjörg. þú ert viðbjóðsleg manneskja og sem betur fer ertu dauð núna pólitískt eftir þetta viðtal. Hafðu skömm fyrir orð þín um aldur og ævi.

ólafur (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 01:03

8 identicon

Jens. þetta er góður pistill hjá þér. Enn þetta er flott mál og kemur Óla bara mjög vel í alla staði. Enn Tobba. úps þar fór það vina ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 01:06

9 Smámynd: Mofi

Takk Jens fyrir að taka upp hanskann fyrir Ólaf. Ég vona að þessi Þorbjörg fái stóran mínus fyrir þessa aðför að Ólafi.

Mofi, 19.7.2013 kl. 07:24

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi aðför Þorbjargar Helgu að Ólafi F. Magnússyni er sannarlega fyrir neðan beltisstað og henni ekki til framdráttar. Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi, líkt og ég spái að þessi "meinleysislega" bakstunga borgarfulltrúans verði henni sjálfri dýrkeypt.

Jónatan Karlsson, 19.7.2013 kl. 08:29

11 identicon

Ólafur F er mikill baráttumaður gegn byggingu mosku hér á besta stað í borginni og það er mjög stór hópur sem fylgir honum eðlilega þar. Ég held reyndar að þrátt fyrir augljós veikindi hafi Ólafur F þrátt fyrir allt verið heilbrigðastur allra í þeirri borgarstjórn sem hann fór fyrir á sínum tíma.

Stefán (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 08:40

12 Smámynd: Jens Guð

  JR,  Ólafur F. var hrakinn úr Sjálfstæðisflokknum 2001 vegna baráttu hans gegn virkjana- og stóriðjuframkvæmdum.  Á landsfundi flokksins flutti hann tillögu um að hætt yrði við Kárahnjúkavirkjun og orkuauðlindir yrðu ekki einkavæddar.  Í borgarstjórn barðist Ólafur gegn því að Reykjavíkurborg ábyrgðist lántökur vegna virkjana og raforkusölu til erlendra málmbræðslufyrirtækja.  Bara svo dæmi séu tekin.  

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 15:45

13 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þetta virðist vera innlegg í kosningabaráttu því að í öðru orðinu segist hún stefna á forystusætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. 

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 15:48

14 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  ég hef einungis heyrt mjög jákvæðan vitnisburð um Ólaf sem góðan heimilislækni.

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 15:51

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Góður pistill hjá þér Jens, það er ómaklegt að vega að fólki vegna sjúkdóms. Auk þess má benda á það að Churchill, sem margir segja einn mesta stjórnmálaskörung sögunnar þjáðist af þunglyndi, minnimáttarkennd og kvíða alla tíð.

Þótt ég sé gallharður sjálfstæðismaður viðurkenni ég að þröngsýni og skortur á umburðarlyndi tíðkast í mínum flokki, eins og öllum hópum því umræðan er ansi óþroskuð.

Við eigum að þola allar skoðanir og bera virðingu fyrir fólki sem hefur aðra sýn. Ekki erum við Ólafur samtíga að öllu leiti, en hann er strangheiðarlegur og drenglyndur, slíkir eðliskostir hylja marga galla og enginn er fullkominn.

Jón Ríkharðsson, 19.7.2013 kl. 16:49

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Ólafur F. fær plús frá mér, fyrir heiðarleikann og dugnaðinn. Skiptir ekki máli hvort maður er sammála honum eða ekki í pólitíkinni. Svona kemur maður ekki fram við nokkurn mann, eins og þessi umrædda kona hefur gert.

Þeir höggva sem hlífa skyldi.

Þeir sem taka þátt í einelti og mannorðsmorðum, eru sjúkir og siðblindir valdafíklar, sem virðast gera hvað sem er, til að komast til valda.

Þessi umrædda kona vildi láta skattborgara sjá um símareikning sinn, þegar hún var í fríi erlendis fyrir einhverjum misserum. Það er siðblind græðgi.

Óspilltir, heiðarlegir og duglegir einstaklingar eru ekki metnir sem skyldi í pólitík á Íslandi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.7.2013 kl. 16:55

17 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur (#8),  takk fyrir það. 

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 20:59

18 Smámynd: Jens Guð

  Mofi,  ég held að hún hafi misreiknað sig í þessu dæmi. 

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 20:59

19 Smámynd: Jens Guð

  Jónatan,  hún er með próf í námssálfræði en kann greinilega ekki markaðssálfræði.  Þessi árás á Ólaf F. og aðra í borgarstjórn er skot í eigin fót. 

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 21:04

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað veldur biturð Þorbjargar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2013 kl. 21:10

21 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  hann var að minnsta kosti sá eini sem framvísaði heilbrigðisvottorði. 

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 21:53

22 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  það er rétt hjá þér að Churchill stríddi við erfitt þunglyndi,  kvíðaköst og efasemdir um ágæti sitt (sem hann kallaði svarta hunda).  Bráðgáfaður maður og afskaplega orðheppinn í tilsvörum.   Annar bráðgáfaður,  Nixon,  stríddi líka við eitthvað svoleiðis.  Svo og margir tónlistarmenn og myndlistamenn.  Söngvari Hjaltalíns hefur tjáð sig um sína baráttu við "svarta hunda".  Líka Brúsi "frændi" (Bruce Springsteen).  

  Fordómar af öllu tagi fara ekki eftir flokkslínum.  Ég tek heilshugar undir þín sjónarmið um að okkur beri að virða ólík sjónarmið og mæta þeim með umræðu fremur en vísi afgreiða þau sem geðveiki.  Ég ber gæfu til að eiga góð samskipti við vini sem spanna allt litróf stjórnmála frá hörðustu frjálshyggjumönnum til róttækustu kommúnista og anarkista.   Við höfum áður rætt hvernig pórlitíkin var afgreidd í Hjaltadal.  Allir hreppsnefndarfundir einkenndust af góðri vináttu hreppsnefndarmanna og ekkert mál var "keyrt í gegn".  Vinir úr Framsóknarflokki og Sjálfsstæðisflokki komust að sameiginlegri niðurstöðu (önnur flokkspólitík var ekki til.  Hvorki kratar né kommar).  Aldrei árekstrar um eitt né neitt.  Stundum vinsamlegar umræður um eitthvað sem snéri að forgangsröðun.  Í lok hvers hreppsnefndarfundar kvöddust menn með faðmlagi og koss á kinn.  

  Þó að ég hafi verið í Frjálslynda flokknum samtímis Ólafi F.  þá hef ég ekki alltaf verið samstíga Ólafi í hvívetna.  Hinsvegar lærðist mér fljótt að Ólafur er gegnheill og staðfastur gegn bruðli og spillingu.  Það reynir virkilega á þá eiginleika í borgarstjórn.  Freistingar skjóta upp kolli frá öllum hliðum.  Utanlandsferðir og allskonar.  Ólafur brást öndverður harður gegn öllu slíku.  

  Ég gæti tiltekið dæmi sem komu upp.  En prinsipp Ólafs var alltaf barátta gegn bruðli og spillingu.  Sjálfur hefði ég ekkert haft á móti smá spillingu mér til góðs.   

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 22:41

23 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  fólk er mismunandi innstillt þegar kemur að mögulegri spillingu.  Ég hef frá barnsaldri tekið þátt í pólitík.  Fyrst í Sjálfstæðisflokknum en síðast í Dögun.  Spilling er ráðandi á öllum sviðum.  Nema hjá Ólafi F.  Hann hefur alla tíð verið harður gegn spillingu.  Hann er heiðarlegasti og gegnum heilasti stjórnmálamaður sem ég þekki. 

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 22:46

24 Smámynd: Jens Guð

  Heimir,  hún boðar að hún stefni á forystusæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Ég þekki fátt til þessarar konu.  Hún stillir sér upp gegn Gísla Marteini og Júlíusi V. Helgasyni á þennan hátt.  Ég lærði markaðssálfræði á sínum tíma.  Samkvæmt minni þekkingu á markaðsmálum er þetta bjúgverpill sem hún fær í hausinn.    

Jens Guð, 19.7.2013 kl. 22:52

25 identicon

Það sem raunverulega á sér stað hér er að Ólafur hefur dirfst að hafa skoðun sem stangast á við ríkjandi pólítíska rétthugsun, og hefur dirfst að lýsa henni yfir opinberlega, eins og er hans lýðræðislegi réttur. Því hefur "rétthugsandi" (fasískt) fólk ákveðið að nú sé rétt að taka hann af lífi og eyðileggja mannorð hans. Í mörgum nágrannaríkjum okkar er aðför af þessu tagi vegna veikinda manns bönnuð með lögum og varðar við hegningarlög. Því í öllum siðmenntuðum samfélögum er mismunun á grundvelli geðrænna sjúkdóma bönnuð. Í Bretlandi getur til dæmis stofnun sem þiggur opinbera styrki, svo sem spítali eða skóli, sem ekki ræður manneskju til starfa bara afþví hún hefur glímt við geðsjúkdóma, misst starfsleyfi sitt, og sá sem er ábyrgur fyrir mismununinni á háar sektir á hættum og mun líklega þurfa að lifa það sem eftir er á atvinnuleysisbótum, því enginn vill ráða slíka manneskju frekar en þá sem hefur gerst sek um að mismuna á grundvelli kynþáttar, uppruna eða kynhneigðar. Einkenni siðmenntaðs samfélags er að líða ekki mismunun gagnvart fólk út af hlutum sem eru ekki þeim sjálfum að kenna, og að líða ekki það fólk sem viðhefur slíka mismunun. Slíkt fólk, eins og þessi Sjálfstæðismanneskja, hafa sagt sig úr samfélagi siðmenntaðra manna. PS: Mæli með mynd Stephen Fry, sem er geðhvarfasjúkur, um geðhvarfasýki. Þar er einmitt viðtal við konu sem viðurkennir hreinlega að hafa fengið það starf sem hún sinnir út af því hún er með geðhvarfasýki. Spítalar nánast neyðast til að ráða slíkt fólk, sé það jafn hæft öðrum umsækjendum, af sömu ástæðum og í siðmenntuðum löndum vill enginn heldur láta gruna sig um að hafa ekki ráðið einhvern fyrir að vera hommi eða svertingi. Gott samfélag er grundvallað á virðingu fyrir öllum mönnum.

Sigrún (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 12:19

26 Smámynd: Jens Guð

  Sigrún,  takk fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 20.7.2013 kl. 12:41

27 identicon

"Annar bráðgáfaður, Nixon" Jens.

Ég myndi ekki segja að Nixon hafi verið snjall.

Fyrir utan öll klúðrin sem að hann var gripinn við að hafa framkvæmt þá var hann ekki síður þekktur fyrir heimskuleg svör, nánast í átt við Bush yngri.

Sem dæmi: "Solutions are not the answer."

Grrr (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 13:50

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Ég var ekki að deila á flokka í þetta sinn (aldrei þessu vant), heldur ljóta aðför, óheiðarleika og siðblindu þessarar kannski tilvonandi framboðs-konu. Hvernig mun hún haga sér ef hún kemst til valda?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 18:49

29 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  við þurfum að taka með í reikninginn að í forsetatíð sinni missti Nixon öll tök á dópneyslunni.  Hann synti í sýrunum og var að auki skápahommi.  Það var erfitt á þessum árum og í hans embætti. 

Jens Guð, 20.7.2013 kl. 19:45

30 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  spurning þín er réttmæt og áleitin.

Jens Guð, 20.7.2013 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.