Kvikmyndarumsögn

  -  Titill:  Eiđurinn

  -  Leikstjóri:  Baltasar Kormákur

  -  Handrit:  Ólafur Egill Egilsson og Baltasar Kormákur

  -  Leikarar:  Baltasar Kormákur,  Gísli Örn Garđarsson,  Hera Hilmarsdóttir og Margrét Bjarnadóttir

  -  Tegund:  Drama,  spennutryllir

  -  Einkunn: ****

  Afar fćr hjartaskurđlćknir (Baltasar) er á góđum stađ í lífinu.  Hann á glćsilega konu (Margrét Bjarnadóttir) og tvćr dćtur;  ađra 18 ára (Hera Hilmarsdóttir) og hina á barnsaldri.  Hann erfir stóran og glćsilegan sumarbústađ eftir föđur sinn.  Nokkru síđar bankar ógćfan á dyr:  Dóttirin tekur saman viđ eldri eiturlyfjasala (Gísli Örn).  Hún sogast inn í harđa eiturlyfjaneyslu og flosnar upp úr námi.  

  Fyrstu viđbrögđ lćknisins eru ađ siga lögreglunni á kćrastann.  Sá tekur ţví illa.  Reynir samt ađ ná sanngjörnu samkomulagi viđ kallinn.  Leikar ţróast út í kalt stríđ ţeirra á milli.  Ţar međ fćrist fjör í leikinn.  Töluverđ spenna hleđst upp og heldur áhorfandanum föngnum til enda - ţrátt fyrir ađ framvindan sé stundum fyrirsjáanleg.  Tempóiđ er á millihrađa en ţétt.  Óhugnađur er meira undirliggjandi en í nćrmynd.  Smekklega útfćrđur og trúverđugur sálfrćđitryllir.

  Öll myndrćn umgjörđ er vandlega valin.  Reykjavík og nágrenni eru grá, köld og ţakin snjóföli.  Stóri sumarbústađurinn er dökkur og myrkur innandyra. 

  Myndataka Óttars Guđnasonar er til fyrirmyndar;  frekar lágstemmd en skreytt nokkrum flottum skotum úr lofti (úr ţyrlu).  Fagmennska hvar sem niđur er boriđ.  

  Helstu leikendur fara á kostum.  Ţeir eru sannfćrandi í öllum ađstćđum og samtöl eru eđlileg (blessunarlega ađ öllu leyti laus viđ ritmáliđ sem lengst af hefur háđ mörgum íslenskum kvikmyndum).    

  Nú er lag ađ bregđa sér í bíó; sjá virkilega góđa og umhugsunarverđa mynd um vandamál sem margir foreldrar ţurfa ađ kljást viđ.         


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Jens. Takk kćrlega fyrir ţessa kynningu. Ţađ veitir ekki af svona Íslands-raunveruleika-myndum hér á dómaranna dópskerinu.

Kannski sú gamla bregđi sér í bíó. Og hćtti ađ hugsa meir um berjamóa og ýmislegt annađ, sem á margan hátt verđur ekki ráđiđ viđ lengur, í alls konar kólnandi andrúmsloftinu á "kosningahaustinu".

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 10.9.2016 kl. 21:59

2 Smámynd: Jens Guđ

Anna Sigríđur,  ţađ er of kalt fyrir berjaferđ.  Hinsvegar er notalegt ađ sitja inni í hlýjum bíósal.

Jens Guđ, 13.9.2016 kl. 07:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband