Orđaleikir Jóns Ţorleifssonar - framhald frá í gćr

 

  1988 hófust útsendingar Útvarps Rótar.  Ţetta var merkileg útvarpsstöđ.  Hún var starfrćkt til 1991.  Uppskriftin var almannaútvarp.  Allskonar félög og einstaklingar stóđu ađ stöđinni.  Dagskrá var fjölbreytt.  Međal ađstandenda og dagskrárgerđarfólks voru allt frá trúfélögum og stjórnmálahreyfingum til rokkmúsíkunnenda og allskonar.  Gott ef Öryrkjabandalagiđ og ég man ekki hverjir komu ađ borđinu.

  Rótin var fjármögnuđ međ hlutabréfum og auglýsingum.  Fólk og félagasamtök keyptu ódýr hlutabréf í stöđinni og áttu ţá greiđa leiđ ađ dagskránni.  Ţetta voru skemmtilegir tímar.  Margir sem hófu feril sinn á Útvarpi Rót hafa síđar haslađ sér völl í öđrum fjölmiđlum.  Dćmi um ţađ eru Stjáni stuđ,  Jóhannes K. Kristjánsson tćknitröll 365 miđla,  Andrés Jónsson almannatengill og vinsćll álitsgjafi,  Guđlaugur Falk ţungarokksgítarleikari,  Sveinn H. Guđmarsson (RÚV),  Kristinn Pálsson (Rás 2),  Guđrún Ögmundsdóttir síđar alţingiskona,  Ragnar "Skjálfti" veđurstofustjóri og Soffia Sigurđardóttir sem síđar rak Útvarp Suđurlands.  Mig minnir ađ Kiddi Rokk í Smekkleysu og Kiddi kanína í Hljómalind hafi einnig komiđ viđ sögu.

  Nema hvađ.  Ţegar unniđ var ađ undirbúningi Útvarps Rótar birtist Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  heima hjá mér.  Hann veifađi hlutabréfi í Útvarpi Rót.  Ţađ kom mér á óvart í ađra röndina.  Ég spurđi:  "Hvađ kemur til ađ ţú kaupir hlutabréf í útvarpi Rót?"

  Jón svarađi:  "Ţetta er samkvćmt lćknisráđi.  Ég hef veriđ heilsulítill ađ undanförnu.

  Viđ frekari eftirgrennslan svarađi hann áfram í dularfullum útúrsnúningum.  Ađ lokum upplýsti Jón ađ hann hefđi heimsótt heimilislćkni sinn,  Svein Rúnar Hauksson.  Sá hefđi bent honum á ađ kaupa sér ađgang ađ Útvarpi Rót.  Ţar gćti hann komiđ á framfćri gagnrýni á verkalýđshreyfinguna.  Sem reyndi svo aldrei á.  Jóni varđ fljótlega uppsigađ viđ Útvarp Rót.  Fyrst út af ţví ađ Samtökin 78 (samtök samkynhneigđra) komu ađ dagsrká stöđvarinnar.  Fleira í dagskránni lagđist illa í Jón.  Eins og gengur.  Ég var međ rokkmúsíkţátt á Útvarpi Rót.  Alveg burt séđ frá hlutabréfi Jóns í stöđinni ţá skreytti ég dagskrána stundum međ ţví ađ lesa upp eitt og eitt ljóđ eftir Jón í bland viđ pönkrokk.   

Útvarp Rót

Fleiri sögur af Jóni HÉR

jon ţorleifsson 1


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grasrotin alltaf god. bestu kvedjur fra Lebanon

Sigurdur Hermannsson (IP-tala skráđ) 1.12.2015 kl. 23:34

2 identicon

Útvarp RÓt var vissulega betri en RÓT vandans,sem liggur pikkföst í framsóknarflokknum.

Stefán (IP-tala skráđ) 2.12.2015 kl. 14:37

3 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur,  takk fyrir kveđjuna.

Jens Guđ, 6.12.2015 kl. 19:50

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ţađ er sitthvađ til í ţví.

Jens Guđ, 6.12.2015 kl. 19:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband