Kvikmyndarumsögn

  - Titill: Can´t Walk Away

  - Tegund:  Heimildarmynd um tónlistarmanninn Herbert Guđmundsson

  - Framleiđendur/myndatökumenn:  Ómar Örn Sverrisson og Friđrik Grétarsson

  - Sýningarstađur:  Egilshöll Sambíó

  - Einkunn: ****

  Titill myndarinnar,  "Can´t Walk Away",  vísar til vinsćlasta lags Hebba (Herbert Guđmundsson).  Lags sem náđi ofurvinsćldum um miđjan níunda áratuginn.  Varđ íslenskt einkennislag "80´s".  Gekk svo í endurnýjun lífdaga um aldarmótin.  Fór á ţvílíkt flug ađ ţađ fer enn međ himinskautum.

  Lagiđ kemur eđlilega viđ sögu í myndinni.  Hinsvegar snýst myndin ekki um ţađ.  Ţess í stađ er fariđ yfir viđburđarríkt lífshlaup Herberts frá barnćsku.  Tónlistarferill hans er rakinn í bland viđ annađ sem á daga hefur drifiđ.  Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir:  Brostin hjónabönd, fangelsisvist, eiturlyfjafíkn, eignamissir og gjaldţrot.  Hebbi dregur ekkert undan.  Reynir ekkert ađ fegra sinn hlut.    

  Myndin er heppilega hrá og látlaus; blanda af gömlu sjónvarpsefni, frásögnum samtíđarmanna og ţví ađ kvikmyndatökuvélar fylgdu Hebba eftir eins og skuggi hvert fótmál síđustu fimm ár.  Hún er hröđ og ţétt.  Hvergi slakađ á.  Ţađ er eitthvađ í gangi á hverri mínútu. Allt á fullu allan tímann.

  Jákvćđni Hebba er ađdáunarverđ.  Hann tekur öllu mótlćti af ćđruleysi og vill öllum vel.  Leitar alltaf ađ björtu hliđunum.  Hann er góđ og yndislega manneskja.  Myndin kemur ţví til skila.     

  Gaman var ađ fylgjast međ viđbrögđum áhorfenda.  Mikiđ hlegiđ og undir lokin braust í tvígang út ákaft lófaklapp.  Á leiđ út úr Egilshöll heyrđi ég ungan mann segja:  "Ţetta var  ţrusu skemmtileg mynd!"  Félagar hans tóku undir ţađ.  Ég geri ţađ líka.  Hvet alla sem tök hafa á ađ skottast í Egilshöll Sambíó.  Ţađ er góđ skemmtun.  

 

can't walk away               


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara flottur og frábćr tónlistarmađur

Guđmundur Óli (IP-tala skráđ) 15.10.2016 kl. 19:43

2 Smámynd: Jens Guđ

Guđmundur Óli,  svo sannarlega!

Jens Guđ, 16.10.2016 kl. 21:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband