Hvaða þjóðir eru duglegastar að reykja kannabis?

  Sameinuðu þjóðirnar hafa rannsakað og tekið saman lista yfir þær þjóðir heims sem eru lang duglegastar við að reykja marijúana.  Þjóðr heims eru eitthvað á þriðja hundrað svo að það er töff að vera þar ofarlega á lista.

  Í fljótu bragði mætti ætla að sigurvegarinn sé íbúar Jamaíka.  Ímynd Jamaíka er samofin við hassreykjandi reggí-tónlistarmenn sem aðhyllast trúfélag sem kallast rastafarian.  Rastarnir reykja hass (kaya) allan sólarhringinn af trúarástæðum.  Þeir vitna til Biblíunnar um það.  Þegar guð birtist Móse á fjallinu (til að ræða um boðorðin 10 eða 20) leið þykkt reykský út um vit hans.  Það var hassreykur.  

 

  Rastarnir þurfa ekki frekari vitna við.  Þeir reykja hassið (kaya),  fara á flug (feel high) og ná góðu og nánu sambandi við himnafeðgana.  

  Skekkjan í dæminu er að reggí-rastarnir á Jamaíka eru aðeins um 20 þúsund.  Jamaíska þjóðin telur um 2 milljónir.  En reggí rastanna er stór þáttur í heimstónlistinni.  Bob Marley heitinn er eina ofurstjarna 3ja heimsins.  Fjöldi annarra jamaískra reggí-rasta eru sömuleiðis stór nöfn á alþjóðamarkaði:  Peter Tosh,  Bunny Wailer,  I-Roy,  U-Roy,  Sly & Dunbar,  Rita Marley,  Ziggy Marley,  Burning Spears...

 

  Hassreykingar eru bannaðar á Jamaíka.  Tæp 10% þjóðarinnar reykja hass.  Jamaíkanar eru í 10. sæti yfir mestu hassreykingaþjóðir heims.    

  Í 9. sæti eru Ástralir.  Rösklega 10% þeirra svæla hass þrátt fyrir að það sé stranglega bannað.

  Spánverjar eru í 8. sæti.  10,6% þeirra er í hassinu.  Þar er refsilaust að reykja en ólöglegt að rækta kannabis, selja eða nota á almannafæri.   

  Kanada er í 7. sæti.  Rúmlega 12% Kanadabúa eru hassneytendur.  Þeir virðast vera dálítið heilsulitlir vegna þess að einungis má reykja í lækningaskini.  

  Í Nígeríu reykir 14,3% þjóðarinnar hass - þrátt fyrir að það sé kolólöglegt.  

  Ný-Sjálendingar eru í 5. sæti.  14,6% eru skökk - þvert á lög.  

  Ítalir eru í 4. sæti.  Engu að síður er sama hlutfall þeirra reykjandi,  14,6%.  Sennilega er eitthvað minna prósentubrot sem greinir Ný-Sjálendinga og Ítala að.  Á Ítaliu er bannað að rækta og selja hass en refsilaust að brúka það.  

  Bandaríkjamenn eru í 3. sæti.  14,8% Kana eru dáldið í hassinu.  Það er löglegt í 2 ríkjum.  Í 22 öðrum ríkjum er það löglegt í lækningaskini.   

  Zambía er í 2. sæti.  Þar er þetta stranglega bannað.  Samt sem áður reykja 17,7% íbúa hassið.

  Vinningshafinn er:  Ísland!   Í 1. sæti á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.

  18,3% Íslendinga reykir hass.  1 í hverjum 5 manna hópi.  Og dregur hvergi af sér.  Lætur sem ekkert sé.  Jú,  þetta er bannað samkvæmt íslenskum lögum.  En hver tekur mark á íslenskum lögum?

  Ræktun á kannabis er hvergi meiri en á Íslandi ef frá eru talin lönd þar sem jurtin vex villt.  Ræktun á Íslandi er svo stórtæk að hún er langt umfram innlenda eftirspurn.  Stór hluti framleiðslunnar er útflutningur til nágrannalanda og út yfir alla Evrópu.  Allt til Eystrasaltslanda.  Þannig verður til gjaldeyri til að borga fyrir harðari eiturlyf sem eru flutt til Íslands.

   Til að forðast misskilning þá hef ég 0% löngun í hass.  Ég hef þrívegis fengið mér smók.  Víman er kjánaleg og ekki fyrir minn smekk.  Föroya Bjór Gull er málið!

   En ég sé enga þörf á því að glæpavæða hassreykingar.  Nema síður sé.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Landlæknisembættið hefur komið með yfirlýsingu vegna þessarar svo kölluðu "rannsóknar" Sameinuðu þjóðanna.

Sjá: Inn­lent | mbl | 2.7.2014 | Kanna­bisneysla Íslend­inga orðum auk­in

Svo er líka ágætt að rýna aðeins í aðferðarfræði "rannsóknarinnar" sem SÞ kallar World Drug Report 2014: En þar segir meðal annars:

Frá Methodolgy rannsóknarinnar: blaðsíða; VI

Extrapolations based on treatment data:

"For a number of developing countries, the only drug use-related data available was drug users registered or treatment demand. In such cases, other countries in the region with a similar socio-economic structure were identified, which reported annual prevalence and treatment data. A ratio of people treated per 1,000 drug users was calculated for each country. The results from different countries were then averaged and the resulting ratio was used to extrapolate the likely number of drug users from the number of people in treatment."

Heimasíða þessarar svo kölluðu "rannsóknar" Sameinuðu þjóðanna er hér: Global drug use prevalence stable, says UNODC World Drug Report 2014

Svo er hér einnig krækja á aðferðafræði (Methodolgy) þessarar svo kölluðu rannsóknar: krækja á PDF-skjal: Methodology

Svo þarna verða baráttumenn Niður-með-Ísland hópsins fyrir verulegum vonbrigðum. Allt er sem sagt ekki verst hér, heldur jafnvel þveröfugt, því niðurstöðurnar má kannski einnig túlka á þann veg að Ísland sé með besta meðferðarstofnanakerfi veraldar. Að hér sé búi ef til vill mest yfirmeðhöndlaða þjóð veraldar í þessum "efnum" og því þjóð í miklum efnum. 

Þetta er kannski svona eins og þær "alþjóðlegu rannsóknir" sem í bráðum 25 ár hafa sýnt að allir séu í þann mund að flytja til Finnlands. En þó flytur aldrei neinn þangað. En eru þó alltaf í þann mund að flytja, en gera það bara ekki. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2014 kl. 03:34

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sum lög eru skynsamleg, en önnur arfavitlaus. Eins og allir vita, þá er bannað með lögum að skeina sig með blöðum.

Hörður Þórðarson, 5.9.2014 kl. 04:17

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég vona að þú sért að tala um "danslögin" sem birt eru hér að ofan Hörður, en ekki um lög og reglur landsins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2014 kl. 05:05

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Nei, er að tala lög sem leyfa sumt dóp, en ekki annað. Lög sem eru sett til að þjóna hagsmunum þeirra sem hafa hag af því að selja eiturlyf eins of áfengi og nikótín.

Hörður Þórðarson, 5.9.2014 kl. 08:56

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Merkilegur hann Marley. Að mínu mati er hann einfaldlega einn af þessum stóru í poppsögu heimsins. Hann hafði eitthvað energy og túlkunahæfileika tónlistarlega séð sem er alveg einstakur.

Það er nefnilega ekki svo einfalt að ætla að endurtaka Marley eða kópera hans verk og framkomu. Það er miklu erfiðara en margir ætla fyrirfram. Það þarf hæfileika, tilfinningu tónlistar- og listalega séð. Þessi hárnákvæmi taktur og skrítni fílingur.

Það er líka þannig með Marley, að þó textarnir séu stundum bundnir við hans áhugamál - þá hafa þeir einhvernvegin víðari skírskotun og hver og einn getur svo sem túlkað fyrir sig.

Hérna er hann og hljómsveitin gjörsamlega frábær live 1980, að mínu mati:

https://www.youtube.com/watch?v=_Y5ibHgEqzA

Hérna er hann einfaldlega stórkostlegur akústik og aleinn:

https://www.youtube.com/watch?v=OFGgbT_VasI

Sá sem einna helst kemst nálægt sérsviði Marley er Peter Tosh - en aðrir eru langt, langt á eftir. Langt á eftir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2014 kl. 11:24

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. að öðru æeitier þessi trú, Rastafaratrú, dáldið merkileg. Þeir trúa td. að einhverju leiti á Haile Selassie sem var Eþíópíukeisrai til um 1975.

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1719

Gísli á Uppsölum spurði Árna Johnsen sérstaklega um hvað væri að frétta af Haile Selassie á sínum tíma, minnir mig.

En með Peter Tosh sem var nú í hljómsveit Marley á sínum tíma, að vissulega var hann sterkur - en ekki nærri eins sterkur og Marley, að mínu mati.

Hér er hann samt tasvert sterkur. Gamalt lag, að eg tel, í hans útgáfu:

https://www.youtube.com/watch?v=KBa4DvSkjJs

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2014 kl. 11:47

7 identicon

Framsóknarmaðurinn og þáverandi dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, sá til þess að Bob Marley fékk ekki að halda hljómleika á Íslandi. Meistari Marley hafði ávallt nesti með sér og á þeim forsemdum var honum meinaður aðgangur að Íslandi einu landa í heiminum. Íbúar allra annara landa voru svo heppnir að Framsóknarflokkurinn var ekki til þar og fengu því að njóta hljómleika meistara Marleys, sem er eins og Ómar Bjarki nefnir rétttilega ,,  einn af þessum stóru í poppsögu heimsins ". Það hefði verið betra að Framsóknarflokkurinn væri kominn undir græna torfu, en meistari Bob Marley. 

Stefán (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 13:36

8 Smámynd: Jens Guð

Gunnar, takk fyrir þessar ábendingar. Það er einkennilegt að Landlæknisembættið tali niður afrek Íslendinga á þessu sviði í stað þess að styðja veru Íslands í toppsætinu.

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 20:08

9 Smámynd: Jens Guð

Hörður, takk fyrir fróðleiksmolann. Þetta vissi ég ekki.

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 20:10

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er vissulega góður púntur hjá landlækni. Ekki veit ég hvernig þetta er um allt land, en hér í eyjum er græna hagkerfið mjög öflugt, og gæti vel haldið uppi meðaltalinu.

Þar til mönnum dettur í hug að skifta yfir í bjór aftur.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.9.2014 kl. 20:30

11 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki, ég er þér sammála um Bob Marley. Skólabróður mínum áskotnaðist platan Natty Dread með honum, líklega 1974 eða ´75. Um svipað leyti sló Eric Clapton í gegn með lag Marleys I Shot the Sheriff. Skólabróðirinn gaf mér kassettu (blandspólu) með einhverjum lögum af Natty Dread. Ég kolféll fyrir Marley. Ég keypti allar plötur með honum, allar bækur um hann, öll tónlistartímarit sem innihéldu viðtöl við hann o.s.frv.

Samtímis keypti ég allar plötur með öðrum jamaískum reggí-röstum. Þær eru margar frábærar. En það er auðvelt að átta sig á því hvers vegna Bob Marley varð ofurstjarnan. Árum saman voru Marley, Peter Tosh og Bunny Wailer jafningjar í söngtíóinu The Wailers. Þeir skiptu bróðurlega á milli sín forsöng og lögðu til lög í púkkið.

Þegar The Wailers náðu inn á heimsmarkað og fóru að túra út um allt tóku fjölmiðlar Bob Marley út úr. Allir vildu taka viðtal við hann, útvarpsstöðvarnar spiluðu bara lögin hans. Plötufyrirtækið tók Marley einni út úr og skráði flytjendur plötunnar Natty Dread sem Bob Marley & The Wailers. Þetta olli leiðindum sem varð til þess að Tosh og Wailer hættu.

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 20:36

12 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki, það er rétt hjá þér þetta með tilfinningu Marleys fyrir tónlist og listinni sem slíkri. Innlifun hans í flutningi var svo djúp og sterk að hann og tónlistin runnu algjörlega saman í eitt.

Ég á margar plötur þar sem aðrir jamaískir reggí-rastar kráka (cover song) lög hans á "tribute" plötum. Margar ágætar. En skáka ekki frumútgáfum Marleys.

Þar fyrir utan var Marley merkileg persóna. Á þútúpunni má finna sjónvarpsviðtal við hann þar sem hann er spurður út í fjármál. Marley gengur illa að skilja hugsun spyrjandans, til að mynda að það að eiga mikla peninga sé mælikvarði á að vera ríkur.

Eitt sinn rambaði plöturisinn Island, útgáfufyrirtæki Marleys, á barmi gjaldþrots. Marley hreinsaði bankareikning sinn og bjargaði fyrirtækinu frá gjaldþroti með risaláni. Á gengi dagsins í dag upp á einhverja milljarða. Eða að minnsta kosti mörg hundruð milljónir.

Umboðsmaður Marleys bjó í hvelli til skuldaviðurkenningaskjal. Marley reiddist, reif skjalið og sagði að einungis óheiðarlegt fólk þyrfti pappíra þegar peningar séu lánaðir.

Þá spilaði Marley til dauðadags á sama kassagítarinn og hann eignaðist sem barn eða unglingur. Þetta var stór, stirðbusalegur og klossaður gítar með mattan og vondan hljóm. Þetta er gítarinn sem hann spilar á í Redemtion Song myndbandinu sem þú vísar. Marley skilgreindi það sem pjatt að fá sér nýjan kassagítar. Þessi reyndist honum sem ungum dreng vel. Það væri jafnframt eins og að gefa ungu auralitlu fólki langt nef þegar ríkar poppstjörnur kaupa rándýr hljóðfæri sem einungis auðmenn hafi efni á.

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 21:08

13 Smámynd: Jens Guð

Ég má til með að lauma að einni sögu: Fjölskyldulíf Marleys var ólíkt því sem við þekkjum. Pabbi hans var hvítur breskur hermaður sem hann hafði lítið af að segja annað en vonda sögu. Það var alvanalegt á Jamaíka að slíkir börnuðu svartar jamaískar konur og síðan spurðist ekkert til þeirra meir.

Bob ólst lítið upp hjá móður sinni heldur á einhverskonar flækingi hingað og þangað. Þar á meðal fékk hann sem unglingur um tíma að halda til hjá krypplingi að nafni Vincent Ford. Fékk að sofa á eldhúsgólfinu hjá Vincent.

Þegar Bob samdi og hljóðritaði lagið No Woman No Cry þá vissi hann að þetta yrði sívinsælt lag. Hann skráði höfundarrétt lagsins á Vincent til að tryggja honum góðar tekjur til frambúðar.

Vincent lifði Marley og hafði það náðugt eftir að lagið kom út.

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 21:22

14 Smámynd: Jens Guð

Rastafarian trúfélagið á Jamaíku er merkilegt. Lengst af voru flestir rastar ólæsir og miðluðu sín á milli upplýsingum úr Biblíunni í munnmælum. Þær blönduðust saman við kenningar jamaísks manns að nafni Marcus Garvey. Hann vildi snemma á síðustu öld flytja alla svarta Jamaíka til Eþíópíu. Kenning sem sótt er í Biblíuna gengur út á það að Ísrael Biblíunnar sé Eþíópía og blökkumenn í Jamaíka séu gyðingarnir sem sagt er frá í Biblíunni.

Einhverjar frásagnir eru túlkaðar þannig að þegar svartur maður sé krýndur keisari þá skuli halda til heimferðar. Haile Selassie var krýndur keisari Eþíópíu. Þar með var hann skilgreindur af röstum sem guð. Og Eþíópía skilgreind sem Ísrael Biblíunnar.

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 21:36

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán, ég tek undir þetta:

" Það hefði verið betra að Framsóknarflokkurinn væri kominn undir græna torfu, en meistari Bob Marley. "

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 22:05

16 Smámynd: Jens Guð

Ásgrímur, ætli bjórinn sé ekki ágætur með. Að minnsta kosti Föroya Bjór Gull. Ég fór í vínbúðina í Skútuvogi í dag og ætlaði að grípa upp Föroya Bjór Gull. En hann var uppseldur. Risagóð sala upp á 1200% aukningu hafði komið búðinni í opna skjöldu.

Jens Guð, 5.9.2014 kl. 22:08

17 identicon

<div class="yt-alert yt-alert-default yt-alert-error yt-alert-player"> <div class="yt-alert-icon"> <img src="https://s.ytimg.com/yts/img/pixel-vfl3z5WfW.gif" class="icon master-sprite yt-sprite"> </div>< div class="yt-alert-content" role="alert"> <div class="yt-alert-message"> You need Adobe Flash Player to watch this video. <br> <a href="http://get.adobe.com/flashplayer/">Download it from Adobe.</a> </div>< /div><div class="yt-alert-buttons"></div></div>

Watch Queue

TV Queue

Watch QueueTV Queue
  • Remove all
  • Disconnect
Watch Queue
TV Queue
__count__/__total__     
 Brainwash Update

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 22:22

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt. Voru búin að spila lengi saman. Má ekki gleyma að nefna að konan hans var í bandinu allavega á seinni stigum. Rita Marley var í bakradda-tríóinu og þær voru sjálfstæð grubba fyrir utan hljómsveitina. Það var valinn maður í hverju rúmi í hljómsveitinni.

Marley er svona tekinn útúr þegar þeir verða þekktari - en Marley samt stendur alveg undir því, að mínu mati. Það er eitthvað við karakterinn. Það er eitthvað mystískt við hann. Hann er alveg að sumu leiti á pari við Lennon, Dyllan, Cohen, Morrison etc. Á sinn hátt var hann alveg svaka karakter.

Nú er hægt að sjá svona búta á youtube. Af handahófi eitthvert viðtal við kanadíska stöð - og allt í einu breytist viðtalið í einhverja yfirheyrslu yfir Marley varðandi vont orðspor af rastaförum í Kanada. Raggíið var hápólitískt á sínum tíma að sumu leiti.

Það sést alveg þarna undir eins að Marley hefur verið svaka karakter sér á parti. Sambland af pælara og barnslegri einlægni sem er innrömmuð af þessu sterka útliti og útgeyslun sem Marley hafði. Þetta er barasta goðsagnalegt, að mínu mati.

https://www.youtube.com/watch?v=TZSHQGrmJaE

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2014 kl. 23:00

19 Smámynd: Jens Guð

Helgi (#17), þetta er athyglisvert.

Jens Guð, 6.9.2014 kl. 18:36

20 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki, ég kvitta undir hvert orð í þinni lýsingu.

Skemmtilegur þessi viðtalsbútur. Þegar Bob Marley tókst að fá formenn helstu 2ja stjórnmálaflokka Jamaíku til að mæta upp á svið hjá sér og handsala samningi um slíðra sverð, hafði ríkt óöld á svæðinu. Allt upp í 600 manns var slátrað á einni viku í þessu 2ja milljón manna samfélagi. Sjálfur varð Marley fyrir skotárás. Umboðsmaður hans lamaðist til frambúðar í skotárásinni.

Jens Guð, 6.9.2014 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.