Af hverju er Auður kölluð djúpúðg?

  Viðurnefni Auðar djúpúðgu hefur þvælst fyrir íslenskum skólabörnum svo lengi sem elstu menn muna.  Það hefur líka þvælst fyrir unglingum og rígfullorðnum.  Við notum orðið djúpúðg ekki í daglegu tali.  Það þarf að fletta því upp í orðabók til að uppgötva að það þýði vitur eða spök. 

  Í Færeyjum er Auður þessi kölluð Auður djúphugaða.  Það er auðvelt að skilja. Auður djúphugaða er hátt skrifuð í Færeyjum.  Þrándur í Götu er nefnilega afkomandi hennar.  Gott ef Auður var ekki amma hans. 

  Þrándur í Götu var svo þver og fastur fyrir að á styttunni af honum í Götu er hann látinn standa láréttur bísperrtur út í loftið.

jens&þrándur 

 


mbl.is Auður djúpúðga heldur til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Á íslensku þýðir að vera "huguð" að vera hugrökk. Ef Auður væri sögð "djúphuguð" á íslensku væri merkingin önnur en ætlast er til, ef þá nokkur. Hins vegar gæti hún vel verið "djúpt hugsandi". Fáir mundu kvarta yfir að skilja ekki orðin "léttúðug", eða "dulúðug" og þó orðið "djúpúðug" sé ekki algengt er það auðskilið.

Skemmtileg stytta af Þrándi :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.7.2013 kl. 13:00

2 identicon

Á forn-íslensku var djúp (skeytt fyrir framan orð) oft notað yfir mikið eða verðmætt.

Auður virðist hafa verið í víðara samhengi heldur en fé. Sem dæmi voru menn nefndir auðTýrar sem að voru ekki bara efnaðir endilega, heldur voldugir.

Ætli djúpauðgi hafi ekki verið átt við eins og að auðga út frá sér - s.s. deila visku sinni?

Grrr (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 13:58

3 identicon

Ég sendi óvart skilaboðið án þess að bæta við:

Úðg er væntanlega eins og úðug - dulúðug/heiftúðug og svo framvegis, sem að getur þýtt mikið eða stórt.

Grrr (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 14:03

4 identicon

Sæll Jens.

Ekki er allt sem sýnist er kemur að viðurnefnum
eða texta yfirleitt í Íslendingasögum.
(Íslendingasögur urðu ekki til úr engu á þessum klaka
heldur var hefð um alla Evrópu fyrir viðlíka sagnaarfi)
Þegar haft er í huga að Auði tókst að taka með sér til
Íslands meira fé og mannskap en almennt tíðkaðist
og að jafnframt nefndist hún Unnur þá er ekki ólíklegt
að menn hafi haft uppi kals nokkurt í framhaldi af því
eða gys.Ósjaldan gengust menn upp við slíku er frá leið.

Seinni hluti orðs er úð sem merkir hugur.

Húsari. (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 18:32

5 identicon

Auður djúpúðga var keltnesk höfðingjakona. Því er eðlilegast að leita merkingar í gelísku. Djúpúðga gæti mjög sennilega verið Deu Butka (djúbudga) sem þýðir guðs vinur; enda eldheit trúkona hún Auður.  

Freyr Eyjólfsson (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 12:57

6 Smámynd: Jens Guð

  Freyr,  bestu þakkir fyrir þennan fróðleiksmola. 

Jens Guð, 29.7.2013 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband